Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 D 3 KÖRFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Ámi Sæberg H Njarðvíkinga, náði aldrei að sýna sitt rétta andlit í gærkvöldi. æmaðurinn Sigfús Glzurarson að honum. Haukasigur í baráttuleik Leikur Hauka og UMFN í Hafn- arfirði var hnífjafn og spenn- andi. Haukar höfðu sigur á enda- sprettinum 86:82. Halldór Heimamenn hófu Bachmann leikinn betur og skrifar leiddu mestallan fyrri hálfleikinn. Njarðvíkingar voru þó aldrei langt undan og náðu að jafna um miðjan hálfleikinn 17:17. Eftir það áttu Haukar góðan kafla og komust sjö stigum yfir og héldu þeirri forystu í hálfleik 49:42. Njarðvíkingar mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, skoruðu sjö fyrstu stigin og jöfnuðu 49:49. Eftir það skiptust liðin á að skora og má heita að jafnt hafí verið á öllum tölum. Þegar fjórar mínútur voru eftir voru Njarðvíkingar yfir 71:75 en þá áttu Haukar góðan kafla, skor- uðu þrettán stig í röð og komust yfir 84:75. Þá var innan við mínúta eftir til leiksloka og sá tími dugði Njarðvíkingum ekki. Hjá Haukum voru Sigfús Gizur- arson, Jón Arnar Invarsson og Berg- ur Eðvarðsson bestir í breiðum hópi góðra leikmanna. Shawn Smith átti góða spretti í sókn i fyrri hálfleik og lék góða vörn í seinni hálfleik. í liði Njarðvíkur voru þeir Friðrik Ragnarsson og Rúnar Árnason best- ir auk þess sem Sverir Þ. Sverrisson kom mjög sterkur inn. Torrey John náði sér ekki á strik. Fyrstu stig Grindvíkinga Eftir spennandi lokamínútur tókst íslandsmeisturum Grindavíkur að innbyrða sín fyrstu stig á Akureyri í Stefán Þór gær er liðið lagði Sæmundsson Þórsara að velli skrifarfrá 91:85. Heimamenn Mureyri höfðu tekið góða rispu og komist yfir 82:81 þegar tvær mínútur voru til leiksloka en reynsla Jóns Kr. Gíslasonar og fé- laga gerði gæfumuninn meðan Þórsarar gerðu sig seka um klaufa- skap. Leikurinn var býsna jafn þótt frumkvæðið væri Grindvíkinga. Eftir 8 mínútna leik höfðu þeir þriggja stiga forskot og þá kom Myers loks inn á. Hann náði að draga nokkrar tennur úr Fred Will- iams, þjálfara og besta manni Þórs, og Grindvíkingar juku forystuna. Þórsarar voru grimmir í fráköstum og komust tvívegis stigi yfir en hleyptu síðan gestunum framúr í lok hálfleiksins. Grindvíkingar höfðu níu stiga forskot í leikhléi og munurinn varð mestur 12 stig; 49:61 þegar 4 mín. voru liðnar af seinni hálfleik. Þá tók Fred Williams til sinna ráða og rað- aði niður körfum en Myers hrökk einnig í gang eftir að hafa aðeins skorað eina körfu í fyrri hálfleik, auk þess sem Helgi Jónas hitti að vild fyrir utan þriggja stiga línuna. Þórsarar komust í 82:81 þegar 2 mínútur voru eftir. Myers svaraði 82:83. Dæmd var ásetningsvilla á Konráð fyrir að bijóta á Jóni Kr. þegar 1,27 mín. voru eftir og Jón breytti stöðunni í 82:85. Myers skoraði 82:87, Böðvar hitti úr öðru vítaskoti sínu, Williams tók frákast og skoraði, staðan því 85:87 og spennan í hámarki en Myers og Jón innsigluðu síðan sigur Grindvíkinga með tveimur körfum. í heild voru liðin nokkuð jöfn. Þórsarar tóku 43 fráköst en Grind- víkingar 29, en hins vegar skoruðu heimamenn aðeins úr þremur 3ja stiga skotum en gestirnir 11, þar af Helgi Jónas úr 6. Williams, Kon- ráð og Hafsteinn voru bestir Þórsar- ar en Grindvíkingar höfðu breiddina og reynsluna. Helgi, Páll og Unndór hittu mjög vel og Jón og Myers voru sterkir í lokin. Slakir Skagamenn engin hindrun fyrir Keflvíkinga Keflvíkingar unnu Akurnesinga örugglega 93:63 í Keflavík í gærkvöldi eftir að hafa átt í basli með þá í fyrri hálf- Frímann Ólafsson Leikunnn var af- skrifar spyrnuslakur í fyrri hálfleik og áttu Ak- urnesingar í fullu tré við heima- menn sem hittu illa. Gestirinir nýttu hæðarmuninn vel í vörninni og hirtu fjölda frákasta eftir misheppnuð körfuskot heimamanna. Ekki mun- aði nema tveimur stigum í hálfleik en í seinni hálfleik settu Keflvíking- ar hins vegar í fluggír og skildi þá í sundur með liðunum. Akurnesing- ar gáfust hreinlega upp og Keflvík- ingar gengu á lagið og unnu stór- sigur. Damon Johnson spilaði mjög vei með heimamönnum og þar er á ferðinni lipur leikmaður. Þá átti Guðjón Skúlason ágætan leik. Hjá Skagamönnum var fátt um fína drætti. Alexander Ermolinski var þeirra skástur en aðrir síðri. Öruggt hjá KR Aldrei lék nokkur vafi á því hvor færi með sigur af hólmi er KR-ingar tóku á móti Blikum á Seltjarnarnesinu, en Edwin heimamenn sigruðu Rögnvaldsson af miklu öryggi, skrifar 100:63. Breiðabliks- menn áttu í erfið- leikum strax á upphafsmínútunum, en heimamenn slógu þá útaf laginu með árangursríkri pressuvörn sinni. Hermann Hauksson var sjóðandi heitur í fyrri hálfleik og skoraði þá 17 stig - þar af fjórar þriggja stiga körfur. Erlendi leikmaðurinn hjá Blikum, Andre Bovain, skoraði meira en helming stiga gestanna í fyrri hálf- leik, en skotnýting hans var alls ekki góð og tók hann nokkur ótíma- bær skot. Aðrir leikmenn Blika sáust varla og voru KR-ingar komn- ir með 27 stiga forystu í leikhléi, 61:34. Það litla bragð sem var af leikn- um hvarf gersamlega í leikhléinu og var síðari hálfleikurinn því bragðlaus. Lítið var þá um góð til- þrif, en KR-ingar náðu að komast upp í 100 stig með þriggja stiga körfu Ingvars Ormarssonar og vakti það mestu hrifningu áhorf- enda í síðari hálfleik. Það var síð- asta karfa leiksins og innsiglaði hún stórsigur KR-inga á slöku liði Blika. Borgnesingar burstaðir jr IR-ingar unnu verðskuldaðan sig- ur á slöku liði heimamanna í Borgarnesi, 73:92. Heimamenn gggHggB náðu að halda hrað- Theódór anum niðri í fyrri Þórðarson hálfleik en síðan skrifar stungu gestirnir af. „Mínir menn voru einhverra hluta vegna ails ekki til- búnir í þennan leik,“ sagði Tarry Robert Upshaw, þjálfari Skalla- gríms. „Mér fannst allur leikurinn vera ömurlegur. Ég verð bara að vona að við læium af þessum leik og gerum betur næst.“ Eiríkur Önundarson, einn af bestu mönnum ÍR-liðsins, hafði aðra skoðun. „Þetta er okkar stærsti sigur hingað til. Þegar Borgnesingar fóru að hitta illa þá keyrðum við á þá og þá gekk þetta upp hjá okkur. Við hljótum að vera ánægðir með að fara héðan, af ein- um erfiðasta heimavelli í deildinni, með svona stóran sigur.“ Leikurinn var mjög jafn frá fyrstu mínútu en eftir leikhlé léku ÍR-ingar af miklum krafti og skor- uðu sautján stig á sjö mínútum á meðan hinir skoruðu eitt. Liðsmenn Skallagríms komust þó aftur í gang en síðan var eins og þeir misstu móðinn og gæfu leikinn frá sér auk þess sem hittnin var vægast sagt ömurleg. Skástu menn Skallagríms i þess- um leik voru Sigmar Egilsson og Curtis Raymond en Wayne Mulgrave náði sér ekki á strik. Hjá ÍR-ingum voru Tito Baker, Eiríkur og Herbert Arnarson bestir. Opiö golfmót í Leiru ^_v. sunnudaginn 13. október ..\ Fyrirkomulag: Punktakeppni 7/8 forgjöf. Hámarksforgjþf 24 hjá körlum en 28 hjá konum. 12 efstu sætin velja af verðlaunahlaðborði: Tvær golfferðir til Cork á Trlandi. Tveir vinningar: Gisting á Hótel Keflavík. gisting á FlugHóte). Tvær golfkerrur. Char-Broil gasgrill frá Olís. Airway regngalli. Veitingar á Langbest. Fataúttekt frá Persónu o.fl. ti og kerra fyrir holu í höggi. Til fjáröflunar Evrópuferðar íslandsmeistara 1. deildar. kráning hafín í síma 421 4100. fklúbbur Suðurnesja Gerðu laugardaginn að tippdegi! þú spilar til ab vinnal Beinu ensku útsendingarnar byrja um helgina! \ milljónir í pottinu"’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.