Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C fH*V0unW*fcife 233. TBL. 84. ARG. STOFNAÐ 1913 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Biskup og andspyrnuleiðtogi frá Austur-Tímor fá friðarverðlaun Nóbels Indónesar bregðast illir við vali Nóbelsnefndar Ósló. Reuter. NORSK nóbelsverðlaunanefnd vakti í gær athygli á átökunum á Austur- Tímor með því að tilkynna að ka- þólskur biskup og útlægur and- spyrnuleiðtogi frá portúgölsku ný- lendunni fyrrverandi fengju frið- arverðlaun Nóbels í ár. Ákvörðunin mæltist vel fyrir meðal ráðamanna víða um heim en Indónesar urðu ókvæða við. Biskupinn Carlos Belo og and- spyrnuleiðtoginn Jose Ramos-Horta fá friðarverðlaunin í ár og nefndin sagði að með þessu vali vildi hún vekja athygli á „gleymdu stríði" á Austur-Tímor. Hún gagnrýndi mannréttindabrot Indónesa, sem gerðu innrás á Austur-Tímor 1975. Ali Alatas, utanríkisráðherra Ind- ónesíu, kvaðst „furðu lostinn" yfir því að Ramos-Horta skyldi fá verð- launin og lýsti honum sem „pólitísk- um hentistefnumanni" sem hefði kynt undir átökum á Austur-Tímor í þágu eigin hagsmuna. Ráðherrann minntist hins vegar ekki á biskupinn. Óttast herferð gegn andófi Bandaríkjastjórn og Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fögnuðu ákvörðuninni og sögðust vona að hún stuðlaði að friðsamlegri lausn deilunnar um Austur-Tímor. Stjórn Portúgals var ánægð með valið og sagði að verðlaunin gætu knúið In- dónesa til að slaka á klónni í portúg- ölsku nýlendunni fyrrverandi. Stjórnarerindrekar sögðu þó að erfítt yrði fyrir Indónesa að sætta Gíslataka í Þýska- landi Bonn. Reuter. MAÐUR um þrítugt tók í gær sex manns í gíslingu í banka í Þýskalandi og hótaði að myrða fólkið ef ekki yrði greitt fyrir það lausnargjald, 5 millj- ónir marka, rúmar 220 millj- ónir ísl. kr. Gíslatakan átti sér stað í bænum Neuenstein, skammt frá Heidelberg. Talið er að maðurinn hafi ætlað að ræna bankann en mistekist og því hafi hann gripið til þessa ör- þrifaráðs. Auk fjárins hefur hann krafíst þess að fá bíl til að komast undan í. í gærkvöldi rann út sá frest- ur sem hann hafði gefið lög- reglu til að útvega féð, en hann hótaði að taka gísl af lífi á klukkutíma fresti til að leggja áherslu á kröfur sínar. Sagði lögregla að maðurinn hefði fallist á að hún þyrfti lengri tíma til að verða við kröfum hans. TVEIR ferðalangar, t.h., virða fyrir sér Austur-Tímor á korti í Lissabon. sig við ákvörðunina og hún gæti jafnvel orðið til þess að tefja fyrir friðarumleitunum. Mannréttinda- samtökin Amnesty International sögðu að þjóðir heims þyrftu að tryggja að Indónesar hæfu ekki nýja herferð til að kveða niður andóf á Austur-Tímor. „Mannréttinda- ástandið á Austur-Tímor mjög slæmt." Reuter er enn Heiðraðir fyrir baráttu/20 Malan sýknaður Mandela hvetur til stillingar Höfðaborg, Durban. Reuter. NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, hvatti landsmenn sína í gær til að virða úrskurð dómara, sem sýknaði Magnus Malan, fyrrver- andi varnarmálaráðherra, en hann var sakaður um að hafa borið ábyrgð á morðum 13 blökkumanna. Malan var sakaður um að hafa skipulagt morðin og fengið dauða- sveit, blökkumenn úr röðum Ink- atha-hreyfingar Zulumanna, til að fremja þau. Attu þau sér stað árið 1987 í KwaMakhuta. Auk Malans voru sýknaðir í þessu máli þrír hershöfðingjar, fjór- ir aðrir yfirmenn í hernum, hátt- settur maður í Inkatha-hreyfing- unni og sex lögreglumenn, sem talið var að hefðu framið morðin. Hafði þvi verið spáð, að yrði Malan sýknaður myndi það valda ólgu í landinu en Mandela lagði áherslu á, að hann bæri fullt traust til dóm- stóla í landinu. Malan hafði stutt leynilega áætl- un um.að þjálfa 206 Zulumenn að beiðni leiðtoga Inkatha, Mangosut- hu Buthelezis, til að verja Kwa- Zulu, heimaland Zulumanna, fyrir keppinautum hans, Afríska þjóðar- ráðinu. Dómarinn taldi hins vegar ósannað, að Malan og aðrir, sem ákærðir voru, hefðu borið ábyrgð á morðunum. Malan sagði í gær, að úrskurður- inn væri „sigur réttlætisins" og F.W. de Klerk, fyrrverandi forseti, sagði, að aldrei hefði átt að ákæra Malan. Talsmaður Afríska þjóð- arráðsins, Johnny de Lange, kvaðst hins vegar óttast hörð viðbrögð við sýknudómnum. Jeltsín boðar endurbætur í skattheimtu en rússneska þingið lítt hrifið Fjárlagatillög- ur kolfelldar Moskvu. Reuter. NEÐRI deild rússneska þingsins, Dúman, felldi í gær með 280 at- kvæðum gegn 33 fjárlagatillögur ríkisstjórnar Víktors Tsjernomyrd- íns og voru jafnvel margir stuðn- ingsmenn stjórnvalda á móti tillög- unum. Var vinnuhóp þingsins falið að kanna hvort reyna bæri að finna málamiðlun eða vísa hugmyndun- um endanlega á bug. Borís Jeltsín forseti skipaði í gær Tsjernomyrdín formann nýrrar nefndar sem á að bæta skattheimtu. Skrifstofustjóri Jeltsíns, Anatolí Tsjúbajs, verður varaformaður. Mörg stórfyrirtæki, þ.á m. olíu- fyrirtækið Gazprom, skulda stórfé í skatta en segja að ástæðan sé vanskil viðskiptavinanna. „Ég veit að skattar eru núna háir í Rússlandi en eina leiðin til að lækka þá er að sjá til þess að farið sé eftir skattalögum," sagði forsetinn sem nú dvelst á heilsu- hæli skammt frá Moskvu og bíður þess að fara í hjartaaðgerð. Fjöl- margir lífeyrisþegar og ríkisstarfs- menn hafa ekki fengið laun greidd um langt skeið og sagði Jeltsín að ríkisvaldið gæti aðeins náð í meira fé með bættri skattheimtu. Refskák í Kreml Fyrrverandi yfirmaður lífvarðar Jeltsíns, Alexander Korzhakov, sem var rekinn úr embætti eftir forsetakosningarnar að tilstuðlan Tsjúbajs og Alexanders Lebeds, yfirmanns öryggisráðsins, hélt í gær fréttamannafund. Fullyrti Korzhakov að sumir af núverandi ráðgjöfum Jeltsíns hefðu af ásettu ráði látið hann leggja svo hart að sér í kosningabaráttunni að heilsan hlyti að bila, þá gætu þeir stjórnað að tjaldabaki. Reuter RÚSSNESKUR sérsveitarmaður kannar skilríki vegfaranda á götum Moskvuborgar í gær. Eftirlit var hert mjög í borginni eftir að óstaðfestar fregnir bárust um að tsjetsjenskir aðskilnað- arsinnar væru að Clytja mikið magn sprengiefnis þangað. Ljóst þykir að Korzhakov hafi einkum átt við Tsjúbajs með um- mælum sínum. Hinn fyrrnefndi hefur á hinn bóginn vingast við Lebed og er rætt um að þeir muni vinna saman að því að tryggja Lebed aukin völd" í Kreml. Korz- hakov er sagður vel að sér í bak- tjaldamakkinu þar á bæ og þykir einnig hafa auðgast vel í embætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.