Morgunblaðið - 12.10.1996, Side 1

Morgunblaðið - 12.10.1996, Side 1
80 SIÐUR B/C 233. TBL. 84. ÁRG. LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Biskup og andspyrnuleiðtogi frá Austur-Tímor fá friðarverðlaun Nóbels Malan sýknaður Mandela hvetur til stillingar Höfðaborg, Durban. Reuter. NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, hvatti landsmenn sína í gær til að virða úrskurð dómara, sem sýknaði Magnus Malan, fyrrver- andi varnarmálaráðherra, en hann var sakaður um að hafa borið ábyrgð á morðum 13 blökkumanna. Malan var sakaður um að hafa skipulagt morðin og fengið dauða- sveit, blökkumenn úr röðum Ink- atha-hreyfíngar Zulumanna, til að fremja þau. Attu þau sér stað árið 1987 í KwaMakhuta. Auk Malans voru sýknaðir í þessu máli þrír hershöfðingjar, fjór- ir aðrir yfirmenn í hernum, hátt- settur maður í Inkatha-hreyfíng- unni og sex lögreglumenn, sem talið var að hefðu framið morðin. Hafði því verið spáð, að yrði Malan sýknaður myndi það valda ólgu í landinu en Mandela lagði áherslu á, að hann bæri fullt traust til dóm- stóla í landinu. Malan hafði stutt leynilega áætl- un um.að þjálfa 206 Zulumenn að beiðni leiðtoga Inkatha, Mangosut- hu Buthelezis, til að veija Kwa- Zulu, heimaland Zulumanna, fyrir keppinautum hans, Afríska þjóðar- ráðinu. Dómarinn taldi hins vegar ósannað, að Malan og aðrir, sem ákærðir voru, hefðu borið ábyrgð á morðunum. Malan sagði í gær, að úrskurður- inn væri „sigur réttlætisins" og F.W. de Klerk, fyrrverandi forseti, sagði, að aldrei hefði átt að ákæra Malan. Talsmaður Afríska þjóð- arráðsins, Johnny de Lange, kvaðst hins vegar óttast hörð viðbrögð við sýknudómnum. Indónesar bregðast illir við vali Nóbelsnefndar Ósló. Reuter. NORSK nóbelsverðlaunanefnd vakti í gær athygli á átökunum á Austur- Tímor með því að tilkynna að ka- þólskur biskup og útlægur and- spyrnuleiðtogi frá portúgölsku ný- lendunni fyrrverandi fengju frið- arverðlaun Nóbels í ár. Ákvörðunin mæltist vel fyrir meðal ráðamanna víða um heim en Indónesar urðu ókvæða við. Biskupinn Carlos Belo og and- spyrnuleiðtoginn Jose Ramos-Horta fá friðarverðlaunin í ár og nefndin sagði að með þessu vali vildi hún vekja athygli á „gleymdu stríði“ á Austur-Tímor. Hún gagnrýndi mannréttindabrot Indónesa, sem gerðu innrás á Austur-Tímor 1975. Ali Alatas, utanríkisráðherra Ind- ónesíu, kvaðst „furðu lostinn" yfir því að Ramos-Horta skyldi fá verð- launin og lýsti honum sem „pólitísk- um hentistefnumanni" sem hefði kynt undir átökum á Austur-Tímor í þágu eigin hagsmuna. Ráðherrann minntist hins vegar ekki á biskupinn. Óttast herferð gegn andófi Bandaríkjastjórn og Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fögnuðu ákvörðuninni og sögðust vona að hún stuðlaði að friðsamlegri lausn deilunnar um Austur-Tímor. Stjórn Portúgals var ánægð með valið og sagði að verðlaunin gætu knúið In- dónesa til að slaka á klónni í portúg- ölsku nýlendunni fyrrverandi. Stjórnarerindrekar sögðu þó að erfítt yrði fyrir Indónesa að sætta TVEIR ferðalangar, t.h., virða fyrir sér Austur-Tímor á korti í Lissabon. sig við ákvörðunina og hún gæti jafnvel orðið til þess að tefja fyrir friðarumleitunum. Mannréttinda- samtökin Amnesty International sögðu að þjóðir heims þyrftu að tryggja að Indónesar hæfu ekki nýja herferð til að kveða niður andóf á Austur-Tímor. „Mannréttinda- ástandið á Austur-Tímor er enn mjög slæmt.“ ■ Heiðraðir fyrir baráttu/20 Gíslataka Jeltsín boðar endurbætur í skattheimtu en rússneska þingið lítt hrifið Reuter RÚSSNESKUR sérsveitarmaður kannar skilríki vegfaranda á götum Moskvuborgar í gær. Eftirlit var hert mjög í borginni eftir að óstaðfestar fregnir bárust um að tsjetsjenskir aðskilnað- arsinnar væru að flytja mikið magn sprengiefnis þangað. Ljóst þykir að Korzhakov hafí einkum átt við Tsjúbajs með um- mælum sínum. Hinn fyrrnefndi hefur á hinn bóginn vingast við Lebed og er rætt um að þeir muni vinna saman að því að tryggja Lebed aukin völd' í Kreml. Korz- hakov er sagður vel að sér í bak- tjaldamakkinu þar á bæ og þykir einnig hafa auðgast vel í embætti. Fjárlagatillög- ur kolfelldar Moskvu. Reuter. í Þýska- landi Bonn. Reuter. MAÐUR um þrítugt tók í gær sex manns í gíslingu í banka í Þýskalandi og hótaði að myrða fólkið ef ekki yrði greitt fyrir það lausnargjald, 5 millj- ónir marka, rúmar 220 millj- ónir ísl. kr. Gíslatakan átti sér stað í bænum Neuenstein, skammt frá Heidelberg. Talið er að maðurinn hafi ætlað að ræna bankann en mistekist og því hafi hann gripið til þessa ör- þrifaráðs. Auk fjárins hefur hann krafíst þess að fá bíl til að komast undan í. í gærkvöldi rann út sá frest- ur sem hann hafði gefið lög- reglu til að útvega féð, en hann hótaði að taka gísl af lífi á klukkutíma fresti til að leggja áherslu á kröfur sínar. Sagði lögregla að maðurinn hefði fallist á að hún þyrfti lengri tíma til að verða við kröfum hans. NEÐRI deild rússneska þingsins, Dúman, felldi í gær með 280 at- kvæðum gegn 33 fjárlagatillögur ríkisstjórnar Víktors Tsjernomyrd- íns og voru jafnvel margir stuðn- ingsmenn stjórnvalda á móti tillög- unum. Var vinnuhóp þingsins falið að kanna hvort reyna bæri að finna málamiðlun eða vísa hugmyndun- um endanlega á bug. Borís Jeltsín forseti skipaði í gær Tsjernomyrdín formann nýrrar nefndar sem á að bæta skattheimtu. Skrifstofustjóri Jeltsíns, Anatolí Tsjúbajs, verður varaformaður. Mörg stórfyrirtæki, þ.á m. oliu- fyrirtækið Gazprom, skulda stórfé í skatta en segja að ástæðan sé vanskil viðskiptavinanna. „Ég veit að skattar eru núna háir í Rússlandi en eina leiðin til að lækka þá er að sjá til þess að farið sé eftir skattalögum,“ sagði forsetinn sem nú dvelst á heilsu- hæli skammt frá Moskvu og bíður þess að fara í hjartaaðgerð. Fjöl- margir lífeyrisþegar og ríkisstarfs- menn hafa ekki fengið laun greidd um langt skeið og sagði Jeltsín að ríkisvaldið gæti aðeins náð í meira fé með bættri skattheimtu. Refskák í Kreml Fyrrverandi yfirmaður lífvarðar Jeltsíns, Alexander Korzhakov, sem var rekinn úr embætti eftir forsetakosningarnar að tilstuðlan Tsjúbajs og Alexanders Lebeds, yfírmanns öryggisráðsins, hélt í gær fréttamannafund. Fullyrti Korzhakov að sumir af núverandi ráðgjöfum Jeltsíns hefðu af ásettu ráði látið hann leggja svo hart að sér í kosningabaráttunni að heilsan hlyti að bila, þá gætu þeir stjórnað að tjaldabaki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.