Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAEIÐ FRÉTTIR Viðbrögð við dómi Hæstaréttar í máli Samheija hf. gegn íslenzka ríkinu Útlit fyrir að Afla- miðlun verði lögð niður Utanríkisráðuneytinu er ekki heimilt, samkvæmt nýjum hæstaréttardómi, að stýra fiskútflutningi með leyfísveitingum. Auðunn Amórsson og Jó- hanna Ingvarsdóttir leituðu álits hagsmunaaðila og ráðamanna á niðurstöðum dómsins. KRISTJÁN Ragnarsson, formaður LÍU, telur einsýnt að Aflamiðlun verði lögð niður nú í kjölfar dóms, sem féll í Hæstarétti í fyrradag, en þar var íslenska ríkið dæmt til að greiða Samherja hf. á Akureyri bætur vegna tjóns, sem útgerðarfé- lagið varð fyrir þegar Aflamiðlun synjaði því um útflutningsleyfi á ís- uðum karfa í desember 1993. Dómur Hæstaréttar gæti þannig orðið til þess, að það fyrirkomulag sem nú er á stjómun fiskútflutnings verði lagt niður. Megininntak dómsins er, að Hæstiréttur telur of víðtækt framsal valds felast í lögum frá 1988, sem veita utanríkisráðuneyt- inu heimild til að stýra fiskútflutn- ingi með leyflsveitingum. Þessar leyfisveitingar hafa verið á könnu Aflamiðlunar frá því snemma á árinu 1990, en stjóm hennar er skipuð fulltrúum fimm hagsmunaaðila. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir blasa við, að þessum dómi felldum, að annaðhvort verði Aflamiðlun lögð niður eða henni verði fenginn traustari starfsgmnd- völlur með nýrri löggjöf. Auk þess mun dómurinn geta haft víðtækt fordæmisgildi. Hæsti- réttur dæmdi ríkið til að greiða Sam- heija þijár milljónir kr. ásamt vöxt- um frá 1. febrúar 1994 vegna tjóns sem útgerðarfélagið varð fyrir þegar Aflamiðlun synjaði fyrirtækinu um útflutningsleyfi á ísuðum karfa í desember 1993. Hugsanlegt er, að önnur útgerðarfélög, sem telja sig hafa orðið fyrir íjárhagstjóni af völd- um ákvarðana Aflamiðlunar, reyni að fylgja fordæmi Samheija hf. Breyttar aðstæður Aflamiðlun var sett á laggirnar í marzmánuði árið 1990, en stofnun hennar átti sér langan aðdraganda. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi höfðu lengi deilt um nýtt fyrirkomu- lag til ákvörðunar flskverðs. Með stofnun Aflamiðlunar tókst sam- komulag milli innlendra fiskkaup- enda og -seljenda um slíkt fyrir- komulag og auk þess samþykktu aðilar Aflamiðlunar að hún tæki að sér að úthluta útflutningsleyfum, sem félli undir það hlutverk miðlun- arinnar að greiða fyrir fískviðskipt- um innanlands og hafa eftirlit með og aðlaga útflutning á óunnum físki nýtingu ferskfískmarkaða. í stjórn miðlunarinnar eiga sæti fulltrúar Samtaka fískvinnslustöðva, Sam- bands fiskframleiðenda, Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna, Verkamannasambands íslands og Sjómannasambands íslands. LÍÚ hefur nú þegar tilkynnt ut- anríkisráðuneytinu að Aflamiðlun muni hætta að veita leyfl á grund- velli dómsins og segist Kristján Ragnarsson ekki eiga von á öðru en að útflutningur á ferskum fiski verði frjáls, eins og LÍÚ lagði reyndar til við utanríkisráðherra í bréfi dagsettu 16. september sl. „I Ijósi breyttra aðstæðna varð- andi útflutning á ferskum heilum fiski frá íslandi telja samtökin að tímabært sé að endurskoða stjórnun á útflutningi heils fisks. Frá þeim tíma er Aflamiðlun var sett á stofn árið 1990 af hagsmunaaðilum í sjávarútvegi með samþykki utanrík- isráðherra, hefur verulega dregið úr útflutningi á ferskum heilum fiski,“ segir m.a. í bréfi LÍÚ til ráð- herra. Árið 1990 voru tæplega 64 þús- und lestir af ferskum heilum fiski fluttar út til Englands, þar af um 12 þúsund lestir með fiskiskipum, sem sigldu með eigin afla, en um 52 þúsund Iestir í gámum. Árið 1995 voru fluttar út um 14 þúsund lestir af ferskum heilum fiski til Eng- lands, þar af um 900 lestir með fiski- skipum, sem sigldu með eigin afla en um 13 þúsund lestir í gámum. Árið 1990 voru tæplega 36 þús- und lestir af ferskum heilum flski fluttar út til Þýzkalands, þar af um 22 þúsund lestir með fískiskipum sem sigldu með eigin afla en um 14 þúsund lestir í gámum. Árið 1995 voru fluttar út um 18 þúsund lestir af ferskum heilum fiski til Þýzka- lands, þar af um 10.500 lestir með Halldór Ásgrímsson Þorsteinn Pálsson Ólafur G. Einarsson Kristján Ragnarsson fiskiskipum, sem sigldu með eigin afla en um 7.500 lestir í gámum, skv. upplýsing- um frá LÍU. Utanríkisráð- herra vonsvikinn Halldór Ás- grímsson utan- ríkisráðherra segir það hafa valdið sér vonbrigð- um, að útvegsmenn skyldu ekki geta haldið þá sátt, sem tekizt hefði milli hagsmunaaðila sjávarútvegsins með stofnun Aflamiðlunar, en Halldór var sjávarútvegsráðherra á þeim tíma; nýting auðlindarinnar sé ekki einkamál útvegsmanna. „Það var talin mikil nauðsyn á því að halda utan um þennan útflutning, um það voru allir sammála," segir Halldór, „bæði til að stýra aflanum inn á markaðina og einnig til að taka til- lit til hagsmuna fiskvinnslunnar í landi. Þetta er eitt af þeim málum sem voru sett af stað til að halda sem beztan frið um sjávarútvegs- stefnuna." Nú sé hins vegar þessi dómur fallinn, og honum verði að hlíta. Aðspurður hvort ríkjandi fyrirkomu- lag verði endurskoðað í kjölfar dóms- ins, sagði ráðherrann slíka endur- skoðun í sjálfu sér óþarfa. Annað hvort verður Aflamiðlunin starfrækt áfram eða ekki. Verði hún áfram við lýði sé nauðsynlegt að byggja starfsemi hennar á traustari grunni. Til greina komi að leggja það fyrir Alþingi, sem setti nýja löggjöf um þetta stjómunarfyrirkomulag. Áminning til þingmanna Ólafur G. Einarsson segir dóminn vera áminningu til þingmanna um að gæta sín á því að framselja ekki það vald sem þinginu er ætlað sam- kvæmt stjómarskránni. Þetta væri reyndar ekki nýtt vandamál, hlið- stæð mál hefðu komið upp í sam- bandi við útgáfu sumra reglu- gerða frá ein- staka ráðuneyt- um, sem hefðu valdið deilum og málaferlum af svipuðu tagi. Til dæmis hefði þetta hent í sam- bandi við framsal á skattlagningarvaldi, sem óumdeil- anlega sé á höndum Alþingis en ekki annarra. Ólafur segir þessa nið- urstöðu vafalaust verða til þess að skerpa athygli þingheims við laga- setninguna framvegis. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, segir þessa niðurstöðu Hæstaréttar ekki hafa komið á óvart. Það hefði löngu verið ljóst, að þessi skipan mála, með því fram- sali opinbers valds sem í henni fæl- ist, samræmdist ekki nútíma stjórn- skipan og stjómsýslu. Hún hafi ver- ið barn síns tíma. Eins og aðstæður em nú telur Þorsteinn enga sérstaka þörf vera á að viðhalda þessu stjórn- unarfyrirkomulagi sem verið hefur á útflutningi fisks. Útgerðarmenn og sjómenn ánægðir Kristján Ragnarsson segist fagna niðurstöðu Hæstaréttar. I dómnum sé skýrt kveðið upp úr um það, að svo opin lagasetning, sem fái utan- ríkisráðuneytinu í hönd heimild til að ákveða að ekki megi bjóða, selja né flytja vörar til útlanda nema að fengnu leyfí ráðuneytisins, brjóti einfaldlega í bága við stjórnarskrár- bundin ákvæði um atvinnufrelsi. Dómurinn renni styrkum stoðum undir þennan málstað útgerðar- manna um að núverandi fyrirkomu- lagi verði hætt. „Við vitum hinsveg- ar að Verkamannasambandið og Samtök fiskvinnslunnar hafa lýst yfir andstöðu við þessi sjónarmið Sævar Snær Gunnarsson Karlsson okkar. Ég tel að sú andstaða skipti bara engu máli núna þar sem engin lög eru fyrir hendi sem heimila tak- mörkun á útflutningi á ferskum fiski." Formaður LÍÚ segir að ekki hafí verið sótzt mikið eftir leyfisveiting- um vegna útflutnings á ferskfíski að undanförnu. Ef á hinn bóginn aðstæður kynnu að breytast, og tak- mörkun yrði talin nauðsynleg á ný, yrði Alþingi að setja lög, sem heimil- uðu útflutning á grundvelli einhverra gefinna forsendna, sem til staðar væru í núverandi lögum. „Ég hef hinsvegar ekki trú á því að frelsið muni leiða til stóraukins útflutnings á ferskum fiski, heldur muni það leita jafnvægis." Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands íslands, sem situr í stjórn Aflamiðlunar fyrir hönd sambandsins, segir það lengi hafa verið afstöðu Sjómannasam- bandsins að ekki eigi að stýra út- flutningi sjávarafla með þeim hætti sem tíðkazt hefur; það eigi að leggja Aflamiðlun niður eða a.m.k. að hætta þessari stýringu til reynslu, og gefa útflutning fijálsan. Hann harmi því ekki niðurstöðu Hæsta- réttar í þessu máli. Um dóminn sem slíkan segist Sævar ekki hafa annað en það að segja, að hann styrki það sjónarmið, að frelsi eigi að ríkja í útflutningn- um. Sævar segir ástæðu þess að Aflamiðlun var komið á fót hafa verið þá að stjórnvöld vildu ekki sjá um þetta sjálf. Þau hefðu viljað að ákvarðanir um leyfisveitingar af þessu tagi væru á hendi hagsmuna- aðila, að þeim væri ekki stjórnstýrt, væntanlega vegna þess að þau óttuð- ust viðbrögð viðskiptalanda okkar við því, að stjómvöld skyldu hafa slík afskipti af því, hvernig viðskipt- in færa fram. Verkafólk uggandi Samtök verkafólks eru á öndverð- um meiði við samtök útvegsmanna og sjómanna hvað hlutverk Aflam- iðlunar varðar. Bæði Samtök fisk- verkafólks og Verkamannasam- bandið hafa lýst yfir afdráttarlausri andstöðu við afnám hennar og að fískútflutningur verði gefinn alger- lega fijáls. Snær Karlsson, starfs- maður Verkamannasambands Is- lands, álítur umræddan dóm Hæsta- réttar mjög sérkennilegan, þar sem hann þýði, að fiskútflytjendum sé gefinn algjör forgangur; atvinnu- réttindum fiskvinnslufólks sé hins vegar enginn gaumur gefinn, þótt það eigi mun meiri hagsmuna að gæta. Fiskverkafólk hafi séð í Afla- miðlun töluvert öryggi fyrir því að afli íslenzkra skipa héldist að mestu leyti í vinnslunni hér heima; það yrði því að hagsmunum fískverka- fólks vegið, ef hún yrði lögð niður. Annars væri það, að sögn Snæs, i höndum utanríkisráðuneytisins að skipa málum varðandi Áflamiðlun betur en verið hefur, ef þörf sé talin á því. Hagsmunaaðilar hafa verið boð- aðir á fund um dóm Hæstaréttar í utanríkisráðuneytinu á mánudag. § c c c c i í c c í c i ( ( ( ( ( ( ( MORGUNBLAÐIÐ leitaði til Davíðs Þórs Björgvinssonar, prófessors við lagadeild Háskóla íslands, til að gefa lögfræðilegt álit á þýðingu dóms Hæstaréttar. Álitsgerð Davíðs fer hér á eftir. „Samrýmanleiki laga og stjórn- arskrár annars vegar og laga og reglugerða (eða annarra almennra stjórnsýslufyrirmæla) hins vegar er gamalkunnugt vandamál í lögfræði. Dómur Hæstaréttar frá því á fímmtudaginn er viðbót við all- nokkra dóma sem þegar eru til um hliðstæð álitaefni. Þeir dómar varða framsal skattlagningarvalds. Þar kemur í stuttu máli fram sú megin- hugsun að framsal skattlagningar- valds til framkvæmdarvaldshafa er aðeins heimilt að ströngum skilyrð- um uppfylltum. Er meðal annars gerð sú krafa að lög þau sem fram- salið byggist á afmarki umfang skattheimtunnar (t.d. skattpró- sentu), afmarki skattstofna með til- tölulega skýram hætti og meginregl- ur um álagningu þeirra. Það hefur komið fyrir oftar en einu sinni að lög hafa verið talin andstæð stjóm- Veitir löggjafanum mikilvægar leiðbeiningar arskránni þar sem þau fullnægðu ekki þessum áskilnaði, sbr. t.d. í máli sem varðaði þungaskatt frá árinu 1986 og dómur um búnaðarmálasjöðsgjald frá sama ári. í síðara vantaði t.d. skattpró- sentuna í lögin og var talið að það stæðist ekki að framselja ráð- herra vald til að ákvarða hana. í öðrum dómum hefur framsal verið talið heimilt þar sem lögin voru talin fulinægja þeim kröfum sem ég gat um að ofan. Þessir dómar varða að vísu framsal skattlagningarvalds og það hefur Davíð Þór Björgvinsson verið fræðilegt við- fangsefni hvort og að hve miklu leytí þau sjónarmið sem fram hafa komið í þeim mál- um eiga einnig við þeg- ar löggjafínn framselur vald til framkvæmdar- valdshafa til að skerða önnur réttindi sem tiyggð eru í stjómar- skrá. Við höfum kennt laganemum á fyrsta ári, að sömu viðhorf ættu við um framsal á öðram sviðum, þ.e. að skorður verði að reisa við framsali löggjafans á valdi til framkvæmd- arvaldshafa til að mæla fyrir um annars konar íþyngjandi ráðstafanir, þ.e. skerðingar á atvinnufrelsi o.s.frv. Það má því segja að hann staðfesti þau fræðilegu viðhorf sem þegar hafa komið fram. Þar kemur fram sú meginhugsun, eins og áður í dómum um framsal skattlagningar- valds, að lögin verða sjálf að mæla fyrir um meginreglur, þar sem fram komi „takmörk og umfang þeirrar réttindaskerðingar sem talin er nauðsynleg“ eins og segir í dómin- um. Þannig má segja að dómurinn falli nokkuð vel að því sem kalla mætti hefðbundin viðhorf í þessu efni og teljist að því leyti ekki til stórtíðinda. Mér er aftur á móti ekki kunnugt um að áður hafi verið fjall- að um þetta álitamál að því er varð- ar atvinnufrelsisákvæði stjórnar- skrárinnar sérstaklega með svo skýrum hætti. Dómurinn er því mik- ilvæg viðbót við þá dóma sem áður . hafa komið fram og staðfestir fræði- leg viðhorf. Því má bæta við að meðal lögfræðinga hefur því stund- | um verið haldið fram að atvinnufrels- isákvæði stjómarskrárinnar sé þegar á reynir með öllu þýðingarlaust og hvers konar skerðingar á því séu í reynd látnar viðgangast. Eftir þenn- an dóm liggur a.m.k. fyrir að tak- mörk eru fyrir því hversu löggjafinn getur gengið Iangt í því að framselja til framkvæmdarvaldins vald til , skerðingar á atvinnufrelsi manna. Hann segir aftur á móti ekkert um það hvaða takmörk ákvæðið setur | löggjafanum sjálfum í þessum efnum. Þess er að vænta að viðbrögð þings- ins verði þau að gera lögin sjálf skýr- ari að þessu leyti og niðurstaða dóms- ins reynist því ekki breyta miklu fyr- ir þá aðila sem lögin varða þegar til lengri tíma er litið. Raunveralega þýðing dómsins til lengri tíma verður því e.t.v. fyrst og fremst fræðileg, ; . auk þess sem hann veitir löggjafan- um mikilvægar leiðbeiningar um það \ hvemig standa ber að hliðstæðum | málum í framtíðinni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.