Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MÉR er ekkert mál Tumi . . . Hreinsun valsa í prentvélum Kókosolía í stað leysiefna Morgunblaðið/Ásdis STARFSMAÐUR Svansprents í Kópavogi hreinsar prentvél með jurtaolíu. HELMINGUR prentsmiðja lands- ins hefur tekið upp nýja, umhverfís- væna aðferð við hreinsun valsa í prentvélum. í stað leysiefna er notuð kókosolía sem soðin hefur verið með alkóhóli. Nýja aðferðin fer betur með valsana, því hún þurrkar þá ekki, loftið inni í prent- smiðjunum batnar og það dregur úr magni eiturefna í andrúmsloft- inu. Nýja hreinsunaraðferðin er upp- runnin í Danmörku en Evrópusam- bandið hefur tekið hana upp á sína arma og dreift víða um álfuna. Iðntæknistofnun hefur unnið að því að innleiða aðferðina hér á landi og einnig hafa íslendingar kennt Norðmönnum hana. Ragnar Jóhannsson, deildar- stjóri umhverfis- og efnatækni- deildar hjá Iðntæknistofnun, segir að nýja aðferðin sé ekki kostnað- arsamari en notkun leysiefnanna og kostimar séu ótvíræðir. „Það tekur ögn lengri tíma að hreinsa valsana með olíunni, því það þarf að tryggja að ekkert verði eftir af olíunni eftir hreinsunina. Með leysiefnum tekur hreinsunin um fímm mínútur en með olíunni 7-8 mínútur. Olían er dýrari, en á móti kemur að minna þarf að nota af henni. Sparnaður felst einnig í því að ekki er þörf á jafn öflugri loftræstingu, skilagjald fyrir losun eiturefna verður minna og starfs- skilyrði prentara batna til muna.“ Ragnar hefur farið milli prent- smiðja hér á landi og kynnt nýju aðferðina og kennt vinnubrögðin. Um helmingur prentsmiðja lands- ins notar hana nú, en í mismiklum mæli. Sumar þeirra hófu reyndar notkun olíunnar áður en Evrópu- verkefnið fór í gang. Ragnar hélt námskeið í Noregi í nóvember í fyrra og þjálfaði menn í að nota olíuna. Árangurinn er sá að 28% prentsmiðja nota nú nýju aðferðina en 14% eru að hug- leiða að taka hana upp. Keyrtí sláturhús SLÁTRUN stendur enn yfir víða um land. Heldur var kuldalegt á Jökuldalnum þeg- ar Eiríkur Skjaldarson á Skjöldólfsstöðum var ásamt Huldu Hrafnkelsdóttur, konu sinni, að draga sundur fé í réttinni við Gilsá en von var á bíl til að keyra féð í slátur- hús. Námskeið í forvörnum fyrir almenning Hvernig á að koma í veg fyrir lífsstílssj úkdóma Forvarnir sem snúa að sjúklingum, er sér- grein innan læknis- fræðinnar sem ekki var til fyrir nokkrum árum. Þegar Snorri Ólafsson var í fram- haldsnámi í Kaliforníu var þessi grein að ryðja sér til rúms þar. Nú eru þeir orðn- ir nokkuð margir þar sem sérhæfa sig í forvarnarmál- um, en víða annars staðar er enn um lítt þekkt nám að ræða. Eftir dvölina í Bandaríkjunum lá leið Snorra til Noregs þar sem hann hóf störf við forvarnir á sjúkrahúsi í Þelamörk. - Var þetta þá nýjung í Noregi? „Það voru alla vega ekki margir sem höfðu lærtþessi fræði. Yfírlæknir- inn minn í Þelamörk hafði mikinn áhuga á forvörnum og þeg- ar hann frétti að ég hafði lært og unnið við forvamir í Bandaríkjun- um, vildi hann endilega byrja með svona starfsemi á spítalanum. Það var ekki til nein staða, en hann gaf sig ekki og útvegaði styrki þannig að niðurstaðan varð sú að ég vann við forvarnir í Þelamörk í þijú og hálft ár. - í hverju fólst starfið? „Það fólst í raun og veru í meðhöndlun fólks með lífsstíls- sjúkdóma. Ég endurvann til dæm- is prógrammið frá sjúkrahúsunum sem ég hafði unnið á í Kaliforníu, skipulagði námskeið og hélt fyrir- lestra. Langflest fólk sem er lagt inn á lyfjadeildir á norskum spítölum er með bráða sjúkdóma, en meira en helmingur er með sjúkdóma sem stafa því að það hefur ekki lifað alveg réttu lífí. Það kemur til dæmis inn með háan blóðþrýst- ing, hátt kólesteról, kransæða- stíflu, heilablóðfall, reykingasjúk- dóma, bijóstsviða, offituvanda: mál, magasjúkdóma og fleira. í stað þess að senda þetta fólk bara beint út, er því bent á námskeið sem byijar á spítalanum og heldur svo áfram eftir að fólk útskrifast. Þessi mál voru þróuð í Þela- mörk og nú er komin föst staða þar við svona forvarnir. Það hefur verið talað um forvarnamál í fjöl- miðlum og landlæknir og aðrir embættismenn tala líka um þetta. Nýjungin í Noregi felst hins vegar í því að þetta skuli vera gert inni á spítölum á sérstökum deildum með sérmenntuðu fólki.“ - Er þetta algeng sérmenntun? „Alls ekki. Þetta er enn sem komið er lítil sérgrein í Noregi. En á vissum stöðum í Bandaríkj- unum vex hún hratt. Það er gjarnan sagt að hvað varðar forvarna- mál í læknavísindum séu Banda- ríkin svona 25 árum á undan. Hér í Björgvin eru menn að þrýsta á mig að halda svipuð námskeið og ég var með í Þelamörk, en ég hef ákveðið að einbeita mér næstu árin að doktorsritgerð minni í lyf- læknisfræðum." - Eru þessi námskeið bara ætl- uð fólki sem hefur legið á spítala? „Nei, mikil ósköp. Við viljum ná til allra sem hafa áhuga á heil- brigðu lífemi og vilja vita hvernig það á að haga lífí sínu til þess að koma í veg fyrir þessa menningar- sjúkdóma. Það er mjög æskilegt að fólk komi á svona námskeið og þau eiga alltaf að vera í boði. Námskeiðið um helgina verður í Suðurhlíðarskóla, laugardag, sunnudag og mánudag kl. 19-22. Snorri Ólafsson ► Snorri Ólafsson læknir er 42 ára gamall. Hann lauk prófi í læknisfræði frá Háskóla Is- lands árið 1978 og fór 1982 til Bandaríkjanna í sérnám. Þar nam hann við Loma Linda há- skóla í Suður-Kaliforníu og lauk prófi í lyflæknisfræði eftir þijú ár en prófi i meltingar- fræði tveimur árum síðar. í tvö ár eftir það nam hann forvarn- ir sem snúa að sjúklingum. Eft- ir stutt stopp hér á landi lá leið- in síðan til Noregs þar sem Snorri hefur búið í sjö ár og stundar nú doktorsnám sam- hliða starfi sínu á Haukeland spítala í Björgvin. Hann er staddur hér á landi um helgina vegna námskeiðs sem hann heldur um forvarnir gegn ýms- um lífsstílssjúkdómum. Eiginkona Snorra er Tone Ólafsson, viðskipta- og kennslu- fræðingur, og eiga þau tvo unga syni, tveggja og hálfs árs og fimm mánaða. Aðventistar lifa sex árum lengur Ég mun flytja fyrirlestra um þessa helstu lífsstílssjúkdóma og hvern- ig má koma í veg fyrir þá. Svo mun tannlæknir tala um tann- vernd, sjúkraþjálfari um hreyf- ingu og líkamsvernd og svo prest- ur í aðventusöfnuðinum um það hvernig hægt sé að lifa lengi. Samkvæmt rannsóknum lifa að- ventistar sex árum lengur en aðr- ir og talið er að ástæðuna megi rekja til lífsstíls þeirra. Þetta fólk þykir mjög áhugaverður rann- sóknarhópur, hvítt fólk sem lifir öðruvísi en aðrir og færri sjúk- dómar hijá. Aðventistar hafa ver- ið rannsakaðir sérstaklega í -------- Bandaríkjunum frá 1950, líka í Noregi, Danmörku, Hollandi og Ástralíu og víðar.“ - Kannski að lokum, “““” þarf ekki sérfræðingur forvarnarmálum að sýna gott fordæmi og lifa heilbrigðu lífi? „Ég var töluvert undir smá- sjánni í Þelamörk og sumt fólk átti það til að kíkja í matarkörf- una hjá mér þegar það rakst á mig úti í búð. Fólk fylgdist líka með því hvort ég hreyfði mig nóg. í Björgvin er ég, alla vega eins og stendur, ekki að vinna jafn mikið að forvarnamálum, þannig að ég get gert það sem mér sýn- ist. Fólk er ekki að fylgjast með mér.“ - Nýtirðu þér það til að svíkj- ast um? „Ég viðurkenni að ég hreyfi mig minna, en það helgast nú aðallega af því að við hjónin eigum nú tvo unga syni og höfum minni tíma en áður.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.