Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 MORG UNBLAÐIÐ ÚRVERINU ERLENT Saltað í 10.433 tunnur á grásleppuvertíðinni Utanrikisstefna Evrópusambandsins 8% samdráttur mið- að við árið í fyrra Útflutningsverðmæti nemur um 1,3 milljarði kr Á GRÁSLEPPUVERTÍÐINNI í ár var saltað í samtals 10.433 tunn- ur, sem er ívið lakara en undanfar- in tvö ár. Samdrátturinn nemur um 8% miðað við árið í fyrra og 11% sé miðað við árið 1994, sam- kvæmt upplýsingum frá Lands- sambandi smábátaeigenda. Á vertíðinni í fyrra, árið 1995, var saltað í 11.259 tunnur og árið 1994 í 11.662 tunnur. Vertíðin var aftur á móti mun lélegri árið 1993, en þá var saltað í 8.737 gráslepp- utunnur. Langmest var saltað á Akranesi í ár eins og reyndar í fyrra, alls í 1.289 tunnur, og næst koma hafnir á borð við Stykkishólm með 867 tunnur, Vopnafjörð með 738 tunnur, Bakkaijorð með 732 tunn- ur, Ólafsvík, Rif og Eyjar saman með 567 tunnur, Sandgerði með 443 tunnur, Reykhóla með 437 tunnur, Húsavík með 356 tunnur, Grundafjörð með 301 tunnu og Þórshöfn með 286 tunnur svo hæstu staðimir séu tilteknir. Útflutningsverðmæti grá- sleppuhrogna eftir vertíðina í ár er áætlað að geti orðið allt að 1.300 milljónir króna. Ríflega helmingur hrognaframleiðslunnar mun hafa farið í innlendar verk- smiðjur og afgangurinn fluttur í erlendar verksmiðjur, sem fullunn- ið hafa hrognaafurðirnar þar. Art- hur Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda, segir að verð til íslenskra veiðimanna hafí hækkað eitthvað þó það sama eigi ekki við t.d. um nýsjálenska grásleppuveiðimenn og verðið á endanlega markaðinum hafi sömu- leiðis ekki hækkað. Hann sagði að heimsveiðin í ár hafí verið nokk- uð ásættanleg, í kringum 35-36 þúsund tunnur. Hinsvegar gæti reynst erfítt að sjá framtíðarþró- unina fyrir sér í þessu efni. Sóknin er sífellt að verða erfiðari „Vertíðin drógst ekkert stórlega saman í prósentum séð. Hinsvegar er í þessu falinn sá sannleikur að sóknin var miklu harðari nú en oft áður. Það er því í reynd miklu meiri aflasamdráttur heldur en heildarveiðitölur segja til um. Það þurfti að hafa miklu meira fyrir veiðini nú en áður og annað sem gerir samanburðinn milli ára óraunhæfan er að veðurfarið var svo miklu betra núna en í fyrra. Þrátt fyrir það brást grásleppu- veiðin gjörsamlega á stórum svæð- um eins og úti fyrir mest öllu Norðurlandi, en var að heita má skást í Breiðarfirðinum.“ Áhyggjur veiðimanna fara sífellt vaxandi Áhyggjur veiðimanna fara stanslaust vaxandi yfir því hvað sé að gerast í þessum stofni því þeir gera sér auðvitað best grein fyrir því að sóknin harðnar stöð- ugt þrátt fyrir batnandi veiðarfæri og tæki. Þrátt fyrir harðari sókn, lækka aflatölur milli ára, að sögn Arhurs. „Veiðimennirnir hafa sumir hveijir áhyggjur af því að það sé hreinlega of hart sótt í stofninn og að það þurfi að setja upp sóknartakmarkanir, sem raunverulega myndu draga úr sókninni. Hafrannsóknastofnun hefur hinsvegar ekki fallist á þessi sjónarmið og telur að ekki sé ver- ið að ofveiða stofninn. Við höfum aldrei beðið um kvóta á grásleppu. Hinsvegar hefur það verið rætt innan okkar raða hvort rétt sé að stytta vertíðina eða framfylgja betur reglum um leyfilegan fjölda neta í sjó.“ Morgunblaðið/Tómas Helgason SKIP kasta á loðnu á miðunum á Kögurgrunni í fyrradag. Bræla á loðnumiðunum ENGIN loðnuveiði var á loðnumið- unum í gær vegna veðurs og loðnu- skipin flest í landi eða í vari. Lítil- lega lægði á miðunum seinnipartinn í fyrradag en veiði var smávægileg, að sögn Þórðar Jónssonar, rekstrar- stjóra SR Mjöls á Siglufírði en þar er búið að landa um 5.000 tonnum af loðnu frá því að veiðar hófust á ný í haust. Að sögn Freysteins Bjarnasonar, útgerðarstjóra hjá Síldarvinnslunni hf. á Neskaupstað, landaði Beitir NK í fyrrinótt tæpum 1.100 tonnum af loðnu, en Beitir er búinn að fara í þtjá túra á tíu dögum og fá um 3.200 tonn samtals. Að aflokinni löndun í fyrrinótt hélt hann af stað í fjórða túrinn. Loðnuna hefur skip- ið verið að fá út af Halanum, sem er norður af Vestfjörðum, og er því um þijátíu klukkutíma stím til heimahafnar. Að sögn Freysteins er Börkur NK, sem einnig er í eigu Síldarvinnslunnar hf., á síldveiðum og nokkuð dræmt hefði verið yfír þeim veiðum að undanförnu. Hann hefði þó landað um 130 tonnum af síld í gærmorgun sem fékkst í Norð- fjarðardýpi. Morgunblaðið/HMÁ Heim ífrí ALLS KOMU sexjapönsktún- fiskveiðiskip til hafnar í Reykja- vík á dögunum, en skipin hafa verið að veiðum djúpt suður af landinu. Skipin taka vistir og olíu hér halda síðan áleiðis til Japan þar sem skipverjar fá sex vikna frí en þá verður haldið á miðin á ný í tíu mánaða túr. Skipvejar sendu ljósmyndara kveðju þegar skipin komu í höfn á dögunum. Santer ávítar Frakka fyrir einleik París. Rcuter. JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjómar Evrópusambands- ins, ávítar Frakka — að vísu undir rós — fyrir að prédika mikilvægi sameiginlegrar utanríkisstefnu ESB-ríkja, en leika svo diplómatísk- an einleik þegar mikið sé í húfí. í ræðu, sem forsetinn hélt hjá frönsku Alþjóðamálastofnuninni, sagði hann að sum stór Evrópusam- bandsríki tækju aðeins þátt í sameiginlegum aðgerðum ESB þegar það hentaði þeim. Þetta ætti ekki sízt við um Mið-Austurlönd. „Sum stóru löndin okkar líta ennþá á sam- evrópska utanríkis- stefnu sem einn kost af mörgum, sem má nota eða sniðganga, allt eftir aðstæðum," sagði Santer. „Evrópa gleymist gjaman, þegar kemur að því að blása nýju lífi í friðarferlið í Mið- Austurlöndum," bætti forsetinn við. Ummæli hans eru túlkuð sem gagnrýni á bæði Frakka og Banda- ríkjamenn, sem útilokuðu ESB — sem greiðir stærstan hluta kostnað- arins við friðarferlið — frá leiðtoga- fundinum í síðustu viku. Frakkar sendu utanríkisráðherra sinn til að miðla málum milli Hizbollah-skær- uliða og ísraela í apríl síðastliðnum og sögðu bandamönnum sínum í ESB frá því eftir á. Jacques Chirac, forseti Frakklands, vísaði þá til sögulegra tengsla Frakklands við svæðið og sagði þau ástæðu þess að Frakkar ættu að leika sérstakt hlutverk í friðarferlinu. Áhrif endurspegla ekki fjárframlög Santer sagði að tveir gallar væru á því að beita sameiginlegri utanrík- isstefnu ESB ekki nema endrum og eins; annars vegar væru tæki, sem aðeins væru notuð af og til, ekki jafnáreiðanleg þegar alvarleg kreppa kæmi upp, og hins vegar ætti ESB sem heild meiri möguleika á að beita sér með áhri- faríkum hætti én aðild- arríkin ein og sér. Forsetinn sagði að áhrif ESB á Balkan- skaga, í Rússlandi og í Mið-Austurlöndum endurspegluðu ekki fjárframlög sambands- ins til þessara svæði og sagði að það stæði í valdi Evrópumanna sjálfra að umbreyta efnahagslegu vægi sínu í raunveruleg völd. „Jafnvel þegar við stöndum sameinaðir, eins og við gerum yfir- leitt varðandi Mið- Austurlönd, er afar erfitt að breyta hinni hefðbundnu ímynd sundrung- ar,“ sagði Santer. „Það leiðir til uppákoma eins og þegar Netanyahu [forsætisráðherra ísraels] þakkaði Evrópusambandinu fyrir að taka ekki virkari þátt í að endurvekja friðarferlið." Santer sagði að Evrópusamband- ið yrði að bæta stefnumörkun sína og ákvarðanatöku, taka upp at- kvæðagreiðslur í ráðherraráðinu um mál, sem vörðuðu framkvæmd þegar samþykktrar utanríkisstefnu og þróa raunverulega getu til að taka samevrópskar hernaðarlegar ákvarðanir. Jacques Santer Sænska stjórnin kynnir myntbandalagið Efni um EMU á hvert heimili Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SÆNSKA stjórnin hefur nú hleypt af stokkunum kynningarátaki um Efnahags- og myntbandalag Evr- ópu (EMU). Kynningarefni um kosti og galla aðildar verður sent á öll sænsk heimili og stofnanir. Átakið er liður í ákvarðanatöku stjórnarinnar um aðild að mynt- bandalaginu. Átakið er umdeilt, því stuðningsmenn myntaðildar álíta að betra hefði verið að stjórn- in beitti áhrifum sínum til að telja kjósendur, á sitt band. Þegar átakið var kynnt sagði Erik Ásbrink fjármálaráðherra að þó hann hefði áður talað fyrir EMU-aðild Svía teldi hann nú heppilegra að kjósendur fengju tækifæri til að kynna sér bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar að- ildar, en væri ekki skipað fyrir hvað þeir ættu að gera. Efnahags- stefna Svía miðaðist að því að uppfylla aðildarskilyrði evrópska myntbandalagsins, en sjálf ákvörðunin kæmi síðar. Þingið taki lokaákvörðun Sænska ríkisstjórnin hefur fyrir löngu gert ljósa þá túlkun sína, að EMU-aðild komi ekki sjálf- ****★. EVROPA^ krafa, þótt Svíþjóð uppfylli aðild- arskilyrðin, og að það sé sænska þingið, sem taki lokaákvörðun í málinu. Skiptar skoðanir eru meðal Svía um ágæti EMU-aðildar og sjálf Evrópusambandsaðildin virðist ekki eiga stuðningi meirihluta landsmanna að fagna, samkvæmt skoðanakönnunum. Sjálfur stjóm- arflokkurinn, Jafnaðarmanna- flokkurinn, er klofínn í afstöðunni og því hefur stjórnin valið kynning- arleiðina í von um að vinna mynt- bandalaginu fylgi, fremur en að tilkynna strax um fyrirætlan sína. Meðan Göran Persson var fjár- málaráðherra talaði hann eindreg- ið fyrir myntbandalagsaðild, en eftir að hann varð forsætisráð- herra hefur hann ekki gefið neinar slíkar yfirlýsingar. f í i [ ( 1 I c I l I I t « I ■ « « c I i § 1 c I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.