Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER1996 19 Lést eftir sprengju- árás BRESKUR hermaður, sem særðist í sprengjuárás írska lýðveldishersins (IRA )á breska herstöð í Lisbum á Norður-írlandi á mánudag, lést í gær af sárum sínum. Óttast margir að með því hafi aukist mjög hættan á því að öfgamenn í röðum sambands- sinna hefji hryðjuverk að nýju til að hefna árásar IRA. Hina eldri af þingi YFIRGNÆFANDI meirihluti Frakka vill að stjómmála- mönnum sem orðnir eru 75 ára, verði meinað að bjóða sig fram, samkvæmt skoðana- könnun sem birt var í gær. Um 82% vom þeirrar skoðunar að rétt væri að setja lög sem settu slíkar skorður. Elstur þeirra sem sitja á franska þing- inu er 85 ára en alls em 20 þingmenn komnir yfir 75 ára aldurinn. Nóbelsverð- launahafi látinn BANDARÍSKI hagfræðingur- inn William Vickrey lést á fimmtu- dagskvöld, aðeins þremur dög- um eftir að tilkynnt var að hann hlyti Nób- elsverðl- aunin í hag- ... , fræði þetta Vlckrey árið. Vickrey fékk hjartaáfall undir stýri er hann var á leið á ráðstefnu í Boston. Eldgos í Guatemala ELDGOS hófst af miklum krafti í Pacaya-eldfjallinu, sem er suður af Guatemala- borg í Guatemala í gær. Voru íbúar nálægra þorpa þegar fluttir á brott en gosið sést vel úr höfuðborginni, sem er rúmum 30 km fyrir norðan eldfjallið. Clinton eykur forskotið BILL Clinton Bandaríkjafor- seti hefur aukið forskot sitt á Bob Dole, forsetaframbjóð- anda Repúblikana, samkvæmt nýjustu skoðanakönnun. Nýt- ur Clinton fylgis 43,8% í könn- uninni en Dole 34,1% og er munurinn 8,5%. Þá hefur Ross Perot, óháður frambjóðandi, aukið fylgi sitt upp í 8,7%. Neitar sögu- sögnum um afsögn ALAIN Juppe, forsætisráð- lierra Frakklands, neitaði í gær sögusögnum um að hann hefði sagt af sér. Sögusagnir um afsögn hans bárust m.a. inn á erlenda fjármálamarkaði og féll gengi frankans vegna þeirra en hækkaði aftur er neitun Juppe hafði borist. Samstarf gegn mótorhjólagengjum Kaupmannahöfn. Reuter. Ovinarins leitað SUÐUR-kóreskir hermenn eru við öllu búnir í einni af eftirlits- stöðvunum sem komið hefur verið fyrir nálægt landamærunum að Norður-Kóreu. Her Suður-Kóreu hefur um nokkurra vikna skeið leitað síðustu mannanna úr hópi n-kóreskra útsendara sem komust á land í S-Kóreu í september. Flestir úr hópnum hafa fundist látnir eða fallið í átökum við s- kóreska hermenn en talið er að enn gangi þrír útsendarar lausir og eru þeir grunaðir um að hafa myrt þrjá menn í þorpi á austur- ströndinni fyrr í vikunni. Reuter DOMSMALARAÐHERRAR frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð ákváðu á fundi í gær í Kaup- mannahöfn að vinna saman að því að kveða niður blóðug átök milli mótorhjólagengja er starfa í löndun- um. Sjö manns hafa látið lífið í átök- unum er hófust fýrir alvöru árið 1994. Samstarf lögreglu í löndunum verður aukið og skipst á ýmsum upplýsingum, komið verður á sam- eiginlegri skrá yfir stolin vopn. Danir samþykktu í vikunni fyrsta hluta löggjafar sem ætlað er að draga úr hættunni á að saklausir borgarar verði fórnarlömb í átökum gengjanna. Samráð um löggjöf Í yfirlýsingu ráðherranna var sagt að haft yrði samráð um löggjöf til að koma í veg fyrir átökin og þjóðim- ar myndu móta sameiginlega stefnu hjá deild er fjalla á um glæpi mótor- hjólagengja og verður undir stjórn Dana en heyrir undir evrópsku lög- reglustofnunina Europol. erlniMii >H18Teil]Oíi Stjörnukokkamir Jacques Bertrand og Emanuel Destrait frá Michelin veitingastaðnum Les Cédres í Lyon, starfa með matreiðslu- mönnum Perlunnar og Óðinsvéa. Fimmtudags-, föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld frá 3. til 20. október. Sérvalin Cötes du Rhöne vín frá M. Chapoutier verða á villibráðar- vínseðli okkar. Leyfðu villtustu draumum bragðlaukanna að rætast Á hlaðborðinu verða m.a. eftirtaldir réttir: Ofnsteikt tnlligœs með portvinssósu Villiandarbringur að hœtti hússins Hreindýrabuff í gráðaostasósu HeiLsteiktur hreindýravöðvi Rjúpusúpa Hreindýrasmásteik „Flambé" Villigcesasmásteik með tittuberjasósu Reyktar endur með hrútaberjasósu Heitreyktur svartfugl Andalifrarkœfa með rúsínum og eplum í sætu víni Svartfugls „Paté" Hreindýra „Terrine" Villigæsa „Paté" Svartfuglsbringur með islenskum kryddjurtum Reyktar lundabringur Koníaksgrafin villigœsabringa Birkisaltað lambalæri Lambahryggvöðvi með hnetum og sveppafyllingu Norðlensk smalaskinka að hœtti „Kristjáns" Lambasmásteik „Flambé" ÓÐINSVÉ ---'--''v-T"----- við Óðinstorg Borðapantanir t sima 552 5090 Borðapantanir í sima 562 0200 Marineraður hvalur í soja og engffer Villiandargalantin Villisveppir i smjörkænum Heitreykt fjallableikja Appelsínulegin sjóbleikja Laxakótelettur með „HoUandaisesósu “ Reyktur lax með piparrótarsósu Graflax með sinnepssósu Reyktur áll Ostar í úrvali Allt með tilheyrandi meðlæti Rétta aukil Þá munu þeir félagar Jacques og Emanuel galdra fram ýmsa forvitnilega og gómsæta rétti að hætti Lyon búa, úr íslensku villibráðinni. Bonne appetitl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.