Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 ERLEIMT M0RGUN3LAÐIÐ AUSTUR TÍMOR Þingkosningarn- ar á Nýja Sjálandi Varar við aftur- hvarfi til efnahags- óreiðu Auckland, Wellington. Reuter. NÝSJÁLENDINGAR gengu til þingkosninga í gær og verður nú kosið samkvæmt nýju kerfi þar sem blandað er saman hlutfallskosningu og einmenningskjördæmum þar sem sá sigrar er flest fær atkvæð- in. Kannanir gefa til kynna að mjög hafi fjarað undan Þjóðarflokki Jims Bolgers forsætisráðherra síðustu vikurnar og svo geti farið að Verka- mannaflokkur Helen Clark sigri. Þjóðarflokkurinn var í síðustu könnunum með rúmlega 32% fylgi, Verkamannaflokkurinn 26,5%, Bandalagið, samtök lítilla vinstri- flokka, var með 11,2% og flokkur- inn Nýsjálenskir hagsmunir, sem er þjóðernissinnaður og undir stjórn maóríans Winston Peters, hlaut 14,7%. Ljóst þykir að vegna nýja kerfisins aukist líkumar á að mynd- uð verði samsteypustjórn þar sem enginn einn flokkur verði nógu öflugur til að fá hreinan meirihluta á þingi. Staða Bolgers verður þá erfið þar sem Clark mun að öllum líkindum geta samið við Bandalagið og fullyrt er að Peters hneigist fremur til samvinnu við Clark en Bolger. Bolger hvatti landa sína í gær til að hafna sósíalisma Verka- mannaflokksins og veita flokki sín- um nýtt umboð til stjórnarforystu. Þjóðarflokkurinn hefur í kosninga- baráttunni lagt áherslu á þann árangur sem náðst hefur undanfar- in ár í að auka hagvöxt og lækka skatta auk þess sem atvinnuleysi er nú aðeins um 6% sem telst lítið á alþjóðlegan mælikvarða. Bolger sagði að með sama áfram- haldi myndu Nýsjálendingar greiða síðustu erlendar skuldir sínar eftir sjö ár. „Andstæðingar okkar í Verkamannaflokknum og Banda- laginu eru að segja að við ættum ekki að greiða skuldirnar niður svona hratt, það sé hægt að auka útgjöidin núna. Þetta getur verið freistandi á sinn hátt þangað til menn huga að fortíðinni, þá sjá þeir að þetta er alls ekki freistandi heldur værum við að endurtaka gömlu mistökin," sagði ráðherrann. Clark boðar afturhvarf Þjóðarflokkurinn hefur haldið áfram að koma á róttækum breyt- ingum í átt til markaðshyggju sem Verkamannaflokkurinn hóf á níunda áratugnum. Clark boðar á mörgum sviðum afturhvarf til hefð- bundinnar jafnaðarstefnu flokks síns sem var til skamms tíma þjak- aður af innbyrðis deilum um fijáls- hyggjustefnu fyrirrennara hennar á formannstóli. Fjármálaráðherra flokksins á níunda áratugnum og helsti talsmaður umbótanna, Roger Douglas, hefur stofnað nýjan flokk en honum er ekki spáð miklu fylgi. Verkamannaflokkurinn hefur ásamt öðrum stjórnarandstöðu- flokkum hamrað á því að bæta þurfi ástand í heilbrigðis- og menntamálum, Clark heitir því að stytta biðlista á sjúkrahúsum og lækka skólagjöld. Kannanir sýna að margir Nýsjálendingar álíta að efnahagslegu umskiptin síðustu 12 árin hafi valdið því að bilið milli ríkra og fátækra hafi aukist um of. Clark segir það hneisu að ekki sé hægt að bæta kjör fátæklinga og heitir því að skipa nefnd til að fást við „hræðilega fátækt sem ég tel að grafi undan samfélaginu öllu.“ > \ l l I t I Biskup og andspyrnuleiðtogi frá Austur-Tímor fá friðarverðlaun Nóbels Heiðraðir fyrir baráttu í þágn kúgaðrar smáþjóðar Reuter JOSE Ramos-Horta, útlægur andspyrnuleiðtogi frá Austur-Tímor, skenkir vinum sínum og ættingjum kampavín eftir að tilkynnt var að hann hlyti friðarverðlaun Nóbels í ár. Hann býr nú í Sydney í Ástralíu. KAÞÓLSKI biskupinn Carlos Filipe Ximenes Belo, annar hand- hafa friðarverðlauna Nóbels í ár. hertóku Austur-Tímor“. Ramos- Horta kvaðst telja að hann hefði ekki átt að verða fyrir valinu, heldur Xanana Gusmao, sem stjórnaði and- spymunni gegn Indónesum og var handtekinn árið 1992. Gusmao af- plánar nú 20 ára fangelsisdóm í Indó- nesíu. Ramos-Horta, sem er 46 ára, var utanríkisráðherra stjómar Fretilin og flúði frá Austur-Tímor þremur dögum eftir innrás Indónesa. Þriðjungur lét lífið Nóbelsnefndin sagði að áætlað væri að 200.000 manns, eða um þriðjungur íbúa Austur-Tímors, hefðu látið lífið af völdum hungurs- neyðar, farsótta, átaka og ógnar- stjómar eftir innrás Indónesa. Ibú- amir eru nú um 800.000. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nóbelsverðlaunanefndin heiðrar lítt þekkta andófsmenn til að efla mál- stað þeirra en verðlaunin hafa ekki alltaf tryggt þeim pólitískan sigur. Á meðal friðarverðlaunahafa Nóbels era Aung San Suu Kyi, stjómarand- stöðuleiðtogi í Búrma, sem fékk verðlaunin árið 1991 og var ekki leyst úr stofufangelsi fyrr en fjóram áram síðar. Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, fékk verðlaunin 1989 en Kínveijar hafa ekki enn losað tökin á Tíbet. Bjorn Tore Godal, utanríkisráð- herra Noregs, sagði að ákvörðun nefndarinnar væri umdeild en kvaðst styðja hana í von um að hún leiddi til friðsamlegrar lausnar á deiiunni um Austur-Tímor. Þess má geta að ein þeirra sem lagt hefur tii við norsku Nóbelsverð- launanefndina að Belo fengi verð- launin er Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalistans. Ósló, Sydney, Jakarta. Reuter. FRIÐARVERÐLAUN Nóbels í ár falla í skaut tveggjá manna sem fæddust á Austur-Tímor og hafa reynt að binda enda á 21 árs átök sem biossuðu upp eftir innrás Indó- nesíuhers í portúgölsku nýlenduna fyrrverandi. Nóbelsverðlaunanefndin í Osló tilkynnti í gær að kaþólskur biskup, Carlos Filipe Ximenes Belo, og útlægur andspymuleiðtogi, Jose Ramos-Horta, hefðu orðið fyrir val- inu. „Við vonum að í þessu felist skila- boð ... til stjómarinnar í Indónesíu um að hún breyti stefnu sinni,“ sagði formaður nefndarinnar, Francis Sej- ersted. „Við vonum að viðbrögð vald- hafanna verði jákvæð en auðvitað geta þau reynst neikvæð." Indónesar réðust inn í Austur- Tímor í desember árið 1975, fjóram mánuðum eftir að Portúgalar fóra frá nýlendunni. Marxíska þjóðfrels- ísfylkingin Fretilin hafði þá lýst yfir sjálfstæði landsins og myndað ríkis- stjóm eftir borgarastyrjöld. Indónes- ar innlimuðu Austur-Tímor ári síðar en Sameinuðu þjóðimar hafa aldrei viðurkennt innlimunina. „Sigur fyrir A-Tímora og alla Indónesa“ Viðbrögð verðlaunahafanna við ákvörðun nefndarinnar í Ósló vora nokkuð ólík. Carlos Belo biskup kvaðst vona að verðlaunin myndu stuðla að sáttum milii Austur-Tímora og Indónesa en andspyrnuleiðtoginn leit á þau sem stuðning við þá kröfu sjálfstæðissinna á Austur-Tímor að Indónesar færa frá landinu. „Við verðum að beita okkur af alefli fyrir friði,“ sagði Belo, sem er 51 árs. „Ég lít á verðlaunin sem sig- ur fyrir Austur-Tímora ... og alla Indónesa," bætti biskupinn við. „Stundum skilur [sljóm Indónesíu] að þörf er á kærleika og viðræðum. Eg er stundum ánægður með þró- unina en ekki alltaf, þetta tekur lang- an tíma.“ Þorri íbúanna á Austur-Tímor er kaþólskur og Belo hefur sakað stjómvöld í Indónesíu, þar sem mú- slimar era í meirihluta, um að hafa valdið ógnaröld á Austur-Tímor og útbreitt íslamskan sið meðal íbú- anna. Hann sagði að Indónesar yrðu að slaka á klónni og ættu að veita Austur-Tímor sjálfstjóm ef kostur væri. „Hafa þjáðst nógu lengi“ Ramos-Horta kvaðst vona að frið- arverðlaunin kæmu stjóm Indónesíu til skilnings um „að íbúar Austur- Tímor hafa þjáðst nógu lengi og efna þarf til viðræðna á vegum Samein- uðu þjóðanna til að leysa vandann". „Eins og ég hef margítrekað er ég reiðubúinn að fara tíl óformlegra viðræðna í Indónesíu." Sejersted sagði að Belo og Ramos- Horta fengju verðlaunin fyrir „þrot- lausa og ósérplægna baráttu í þágu kúgaðrar smáþjóðar". „Belo hefur verið helsti fulltrúi íbúa Austur- Tímors. Hann hefur hætt lífi sínu tíl að reyna að veija þjóð sína fyrir yfírgangi valdhafanna." Verðlaunanefndin sagði að Ram- os-Horta hefði verið „atkvæðamesti málsvari Austur-Tímora á alþjóða- vettvangi frá 1975 þegar Indónesar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.