Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 23 NEYTENDUR Simi: 551 9800 og 551 3072 Gestakokkar frá Frakklandi Hreindýrasteik og sykur- gljáður lax UM ÞESSAR mundir eru gesta- kokkarnir Jacques Bertrand og Emanuel Destrait frá Frakklandi að leggja matreiðslumeisturum Perlunnar og Oðinsvéa lið en þar er frá fimmtudögum og fram á sunnudaga til 20. október boðið upp á villibráðarhlaðborð. Þeir fé- lagar koma frá Michellin veitinga- húsinu Les Cédres í Lyon. Jacques er yngsti matreiðslumeistari í heimi sem hefur fengið svokallaða Michellin-stjörnu en þá var hann aðeins 23ja ára. Þeir voru beðnir að gefa lesendum einhveijar girni- legar uppskriftir frá Lyon og hérna koma þær. Hreindýrasteik með rauðvínssósu Fyrir fjóra _________800 g hreindýr_________ _________4 chglottulaukar_______ _________4 bökunarkartöflur_____ 1 egg múskat salt og pipar 1 hvítlauksgeiri timian vatn Sósa: 1 flaska rauðvín 1 gulrót 1 laukur örlítill sykur 2 dl niðursoðið kjötsoð _______________timian________________ _______________sósulitur_____________ 50 g smjör Hreindýrið er skorið í um 200 gramma steikur, brúnað á pönnu og bakað í ofni við 200 °C í um 7 mínútur. Chalottulaukurinn er skrældur, settur í ofnskúffu ásamt timian, salti, pipar og vatni. Ál- pappír settur yfir og soðið í ofni í hálftíma. Kartöflur eru afhýddar og rifnar í rifjárni. Hrærið saman í skál með eggi, kryddið með salti, pipar og múskati. Hvítlaukur er marinn og honum blandað saman við. Mótað í matskeið og steikt á pönnu í olíu. Bakað í ofni í um 20 mínútur. .. Morgunblaðið/Ámi Sæberg FRONSKU matreiðslumeistararnir ásamt þeim islensku við hlaðborðið í Perlunni. Sósan er búin til á eftirfarandi hátt. Laukur er skorinn í bita, gulrót líka og brúnað vel í potti. Stráið sykri út á og timian. Rauð- víni hellt yfir og soðið niður um tvo þriðju. Að lokum er kjötsoðið sett út í, sósulit bætt í sósuna því hún á að vera vel brún. Pressið sósuna í gegnum sigti og bætið smjöri í undir lokin. Sykurgljóður lax með hvannarfræjum og blóöbergi Fyrir fjóra 500 g lax, flakaður hreistraður og ________skorinn í 4 sm bitg___ 100 g sykur 1 msk. kóríander 1 msk. rósapipar blóðberg 1 msk. hvannarfræ 4 dl ólífuolía 100 g kantarellusveppir 1 msk. smjör gróft salt pipar Laxi er velt upp úr salti og pip- ar og hann látinn standa í kæli í 3 tíma. Sykur er brúnaður á pönnu, smávegis vatni bætt í og síðan rósapipar og kóríander. Soð- ið í 2 mínútur. Setjið 2 dl af ólífuol- íu í pott með hvannarfræjum og hitið þangað til fræin brúnast. Afgangur af olíu settur í pott með kóríander og látið brúnast. Kanta- rellusveppir eru steiktir úr smjöri og þeir kryddaðir með salti og pipar. Laxinn er penslaður roð- megin með sykurbráðinni og hann ristaður á pönnu á roðinu. Bakað í ofni í um 5 mínútur við 220°C. Olíu hellt á disk til helminga, sveppir látnir fyrir miðju og lax ofan á. ■ ÚTIVISTARBÚÐIIU viö Umferöarmiöstööina ★ |B M JAMES BURN INTERNATIONAL Efni og tæki fyrir WÍie*l járngorma innbindingu. Shell í næsta nágrenni Um helgina ætlar starfsfólk Shellstöðvanna að aðstoða þig við að búa bilinn undir veturinn, þér að kostnaðarlausu. Við munum mæla frostþol kælivökvans, mæla olíuna, athuga vökva á rúðusprautum, atbuga perur og yfirfara rúðuþurrkur. Vetrarvörur í miklu úrvali og rúðusköfur og T-Blá vökvi á rúðusprautur á sérstöku tilboði. IVIætum vetrinum vel undirbúin og stuðlum að öryggi allra í umferðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.