Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 27
SVIPMYNDIR úi' stai fínu. Myndiraar eru teknar víða um heimimi, á Ítalíu, í Karibahafi og New York og hafa bii'st í víðlesnum tfmaritum. Æ, ég veit það ekki, ég er vön að lenda svona upp og niður, maður veit aldrei hvað gerist í þessum bransa. Hlutirnir eru hættir að koma mér á óvart, sama hvort það er gott eða vont. Maður sjóast í þessu eins og öllu öðru. Svona er nú bara lífið. Eg er búin að fá svo mörg NEI um ævina og svo mörg stór JÁ og svo margt sem kemur á óvart, sem bæði gerir mig glaða og dapra. Ég er orðin vön því að eitt- hvað skrítið gerist og það hefur reynst mér best að vera bara róleg og taka því sem að höndum ber.“ Lít á mig sem fgrirtæki Ásdís María hefur svo sannarlega verið á faraldsfæti síðan hún haslaði sér völl í fyrir- sætustarfmu. Má þar nefna Mónakó, Frakk- land, Bahamaeyjar og Dóminíkanska lýðveld- ið í Karíbahafi, auk þeirra landa sem áður er getið. „Mér fannst einna skemmtilegast að koma til Dóminíkana vegna þess að landið er svo fal- legt, ósnortið og villt. Þarna sjást varla háar steinsteypubyggingar eða rosaleg hótel eins og á Bahamaeyjum, heldur er allt skógi vaxið og fólkið svo litríkt og vingjarnlegt." Ásdís María segir að það hafi verið mikil viðbrigði að koma frá Ítalíu til New York. Hún hafi nánast orðið að byrja á byrjunarreit, kynna sig og koma sér á framfæri í nýju um- hverfí. „Þetta var svolítið erfitt til að byrja með. Italía og Ameríka eru gjöróiíkir menningai'- heimar, annar matur, önnur viðhorf og bara allt annað andrúmsloft," segir hún. „En þetta venst.“ Hún segir að fyrirsætustarfíð sé að mörgu leyti skemmtilegt en um leið erfitt: „Ég lít eig- inlega á mig sem fýrirtæki. Ég verð að gæta þess vel hvað ég læt ofan í mig, ég verð að passa húðina, stunda líkamsrækt því að vinn- una fæ ég út á útlitið. Ég verð að reyna að vera í góðu skapi þegar ég fer í viðtöl því að fyrirsæta í fýlu fær ekki vinnu.“ IISBÚÐINNI á horninu. FEÐGININ Jónas Franklín læknir og Ásdis María fyrir utan Elite- bygginguna í New York. ÁSDIS María ford né Naomi Campbell þar, þær vildu fá full mikið af peningum fyrir sýninguna." Hvernig var svo að vera innan um allt þetta fræga fólk? „Ég var furðu róleg á meðan á sýningunni stóð en þegar ég kom heim byrjaði ég að skjálfa." Hvernig tóku fyrirsæturnar þér? „Ég man að ég sá útundan mér að Linda Evangelista var að tala við Karl og benti í leið- inni á mig. Svo kom hún til mín og sagði: „Hæ, ég er Linda Evangelista. Ég var að fylgjast með þér á sviðinu og þér gekk alveg ofsalega vel, þetta var flott hjá þér og ég bara óska þér . góðs gengis í framtíðinni.“ Ég varð alveg orðlaus en stundi svo: „Takk, ég heiti María, gaman að kynnast þér.“ Eftir þessa sýn- ingu var mér boðið með til Parísar til að sýna þar, en skólinn heima á Ak- ureyri varð að hafa forgang. Það voru samræmdu prófin sem allt snerist um svo að ég dreif mig heim. Reyndar var hringt að utan allan veturinn út af alls konar verkefnum, til dæmis var eitt sem átti að mynda í Afríku. Þar átti ég að vera í safaríföt- um innan um ljónin og gíraffana, en mamma hafði vit á að segja mér ekki frá þessu fyrr en öllum þessum verk- efnum var lokið, því að ég átti að vera í skólanum þennan vetur og ljúka sam- ræmdu prófunum. Ég missti því af tækifærinu til að hitta ljónin í Afríku, Morgunbiaðíð/Halldór en það kemur bara seinna." Sumarið eftir samræmdu prófín fór Ásdís María aftur til Mílanó en kom svo heim og tók þátt í Elite keppninni. Þaðan lá leiðin í Elite keppnina í Seoul í Kóreu og þar hafnaði hún í þriðja sæti. Hún var spurð hvort það hefði komið henni á óvart? „Mér brá svolítið þegar ég komst í 15 manna úrslitin, en eftir það var ég alveg róleg. ► Síðastliðinn laugardag vann heppinn pátttakandi rúmlega 18milljónir króna í Lottóinu. Miðinn var keyptur í söluturninum Örnólfi við Snorrabraut. Nú getur þú bæst í hóp Lottó-milljónamœringa - fáðu pér miða fyrir kl. 20.20 í kvöld. - milljónir á laugardögum N ý r Lottó-milljónamæringur 18 milljónir á einn miða!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.