Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 29 AÐSENDAR GREINAR Aðgerða er þörf í kj ördæmamálinu Birgir Ármannsson róttækra VIÐ setningu Al- þingis ítrekuðu fulltrú- ar ungliðahreyfinga stjómmálaflokkanna áskorun sína til þing- manna frá því fyrir tveimur árum þar sem þess var krafist að vinna við endurskoðun kosningalöggj af arinn- ar hæfist hið fyrsta með það að markmiði að jafna vægi atkvæða. Er ánægjulegt að sam- staða hefur náðst með- al ungs fólks í öllum flokkum og endur- speglar það vonandi aukinn skilning meðal þjóðarinnar á nauðsyn breytinga. Ekkert réttlætir mismunun Ungir sjálfstæðismenn hafa lengi lagt mikla áherslu á að misvægi atkvæða eftir búsetu væri leiðrétt. Um það vitna ótal ályktanir, grein- ar og ræður frá liðnum árum. En þrátt fyrir baráttu þeirra og fjöl- margra annarra fyrir þessum mál- stað hefur lítið þokast í rétta átt. I ijósi þess hafa ungir sjálfstæðis- menn talið að enn væri þörf á að vekja máls á þessu málefni. Var af þeim sökum skipuð nefnd á síð- asta vetri til að fjalla um málið og hefur hún nú skilað áliti sínu. Niður- stöður hennar eru ótvírætt á þá leið, að leggja beri höfuðáherslu á að haga breytingum á kosninga- löggjöf og kjördæmaskipan þannig, að atkvæðavægi kjósenda verði jafnað eftir búsetu. Færir nefndin fyrir því rök að engin sjónarmið geti réttlætt það að kjósendur njóti ekki sama réttar að Iögum þegar þeir velja sér fulltrúa til að fara með stjórn landsins. Ýmsar aðstæð- ur og búsetuskilyrði kunni að vera mismunandi milli landshluta en eðli- legra sé að leita annarra leiða til að bregðast við því en að viðhalda misvægi atkvæða. Ýmsar leiðir færar í niðurstöðum nefndar Sambands ungra sjálfstæðismanna kemur fram að fara megi margar ólíkar leiðir til að jafna atkvæðavægið. Þegar bornir séu saman kostir þeirra og gallar verði hins vegar að huga að ýmsum öðrum markmið- um, svo sem að kosningareglurnar séu tiltölulega einfaldar, gegnsæjar og aðgengilegar öllum almenningi, að kerfið sé eins skilvirkt og kostur er og loks að kjósendum gefist tækifæri til að hafa sem mest áhrif á það hvaða einstaklingar veljast til þingsetu. Meðal þeirra leiða, sem bent er á, er að unnt sé að skipta landinu upp í 60 einmenningskjördæmi með tiltölulega jöfnu atkvæðavægi. Með því væri verið að koma á einföldu og aðgengilegu kerfi, auka aðhald kjósenda að einstökum þingmönn- um og hugsanlega að skapa að- stæður til þess að línur í stjórnmál- um yrðu skýrari, enda mætti búast við fækkun og stækkun stjórnmála- flokka ef þessi tillaga næði fram að ganga. Okostir einmenningskjör- dæmaleiðarinnar eru hins vegar ýmsir. Þar má nefna að erfitt yrði að ná fullkominni jöfnun atkvæða- vægisins, hætta væri á óeðlilegum þrýstingi á þingmenn um fyrirgre- iðslu af ýmsu tagi, auk þess sem hafa verður í huga að í þessu kerfi getur komið til þess að allstórir flokkar fái fáa eða jafnvel engan þingmann. Onnur leið, sem vert er að skoða, er að skipta landinu upp í tiltölulega mörg kjördæmi með fáum þing- mönnum, t.d. 15 kjördæmi með 4 þingmönnum. Samkvæmt athugun nefndarinnar virtist vel gerlegt að gera þetta þannig að atkvæðavægi yrði því sem næst jafnt. Kostir þessa kerfis umfram einmennings- kjördæmakerfið felast í meiri sveigjanleika og að auðveldara yrði að jafna atkvæðavægið og mynda jafnframt kjördæmi, sem væru skynsamleg út frá landfræðilegum for- sendum. Kostir þessar- ar leiðar í samanburði við það til dæmis að gera landið allt að einu kjördæmi fælust fyrst og fremst í því að kjós- endur ættu auðveldara með að veita þing- mönnum aðhald og gætu frekar dregið þá til ábyrgðar á kjördag fyrir verk þeirra á kjörtímabilinu heldur en ef þeir væru allir valdir af landslista. Þá má loks nefna, að þetta kerfi er mun einfaldara og Ungir sjálfstæðismenn eru reiðubúnir til að skoða aðrar leiðir, segir Birgir Armannsson, sem miða að jöfnun at- kvæðavægis. auðskiljanlegra en ýmsar blandaðar leiðir, svo sem sú að blanda saman kjördæmakjöri og landskjöri. Leggja ber áherslu á að í þessum tillögum felst ekki endanleg eða ófrávíkjaleg lausn, heldur eru þær ákveðið innlegg í þá umræðu, sem nú á sér stað um málið. Ungir sjálf- stæðismenn eru reiðubúnir að skoða aðrar leiðir og geta í raun fellt sig við flestar þær hugmyndir, sem miða að jöfnun atkvæðavægisins. Mestu skiptir að hefjast þegar handa við undirbúning breytinga til þess að afnema það óþolandi mis- rétti sem landsmenn búa enn við í þessum efnum. Höfundur er lögfræðingur. © CARMOMT Alhliða gönguskór • Leðurklæddir utan. • Goretex vatnsvörn. • Dempari í sóla. • St. 37-47. 1) 'MIC Stgr. kr. I SmáXiljl FÁLKINN Suðurlandsbraut 8, sími 581 4670. Þarabakka 3, Mjódd, sími 567 0100. Eflum hjarta- og æðarannsóknir „ÞETTUR á velli og þéttur í lund.“ Hætti að reykja fyrir 10 árum, eftir að faðir hans dó úr kransæða- stíflu. í síðustu viku var hann að koma í land eftir góðan en strangan túr. Á bryggjunni var ys og þys og þeir glöddust í brúnni þegar að var komið. I gærmorgun byrj- aði þessi sári sviði í btjóstinu aftur sem virtist hafa horfið um Uggl Agnarsson sinn. Tveimur klukkustundum síðar var tekið á móti honum á vel útbú- inni þræðingarstofu. Kransæða- myndin sýndi lokaða æð í vinstri helmingi hjartans. Fyrir hádegi var búið að víkka og fóðra æðina og hann gat fylgst með leiknum í sjón- varpinu seinna um daginn. Ráðgert er að útskrifa hann af sjúkrahúsinu á næstu dögum ef fer sem horfir og rætt er um blóðfitulækkandi lyfjameðferð ef blóðfitan mælist of há. Ný tækni, betri árangur, nýjar aðferðir, en að baki liggja margra ára rannsóknir og þróun svo farið geti eins og í þessu ímyndaða dæmi. íslendingar lifa flestir góðu lífi. Kann- anir hafa verið birtar, þ.á m. nýlega í Morg- unblaðinu, sem sýna að í samanburði við aðrar þjóðir virðist okkur ganga vel. Enda er okkur sagt að góð- æri sé í landinu og all- ir vona að náttúran sýni áfram mildi sína og raski ekki um of högum okkar þótt blik- ur séu á lofti þessa dagana. En hvernig á að nýta góðæri? Bú- menn hér áður spöruðu og lögðu fyrir til mögru áranna, en okkur hættir nú fremur til að eyða og treysta á heppni og harðfylgni. Það ætti þó að vera hægt að veita góðum málefnum brautar- gengi og stuðla að þróun og rann- sóknum sem skilað hafa árangri. Rannsóknir Hjartaverndar á sviði hjarta- og æðasjúkdóma er verkefni sem vert er að styðja og stuðla þar með að framþróun rannsókna sem sýnt hafa árangur. Áform eru nú um framhald rannsókna og leitað nýrra leiða í baráttunni við æða- kölkun og hjartasjúkdóma. Kransæðasjúkdómar eru og Tíðni kransæðastíflu á íslandi. (Aldurshópar 30-75 ára). Karlar: Frá 1981 til 1992 lækkar tíðni um 39%. Lækkunin er mjög ald- ursháð, lækkar um 63% við 40 ár, 53% við 50 ár, 43% við 60 ár og 29% við 70 ár. Konur: Frá 1981 til 1992 lækkar tíðni um 35%. Lækkandi tíðni meðal kvenna er ekki greinilega háð aldri. Happdrætti Hjarta- verndar er kjörin leið fyrir fólkið í landinu, seffir Uggi Agnarsson, til að styðja lækningu á kransæðasjúkdómum. verða enn um sinn hluti af lífi margra okkar. Þekktir áhættuþætt- ir hafa verið taldir útskýra um þriðj- ung af þeim tilfellum sem verða, þannig að enn er verk að vinna á þessu sviði. Nýlega hafa sést dæmi um hvernig menn á góðum aldri sem lifa heilbrigðu og vammlausu lífi veikjast og reynast við rannsóknir með alvarlegar þrengingar í slag- æðum til hjartans, þ.e.a.s. kransæð- um. Þeir spyrja; af hveiju ég? Hvar er réttlætið og sanngirnin? Svörin eru oft vandfundin og eru sennilega samspil margra þátta sem hver um sig virðist léttvægur. Erfðaþættir eru vafalaust sterkir og eru oft og tíðum miklir áhrifavaldar. Vísinda- mönnum leikur nú mikill hugur á að kanna nánar samspil erfðaþátta við þekkta áhættuþætti og um leið skoða nýja möguleika, svo sem storkuþætti í blóði, blóðseigju og áhrif vítamína og andoxandi efna og margt fleira. Afkomendarann- sókn Hjartaverndar hefur m.a. þessi markmið. Á íslandi er árangur á sviði lækn- inga við kransæðasjúkdómum með því besta sem gerist - svo eftir hefur verið tekið í erlendum vísinda- tímaritum. En þótt árangur af læknisaðgerð- um við kransæðasjúkdómum séu góðar og batnandi ár frá ári, væri lækkun á tíðni sjúkdómstilfella miklu meira virði og þar þarf að taka á og skoða nýjar leiðir. Rannsóknarstöð Hjartaverndar biður því um stuðning frá fólkinu í landinu - stuðning með góðri þátttöku í happdrætti Hjartavernd- ar. Fjármunir sem notaðir verða í þágu læknavísinda á íslandi og fást því miður ekki með öðrum hætti. Hafið hugfast að margt smátt ger- ir eitt stórt. Höfundur er læknir. í tilefni af fjögurra ára afmæli Heildsölubakarísins bjóðum við í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, upp á rjómabollur með aðeins ekta rjóma Eftirfarandi verð er afmælisverð Heildsölubakarísins: Rjómabolla með súkkulaði kr. 99 Rjómabolla með flórsykri kr. 99 Rjómabolla með ekta púnsi kr. 99 Vatnsdeigsbolla meö rjóma kr. 99 2 kg af kartöflum, bæði gullauga og rauöar, kr. 99 pokinn Opið verður til kl 17 i dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, bæði á Grensásvegi 26 og Suðurlandsbraut 32 og einnig í biðskýli SVR á Hlemmtorgi. Viöskiptavinin ath.: í verslun okkar á U "Ifl "I h | .svi/Ct Suöunlandsbnaut 32 bjóöum viö einnig upp á HclluSOIUDaKaPIIO ókeypis heitt kakó meö njóma og kaffi. Miöaverö: Börn kr. 500 Fullorðnir kr. 600 Stóra skriðdýrasýningin ueíkom'w' Tropical Zoo í heimsókn Lifandi hitabeltisdýr: Risasnákar, eitursnákar, eðlur, skjaldbökur, sporödrekar, kóngulær o.s.frv. Hitabeltisfiörildi í hundraðatali Upplýsingar gefur Gula línan - sími 562-6262 Fjölbreytt safn af óvenjulegum, lifandi dýrum úr öil- um heims- hornum JL-Húsiö v/Hringbraut 2.hæö, 1000 m2 sýningarsalur 5. - 27. október. Opiö virka daga kl. 12-20; laugardaga og sunnudaga frá kl. 12-19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.