Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UMONNUN GEÐSJÚKRA HEILBRIGÐI skiptir meginmáli fyrir farsæld einstaklingsins, hamingju hans og velferð. Geðheilbrigði skiptir hann ekki síður máli en líkamlegt heilbrigði. Geðheilbrigði fólks ræðst meðal annars af innra jafnvægi þess, líðan og tengslum við annað fólk - og umhverfið. „í raun býr enginn við góða geð- heilsu öllum stundum“, segir Tómas Zoéga, yfirlæknir og formað- ur Geðverndarfélags íslands, í grein hér í blaðinu í fyrradag, sem skrifuð var í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, hyggst setja á fót starfshóp um stefnumótum í málefnum þeirra sem eiga við geð- ræna sjúkdóma að stríða. Það er vel. Meðal annars vegna þess að meintar aðhaldsaðgerðir í heilbrigðiskerfinu hafa leitt til tíma- bundinna og umdeildra lokana geðdeilda, sem bitnað hafa illa bæði á sjúklingum og aðstandendum. „Nauðsynlegt er að ganga þannig frá málum“, segir formaður Geðverndarfélagsins, „að ekki komi til frekari lokana á geðdeildum. Allir hljóta að vera sammála um það að tímabundinn samdráttur í þjóðfélaginu á alls ekki að koma niður á þeim sem minnst mega sín.“ Aðstæður geðsjúkra hafa batnað mjög hér á landi á síðustu áratugum. í Morgunblaðinu í gær var hins vegar fjallað um einn þátt þessa máls, sem ekki hefur hlotið nægilega athygli en það eru áhrif geðsjúkdóma á aðstandendur hins sjúka, maka og börn. í athyglisverðu viðtali við Eydísi Sveinbjarnardóttur, geðhjúkrun- arfræðing, sem vinnur að rannsóknum vegna doktorsritgerðar um þetta mál segir m.a.: „Oft gleymist, að geðsjúklingurinn á fjölskyldu, sem þarf á hjálp og stuðningi að halda. Aðstandend- ur eru ekki þrýstihópur, frekar en hinir sjúku og í rauninni bygg- ist opinber þjónusta við geðsjúka á því, að þeir sem að þeim standa séu sterkir og standi sig . . . Flestir hafa áhuga og mikla þörf fyrir að tala um reynslu sína. Oft skynja ég að undir niðri býr mikill sársauki. Þetta er fólk, sem hefur reynt mikið í lífinu, er ótrúlega þrautseigt og fæstir hafa látið bugast, þrátt fyrir lítinn sem engan stuðning." Hér er vikið að mikilsverðu máli í tengslum við geðsjúka. Nauðsynlegt er, að ráðgjöf til aðstandenda um hvernig við skuli bregðast, ekki sízt vegna ungra barna, verði fastur þáttur í þeirri meðferð, sem hinn sjúki og fjölskylda hans eiga kost á. Eydís Sveinbjarnardóttir er að vinna merkilegt frumherjastarf, sem vonandi leiðir til þess að aðstandendum geðsjúkra verði betur sinnt í framtíðinni. í tilefni alþjóðlegs geðheilbrigðisdags eigum við að setja okk- ur það mark, að verja það sem áunnist hefur í meðferð og rann- sóknum á þessu sviði - og tryggja að áfram miði en ekki aftur á bak. SJÁLFSTÆÐISFLOKK- URINN OG EVRÓPA Isetningarræðu sinni við upphaf landsfundar Sjálfstæðisflokks- ins í fyrradag fjallaði Davíð Oddsson, formaður flokksins m.a. um tengsl íslands við Evrópu og sagði að „við íslendingar höfum tryggt stöðu okkar í Evrópu og þau áhrif, sem við þurf- um.“ Jafnframt vitnaði formaður Sjálfstæðisflokksins til ræðu sænska forsætisráðherrans, sem hér var á ferð fyrir skömmu, þar sem hinn sænski starfsbróðir ræddi um myntbandalag Evr- ópuríkjanna og hættuna á því, að það þróaðist í eins konar sam- bandsríki Evrópu. Þótt við íslendingar höfum tryggt hagsmuni okkar með þátt- töku í Evrópska efnahagssvæðinu verðum við hins vegar að horfast í augu við þá staðreynd, að samvinna Evrópuríkjanna er í stöðugri framþróun, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Um þessar mundir standa yfir miklar umræður í öllum aðildarríkjum ESB um væntanlegan sameiginlegan gjaldmiðil, sem gengur í gildi eftir rúmlega tvö ár. Augljóst er, að fleiri og fleiri aðildar- ríki ESB leggja nú mikla áherzlu á að verða þátttakendur í myntbandalaginu frá upphafi. Innan brezka Ihaldsflokksins standa nú harðar deilur um þetta efni en einna fremstur í flokki þeirra, sem vilja þátttöku Breta í því er núverandi fjármálaráð- herra Breta. Hver verður staða íslenzkra atvinnufyrirtækja, sem eru í vax- andi samkeppni við erlend fyrirtæki, ef flest aðildarríki Evrópu- sambandsins taka mjög fljótlega upp hinn sameiginlega gjaldmið- il? Hversu mikill verður kostnaðarauki íslenzku fyrirtækjanna umfram keppinauta þeirra af því að við höldum fast við íslenzku krónuna? Hver verður afstaða almennings hér á landi, þegar fólk kynnist því hagræði, sem augljóslega fylgir því að geta notað sama gjaldmiðilinn nánast hvar sem komið er í Evrópu? Flestir landsmanna hafa verið þeirrar skoðunar, að aðild ís- lands að ESB sé óhugsandi að óbreyttri sjávarútvegsstefnu þess. En hvernig stöndum við að vígi gagnvart sameiginlegum gjald- miðli? Það er væntanlega ljóst, að þeir hagsmunir hafa ekki verið tryggðir með samningnum við EES. Sjálfstæðisflokkurinn sem og aðrir-stjórnmálaflokkar komast ekki hjá því að ræða þessa þróun og hvaða áhrif hún hefur á okkar hagsmuni. Margt bendir til þess að um aldamótin síðustu hafi íslendingar verið í hópi fátækustu þjóða Evrópu. Síðan hefur þróun lífskjara og lífs- hátta hins vegar verið mjög ör hér á landi. í almennu mati á árangri af framfaraviðleitni þjóðarinnar og velferð í nútímanum er mikilvægt að fá upplýsingar um einkenni og umfang fátæktar meðal þjóðarinnar. Sérstaklega gagnlegt væri að geta borið saman nákvæmar mælingar á umfangi fátæktar milli þjóða. Sam- anburður milli þjóða er hins vegar erfíður vegna þess að fyrirliggjandi gögn eru yfirleitt mismunandi að samsetningu og gæðum. Fátækt hefur ekki mikið verið rannsökuð á íslandi. Sagnfræðingar hafa þó sinnt henni nokkuð, enda var fátækt snar þáttur í lífi þjóðar- innar fyrr á öldum. Hverfandi lítið er hins vegar um rannsóknir á fá- tækt á íslandi nútímanns. Félagsvís- indastofnun Háskóla íslands tók nýlega þátt í samnorrænu rannsókn- arverkefni á vegum Norrænu ráð- herranefndarinnar er miðaði að því að gera grein fyrir þróun og einkenn- um fátæktar á Norðurlöndum. Rann- sóknarmenn frá hveiju Norðurland- anna fimm vinnubrögð við úrvinnslu. Um þessar mundir eru niðurstöður þeirra að birtast í rannsóknarskýrsl- unni „Den nordiska fattigdomens utveckling och struktur" (Kaup- mannahöfn, Nordisk ministerrád, Tema Nord 1996, nr. 583, 187 bls.). Vegna ólíkra gagnagrunna er á þessu stigi ekki hægt að fullyrða um nákvæmt umfang fátæktar í löndun- um öllum, á einum og sama mæli- kvarðanum. Það er því ekki hægt að slá því föstu með neinni ná- kvæmni í hveiju landanna fátækt er minnst að umfangi né hvar hún er mest. Hins vegar gera rannsóknir þessar okkur kleift að fá mynd af þróun fátæktar á síðustu árum í hveiju landanna fyrir sig, auk þess sem hægt er að Iýsa einkennum fá- tæktar eftir þjóðfélagshópum og bera saman ólík mynstur þróunar og einkenna milli landanna. Slíkur samanburður segir margt um stöðu þjóðanna í baráttunni gegn fátækt. Gögn og aðferðir Gögn þau sem Félagsvísindastofn- un notaði við athugun á fátækt á Islandi komu úr þjóðmálakönnunum stofnunarinnar sem gerðar hafa ver- ið frá upphafi starfseminnar árið 1986 og allt til samtímans. Mælingin á umfangi og einkennum fátæktar byggist á upplýsingum um heildar- tekjur einstaklinga jafnt sem heildar- tekjur fjölskyldna. I úrvinnslu gagn- anna er fjölskyldan tekin sem grunneining og reikn- aðar fjölskyldutekjur á hvern fjölskyldumeðlim, með því að nota staðlaða aðferð frá OECD- samtök- unum. Sú aðferð felur í sér að tekjum fjölskyldunnar er skipt í föstum hlutföllum milli hjóna eða sambúðar- fólks og barna sem á heim- ilinu búa (einhleypir fá vægið 1,0; hjón eða sambúðarfólk 1,7 og hvert barn fær vægið 0,5 þegar fjölskyldu- tekjunum er deilt niður á meðlim- ina). Með þessari aðferð fæst raun- særra mat á fátækt en ef einungis væru notaðar upplýsingar um heild- artekjur einstaklinga, því fjölskyldan er í reynd grunneining framfærslu og neyslu almennt, en ekki útivinn- andi einstaklingar einir og sér á báti. Tekjuhugtakið sem notað er í öllum tilvikum er því fjölskyldutekjur á hvern fjölskyldumeðlim fyrir skatt. Meðtaldar eru allar atvinnutekjur svaranda og maka, bætur frá al- mannatryggingum, námslán og aðr- ar tekjur. Hægt er að hugsa sér ólíkar að- ferðir við að draga svokölluð fátækt- armörk, þ.e. þau mörk í tekjuskipt- ingunni sem skilja að þá sem teljast búa við fátækt og hina sem meira hafa handa í millum. Á liðnum árum hefur oft verið brugðið á það ráð að skilgreina algild fátæktarmörk með hliðsjón af fyrirfram gefnum þörfum fólks til að fullnægja framfærslu sinni, eða að miða við upphæð tiltek- inna bóta almannatrygginga. Slík aðferð tekur lítið mið af framþróun þjóðfélaga og lífskjara og hefur því í vaxandi mæli verið brugðið á það ráð að meta fátækt hlutfallslega, þ.e. með hliðsjón af meðaltekjum í þjóðfélaginu. Sú aðferð er oftast notuð á Vesturlöndum nú á dögum og var hún einmitt notuð í samnor- rænu rannsókninni sem hér er greint frá. Fátæktarmörkin eru þá skilgrein við 50% af meðalfjölskyldutekjum á mann í viðkomandi landi. Þeir sem eru með lægri tekjur en sem nemur helmingi af meðalfjölskyldutekjum í landinu eru þá taldir búa í fátækt. Þó algengast sé að miða við þessi mörk í rannsóknum á fátækt er gagnlegt að kanna einnig hvernig umfang fátæktar breytist með því að draga línuna einnig 25% neðar og 25% ofar en hin eiginlega fátækt- arlína liggur í tekjuskiptingunni. Með því má meta hvernig þetta til- tekna val á viðmiðun hefur áhrif á útkomuna. Niðurstöður fyrir ísland Á mynd 1 má sjá heildamiðurstöð- una um þróun fátæktar á Islandi frá 1986 til 1995, miðað við þessar mælingar Félagsvísindastofnunar. Sýndar eru þijár linur. Sú lína sem kölluð er „fátæktarmörk" sýnir hve stór hluti þjóðarinnar hefur minna en 50% af meðalfjölskyldutekjum í landinu. Hún sýnir að árið 1986 voru um 10% þjóðarinnar undir fátæktar- mörkum, síðan lækkaði það hlutfall niður í um 8% árið 1989, en það hefur hins vegar aukist frá þeim tíma og endar nálægt 12% árið 1995. Neðri línan („25% undir“) sýnir hver útkoman er ef önnur fátæktarlína er dregin 25% neðar en hin eiginlega fátæktarlína. Samkvæmt þeirri viðm- iðun voru um 4% undir mörkunum 1986 en um 9% árið 1995. Ferillinn er svipaður og á fátæktarlínunni sjálfri, en það segir okkur að fátækt- arlínan lýsir þróuninni ágætlega eins og hún virðist hafa verið fyrir allra lægstu tekjuhópana í landinu. Efri línan („25% yfír“) hefur hins vegar annan feril því hún sveiflast á milli 16 og 19% á tímabilinu. Á henni er engin reglubundin aukning á seinni hluta tímabilsins. Aukning fátæktar virðist því einkum hafa komið fram á þann hátt að fjölgað hefur í þeim hópum sem lenda neðst í tekjustigan- um. Sjá mynd 1. Ef aukning fátæktari frá 1989 er sérstaklega skoðuð má segja að hún nálgist það að vera um 50% (úr 8 í 12%), en ef miðað er við meðaltal 1986 til 1989, sem líklega er raun- særra, er aukningin um 33%. Ef litið er til þróunar fátæktar á hinum Norðurlöndunum kemur í ljós að fátækum fækkaði í Danmörku og Finnlandi til 1990, en eftir 1990 varð örlítil aukning samhliða mjög auknu atvinnuleysi í Finnlandi. Mikil aukning tekjutilfærslna til atvinnu- lausra á sama tíma virðist hins vegar hafa haldið aft- ur af fjölgun lágtekjufólks í Finnlandi er atvinnulaus- um fjölgaði frá um 5% í nærri 18%. í Noregi fækk- aði Iágtekjufólki til 1984, þá tók við aukning fram til 1990, en síðan hefur stærð lágtekjuhópsins verið stöðug. Þróunin í Svíþjóð var svipuð og í Noregi. Á heildina litið má segja að umfang fátæktar, eða stærð lágtekjuhópsins, fylgi hag- sveiflunni í löndunum að miklu leyti. Á mynd 2 má sjá hve algeng fá- tækt er í hinum einstöku þjóðfélags- hópum á íslandi. Myndin sýnir hversu stór hluti hvers þjóðfélags- hóps hefur verið undir fátæktar- mörkum að jafnaði á tímabilinu 1986-95. Samanburður á fátæktar- hlutfalli milli þjóðfélagshópanna sýn- ir þá hve hættan á því að lenda í lágtekjuhópum er misjöfn eftir þjóð- félagsaðstæðum fólks. Meðaltal allra á tímabilinu er 10%, sem þýðir að að jafnaði voru um 10% þjóðarinnar undir fátæktarmörkun- um eins og þau eru skilgreind í þess- ari rannsókn. Fátækt var mun al- gengari meðal kvenna en karla (12% á móti 8%). Ekki er algengt að svo miklu muni á kynjunum á hinum Norðurlöndunum og skýrist það lík- lega af sveiflukenndri vinnu kvenna í fiskvinnslunni hér á landi, stöðu þeirra sem einhleypra foreldra og langlífi kvenna umfram karla, en aldraðir lenda oft undir fátæktar- Fátæktar- mörkin skil- greind við 50% af meðal- fjölskyldu- tekjum á mann Allir I [Í0% Karlar I Konur\ 112% 18-29 ára 30-39 ára 40-49 ára 50-64 ára 65-75 ára 13% 14% Höfuðborgarsvæði I Landsbyggð I \13% Hjónlsambúð með böm Hjón/sambúð án barna Einhleypir með böm Einhleypirán barna 21% Atvinnulausir Nemendur Heimavinnandi Eftrilaunafólk Verkafólk Aðrar starfsstéttir 36% 34% Opinber þjónusta Verslun og þjónusta Alm. iðnaður Byggingariðn. Fiskvinnsla Fiskveiðar Landbúnaður 26% MYND 2. Umfang fátæktar í einstökum þjóðfélagshópum árin 1986-95. Hlutfall af hverjum þjóðfélagshópi sem lendir undir skilgreindum fátæktarmörkum; meðaltal tímabilsins alls. % 20 Fyrirskatt Árið 1995 Allir Karlar Konur 18-29 30-39 40-49 50-64 65-75 ára ára ára ára ára MYND 4. Umfang fátæktar árið 1995, fyrir og eftir skatt. MYND 5. Samband atvinnuleysis og umfangs fátæktar. Fátækt á íslandi UM MAT A LIFSGÆÐUM Um þessar mundir eru 10 ár síðan Félagsvís- ---------------—------?-------------------- indastofnun Háskóla Islands tók til starfa. Þetta er seinni greinin af tveimur um velferð og fátækt á íslandi, sem skrifaðar eru í til- efni af því. Stefán Olafsson og Karl Sigurðs- son segja að markmið greinanna sé að gefa örlitlar vísbendingar um rannsóknarviðfangs- efni sem stofnunin hefur fengist við á síðustu misserum, sem og að leggja fram á opinberum vettvangi nýtt efni úr gagnabanka Félagsvís- indastofnunar sem veitir athyglisverða sýn á þjóðlífíð á íslandi. MYND 1. Umfang fátæktar 1986-1995. Hlutfall þjóðarinnar sem lendir undir skilgreindum fátæktarmörkum. mörkum. Almannatryggingakerfið á íslandi vegur líklega minna í barátt- unni gegn fátækt meðal kvenna en algengast er í hinum löndunum. Þeg- ar litið er á fátækt eftir aldurshópum kemur í ljós að yngsti og elsti hópur- inn skera sig úr með meiri fátækt en aðrir aldurshópar. Á hinum Norð- urlöndunum hefur mjög dregið úr fátækt meðal aldraðra á síðustu 20-30 árum. Sú þróun er ekki nærri jafn langt komin hér á landi og munar líklega mest um síðbúna þró- un starfstengdu lífeyrissjóðanna hér á landi og hófsamara eftirlauna- kerfi. Eftir því sem starfstengdu líf- eyrissjóðunum vex ásmegin á næstu árum má því búast við að úr fátækt drcgi meðal aldraðra hér á landi. Hins vegar er við því að búast að ungu fólki sem tilheyrir lágtekju- hópnum kunni að fjölga, ef marka má þróunina í hinum Norðurlöndun- um. Skólafólk telst oft vera undir fátæktarmörkum meðan á námi stendur, en hins vegar er það fyrir flesta tímabundið ástand áður en starfsferill í eða yfir meðaltekjum tekur við. Að þessu leyti er fátækt meðal námsmanna ekki jafn alvarleg og er í sumum öðrum þjóðfélagshóp- um. Fátækt er hlutfallslega algengari á landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu og er þessi munur heldur meiri en aigengast er í hinum löndunum. Ef litið er á umfang fá- tæktar eftir fjölskyldustöðu kemur sérstaða einhleypra foreldra í Ijós, en rúmlega 20% þeirra voru að jafn- aði undir fátæktarmörkum 1986-95. Þá voru um 12% einhleypinga undir fátæktarmörkum, 9% hjóna eða sambúðarfólks með börn og 7% barnlausra hjóna og sambúðarfólks. Þeir sem eru utan vinnumark- aðarins eru að öðru jöfnu oftast undir fátæktarmörkum. Þetta á sér- staklega við um þá sem eru atvinnu- lausir, nemendur, heimavinnandi og eftirlaunafólk, eins og sjá má á mynd 2. Loks er athyglisvert í hve miklum mæli þeir sem starfa í landbúnaði eru undir fátæktarmörkum (26%), en það endurspeglar án efa erfiða stöðu sumra búgreina, auk þess sem bændur eru oft sjálfstætt starfandi og illa búnir undir minnkandi at- vinnu við grein sína. Hér að framan hefur verið sýnt hve stór hluti hvers þjóðfélagshóps lenti undir fátæktarmörkum á tíma- bilinu 1986-95. Það eru mikilvægar upplýsingar um stöðu hvers þjóðfé- lagshóps. Hins vegar er það svo að þjóðfélagshóparnir eru mjög mis- Hjón með börn MYND 5. Samband atvinnu- leysis og umfangs fátæktar. munandi fjölmennir. Það gerir að verkum að ekki er augljóst hvernig samsetningu lágtekjuhópsins í heild er háttað. Til dæmis eru einhleypir foreldrar í talsvert mikilli hættu á að lenda í fátækt en einhleypir for- eldrar eru hins vegar tiltölulega fá- mennur þjóðfélagshópur. Barnafjöl- skyldur hjóna og sambúðarfólks eru afturámóti langfjölmennasti þjóðfé- lagshópurinn og þó að umfang fá- tæktar meðal þeirra sé lægra en meðal einhleypra foreldra (9% á móti 21%) þá vegur sá hópur mun meira í heildarfjölda þeirra sem lenda undir fátæktarmörkunum. Þetta má sjá á mynd 3. Hér kemur fram að þegar ein- ungis er litið á lágtekjuhópinn sjálf- an, þ.e. alla þá sem lenda undir fátæktarmörkum, þá eru hjón og sambúðarfólk með börn um 55% lágtekjuhópsins og einhleypir for- eldrar eru 9%. Alls er barnafólk því um 64% þeirra sem eru undir fá- tæktarmörkum samkvæmt þessum mælingum. Félagslegar aðgerðir almannatrygginga eða skatta- reglna sem beinast að því að bæta hag barnafólks sérstaklega eru því líklegar til að hafa mikil áhrif til fækkunar í hópi fátækra hér á landi, enda er það víða meginvið- mið aðgerða til að sporna við fá- tækt að aftra því að barnafjölskyld- ur þurfi að búa við skort fátæktar. Þegar samsetning lágtekjuhópsins er skoðuð eftir öðrum þáttum en fjöl- skylduaðstæðum kemur t.d. í ljós að fólk á aldrinum 18-39 ára er um 60% lágtekjuhópsins, konur eru um 59% lágtekjuhópsins en karlar 41%, landsbyggðarfólk er einnig 59% lág- tekjuhópsins, verkafólk er um 43% og eftirlaunafólk er um 16% af heild- arfjölda þeirra sem lenda undir fá- tæktarmörkum. Áhrif skatta, barnabóta og húsnæðisfrádráttar 1995 Á mynd 4 má sjá niðurstöður af tilraun til að meta áhrif skatta, barnabóta og vaxtabóta á umfang fátæktar, eða á stærð lágtekjuhóps- ins eins og hann er hér skilgreindur, fýrir árið 1995. Fyrri súlan sýnir niðurstöðuna áður en ofangreind áhrif eru áætluð en sú seinni sýnir þá umfang fátæktar miðað við ráð- stöfunartekjur fjölskyidna á mann. Fátækt mæld á grundvelli heildar- fjölskyldutekna var 12% árið 1995, en þegar mæiingin byggist á ráðstöf- unartekjum fjölskyldna lækkar hlut- fall fátækra í um 10%. Tekjutil- færsla skattkerfisins með mismun- andi álagningu eftir tekjuhópum og barnabætur og vaxtabætur jafna því tekjuskiptinguna. Lækkunin er meiri hjá konum en körlum, en áfram er þó tiltölulega mikill munur kynja hér á landi samanborið við frændþjóðirn- ar á Norðurlöndum. Endurdreifmg skattakerfisins hefur hins vegar lítil áhrif á mynstur fátæktar eftir ald- urshópum. Það stendur því óhögguð sú niðurstaða sem að framan var nefnd, að hlutfall aldraðra sem búa við fátækt er hér tiltölulega hátt miðað við hin Norðurlöndin enn sem komið er. Orsakir aukinnar fátæktar Á vegum Félagsvísindastofnunar háskólans hefur ekki verið gerð ítar- leg tilraun til að skýra þróun fátækt- ar hér á landi á síðustu árum. Það markverðasta í þeirri þróun er auk- inn fjöldi fólks sem telst vera undir fátæktarmörkum frá árinu 1989. Ef hins vegar er litið á einkenni lífskja-. raumhverfisins á íslandi og breyting- ar sem hafa orðið á því á tíunda áratugnum er ’eitt atriði sem stendur út úr þegar hugað er sérstaklega að áhrifum á fátækt og tekjuskiptingu, en það er hið ^aukna atvinnuleysi. Atvinnuleysi á íslandi hefur lengst af á eftirstríðsárunum verið með allra minnsta móti samanborið 'við nágrannaiöndin. Árin 1989 og 1990 hafði það aukist nokkuð, en tók svo stakkaskiptum frá og með 1992. Svo mikið atvinnuleysi sem síðan hefur verið viðloðandi er ný reynsla hér á landi, að minnsta kosti ef miðað er við eftirstríðsárin. Eins og sjá má á mynd 5 er mikil fylgni milli aukningar at- vinnuleysis og stækkunar þess hóps þjóðarinnar sem býr við tekjur undir fátækt- armörkum. Myndin sýnir að eftir að atvinnuleysið jókst markvert þá fylgdi því fjölgun í hópi fólks undir fátæktarmörkum. Þetta samband virðist vera mun meira afgerandi hér en var í Finnlandi á svipuðum tíma, þó að atvinnuleysið hafi vaxið miklu örar þar en hér á landi. Þetta bend- ir til þess að finnska velferðarkerfið hafi verið betur í stakk búið að bæta atvinnuleysingj um lífskj araskerðing- una en hið íslenska. Það þarf ekki að koma á óvart því atvinnuleysi hefur til langs tíma verið meira vandamál í Finnlandi en hér á landi. Þessu til viðbótar má einnig upplýsa að náið samband er milli fjölgunar fólks undir fátæktarmörkum og fjölgunar þeirra sem fengið hafa íjárhagsaðstoð frá Félagsmálastofn- un Reykjavíkur vegna þrenginga frá 1992 til 1995. Það bendir til þess að mæling Félagsvísindastofnunar á þróun fátæktar á síðustu árum sé sæmilega traust. Samantekt Fyrri rannsóknir á fátækt á ís- landi bentu til þess að allt að fjórð- ungur þjóðarinnar gæti verið undir alþjóðlega skilgreindum fátæktar- mörkum. Sigurður Snævarr hag- fræðingur hjá Þjóðhagsstofnun sem rannsakaði fátækt á grundvelli upp- lýsinga úr skattframtölum 1984 komst að þeirri niðurstöðu að um 17-23% skattgreiðenda væru undir mörkunum, en hlutfallið var aðeins lægra þegar einungis var miðað við launþega. Hann notaði þó aðra að- ferð en notuð er í rannsókn Félags- vísindastofnunar og eru niðurstöður hans því ekki sambærilegar við þær niðurstöður sem hér hafa verið kynntar. Á grundvelli samræmdrar aðferðar sem notuð var í samnor- rænni rannsókn á umfangi og ein- kennum fátæktar fékkst hins vegar sú niðurstaða að um 10% íslendinga teljist vera undir fátæktarmörkum árið 1995. Þau fátæktarmörk eru miðuð við 50% af meðalijölskyldu- tekjum í landinu og byggjast á ráð- stöfunartekjum fjölskyldna á hvern fjölskyldumeðlim. Á heildina litið er fátt sem bend- ir til þess að umfang fátæktar sé umtalsvert meira á íslandi en á hin- um Norðurlöndunum að jafnaði, en frekari rannsókna er þó þörf áður en hægt er að kveða upp úr um það svo óyggjandi sé. Fyrri fjölþjóðlegar rannsóknir hafa bent til þess að fátækt sé minni í Svíþjóð og Noregi en víðast hvar á Vesturlöndum. Rannsóknir á tekjuskiptingu hafa sömuleiðis bent til að þessi tvö lönd séu með einna jafnasta tekjuskipt- ingu á Vesturlöndum. Samanburður við þessar frændþjóðir okkar er því samanburður við þær þjóðir sem hvað bestum árangri hafa náð í að draga úr fátækt á síðustu áratugum. Þegar litið er á einkenni fátæktar á íslandi samanborið við nágranna- löndin á Norðurlöndum er sérstak- lega markvert að minnkun fátæktar meðal aldraðra hefur ekki enn orðið með sama hætti og meðal stærri þjóðanna á Norðurlöndum. Því ræður líklega að starfstengdir lífeyrissjóðir þróuðust seinna hér á landi, auk þess sem þeir fóru sumir illa með fé sitt í verðbólgunni á áttunda ára- tugnum. Einnig gætir hér nokkurra áhrifa af hófsamara velferðarkerfi á íslandi en í sumum hinna landanna. Aldraðir íslendingar hafa unnið launaða vinnu í meiri mæli en aldrað- ir í hinum löndunum til að bæta sér kjörin af eigin rammleik. Vaxandi þrengingar á vinnumarkaði hafa víða gert þeim erfíðara fyrir hvað þetta snertir á síðustu árum. Aldraðar konur á Islandi eru líklega verr sett- ar hvað þetta snertir en kynsystur þeirra á hinum Norðurlöndunum, sérstaklega vegna lakari lífeyrisrétt- inda og þverrandi vinnu í fiskvinnslu á síðustu árum. Atvinnulausir á íslandi virðast búa við kröpp kjör samanborið við ná- grannaþjóðirnar, einkum sá hluti atvinnulausra sem voru sjálfstætt starfandi og njóta ekki fullra at- vinnuleysistrygginga. Þá eru réttindi atvinnuleysis- trygginganna líklega þrengri hér en algengast er í hinum löndunum. Staða bænda á íslandi er Iíklega einnig lakari en algengast er hjá grannþjóðunum. Ungt fólk hefur í vaxandi mæli lent undir fátæktarmörk á Norður- löndunum öllum og tengist það bæði aukningu atvinnuleysis og þröngri kjarastöðu meðan á langskólanámi stendur. Aukið atvinnuleysi hér á landi á allra síðustu árum virðist vera ná- tengt þeirri aukningu sem hefur orð- ið á fjölda þeirra sem lenda undir skilgreindum fátæktarmörkum. Stefán er forstiiöumaöur Félags- vísindastofnunar HÍ og Karl er sérfræðingur við Félagsvísinda- stofnun. Þessi áætlun byggist á gögnum fri Þjóðhagsstofnun. Sjá t.d. upplýsingar í Tekjur, eignir og dreifing þeirra árin 1993 og 1994 (Þjóðhagsstofnun, 7. nóvember 1995). Sjí irsskýrslur Félagsmálastofnunar Reykjavíkur. Sjá til dæmis P. Hedström og S. Ringen, Age and Income in Contemporary Society: A Research Note, tJoumal of Social Policy, árg. 16,1987, nr. 2, bls. 227-239, og T. Smeeding o.fl., (rítstj.), Poverty, Inequality and Income Distríbution in Comparative Perspectivc (Hemel Hempstead: Harwester Wheatshealt, 1990). Sjá nánar um þaðískýrslu Guðbjargar Andreu Jónsdóttur og Stefáns Ólafssonar, Atvinnulausirá íslandi 1993 (Reykjavík, Félagsvísindastofnun, 1993). Fátækt er hlutfallslega algengari á landsbyggð- inni en á höf- uðborgar- svæðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.