Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 33 AÐSEIMDAR GREINAR Kirkjuvika Reykjavíkurprófastsdæma Unglingar og kirkjan HVERNIG stendur á því að það er næstum hægt að segja að mæting unglinga í hefðbundnar messur sé töluvert fyrir neðan frostmark (ef undan er skilið fermingarárið þar sem fermingabörnin eru skikkuð til að mæta í messu)? Eru guðsþjón- ustur, og allt það sem þær fela í sér, bara svona drepleiðinlegar? Sálmasöngur, tónun texta, predikanir og guðsspjöll eitthvað sem er ekki unglingi sæm- andi? Fyrirfinnst ekki það ungmenni á landi voru sem finnst gaman eða notalegt að fara í messur? Jú, það er ekki öll nótt úti enn, því mér finnst það mjög gott. Þó ég geti nú ekki sagt að ég sé alltaf mættur manna fyrstur í messu á hveijum sunnudegi, vatnsgreiddur með slaufu og axlabönd, epli og glósu- bók í annarri hendinni og Biblíuna í hinni, finnst mér mjög afslappandi að mæta í messu. Tónlistin þar er róandi (þótt ég hafi alveg heyrt hana skemmtilegri). Textarnir við sálmana eru gefandi, orð Guðs er jú aldrei nema gott og predikunin í flestum tilvikum (sko ef hún verð- ur ekki of löng) góð leiðbeining á trúarveginum. Þannig að í heild finnst mér, 16 ára unglingnum, messan notaleg og góð. En þannig hefur það ekki alltaf verið og þegar ég fermdist fannst mér til mikils af mér ætlast að eiga mæta 10 sinnum í messu á 7 mán- uðum. Þá var viðhorfið líka ein- hvern veginn svona : „Ohh, syngja þessa líka grútleið- inlegu sálma, hlusta á hálftíma predikun, heyra ritningarlesturinn sem er á svo háfleygu máli að hinn besti íslenskufræðingur á ábyggi- lega í erfiðleikum með að skilja hann! En það er þó bót í máli að sem betur fer tekur þetta nú bara sextíu mínútur þannig að ég dey nú ekki.“ Ég trúði alveg á Guð, það var ekki málið, ég skildi bara ekki hvernig í ósköpunum var hægt að gera eina klukkustund svona líka ótrúlega langdregna og leiðigjarna. Guðni Már Harðarson. Hins vegar mætti ég á hvetju sunnudagskvöldi í æskulýðsfélagið með félögunum enda viðhorfið gagnvart því allt öðruvísi: „Bara krakkar á mínum aldri, sungin hress og skemmtileg lög, farið í leiki, horft á myndbönd, tal- að saman, skroppið í sund, ferðalög og svo náttúrlega rólegar helgistundir sem voru passlega „þungar“ og langar.“ Þetta ánægjulega ár í æskulýðsfélaginu gerði það að verkum að ég ákvað að halda þar áfram. Það var síðan í einni unglinga- messu sem var haldin eftir Æ.S.K.R.-mót að ég fékk nýja sýn á guðsþjónustuna. Hún varð fýrir mér mun heilagri og ég sá ljósu punktana við sálmana, tónlistina, ritningar- lestrana og prédikunina. Mér fannst messan einfaldlega á allan hátt notaleg. Ég sé fyrir mér að langflestum unglingum ætti að geta fundist notalegt í messu ef þeir fengju að byija á „einfaldari" stað innan kirkjunnar til að styrkja trú sína. Ég hefði til að mynda seint breytt viðhorfi mínu til messunnar ef ég hefði aldrei farið í æskulýðsfélagið. En bar mér skylda að fara í æsku- lýðsfélagið þar sem mér leið líka fádæma vel? Svar: Nei. Bar mér skylda til að mæta í messu sem ég leit á sem algjöra kvöl í sextíu mín- útur. Svar: JáH Hvernig stendur á því að við unglingarnir skulum vera skylduð til að mæta í messu sem ekki er alveg í takt við okkar orðaforða, tónlistarsmekk eða skemmtanahug- sjón? En ekki æskulýðsfélagið, (sem yfirleitt er sáralítið og mjög vitlaust auglýst) þrátt fyrir að þar sé þessu þveröfugt farið? Jú, gott og vel, messan er hápunkturinn í kirkju- haldinu og vissulega notaleg, en fyrir unglinga sem í flestum tilvik- um hafa kynnst kirkjustarfinu sama og ekki neitt þýðir ekki að skylda þau eingöngu í guðsþjónustuna. Það er álíka snjallt og að ætla að skylda níræðan öldung sem aldrei Magnús Oskarsson Fleipur UNDARLEGT var viðtal Stöðvar 2 við forseta íslands sl. fimmtudagskvöld. Hann taldi ís- lendinga ekki hafa unnið nægi- lega vel úr þeim tækifærum sem leiðtogafundurinn fyrir 10 árum bauð upp á. Rétt má það vera. Dæmið, og raunar eini rökstuðn- ingurinn sem forsetinn kom með fyrir þessari skoðun sinni, gekk hins vegar alveg fram af mér. Hann lýsti því hvað einhver Jap- ani hefði sagt við Davíð Oddsson um stóla sem sjást á mynd af leiðtogunum í Höfða, og síðan hvað húsvörðurinn í Höfða hefði sagt við Davíð um stólana. Hvernig veit forsetinn þetta og hvað veit hann yfirleitt um stól- ana í Höfða? Svo vill til að ég hafði umsjón með starfinu í Höfða vegna fund- ar leiðtoganna. Til eru margar myndir af þeim í húsinu, á mörg- um stólum. Stytzt sátu þeir áreiðanlega á þeim stólum sem sýndir voru á Stöð 2 með viðtal- inu við forsetann. Aðrir stólar voru í herberginu þar sem leið- togarnir ræddust lengst við tveir ásamt túlkum sínum. Ég gæti sjálfsagt, ef einhver teldi það skipta máli og ég væri um það beðinn, boðið Ólafi Ragnari Grímssyni sæti í stólnum sem Ronald Reagan sat í, þótt ég sé ekki viss um að hann passi hon- um. Ef hann þæði sætið væri það kostur að búið er að fjar- lægja myndina af Bjama Bene- diktssyni sem horfði yfir öxlina á Reagan. „Það á ekki að hlífa honum (forsetanum) umfram aðra“, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, eftir að hann var kosinn forseti. Flest viljum við bera virðingu fýrir forsetanum, en hann má ekki gera okkur svona erfitt fyr- ir. Stólatal hans á Stöð 2 er ekkert annað en það, sem á ís- lenzku mannamáli er kallað að fara með fleipur. Höfundur er hæataréttarlögmaður. Kirkjan verður að beita réttum aðferðum, segir Guðni Már Harðarson, til að ná mauðsyn- legum tengslum við unga fólkið. hefði hlustað á útvarp til að hlusta á X-ið! Þar sem stór hluti unglinga hefur aldrei kynnst skemmtilegra formi í kirkjunni en messunni eru miklir fordómar í garð æskulýðsfélagsins. Kunningi minn spurði mig t.d. að því hvort það væri satt að ég væri í Biblíufélaginul Þá var hann búin að ímynda sér að það eina sem væri gert í æskulýðsfélaginu væri að lesa Biblíuna í tvo klukkutíma og síðan bara takk og bless! Eða vinkona mín sem var spurð hvort hún vildi koma á æskulýðsmót. Hún ímyndaði sér að strákarnir þar væru allir vatnsgreiddir með flösku- botnagleraugu, haldandi á Biblíu og borðandi epli. Stelpurnar í kjól- um, með fléttur og teina! Ranghug- myndir í þessum dúr eru ekki óal- gengar. Én þessir unglingar hafa bara séð eina hlið á kirkjunni og dæma því æskulýðsfélagið sjálf- krafa: leiðinlegt. Þau fá aldrei tæki- færi til að finna hvað messan getur verið notaleg. Hvað kærleikur Guðs er mikill, hver tilgangur lífsins er og hvað Jesú þykir vænt um þau. Einungis vegna þess að réttum aðferðum var ekki beitt. Það er ekkert víst að öllum muni fínnast messan skemmtileg eftir tvö ár í æskulýðsfélagi eins og mér. En eigi krakkarnir að festa rætur í kirkj- unni er þetta sennilega síðasta tækifærið sem kirkjan hefur til að vekja áhuga barnanna til að þeim finnist þau eiga heima í kirkjunni. Ef það tekst ekki eiga þau ekki eftir að koma mikið í kirkju nema við brúðkaup, skírnir eða jafnvel ekki fyrr en í eigin jarðför. Því verð- um við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vekja áhuga fermingarbarna á kirkjunni. Það er nefnilega fullt af trúlitlum heimilum þar sem krakkar eru aldrei send í sunnudagaskóla eða annað kristi- legt starf fyrir fermingu, þannig að þau líta ekki á kirkjuna sem „heimili" sitt eða ákjósanlegan verustað. Af hveiju erum við þá að skylda fermingarbörn til að mæta tíu sinnum í messu en aldrei í æsku- lýðsfélagið? Væri ekki sniðugra að skylda þau til að mæta tvisvar í æskulýðsfélagið og fimm sinnum í messu og leyfa þeim að velja milli messu og æskulýðsfélagsins í kannski þijú skipti? Þannig myndu unglingar a.m.k sjá að kirkjan býð- ur upp á meira en bara messur. Hún býður upp á flest það sem all- ir unglingar hafa gaman af, t.d. horfa á myndbönd, spjalla saman, syngja hress og „létt“ lög, fara í leiki, sund, keilu o.fl. Ég er sannfærður um að ef þessi háttur væri hafður á myndu ungl- ingar sjá að kirkjan getur verið skemmtileg og passað þeirra þörf- um rétt eins og hvað annað. Einnig finnst mér að skoða mætti hvort það væri ekki sniðugt að bjóða upp á Taize- og poppmessur Taizemessur hafa upp á margt nýtt og áhugavert að bjóða. Þær gætu verið spennandi kostur fyrir fermingarbörn og komið til móts við þarfir þó nokkurra . 1 150. Davíðssálmi stendur jú að við eigum að lofsyngja Guð með hljóðfærum. Davíð nefnir þá gígju, hörpu, hjarðpípur, skálabumbur og. strengjaleik. En nú rúmum tvö þús- und árum seinna er til mun meira úrval hljóðfæra og ekki þar með sagt að orgelið sé þeirra best! Það hlýtur að vera verkefni kirkj- unnar á hveijum tíma að koma til móts við þarfir sóknarbarna sinna og aðlaga sig þörfum þeirra og háttum. Síðan þurfum við líka að vekja áhuga og löngun til að fólk finni sig í kirkjunni. Við erum nefni- lega einu hendurnar sem Guð hefur til að gera kirkjuna fjölbreyttari. Jesús sér síðan um restina því að hann er alltaf jafnkærleiksríkur, fullur fyrirgefningar og hjálpræðis. Algerlega óháð því hvort á hann er kallað í hefðbundinni Guðsþjón- ustu, Taize-messu, æskulýðsfélagi, TTT, sunnudagaskóla eða við rúm- stokkinn. Til að fá fleiri unglinga í guðsþjónusturnar þurfum við að styrkja trú þeirra, því eftir því sem trúin er sterkari held ég að maður uppgötvi betur hvað maður í raun- inni er að gera í messunni með öll- um þessum hefðum, tónunum og sálmum. Með lítilli trú og reynslu af Guði er rosalega erfítt fyrir ungl- inga að grípa „þunga" messuna. En það er bara að gefa unglingun- um tíma til að þroskast og vaxa i trúnni í „léttara“ andrúmslofti eins og æskulýðsfélaginu. Fyrr eða síðar er ég viss um að skilningur mess- unnar muni renna upp fyrir þeim. Eins og málin standa í dag er eftirfarandi ljóst. Kirkjan kann að tala máli unglinga, en notar það bara ekki ennþá nægilega vel, þannig að sjálfir unglingarnir skilji það. En það er óþarfi að örvænta, bara að gera sér grein fyrir því sama og íslenska konan sem sat á kaffihúsi í París, þegar henni varð ljóst að það væri betra að panta kaffið á frönsku en íslensku til þess að einhver skildi hvað hún meinti. (Að stofni til verðlaunaritgerð í ritgerðarsamkeppninni Jesú, ungt fólk og kirkjan) Höfundur er nemi í Kvennaskólanum og virkurí æskulýðsmálum kirkjunnar. Erum flutt... í nœsta hús Frá og meö 14. október verður skrifstofa AfLvaka hf til húsa á 4. hœð í Pósthús- stræti 7. Símanúmer, faxnúmer ogpóst- hólf verða óbreytt. AFLVAKIi Pósthússtræti 7, pósthólf34, 121 Reykjavík, Sími: 551-6600, Fax: 551-6606
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.