Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 41 minnar. Alltaf var jafn gott að koma til þeirra í heimsókn á Sel- foss. Þau áttu alla tíð svo hlýtt og notalegt heimili og þar fékk mað- ur, hérna í gamla daga, að dunda sér í snyrtidótinu hennar ömmu svo tímunum skipti afskiptalaust. Stundum hafði ég svo með mér pijóna- eða saumavinnu úr skólan- um sem amma var alltaf tilbúin að hjálpa mér við. Enda var það hún sem kenndi mér að pijóna. Þolinmæðina við það skorti sko ekki á þeim bænum. Ég gæti haldið áfram endalaust að telja upp þessar minningar mín- ar um það hversu hjartgóð en samt sem áður sterk kona hún amma mín var, en það vitum við öll sem hana þekktum. Elsku amma mín, ég vildi óska þess að ég gæti verið jafn sterk og þú varst þegar afí dó. Það var aðdáunarvert að horfa á þig þá. En eitt veit ég, að þótt þú sért farin frá okkur yfir í annan heim, þá vakirðu yfir okkur, hjálpar og styrkir á allan hátt, eins og þú varst vön að gera, með því að senda okkur ljós og kærleika'. Elsku mamma og Steddi, missir ykkar er mikill. Megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðum tímum. Guð blessi minningu þína, elsku amma mín. Þín Þórunn. Elsku amma mín, það er erfitt að hugsa um það að þú sért farin frá mér og að ég eigi aldrei eftir að sjá þig aftur. En minningarnar um þig eru margar og góðar og þær geymi ég á sérstökum stað í hjarta mínu. Það er líka gott að hugsa til þess að þú og afi séuð saman á ný og ég er viss um að ykkur líður vel á þessum nýja og góða stað. Þú varst alltaf svo góð vil allt og alla og sýndir mér og öðrum mikla væntumþykju og hvattir okk- ur áfram í því sem við tókum okk- ur fyrir hendur. Þú hugsaðir alltaf fyrst og fremst um aðra en sjálfa þig. Til dæmis kvartaðir þú aldrei yfir veikindum þínum heldur spurð- ir frekar hvernig öðrum liði og hjálpaðir þeim sem þurftu á hjálp að halda. Amma mín, þú kenndir mér svo margt og það mun ég hafa að leiðarljósi í framtíðinni. Ég man þegar ég var yngri og þú kenndir mér að pijóna, fórst með mér í göngutúra og ég man hvað mér þótti alltaf jafn gaman að fá bréf frá ykkur afa. Ég gæti skrifað heila bók ef ég ætti að skrifa niður allar góðu minningarn- ar sem ég á um þig. Ég á aldrei eftir að geta þakkað þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Síðasta skiptið sem ég sá þig, elsku amma, var á Sjúkrahúsi Reykjavíkur stuttu eftir aðgerðina, þá grunaði mig nú ekki að við værum að kveðjast í síðasta sinn. Það er svo margt sem ég átti eftir að gera með þér og segja þér en eins og sagt er, þá eru vegir Guðs órannsakanlegir þannig að enginn veit hvað gerist fyrirfram. Elsku amma, þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég er viss um að þið afi gætið hvort annars vel og þið eigið eftir að taka vel á móti mér þegar þar að kemur. Ég bið góðan Guð um að styrkja mömmu, Stedda og alla aðra sem eiga um sárt að binda í þessari miklu sorg. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Minning þín lifir, amma mín. Þín Dagný. Grethe vann aldrei á sínu sér- sviði sem fyrr sagði; þar var þröngt fyrir í Danmörku og enn frekar hér heima. En hún sinnti fjölbreytileg- um verkefnum alla tíð, vann fýrst dálítið fyrir Orðabókina, kenndi mörgum löndum sínum íslensku í einkatímum en lengst var hún stundakennari i dönsku við háskól- ann, vel á annan áratug. Hún var prófdómari í framhaldsskólum, og afkastamikill þýðandi; þýddi grein- ar af ýmsum toga, ræður og skýrsl- ur, fræðirit og bókmenntir, og var frábær þýðandi að sögn þeirra sem til hennar leituðu. Þegar Jakob vann að þýðingum sínum á Halldóri Lax- ness var hún félagi hans í því starfi og saman þýddu þau Atómstöðina. Og ekki bara á þeim vettvangi held- ur studdi hún Jakob vel í öllum hans ijölbreytilegu störfum, var kannski helsti samstarfsmaður hans alla tíð. Ég kom fyrst inná heimili þeirra Grethe og Jakobs fyrir tæpum tveimur áratugum þegar bæði höfðu að mestu lokið sinni formlegu starfsævi, laus við að ijúka á fætur fyrir allar aldir og fijáls að því að lesa, hlusta á góða tónlist og sinna þeim fijóu lífsnautnum öðrum sem þeim þótti máli skipta. Loftið alveg kyrrt og einsog þungt af mennta- og menningarangan, bækur og tímarit hvarvetna innan seilingar beggja hjóna sem voru fullkomlega samstillt í öllu lífi sínu; þunnur pípu- reykur beint uppí loft og þægileg angan af vindlareyk frá Grethe, dregið fram te og meðlæti, spjallað um heima og geima, sagðar sögur af öllu tagi og spurt frétta af því fólki sem einhveiju skipti. Heimili þeirra hjóna var menntamiðstöð, bæði miklir meistarar samræðunn- ar, sannir húmanistar og áhugalítil um dægurflugur og stundarmenn- ingu; ég held að húsfreyjan hafi fyrst hleypt sjónvarpi inná sitt heimili þegar dönsku sjónvarps- þættirnir Matador voru sýndir. Grethe og Jakob voru samferða í fullkomnu áhugaleysi á efnislegum gæðum, þeim sem keypt verða fyr- ir peninga; það var helst að Grethe væri veik fyrir duglegum rafmagns- tækjum í eldhúsið til að létta þar störfín. Og hljómflutningstæki urðu að vera góð á heimilinu enda var klassísk tónlist eitt helsta áhugamál Grethe utan heimilis og þau hjónin fastir gestir á tónleikum sinfóníunn- ar, tónlistarfélagsins og kammer- músíkklúbbsins um árabil. Grethe varð góð vinkona mín og við skröfuðum margt saman; fyrir þau kynni öll vil ég þakka núna. Hún var hjartahlý kona, glaðsinna og áhugasöm um náunga sinn, fjör- ug og kát þegar því var að skipta, orðheppin og skemmtileg. Hún var afdráttarlaus í skoðunum og stóð stundum fast á sínu en alltaf með fullum rökum og reiðubúin að hlusta. Hún átti held ég verst með að umbera hroka og yfirlæti, og erfiðast með að fyrirgefa ójöfnuð hvort sem var vegna pólitíkur eða heimsku. Sjálf var hún hlédræg og hófsöm, henni var í nöp við sýndar- mennsku og grunnfærni, fannst lít- ið til um þá sem helst láta á sér bera í fjölmiðlum en hún var veik fyrir öllu afreksfólki í andanum, í menningu og menntum, rithöfund- um, tónlistarmönnum, fræðimönn- um. Hún var gáfuð kona og vel menntuð, víðsýn og fordómalaus, víðlesin ekki bara á sínu eigin fræðasviði heldur mörgum öðrum, í klassískum fræðum, fornum bók- menntum og nýjum; hafði vakandi áhuga og fróðleiksþorsta vísinda- mannsins allt til hins síðasta. Þau Grethe og Jakob voru ein- staklega samrýnd á lífsgöngunni, samband þeirra var byggt gagn- kvæmri virðingu, djúpri umhyggju og ástúð, alla tíð. Síðustu árin hrak- aði heilsu Grethe mjög. Hún hafði lengi þjáðst af slæmum asthma en síðar lagðist á hana erfiður gigtar- sjúkdómur sem þjakaði hana mjög og olli henni miklum sársauka. Síð- ustu sex árin átti hún svo erfitt með gang að hún komst lítið úr húsi. Hún hélt þó andlegum styrk sínum og þrótti, tók erfiðleikum sínum af miklum kjarki. í þeim þrengingum öllum stóð Jakob klett- ur við hlið hennar, vék varla frá henni: hans er missirinn mestur. Örnólfur Thorsson. STURLA JÓNSSON + Sturla Jónsson fæddist á Suð- ureyri við Súganda- fjörð 24, ágúst 1902. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 2. október síð- astliðinn. Minningarathöfn um Sturlu fór fram frá Bústaðakirkju 10. október. Útför hans fer fram frá Suðureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Sturla Jónsson frá Súgandafirði er fallinn frá 94 ára gamall. Sturlu kynntist ég vel þegar ég gegndi starfi sveitarstjóra hjá Suðureyrar- hreppi á áttunda áratugnum. Hann var þá hættur beinum afskiptum af sveitarstjórnarmálum en vann ennþá við Sparisjóðinn í hlutastarfi og söng í kirkjukórnum. Lífshlaup Sturlu er mjög dæmi- gert fyrir svonefnda „aldamótakyn- slóð“ sem ólst upp við óminn af frelsisbaráttu Jóns Sigurðssonar og félaga og hvatningarljóð höfuð- skálda þjóðarinnar. Þeir kraftar blésu ungu fólki á fyrri hluta þess- arar aldar í bijóst því afli sem dugði til þess að íslendingar urðu sjálf- stæð þjóð. „íslandi allt“ var kjörorð þessarar kynslóðar og er ekki hægt að segja annað en að það kjörorð hafi leitt Sturlu Jónsson í öllum hans störfum fyrir Súgandafjörð og Island. Ekki þarf annað en að skoða athafnasemi hans og tryggð við Súgandafjörð þar sem hann var héraðshöfðingi um 40 ára skeið. Sturlu var ekkert mannlegt óvið- komandi á Súgandafirði og var það ævinlega hans hlutverk meðan kraftar leyfðu að standa upp á mannamótum og þakka fyrir hönd Súgfirðinga, sem hann gerði að hætti héraðshöfðingja. Sturla var góður hagyrðingur og orti mikið um bættan þjóðarhag, virðingu lands og þjóðar og um Súgandafjörð. Hann heimsótti eitt sinn Reykjavik sem oftar í embætt- iserindum og þegar hann hafði dval- ið þar um hríð orti hann: Minn hugur til fjalla á feðranna slóð er farinn að kalla af víkinga móð. Ég sigli heim aftur í Súgandaf|örð mitt sælunnar ríki á þessari jörð. Áhrif Sturlu náðu langt út fyrir Súgandafjörð en hann var kjörinn fyrsti forseti Ejórðungssambands Vestfjarða árið 1955 og síðar heið- ursforseti þess eftir 15 ára setu, sem sýnir glöggt það mikla traust sem sveitarstjórnarmenn á Vest- fjörðum báru til hans. Sturla var mikill talsmaður þess að æskan stundaði heilbrigt líferni og gekk á undan með góðu fordæmi og neytti sjálfur aldrei áfengis né tóbaks. Guðstrú hans var einnig mjög mikil og einlæg en hann þjón- aði í sóknarnefndinni í áratugi. Þegar vantaði organista við kirkj- una fór hann sjálfur að læra á orgel- ið svo undirleikinn vantaði ekki við athafnir. Fljótlega eftir að Eyja lést fluttist hann á Hrafnistu í Reykja- vík og söng þar við athafnir kominn á níræðisaldur. Sturla var gerður að heiðursborgara Suðureyrar- hrepps árið 1976. Heimili þeirra Sturlu og Eyju var vel búið, og rausnarskapur í hví- vetna, en gestagangur var þar mjög mikiil allan þeirra búskap. Þess naut ég nýkominn til embættis- starfa og þau hjónin ánægð að fá í heimsókn eiginkonu mína, Sóleyju Höllu dótturdóttur sína og barna- barnabörnin. Með Sturlu er genginn mikilhæfur maður sem siglir nú í hinsta sinn í sitt „sælunnar ríki/á þessari jörð“. Blessuð sé minning Sturlu Jóns- sonar. Kristján Pálsson. „Iacta alea est.“ Teningunum er kastað. Afi okkar Sturla Jóns- son lést á Hrafnistu 2. október síðastliðinn. Hann var 94 ára gam- all. Minningar okkar systkinanna um afa eru góðar. Lífsspeki þessa manns sem til- einkaði ævi sína þjón- ustu við samfélagið hefur snert okkur öll. Hann var maður reglu- semi, heiðarleika og manndóms og hin ót- eljandi ljóð hans bera vitni um þann hlýhug og ást sem hann bar til samferðamannanna, sveitar sinnar og þjóðar. Viljastyrkur hans var mikill og lífssýn hans var skýr. Á unga aldri strengdi hann þess heit að neyta aldrei áfengis né tóbaks og frá því var aldrei hvikað. Einnig hét hann því að blóta aldrei og við það stóð hann. Við systkinin minnumst þess að hann safnaði fyrir okkur frímerkj- um af þeim pósti sem hann fékk. Það var okkar lán því að hann fékk mikinn póst enda gegndi hann fjöl- mörgum embættum og var meðal annars hreppstjóri og oddviti í fjölda ára. Minnisstæðar verða okkur allt- af heimsóknirnar á skrifstofuna til hans, því þá gaukaði hann oftast að okkur eitthveiju góðgæti, brjóst- sykri eða súkkulaði sem hann átti jafnan í skrifborðsskúffunni. Einnig voru þær ófáar stundimar sem við systkinin sátum hjá afa við orgelið í stofunni þar sem hann kenndi okkur að spila lög eins og Gamla Nóa og Allir krakkar. En orgelið keypti hann til þess að geta leikið undir við kirkjulega þjónustu á Suðureyri. Við þökkum afa fyrir góðar stundir og fallegar minningar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Eria, Sturla, Eyþór, Sigrún og Elsa. Suðureyri við Súgandafjörð er undursamlegt þorp. Það liggur ýst í óralöngum firðinum á mjóum sjáv- arbakkanum og teygir sig upp í fjallshlíð Spillis. Handan fjarðar rís Göltur. Þegar gengið er út úr þorp- inu, fram hjá Bijótnum og út í Staðardal, blasir Atlantshafið við augum. Þar sést sólin fyrr en inni í firðinum eftir að hafa horfíð vik- um saman yfír veturinn. Hér snýst allt um fisk, segja þau sem búa á Suðureyri, og eru ævin- lega að hraða sér til margs konar vinnu sinnar við fiskinn. En inni á milli koma næðisstundir, fólk hitt- ist í búðunum og tekur hvað annað tali á götunum, drekkur kaffi hvað hjá öðru og heldur skemmtanir í samkomuhúsinu. Þetta þorp er ekki eldra en öldin. Margt knátt og blið- legt fólk byggði það upp og sá til að það dafnaði. Einn þessa fólks var Sturla Jónsson. Sturla fæddist á Suðureyri skömmu eftir aldamótin og bjó þar alla starfsævi sína. Hann var hluti þorpsins, bæði foringi og vinnumað- ur. Níu ára hóf hann sjósókn og varð ungur formaður. Með Ömólfi Valdimarssyni lét hann smíða annan af fyrstu vélbátunum sem komu til Suðureyrar. Hann gerðist útgerðar- maður, lét smíða fiskverkunarhús og bryggjur, var fyrstur til að byggja hjalla undir þaki, fyrstur til að stunda dragnótaveiðar. Hann breytti fiskverkunarhúsum sínum í hraðfrystihús og frysti rækju og sá til þess að koma aldrei með meiri afla í hús en hæfði fólki hans þann daginn. Hann stjórnaði alltaf sjálfur framkvæmdunum og vann með sínu fólki. Sturla gegndi margvíslegum öðrum störfum í Súgandafírði og tók þátt i blómlegu félagslífi þorps- ins. íþróttafélagið hét Stefnir og undir stjóm Sturlu og Gunnars M. Magnúss lögðu félagsmenn fyrstu götuna í bænum. Á þeirri götu hitti ég Sturlu fyrst fyrir tuttugu og tveimur árum. Hann var dökk- klæddur með hatt, ekki hávaxinn en virðulegur. Hann talaði af festu og valdi án nokkurs hroka og það var glampi góðvildar og kímni i augunum bak við gleraugun. Sam- tal okkar Sturlu hafði mikla þýð- ingu fyrir mig og alla kirkjuna. Hann var formaður sóknarnefndar- innar og við Þórður maður minn vomm komin vestur til að segja honum að ég vildi verða prestur Súgfirðinga. Þá var engin kona í prestastétt landsins og mörgum leist illa á að svo myndi verða í bráð. En Sturlu leist vel á það og hann bauð mig velkomna til prests- starfsins í Súgandafirði. Hinir sóknarnefndarmennirnir, Þórður Ágúst Ólafsson og Guðbjörn Björnsson, tóku undir það af heilum hug. Þess vegna vígðist ég þangað prestur og komst í þann góða hóp sem naut vináttu Sturlu. Jafnan minnist ég vináttu hans við börnin á Suðureyri. Hann fylgd- ist með þeim og gladdist yfir tæki- færum þeirra. Hann gerði það sem hann gat til að veija þau gegn vonbrigðum og vildi að þau væru sátt við sjálf sig og ánægð með framgöngu sína. Hann keypti app- elsín og súkkulaði til að traktera unga gesti sem heimsóttu þau Eyju. Hann bar það á borð með sömu virðingu fýrir þeim svo sem þau væru aldnir heiðursborgarar staðarins, eins og hann varð sjálfur seinna, fyrstur allra á Suðureyri. Og hann sagði þeim ýmsar sögur af lífínu í Súgandafírði sem gerð- ust löngu áður en þau urðu til. Svona gerast ævintýrin, sagði hann svo oft. . Þau Eyja bjuggu í fallegu húsi við Aðalgötu. Litlu innar var hús sparisjóðsins. Þar var opið síðdegis og Sturla og Maríus Þórðarson færðu með lindarpennum banka- viðskipti Súgfirðinga inn í stórar bækur. Innst var kirkjan, falleg með ljósakrossi á turninum. Trúin er ljósið sem lýsir mönnunum, sagði Sturla. Eyja, Kristey Hallbjarnardóttir, hafði veikst af lömunarveiki og sat í hjólastól. Tvö barna þeirra bjuggu á Suðureyri með fjölskyldum sínum en þijú voru flutt suður. Þau eru öll það mannkostafólk sem vænta mátti. Heimili Sturlu og Eyju var friðsælt og fallegt. Þar var málverk af Geltinum og útskorinn skápur frá Frakklandi sem Sturla hafði pantað eftir verðlista og látið senda sér. Þar var líka orgelið. Þegar Sturla var um fertugt keypti hann sér orgel og lærði á það af því að kikijuna vantaði organista. Á laug- ardagsmorgnum, þegar ég kom til hans til að við legðum saman síð- ustu hönd á messu næsta dags, spilaði hann stundum sálmana fyr- ir okkur Eyju. Þetta voru hátíðar- stundir. Sturla fylgdi mér til dyra og sagði mér glaðlega að nú hefði Eyja eldað handa sér góða hrís- gtjónagrautinn og sett hann upp snemma því hrísgijónagrautur ætti að eldast lengi. Lífið er alltaf sambland af lífs- baráttunni og einfaldri gleði þess. Svona gerast ævintýrin. Af því að trúin er ljósið sem lýsir mönnunum. Sturla tók sjálfur þátt í að semja hið góða ævjntýri Suðureyrar og trúin var ljósið sem lýsti honum. Það er ævintýri trúarinnar að örfá- ar manneskjur skuli öldum saman hafa haldið uppi reisn og trausti í afskekktum firði. Það fannst mér. En Sturlu fannst ekkert eðlilegra. En ef hann hefði keyrt inn í fjallið inni í botni Súgandafjarðar og kom- ið aftur út úr því í næstu ijörðum hefði hann samt áreiðanlega sagt: Svona gerast ævintýrin. Guð blessi okkur minninguna um heiðurs- manninn Sturlu Jónsson. Auður Elr Vilhjálmsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.