Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUNNLA UGUR JÓSEFSSON ÞÓRA LOFTSDÓTTIR HREFNA GUÐLAUG GUNNARSDÓTTIR + Gunnlaugur Jó- sefsson var fæddur 12. október 1896 á Syðri-Völl- um í Miðfirði. Hann lést á sjúkrahúsinu í Keflavík 19. des- ember 1981. For- eldrar: Jósef bóndi á Hörghóli í Vesturhópi og víð- ar, f. 21.8. 1852, d. 19.3. 1929, Gunn- laugsson og kona hans, Kristín, 20.2. 1961, Hansdóttir, bónda á Litla-Ósi í Miðfirði, Jóhannssonar. Kennarapróf 1919. Náms- dvöl í Noregi 1924. Kennari í Þorkelshólshreppi, V-Hún., 1919-1920; Hrunamanna- hreppi, Árnessýslu, 1920-1926; Laxárdalshreppi, Dalasýslu, 1926-1927; Barnaskólanum Miðneshreppi, Sandgerði, 1927-1943. Bókari og skrif- stofustjóri hjá hf. Miðnesi, Sandgerði, frá 1947 til 1971. Oddviti hreppsnefndar Miðnes- hrepps 1937-1947. Hreppstjóri Miðneshrepps frá 1941 til 1972. Formaður búnaðarfélags hreppsins 1937-1943. Fjár- haldsmaður Hvalneskirkju frá 1942 til 1977. Einn af stofnend- um Lionsklúbbs Sandgerðis, og heiðursfélagi síðustu árin. Einn- ig var hann frímúrari um ára- tugi. Hann hóf sandgræðslu í samvinnu við Gunnlaug Krist- mundsson, sandgræðslustjóra, frænda sinn, og sá um byggingu vamargarðs gegn sandgangi. Atti þátt í að lagður var vegur yfir Miðnesheiði til Keflavíkur, er stytti leiðina til mikilla muna. í tryggingamefnd Gullbringu- sýslu og fræðsluráði. Þóra Loftsdóttir fæddist 16. september 1904. Hún lést 10. maí 1986. Hún var dóttir Lofts bónda í Haukholtum, Hmna- mannahreppi, Þorsteinssonar, og konu hans, Kristínar Magn- úsdóttur. Börn: Kristín, sím- Gunnlaugur hóf kennslu á heimaslóðum, eða í Þorkelshreppi árið eftir að hann lauk prófí frá Kennaraskóla íslands. Á æskuá- nim dvaldi hann um skeið á Litlu- Ásgeirsá í Víðidal og sinnti bú- störfum þar. Næstu árin stundaði Gunnlaug- ur kennslu í Hrunamannahreppi í Ámessýslu. Var þá enn enginn fastur skóli þar í sveit. Kennt var á sveitabæjum, meðal annars í Haukholtum. Þar komst hann í kynni við heimasætu á bænum, sem Þóra Loftsdóttir hér. Gott, ef Gunnlaugur kenndi henni ekki, því að hún var átta ámm yngri en hann. Og einmitt árið eftir að kennslu lauk í Hreppnum, giftu þau sig, hinn 26. maí 1927. Vetur- inn á undan kenndi Gunnlaugur í Laxárdalshreppi í Dalasýslu sem farkennari. Þá var haldið til Suður- nesja, þar sem þau hjón bjuggu stöðvarsljóri, Sandgerði, f. 22. apríl 1928, gift Pétri Hjalta- syni, bifreiðastjóra og öku- kennara. Þau áttu saman tvo syni, en annar er látinn, hún átti son áður en þau giftust. Hulda, f. 15. des. 1929, hjúkrunarkona i Kópavogi. Var gift Þórhalli Þorsteinssyni bókaútgefanda og bókbindara (M. Jónssonar, skólastjóra á Akureyri), en hann lést 11. jan. 1988. Þau áttu saman tvo drengi og tvær stúlkur. Loftur Haukur, rafvirki og lögreglu- þjónn, fæddur 2. ágúst 1931, dáinn 27. sept. 1988. Var kvæntur Ragnheiði Bjarna- dóttur, er vann við bókband, en er látin. Áttu tvær dætur og einn son. Jósef Hilmar, f. 19. ágúst 1933, prentsmiðju- sljóri, búsettur í Kópavogi, eig- andi Skemmuprents, kvæntur Málfríði Þórðardóttur, verka- manns og trúboða Jóhannes- sonar. Hún hefur unnið við bókband á ýmsum vinnustöð- um. Þau eiga tvær dætur. Með fyrri konu sinni, Sigríði Ingu Þorkelsdóttur, eignaðist Hilm- ar fjóra syni. Gylfi, gjaldkeri þjá Isl. aðalverktökum á Kefla- víkurflugvelli, f. 22. des. 1944. Jarðneskar leifar Gunn- laugs og Þóru hvíla í kirlgu- garðinum á Hvalnesi. alla tíð síðan. Fyrst áttu þau heima á Ökmm á Hvalnesi, og kenndi hann við fastan skóla þar í plássinu og síðan í Sandgerði. Hjónin byggðu þá húsið Sólbakka þar á staðnum, þar sem þau bjuggu allt til ársins 1957, að þau byggðu hús á Suðurgötu 38. Gunnlaugur var fastur kennari þarna allt til 1943, er hann kaus að hætta kennslu, þá hátt á fimmtugsaldri, og tók að stunda skrifstofustörf í Sand- gerði. Lengst af kennslutíma Gunnlaugs var Valdimar Össurar- son skólastjóri. Gunnlaugur vann fyrst eftir kennslulok hjá kaupfé- laginu á staðnum og síðan hjá hf. Miðnesi. Hann var nákvæmur í störfum sínum, mjög áreiðanlegur, og eftirsóttur til starfa, sem út- heimta ritleikni og glöggskyggni í meðferð talna. Einnig kunni hann vel að stilla skap sitt. Þóra, kona Gunnlaugs, má ekki gleymast í þessu yfírliti. Á heimili þeirra hjóna var gestkvæmt, og mæddi það að sjálfsögðu mjög á húsfreyjunni. Húsbóndinn gegndi mörgum opinbemm störfum, og þurftu ýmsir við hann að ræða. Þóra var iðjusöm. Til marks um það, pijónaði hún margar flíkur fyrir fólk í nágrannabyggðum, og vel að merkja; allt var þetta unnið eftir að krefjandi heimilisstörfum lauk. Snemma tóku opinber störf að safnast Gunnlaugi á hendur, eins og yfírlitið í upphafi þessarar hjónaminningar ber vitni. Eljumað- ur var hann einstakur og átti oft langan vinnudag. Hilmar prentari Gunnlaugsson hefur tjáð þeim sem þetta ritar, að oft hafí faðir hans setið yfír emb- ættisbókum og færslum langt fram eftir kvöldi. Hætt er við, að tíma- kaupið hafí oft verið í lægra lagi. Starfsskyldumar gengu fyrir öllu. Af framansögðu má ljóst vera, að Gunnlaugur hefur um langa hríð, ásamt konu sinni, lagt Sand- gerði dijúgt lið. Hann var svo að segja allt í öllu á staðnum. Oft eru hæfileikamenn það kafnir störfum, að nærri stappar heilsutjóni. Á þá er hlaðið, eins og kunnugt er. Gunnlaugur var lengi að. Hann vann ekki peninganna vegna, því að hann var einkar sanngjarn. Þegar liðin er öld frá fæðingu hans, minnast hans margir á Miðnesi með virðingu og þökk. Auðunn Bragi Sveinsson. -I- Hrefna Guðlaug Gunnars- I dóttir var fædd í Reykjavík 17. september 1943. Hún lést á heimili sínu 28. september síðastliðinn og fór útför henn- ar fram frá Reynivallakirkju 5. október. Hrefna mín, fyrir örfáum stund- um stóð ég yfír moldum þínum. Ég spyr í hljóðri reiði hver er til- gangurinn. Hvemig getur lífíð ver- ið svona óréttlátt? Hvers vegna ert þú á besta aldri hrifín brott frá eiginmanni og bömum? En ég vil trúa því að þér hafí verið ætlað annað verkefni á öðrum stað. Mér til hugarhægðar sest ég niður, kveiki á kertum og hlusta á Árstíðimar eftir Vivaldi. Er ég hlusta á þetta fallega tónverk, þar sem tónarnir lýsa vorinu, lækimir skoppa, fuglamir syngja og náttúr- an vaknar af vetrardvala, þá leitar hugur minn aftur í tímann. Það var vor í lífi okkar beggja er við hittumst fyrst. Ég, stelpan úr sjávarþorpinu, átti að fá að heim- sækja frænku mína og jafnöldru í sveitina. Og mikil var eftirvænt- ingin. Ekki varð ég fyrir vonbrigð- um, þú og foreldrar þínir tókuð mér opnum örmum. Við áttum strax vel saman, báðar mikil náttú- mböm. Margar áttum við yndis- legu stundimar í þessari fallegu sveit. Utreiðartúrar og náttúm- skoðun vom okkar uppáhald. Við brölluðum líka ýmislegt, sem ekki verður sagt frá, en geymdum með sjálfum okkur. Ekki var síst að njóta óþijótandi uppsprettu visku- bmnns föður þíns sem aldrei þreyttist á að uppfræða okkur unglingana um land okkar og sögu. Faðir þinn var einstakur maður sem ég alla tíð bar ótakmarkaða virðingu fyrir. Mér fannst þú ein- stakrar gæfu aðnjótandi að eiga slíka foreldra. Enda launaðir þú þeim það er þau þurftu á aðstoð þinni að halda. Seinna kom sumarið í lífi okkar og við héldum í sína áttina hvor. + Halldóra Bjarnadóttir var fædd í Hítardal í Hraun- hreppi í Mýrasýslu 8. ágúst 1905. Hún lést í St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði 19. september síðastliðinn. Útför Halldóru fór fram í kyrrþey að hennar eigin ósk. Mig langar í örfáum orðum að kveðja elskulega föðurömmu mína, Halldóm Bjamadóttur, sem lést hinn 19. september síðastliðinn. Hún var hæglát og hógvær, hugs- aði kannski meira, en sagði minna. Að hennar ósk fór jarðarförin því fram í kyrrþey. Tilfinningar sínar eða líðan bar hún ekki á annarra borð, heldur hafði fyrir sig sjálfa. Amma Dóra, eins og við systkinin kölluðum hana alltaf, vann ötul- lega að verkalýðs- og félagsmálum hjá verkakvennafélaginu Framtíð- inni í Hafnarfirði og þar var hún heiðruð fyrir vel unnin störf. Aldr- ei brást að hún mundi eftir afmæl- isdegi mínum og skipti þá engu máli hvar í heiminum ég var stadd- ur, alltaf fékk ég kort eða símtal með hamingjuóskum. í kjölfarið fylgdi svo kannski dúkur sem hún hafði sjálf málað blóm á, eða he- klaðar dúllur. Ótal minningarbrot birtast ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum mínum á þessum tímamót- um, en of langt mál yrði að telja þau upp hér. Þó langar mig að minnast á tímabilin sem við unnum saman hjá Vita- og hafnamála- stofnun ríkisins í Kópavogi. Þar Þú giftist ung og eignaðist þitt eigið heimili, sinntir búi og böm- um. Sambandið milli okkar varð stijálla. En hvert sinn er við hitt- umst fundum við báðar að þessi sterki strengur æskuáranna var órofínn. Hrefna mín, við hittumst síðast fyrir rúmum mánuði við útför móður þinnar. Mig grunaði ekki þá að það yrði síðasta faðmlag okkar, er þú brostir gegnum tárin og við ákváðum að hittast bráð- lega. En skyndilega er komið haust. Eftir langan og drungalegan mán- uð skein sól loks í heiði. Ég hafði eytt þessum fagra degi á einum fegursta og helgasta stað landsins okkar, glöð yfír að eiga svo fagurt land og geta notið þess. En skyndi- lega dimmir yfír. Sorgarfregnin beið mín er ég kom heim. Árstíðir þínar voru á enda runnar. Hrefna mín, ég minnist brossins þíns bjarta, hlýjunnar og gleðinnar sem streymdi frá þér. Eg þakka þér fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman, er við vorum báðar ungar og lífíð var fullt af vænting- um og fyrirheitum. Ég mun geyma þær sem perlur í minningunni. Eiginmanni þínum og öðrum ástvinum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ég veit að minningin um góða eiginkonu og móður mun hugga ykkur í sorg ykkar. Það fræ sem þú sáðir í garðinn þinn í þessum heimi mun halda áfram að vaxa og dafna og verða þér verðugur minnisvarði í framtíðinni. Guð veri með ykkur öllum. Hafðu þökk fyrir allt. Er við litum um öxl til ljúfustu daga liðinnar ævi þá voru það stundimar í vinahópi sem veitlu okkur mesta gleði. (Nico.) Sigrún Vilhjálmsdóttir. vann ég í þijú sumur og hálfan vetur, en amma Dóra starfaði þar í um tuttugu ár sem matráðskona. Ég var óharðnaður unglingur, að- eins þrettán ára gamall, þegar ég, að hennar tilstuðlan, var fyrst ráð- inn í sumarvinnu hjá Vita- og hafnamálum og það var svo ósköp notalegt að skjótast inn í hlýtt eld- húsið hjá henni og fá eitthvað heitt að drekka, og kannski kökubita, á köldum morgnum. Sérstök tengsl mynduðust með okkur á þessum tímum, tengsl sem voru óijúfanleg upp frá því. Það var ósjaldan sem ég kom við hjá ömmu Dóru og þáði kaffi og kökur á meðan við rifjuðum upp hin ýmsu atvik frá því er við unnum saman hjá Vita- málum. Þá var stutt í hláturinn hjá okkur báðum og ósjaldan kom það fyrir að kaffíð kólnaði í bollun- um því margs var að minnast. Amma Dóra var trúuð kona; og hógværð, nægjusemi og kærleikur voru hennar einkunnarorð. Afkom- endum hennar, öðrum skyldmenn- um og vinum sendi ég mínar samúðarkveðjur og þakka henni ömmu Dóru fyrir allt og allt, með þessum fallegustu orðum Biblíunn- ar. „Því að svo elskaði Guð heim- inn, að hann gaf son sinn einget- inn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Hvíl í friði elsku amma mín, þinn, Jón Rafn. + Systir okkar, GUÐBJÖRG BERGSTEINSDÓTTIR, Baldursgötu 15, Reykjavík, lést í Landspítalanum föstudaginn 11. október. Sigrún Bergsteinsdóttir og Sigríður Bergsteinsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA KRISTBJÖRG KRISTINSDÓTTIR frá Höfða, Grýtubakkahreppi, Víkurgötu 6, Stykkishólmi, lést í Landspítalanum 9. október. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda Guðmundur Gunnarsson. + Móðir okkar og tengdamóðir, HREFNA SIGURJÓNSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Ægisgötu 20, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 6. október. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 14. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Fjóröungssjúkrahúsið á Akureyri. Anna Þorsteinsdóttir, Július Bergsson, Árni Þorsteinsson, Ásdís Sigurpálsdóttir, Erlingur Þorsteinsson, Eygló Óladóttir, Sfmon Þorsteinsson, Ósk Pétursdóttir. HALLDORA BJARNADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.