Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 48
18 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Égi/tiekíu, þéssa be/naía. iobU' paíbi Tommi og Jenni \tíú ? ) Braubið er uppþorruÁ 09 0fhctrt uridir fönn- Ljóska Ferdinand Ég á mér ný ein- Gott fyrir kunnarorð „lífið þig ... heldur áfram". Hvað er í sjón- Ekki Lífið heldur áfram ... varpinu? mikið. BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Af samtímalegri fortíð Frá Þorsteini Haraldssyni: ÉG MAN Packard bifreið forseta- embættisins skrifar Þórarinn Eld- járn í bók sína „Ég man“. Ég man líka þessa bifreið og að Kornelíus á Skólavörðustíg eignaðist hana um síðir. Ég man hvað við krakkarnir höfðum gaman af því að skoða tæki og tól úr eigu borgarinnar sem gerð voru upp með æmum kostnaði fyrir Reykjavíkursýninguna 1961: Stigabílinn, Bríeti og Eimreiðina sem fannst á haug. I blaði spurði lesandi um afdrif bifreiðar sem for- setaembættið eignaðist í stríðslok. Veit einhver hvar hann er niður kominn? Veitingastaður í Reykjavík keypti í fyrra forsetabíl fyrir lægri fjárhæð en nemur kaupverði jap- anskrar bifreiðar af smæstu gerð. Þessir glæsivagnar áttu það sam- eiginlegt að þeir hurfu úr almenn- ingseigu í toppstandi, (svo notað sé alþekkt orð um falboðnar eldri bifreiðar). Einn eða fleiri menn voru í fullu starfi við að hirða um vagn- ana. Allt á þetta við um „Cadilac Fle- edwood" bifreið borgarstjórans í Reykjavík. Bifreiðin var keypt hjá SÍS þegar borgin fagnaði 200 ára afmæli og henni var jafnan lagt yfir vetrarmánuðina. „Flottræfils- háttur" sögðu einhveq'ir því hún bar af öllu sem á götunni sást. Núverandi borgarstjórnarmeirihluti lofaði að gripurinn yrði seldur. Það hefur nú verið efnt. Bifreiðin er væntanlega í eigu Ingvars Helga- sonar hf., sem seldi borginni nýja embættisbifreið. Hún er til sölu á góðum kjörum ef marka má það sem stendur á spjaldi í framrúðu hennar. Væri ekki ráð að Árbæjar- safn eignaðist þennan kostagrip! Engum hefði dottið annað í hug en að flytja hann þangað væri hann „gamall“. Hann á eftir að verða enn eldri. Finni hann einhver á haug eftir tuttugu ár er eins víst að ómældum fjárhæðum verði til þess varið að koma honum aftur í eitt- hvert stand og setja hann á safnið, þar mun hann sóma sér vel við hlið- ina á öðrum viðhafnarbifreiðum borgarinnar í framtíðinni. Ennþá er hann í besta standi, enda ókeyrð- ur. Besta standi skrifa ég, ekki al- veg: Ég veitti því athygli að „déið“ er dottið aftan af orðinu „Fleedwo- od“ á skottlokinu og legg til að beðið verði um afslátt. ÞORSTEINN HARALDSSON, Melbæ við Sogaveg, Reykjavík. Opið hús fyrir eldri borgara í Grensáskirkju Hvað er það? Frá Halldóri S. Gröndal: ÞAÐ eru samverustundir, sem við i Grensáskirkju höfum haft til margra ára fyrir eldra fólk og vini þeirra. Þær hafa verið vikulega og eru nú á miðvikudögum kl. 14.00- 16.00. Stundirnar hefjst á helgistund. Við lesum gjarnan saman Davíðs- sálm og íhugum hann svolítið og svo er bænastund. Á bænastundinni berum við fram fyrirbænaefni sem berast, en eldri borgarar eru dug- legir að koma með fyrirbænaefni og oftar en ekki eru það blessuð börnin, barnabörnin og ástvinir aðr- ir, sem bornir eru fram fyrir Guð á bænarörmum. Nú tekur við Biblíulestur og um þessar mundir erum við að fara yfir Matteusarguðspjall. Við lesum nokkur vers og íhugum síðan, hvað verið er að segja við okkur. Einnig fáum við gesti í heimsókn til að segja okkur frá og vera með ýmis efni. Að lokum eru svo veitingar, sem konur hér í kirkjunni sjá um undir stjórn frú Kristínar Halldórsdóttur, en hún hefur alla tíð verið stoð og stytta þessa starfs. Henni til aðstoð- ar eru m.a. Magdalena Búadóttir og Kristrún Hreiðarsdóttir o.fl. góð- ar konur. Þessar veitingar eru í boði kirkjunnar og eru mjög heimil- islegar, konurnar baka sjálfar ýms- ar kökur, vöfflur o.fl. Svo getum við okkur dagamun á tyllidögum á aðventu, þorra og föstu, höfum þá hátíðlega helgi- stund og borðum saman máltíð. Þá er farið í ferðalög og kynnisferðir og verður næst farið í Karmelklau- strið 1 Hafnarfírði, Jósefskirkja skoðuð o.fl. Þetta eru góðar stundir og þú ert velkomin(n). HALLDÓR S. GRÖNDAL, sóknarprestur. Hvað skal segja? 36 Væri rétt að segja: Þetta er orðið tíu prósent dýrara en í fyrra. Svar: Með miðstiginu (dýrara) þarf þágufall, og hvorugkyns- orðið prósent er í þágufalli fleirtölu prósentum, svo rétt væri: Þetta er orðið tíu prósentum dýrara en ? fyrra. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.