Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fttoriputfifa&ifr 1996 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER BLAD c Bjami til Linz BJARNI Guðjónsson, miðherji íslands- og bikarmeistara ÍA, leikur með liði sínu á móti ÍBV í Meistarakeppni KSÍ í dag og fer síðan til Linz í Austurríki á sunnudag. Hann æfir með austurríska liðinu næstu viku með það í huga að leika með þvi í vetur. Hann er samningsbundinn ÍA en félagið hefur veitt honum heimild til að leika erlendis fram að næsta keppnistímabili á íslandi. Baldur Bragason úr Leiftri fór til Lyngby í vikunni og hefur æft með liðinu undan- farna daga með samning í huga en eins og greint hefur verið frá hafði danska félagið áhuga á að fá Skagamennina Harald Ingólfsson og Sigurstein Gíslason til sín í vetur. Hins vegar hefur ÍA ekki heyrt aftur frá Dönunum og virðist málið því úr sög- imm. Islenska liðið var harðlega gagn- rýnt í kjöifar 4:0 tapsins á móti Rúmenum í vikunni en fyrir viku mátti það þola 2:0 tap í Lithá- en og varð að sætta sig við 1:1 jafntefii við Makedóníu á Laugar- dalsveili í júní. Logi Óiafsson, landsliðsþjálfari, sagði við Morg- unblaðið að rökstudd gagnrýni væri eðliieg en staðhæfingar um hluti eins og metnaðarieysi og leiða ættu ekki rétt á sér. „Ég lít á það sem móðgun við þessa ágætu pilta sem skipa landsliðið að segja að þeir gangi inná völlinn með það í huga að ætla ekki að leggja sig fram. Ég get sagt með sanni að ekki einn einasti maður í liðinu er metnaðar- iaus og án vilja tii að standa sig fyrir Islands hönd. Ég vel ekki metnaðarlausan og viljalausan mann í liðið.“ Til hvers má ætlast? „Á ráðstefnu landsliðsþjálfara í Evrópu fyrir skömmu kom frám að til að ná árangri þurfa menn að hafa höfuð, vöðva, hraða, tækni og ieikskilning auk þess að geta leikið með hjartanu. Við sitjum eftir í nokkrum þessum þáttum. Iordanescu, þjálfari Rúmena, sagði við Morgunblaðið að munurinn á íslendingum og Rúmenum lægi í því að Rúmenar hefðu betri ein- stakiinga í hverri stöðu - svo ein- falt væri máiið. Ef við ætlum að ná árangri verðum við að nota fyrrnefnda þætti eins vei og við getum auk þess að vera með gott ieikskipulag. Markmiðið í þessum ieikjum okkar var að halda markinu hreinu en við gáfum mörk og vorum óheppnir. Hafi vítaspyrnan verið rétt- mæt í Vilníus áttum við svo sannarlega að fá víta- spymu á móti Rúmeníu en 15 sekúndum siðar fáum við á okkur mark. Þetta er skýrt dæmi um að heilladísimar hafa ekki verið með okkur. Áður en Rúmenar skoruðu feng- um við þijú marktæki- færi. Hefðum við náð að skora hefði leikurinn þró- ast eins og við viidum - við hefðum getað dregið okkur aftar og beitt skyndisóknum eins og við ætiuðum okkur. Við vor- um í ágætis málum þar til við fengum á okkur annað markið. Þá breytti ég leikskipulaginu, opnaði leikinn. Það er hugrekki af okkar hálfu að leggjast til atlögu og reyna að sækja á móti svo sterku liði. Ég vii að menn líti á úrstitin í þessu ijósi og hafi í huga að lands- lið Rúmeníu er eitt hið sterkasta sem ieikið hefur hér á landi í mörg ár. Menn hefðu ef til vill ekki sagt mikið ef við hefðum tapað 1:0 eins og við hefðum getað gert ef við hefðum lagst í vörn. Það gerðum Landsliðið er 11 idllaOar i %M I il Landsliðið í knattspyrnu var harðlega gagnrýnt í Morg- unblaðinu eftir leikinn í vik- unni. Steinþór Guðbjarts- son ræddi við Loga Qlafs- son, landsliðsþjálfara. við ekki og ég lít á það sem áræði, þor og hugrekki að gera þetta. Við tókum áhættu, reyndum eitt- hvað annað. Ég er ansi hræddur um að það hefði heyrst hljóð úr horni ef við hefðum tekið þá ákvörðun að leggjast í vöm, verið sáttir við að tapa 1:0 eða 2:0. Við vorum það ekki og þetta er afleiðingin. En skoða verður hlut- ina í samhengi. Lakasti leikurinn var á móti Makedóníu. Við vildum gera betur og fórum til Litháens með því hugarfari en töpuðum. Þó Litháen sé í styrkleikaflokki fyrir ofan okkur sýndum við það að við eigum að geta sigrað þessa þjóð, jafnvel í Litháen. Með betri úrslit- um hefðum við getað farið afslapp- aðri í Rúmenaleikinn. Engu að síð- ur vildu menn bæta sig, leiðrétta það sem miður fór. Menn fóru í leikinn með því hugarfari en þoíin- mæði sem átti að verða okkar sterkasta vopn varð að óþolin- mæði. Þetta er hvorki afsökun né væl yfir því hvemig fór. Við erum allir sárir yfir þvi hvernig til tókst. Til að eiga möguleika á móti tiði eins og Rúmeníu verða allir leikmenn að spiia eins og þeir best geta og mótherjarnir að ná sér ekki á strik. Þrír til fjórir í islenska liðinu léku af eðlilegri getu en hinir ekki og það er slæmt. Svo má ekki gleyma getumuninum á mönnum liðanna. Við erum með atvinnumenn í neðri deildum erlendis eða í 1. deild í Noregi og Svíþjóð. Það eru ekki sambærilegar deildir við úrvals- deildir á Englandi, Spáni, í Tyrk- landi, Þýskalandi og víðar. Það segir sína sögu að Þórður Guðjóns- son, sem ég heid að allir séu sam- mála um að hafí leikið mjög vel á móti Rúmenum, er eini leikmaður okkar sem leikur í toppdeild í Evr- ópu þó hann sé ekki fastamaður í liði sínu. Framtíð íslensks fótbolta byggist að hluta til á því að fleiri menn komist að hjá liðum í bestu deildum Evrópu." Af hveiju léku einstakir leik- menn ekki betur? „Skýringarnar geta verið fjöl- margar en gera verður raunhæfar kröfur til fslenskra leikmanna. Hins vegar er ekki hægt að draga samasemmerki á milii þess að hug- ur fylgi ekki máli og því að hlutirn- ir gangi ekki upp. Þó einlægur ásetningur manna sé að standa sig og gera vel þá er það kannski Morgunblaðið/Kristmn. þannig að við ofurefli er að etja. Það þarf ekki alltaf að vera það að viðkomandi maður sé aumingi, kærulaus, óalandi og ófeijandi og eigi aldrei að keppa fyrir íslands hönd, hvorki fyrr eða síðar." Er þetta þá ailt eðlilegt, er allt eins og það á að vera, ánægjan og gleðin? „Ekki er hægt að halda því fram að allt sé í lagi þegar við töpum en ég hef ekki orðið var við annað en að góður andi og gott skap sé í hópnum. Þetta eru venjulegir menn og þegar þeir lenda undir og eru að beijast fyrir þvi að kom- ast inn í leik á ný er ekki hægt að búast við að mikil gieði sé í gangi. Gteði í íþróttum byggist á þvf að hlutir séu að takast. Það þarf sterk bein ti) að þola svona áföli og við ieggjum upp með það að sama sé á hveiju gengur - við ætlum að lialda áfram að spila okkar leik. Sýna að við séum menn sem getum unnið okkur út úr áfoll- um. Ég hef lagt mikla áherslu á góða liðsheild, góðan anda og bar- áttuhug." Hafa væntingar til liðsins breyst eftir þessa leiki? „Markmið okkar var og er að hækka okkur um styrkleikaflokk. í Morgunblaðinu eftir Rúmeníu- leikinn kom fram að ekki ætti að vekja óraunhæfar væntingar eða byggja skýjaborgir en ég tel þessar væntingar ekki skýjaborgir. Við teljum okkur enn eiga möguleika á að ná markmiðinu og stefnum að því.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.