Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR12. OKTÓBER1996 C 3 ÍÞRÓTTIR KORFUKNATTLEIKUR Frækinn sigur ís- firðinga í fyrsta heimaleiknum Morgunblaðið/Kristj án isslendingunum í gærkvöldi. Leó Örn gerði fimm mörk í leiknum. KNATTSPYRNA Meistarakeppni karla og kvenna Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson JEFFREY Johnson hjá Tindastóli og Euan Roberts hjá KFÍ berjast um boltann. Roberts er mjög sterkur (fráköstum og hann og félagar fögnuöu sfgri í fyrsta heimaleiknum. MEISTARAKEPPNI knatt- spyrnusambandsins fer fram í dag. Breiðablik og Valur eigast við í kvennaflokki kl. 12 á Kópa- vogsvelli og karlalið Akraness og Vestmannaeyja hefja Ieik á Laugardalsvelli kl. 16. Sú nýbreytni var samþykkt á síðasta ársþingi KSÍ að leika um titilinn meistari meistaranna að hausti í stað þess að það yrði gert að vori og því er barist um þann titil í annað sinn á þessu ári. í vor mættust í A og KR í karlaflokki - íslands- og bikar- meistararnir frá því í fyrra - og þá sigruðu KR-ingar en nú eru það tvöfaldir meistarar Skagamanna sem geta bætt enn einni skrautfjöðurinni í hatt sinn. Þeir urðu íslands- og bikar- meistarar sem kunnugt er og því er það taplið úr bikarúrslita- leiknum, Eyjamenn, sem mætir þeim í dag. Sömu sögu er að segja í kvennaflokki, Breiðablik varð íslands- og bikarmeistari og þar er það einnig taplið úr bikarúr- slitaleiknum - Valsstúlkur - sem mæta til leiks gegn besta kvennaliði landsins. Eitthvað er um forföll í báðum karlaliðum; Alexander Högna- son er til dæmis ekki með Akur- nesingum þar sem hann er í leik- banni og Friðrik Friðriksson, sem stóð í marki Vestmannaey- inga í lang flestum leikjum sum- arsins er einnig fjarri góðu gamni; hann er farinn utan í frí. Hjá Blikastúlkum verður einn besti leikmaðurinn ekki með, Margrét Olafsdóttir, en hún er farin til Danmerkur og leikur með þarlendu liði í vetur. ÍSFIRÐINGAR léku fyrsta heimaleik sinn í úrvalsdeildinni í körf uknattleik í gærkvöldi er þeir tóku á móti Tindastóli. Heimamenn brugðust ekki dyggum stuðningsmönnum sínum sem troðfylltu íþrótta- húsið á Torfnesi og sigruðu örugglega, 77:74. Þó munurinn í lokin hafi aðeins verið þrjú stig segir það ekki allt því þeg- ar fimm mínútur voru eftir hafði KFÍ 22 stiga forskot, 72:50, og sigurinn þá í höfn. Heimamenn voru taugaóstyrkir í fyrri hálfleik og hittu mjög illa. Það kom þó ekki að sök því gestirnir voru lítið skárri, en höfðu þó Jónatansson frumkvæðið framan skrifar frá af. Heimamenn ísafirði náðu að róa leik sinn undir lok hálf- leiksins og þá fóru skotin að rata rétta leið. Staðan í hálfleik var 36:31. Einbeittir ísfirðingar komu einbeittir til leiks í síðari hálfleik og náðu þá frábærum leikkafla, börðust eins og ljón í vörninni og skotin rötuðu rétta leið. Á fyrstu sjö mínútum hálfleiksins gerðu þeir 20 stig á móti aðeins fjórum frá Sauðkræk- ingum og staðan orðin 56:35. Þessi munur á liðunum hélst þar til fimm mínútur voru eftir. Þá hvíldu lykil- menn liðsins og gestirnir gengu á lagið - léku stífa pressuvörn og náðu að saxa á forskotið, niður í þrjú stig áður en yfir lauk. Sigur heimamanna var þó aldrei í hættu og var fögnuður þeirra mikill í lok- in og eins og þeir væru að fagna íslandsmeistaratitlinum. „Það var gaman að vinna fyrsta heimaleikinn og ég get lofað því að fleiri sigrar eiga eftir að fylgja í kjölfarið fyrir framan þessa frá- bæru áhorfendur sem við höfum hér á ísafirði," sagði Guðni Guðna- son, þjálfari og leikmaður KFÍ. „Við vorum svolítið taugaóstyrkir í byijun en í síðari hálfleik sýndum við hvað við getum,“ sagði Guðni. Baráttan „ísfirðingar höfðu baráttuna fram yfir okkur í þessum leik. Við eigum enn eftir að slípa leik okkar því útlendingarnir komu það seint til okkar,“ sagði Lárus Pálsson, fyrirliði Tindastóls. „Ég er sann- færður um að flest liðin í deildinni eiga eftir að lenda í vandræðum hér. ísfirðingar eiga frábæra áhorfendur sem láta vel í sér heyra. íþróttahúsið á Torfnesi er flottasta íþróttahús sem ég hef komið í hér á landi. Ég óska ísfírðingum til hamingju með góða umgjörð á leiknum." Isfirðingar léku ekki vel í fyrri hálfleik en sýndu það í seinni að þeir eru til alls líklegir í vetur. Að vísu er breiddin ekki mikil í liðinu, en byijunarliðið er gott. Guðni Guðnason var mjög öflugur og eins Bandaríkjamaðurinn Euan Ro- berts, sem er mjög sterkur í frá- köstunum. Baldur Jónasson og Friðrik Stefánson léku einnig vel, sérstaklega í síðari hálfleik. Hjá Tindastóli var það Bandaríkjamað- urinn Jeffrey Johnson sem var allt í öllu. Liðið var ósamstillt og á eflaust eftir að bæta leik sinn veru- lega með meiri samæfingu. ■ ALEX Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, er ánægður með breyttan leiktíma í dag en lið hans tekur á móti Li- verpool kl. 10 að íslenskum tíma í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta hent- ar okkur ágætlega því fyrir vikið höfum við meiri tíma fyrir Evrópu- leikinn á móti Fenerbache í Tyrk- landi í næstu viku,“ sagði hann. ■ MANCHESTER United hefur ekki tapað deildarleik heima síðan 17. desember 1994 þegar Notting- ham Forest vann 2:1. Á þessum tæplega tveimur árum hefur liðið leikið 35 deildarleiki á Old Traf- ford, unnið 24 og 11 sinnum gert jafntefli. ■ LIVERPOOL hefur ekki tapað' síðan United vann liðið 1:0 í bikar- úrslitunum í vor og stefnir að átt- unda sigrinum í röð en liðið vann síðast á Old Trafford 1990. ■ ROBBIE Fowler, sem gerði bæði mörk Liverpool í 2:2 jafnte- flisleiknum á Old Trafford í fyrra leikur ekki með vegna meiðsla. ». Glæsilegur árangur AKURNESINGAR hafa náð glæsilegum árangri í sumar; sigruðu í deildarbikarkeppni KSÍ og urðu svo bæði bikarmeistarar og Islandsmeistarar. Aftasta röð frá vinstri: sljórnarmennirnir Birgir Elínbergs- son, Örn Gunnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Hafsteinn Gunnarsson, Karlk Alfreðsson, Skúli Garðarsson og Halldór Jónsson, læknir. Miðröð f.v.: Viktor Viktorsson, Stefán Þórðarson, Alexander Högnason, Haraldur Hinriksson, Ólafur Adolfsson, Steinar Adolfsson, Zoran Mijlkovic, Gunnlaugur Jónsson, Guð- jón Þórðararson þjálfari og Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspyrnufélags íA. Fremsta röð f.v.: Bjarni Guðjónsson, Jóhannes Harðarson, Sturlaugur Haraldsson, Þórður Þórðarson, Ólafur Þórðarson fyrir- liði, Árni Gautur Arason, Haraldur Ingólfsson, Kári Steinn Reynisson og Sigursteinn Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.