Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ —*------------------------------ AAÐALTORGI Valencia stendur rúm milljón manns í andakt og bíður þess að tónleikamir hefjist. Böm, konur og karlar sneisafylla þetta stóra torg og breiðgöturnar sem liggja að því. Fólkið er komið víða að, flestir eru Spánveijar en fulltrúa annarra þjóða má finna innan um. Á slaginu tvö hefst leikur synfóníunnar sem er ekki eftir neinn frægan höf- und, hefur raunar aldrei verið samin, en semur sig sjálf í hvert skipti sem hún er leikin. „Synfonia Fallera" er fólgin í sprengingu tugþúsunda kín- veija yfir höfðum fólksins. Spreng- ingarnar standa yfir í tíu mínútur og að þeim loknum heldur megin- þorri þessara milljón sálna heim á leið, glöð í bragði en ef til vill með hellu fyrir eyrunum. Sprengingasynfónían er liður í Fallas-hátíðahöldunum sem íbúar Valencia hafa árlega haldið allt frá miðöldum. Valencia er forn borg og fremur rík. Rómveijar voru þegar við Krists burð famir að veita vatni Turia-árinnar á hinn fijósama jarð- veg í héruðunum umhverfis hana. Valencia myndaðist sem markaður fyrir landbúnaðarvörur og það er hlutverk sem hún enn gegnir. Már- ar, arabískir að uppruna, réðu borg- inni í fímm aldir og enn má víða um borgina sjá ummerki veru þeirra, svo sem forna borgarmúra sem nú gegna hlutverki íbúðarhúsnæðis. Máramir og Vísigotar héldu uppbyggingar- starfí Rómveijanna áfram og þróuðu enn áveitukerfín með þeim árangri að enn í dag er svæðið umhverfís Valencia með gjöfulustu landbún- aðarsvæðum Evrópu. Árið 1956 urðu mikil flóð í borginni þess valdandi að Turia-ánni var veitt framhjá borg- inni og þurrum farveginum breytt í útivistarsvæði sem gegnir miklu hlutverki í Fallas-hátíðahöldunum. Þrátt fyrir ýmis skakkaföll af náttúr- unnar og mannanna höndum hefur alla tíð verið nokkur velmegun í Valencia og íbúamir haft æmar ástæður til að fagna og það kunna þeir og gera með miklum ágætum. „Vlö erum brunatryggft" Fallas-hátíðahöldin standa yfír í fímm daga í öllum hverfum Valenc- iaborgar. í hveiju hverfi, hversu ríkt eða fátækt sem það kann að vera, stendur yfír fjársöfnun og undirbún- ingur í hartnær ár. Hverfin eru ná- lægt því að vera 700 talsins og í hveiju og einu þeirra hefur farið fram stigvaxandi undirbúningur fyrir há- tíðina miklu allt árið um kring. Fyrsta dag hátíðarinnar afhjúpar hvert hverfí mikla styttu, gerða úr pappamassa, timbri og lakki. Stytt- umar eru á bilinu 10-20 metra háar og gerð hverrar og einnar kostar frá milljónum og upp í milljónatugi. Vitanlega er matur og drykkur i hávegum hafður í landbúnaðarborg- inni Valencia. Hátíðardagana borða íbúar hverfisins saman í stórum tjöld- um á götum eða torgum. Mest áber- andi maturinn á diskum borgarbúa er hin bragðgóða Serrano-skinka, sem er hrá og sölt, ekki ósvipuð ósoðnu hangiketi. Skinkan er borðuð á brauði sem smurt er ólífuolíu og tómatmauki. Margir íslendingar hafa illan bifur á því að borða físk í útlöndum en óhætt er að mæla með sjávarréttunum sem Valenciabúar bera á borð, þeir kunna að fara með sjávarfang ef einhver kann það. Fallas er í rauninni ekki hátíð heldur hátíðir. Það sem allt snýst um eru styttumar miklu í hveiju hverfí fyrir sig og íbúar hverfísins leggja allt kapp á að styttan þeirra sé sem veglegust og snjöllust. Keppt um fallegustu styttuna, snjöllustu hug- myndavinnuna, bestu götulýsinguna og ýmislegt fleira, sem viðvíkur stytt- unni, í fjórum deildum þvl ekki eru öil hverfín jafnstór eða fjáð að lok- inni fjársöfnuninni. Það vekur nokkra furðu aðkomumanna, í ljósi þess að styttumar eru stolt og prýði hvers hverfis, að I lok hátíðarhald- anna eru styttumar brenndar til grunna. Það er því ekki að undra að flest ef ekki öll hús I Valencia eru merkt í bak og fyrir; „Við erum brunatryggð“. Tll heiðurs verndara trésmiðanna Það vekur jafnvel meiri undrun að Valenciabúum þykir það fráleit FERÐALÖG 700 SKRÚÐGÖNGUR ganga fram lýá þessu reisulega Maríu- líkneski í athöfn sem stendur í heila þrjá daga. Fallerurnar af- henda henni blóm sem búið er til pils á Maríu úr. STYTTURNAR eru mikil smíð og myndast gríðarlegur hiti við bruna þeirra. Til að tryggja það að ekki kvikni í nærliggjandi húsum sprauta slökkviliðsmenn borgarinnar vatni á þau. Gnægtarbrunnur gledifólksins Árlega fagna íbúar Valenciaborgi ar á Spáni í fimm daga oq nætur samfleytt. Hátíðahöldin heita Fallas oq ekki einu sinni borgarbúar eru með það á 1 ireinu hverju þeir faqna eða hvers vegna. En þeir faqna i iú samt. Karl Pétur Jónsson var á Fallas um miðbik marsmánaðar sl. og fylgdist með þessari stórfenglegu hátíð. FALLERURNAR eru á öllum aldri, ungar og gamlar, en allar fagrar og tignarlegar. En það er ekki eintómur dans á rósum að vera Fallera . . . Þessi grét fögrum tárum. Morgunblaðið/KPJ YRKISEFNI þessarar styttu er 100 ára afmæli kvikmyndalistarinn- ar. Woody Allen og Groucho Marx eru að mati Valenciabúa bestu fulltrúar þeirrar listar. hugmynd að brenna ekki stytturnar, þrátt fyrir að þeir geti ekki nefnt nein rök því til stuðnings að þær eigi að brenna önnur en þau að svona hafi þetta alltaf verið. Það veit eng- inn fyllilega hvernig þessi siður komst á. Valenciubúar sem blaða- maður hafði tal af höfðu mjög mis- munandi sögu að segja, en í grund- vallaratriðum er sagan þessi: Á mið- öldum tóku ýmsir handverksmenn að fagna 19. mars, degi heilags Jó- sefs, vemdara trésmiðanna, með því að brenna timburafganga, sag og spæni á götum úti. Á 19. öld fór það að gerast að aðrir íbúar borgarinnar fleygðu brotnum húsgögnum og fatnaði á brennumar. Þá varð stökk- breyting er einhveijum háðfuglinum datt í hug að búa til spýtukarl sem klæddur var upp og málaður til að líkjast leiðinlega nágrannanum. Þetta vatt upp á sig og í upphafi þessarar aldar tók að myndast hefð fyrir því að gera styttur úr timbri og pappamassa sem síðan voru mál- aðar í öllum regnbogans litum. Við- fangsefnin vom gjarnan umdeildir persónuleikar og málefni líðandi stundar. Á okkar dögum eru viðfangsefnin gjaman tekin úr dægurheiminum og stjórnmálalífinu. í tilefni 100 ára afmælis kvikmyndanna voru nokkrar styttur tileinkaðar þeim, til að mynda stytta sem að stærstum hluta voru höfuð Grouchos Marx og Woodys Allen. Ein stytta var með háðsádeilu sem beint var gegn tískugyðjunni, önnur gegn einlitum menningar- straumum sem beint er að Evrópubú- um frá Hollywood, sú þriðja var til- einkuð tónlist allra alda, að stærstum hluta Bítlunum og Wolfgang Amad- eus Mozart. Fallerur og falleróar Síðustu þijá hátíðardagana fer fram mjög falleg athöfn sem gengur út á að yngismeyjar hvers hverfís, svokallaðar „fallerur", ganga skrúð- klæddar í traustri fylgd bræðra sinna og vina, „falleróa", og lúðrasveitar í skrúðgöngu um borgina, inn á Meyjartorg, þar sem miklu Maríulík- neski borgarinnar hefur verið komið fyrir. Þar afhenda stúlkurnar meyj- unni nellikur sem búið er til feykimik- ið pils úr (sjá mynd) á Maríu. Þessi athöfn tekur fulla þijá daga, enda fara tæplega 700 skrúðgöngur um Meyjartorgið. Það felst í því mikill heiður að vera „fallera". Flestar stúlkur eru skráðar í falleruhópinn áður en þær fæðast og ef stúlkan reynist vera strákur er hann gerður að „falleró", sem er það næstbesta í stöðunni. Búningarnir sem stúlk- urnar klæðast eru afar íburðarmiklir og dýrir. Blaðamaður heyrði talað um fallerubúning sem kostaði á við rúmgóðan evrópskan fjölskyldubíl, saumaður úr fínasta silki með silfur- og gullþráðum. Til þess að halda sér í falleruhópi hverfísins þurfa stúlkumar að leggja hart að sér allt árið við ýmsan undir- búning fyrir Fallas. Þær aðstoða við fjársöfnun, skipuleggja skemmtiat- riði og aðstoða listamanninn sem gerir styttu hverfisins. í hveiju hverfí er ein Fallerudrottning, sem er kjör- in af íbúum hverfisins. Það er geysi- legur heiður að gegna þessu hlut- verki og er nokkur barátta fólgin í því að ná kjöri sem slík. Ein úr hópi fallerudrottninga hverfanna er svo kjörin aðaldrottning borgarinnar og er það svo mikil virðingarstaða að sú stúlka hefur ekki aðra atvinnu með höndum á meðan. Þurrir farvegir En svo kemur 19. mars, lokadagur Fallas. Þau em þung skrefin sem íbúar Valenciu taka að styttunni sinni með bensínlögg og eldspýtur í farteskinu. Eftir heils árs undirbún- ing klárast veitingamar, fagrir bún- ingarnir eru settir inn í skáp og stolt hverfísbúa, listaverkið mikla, er brennt til kaldra kola. Það er til- komumikil sjón að horfa á tuttugu metra háa, þriggja tonna styttu, gerða úr timbri, lakki og pappa- massa fuðra upp og breytast á örfá- um mínútum I fíngerðan salla á göt- unni. Allt kapp er lagt á að hvorki tangur né tetur sé eftir af styttunni og heiður listamannsins er í veði; ef hún hrynur út á hlið, en ekki beint niður, hríðlækkar verðið sem hann getur sett upp fyrir næsta ár. Hátt yfír þurrum árfarvegi Turia- árinnar blika stjörnur gerðar af mannahöndum í tugþúsundavís og endalok stórfenglegrar flugeldasýn- ingar minna á forgengileik hátíðar- innar allrar. Það blika tár á hvörmum margra íbúa og hitinn frá eldinum breytir þeim í salttauma á auga- bragði. Það er allt búið I bili, heilt ár í næsta Fallas, en undirbúningurinn hefst á morgun. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.