Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 D 17 Fólksbíll með bensínvél, 1.601 - 2.500 rúmcm., eða dieselvél, 2.100 - 3.000 rúmcm. Hiutur framleiðandans, 46% Flutningur o.fl., Ríkið, 37% Umboðið, 10% Vörugjald 40% Dæmi um skiptingu bílverðsins? Innkaupsverð 46% Flutningur, vátrygging, vextir, skráning 7% Ríkið, þ.e. vörugjald og virðisaukaskattur 37% Hlutur umboðs, álagning, ábyrgð, frágangur 10% Lada Niva á túttum FREKAR eyðilegt var um að litast á sýningarbás Lada verkstniðj- anna á bílasýningunni í París í byrjun mánaðarins. Þessi túttulada vakti hins vegar talsverða athygli enda ekki á hverjum degi sem svo skrautlegur bíll sést. Fyrir utan dekkinn og upphækkunina er þó ekkert annað frábrugðið við Niva annað en að hann hefur feng- ið gijótvörn, örlitla upphækkun á þaki og ljóskastara. Vélin er gamla 1500, reyndar komin með beina innspýtingu. ■ 24 börn dáið síðan 1993 í barnabílstólum DAUÐSFÖLLUM barna hefur fjölg- að á síðustu árum vegna loftpúða, sem einnig eru kallaðir líknarbelgir, sem blásast upp í bílum við árekst- ur. Aukin tíðni dauðsfalla hefur orð- ið til þess að opinberir aðilar í Banda- ríkjunum gera nú kröfu um upplýs- ingaskyldu framleiðenda öryggis- búnaðarins og hraðari þróun á svo-- nefndum skynrænum líknarbelgjum, búnaði sem skynjar hvort lítið barn sé í sætinu. Dauðsföllin verða á þann hátt að börn í barnsbílstólum sem snúa í öfuga átt við akstursstefnu í fremra farþegasæti fá banvæn högg frá líknarbelgnum við árekstur. Þjóðvegaöryggisráðið í Banda- ríkjunum hefur lagt það fyrir bíla- framleiðendur, stjórnvöld, og fram- leiðendur barnabílstóla að grípa nú þegar til aðgerða til þess að draga úr dauðsföllum barna sem verða þegar líknarbelgir blásast upp. Fyr- ir skemmstu gaf ráðið út þá yfirlýs- ingu að líknarbelgir væru ekki ás- ættanlegir sem vörn fyrir börn í barnabílstólum í framsæti. Hópur starfsmanna. á vegum ráðsins hefur í tvö ár rannsakað gæði og notkun öryggisbúnaðar fyr- ir börn. Frá 1993 hafa a.m.k. 24 böm yngri en 12 ára dáið af völdum líknarbelgja sem blásast upp á allt að 320 km hraða á klst. ■ ®]Stilling SKEIFUNNI 11 - SÍMI 588 9797 Til þess að auka öryggið í umferðinni,- og í bílaviðskiptum OKUUOS [ BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF. Eigum mikið úrval af fram- og aftur- Ijósum á margar gerðir bifreiða, bæði fólksbila og jeppa. Nánari upplýsingar fást hjá sölu- mönnum okkar í síma 588 2550 BílavörubóSin FJÖÐRIN I fararbroddi SKEIFUNNI 2,108 REYKJAVÍK SÍMI 588 2550 n\/ 520 0 n Höfum úrval höggdeyfa í margar gerðir bif- reiða. Leiðbeinum einnig við val á höggdeyfum í breyttar bifreiðar. Nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum okkar í síma 588 2550. Bílavörubúöin FJÖÐRIN I fararbroddi SKEIFUNNI 2,108 REYKJAVÍK SÍMI 588 2550 Bifreiðastjórar Hafið bílabænina í bílnum og orð hennar hugfost þegar þið akið. Drottrnn Gud, veit mer vernd þína, og lát mig minnast ábyrgðar minnar er ég ek þessari bifreiö. i Jesú nafni. Amen. Fæst í Kirkjuliúsinu, Laugavegi 31, Jötu, Hátúni 2, Reykjavík, Hljómveri og Shellstöðinni v/Hörgárbraut, Akureyri. Verð kr. 200. Orð dagsins, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.