Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 D 39 Mismunandi reglur um bónus og ólag BÓNUSREGLUR í bifreiðatrygg- j ingum eru nokkuð mismunandi | milli tryggingafélaganna hér á ' landi. Hér á eftir fara helstu atrið- ' in í bónusreglum tryggingafélag- anna. Hjá Tryggingamiðstöðinni, líkt og hjá öðrum tryggingafélögum, bytjar tryggingataki sinn feril með 10% bónus í ábyrgðartryggingu og vinnur sér inn önnur 10% á hveiju ári ef hann lendir í engu , umferðarslysi á þeim tíma. Bónus- ' hlutfallstalan hleypur alltaf á heil- í um tug hjá TM. Lendi trygginga- | taki hjá TM, sem hefur 70% bón- us, í tjóni fellur hann niður í 60%. Lendi tryggingataki með 60% bón- us í tjóni fellur hann niður í 50%. Sé hann hins vegar með 50% bón- us og lendir í tjóni fellur hann niður um fjóra flokka. Það á við um alla flokkana undir 50%. Tryggingataki með 10% bónus I sem lendir í tjóni getur fallið niður j í 90% álag. ( Sjóvá-Almennar Bónusflokkar hjá Sjóvá- Almennum eru 0%, 10%, 20%, 30%, 40%, 50%, 55%, 60%, 65%, 70% og 75%. Alag byijar í 10% álagi og hækkar síðan um 10% við hvern álagsflokk. Fyrir hvert tjónlaust ár hækkar bónusinn um einn flokk og verður að hámarki 75%. Þeir sem eru með 50% bónus 1 eða hærri falla um tvo bónusflokka ( fyrir hvert tjón en þeir sem eru með 40% bónus eða lægri falla um þijá bónusflokka fyrir hvert tjón. STOFN-viðskiptavinur sem er með 70% eða 75% bónus fellur ekki í bónus við fyrsta tjón á ökutækja- tryggingu. Eftirfarandi reglur gilda um vátryggingartaka sem ekki hafa átt bifreið áður: Nýir vátrygging- artakar sem eru 17 ára og tryggja bifreið í fyrsta skipti byija með 10% bónus. Hafi nýr vátrygg- ingartaki sannanlega ekið bifreið án þess að hafa valdið tjóni er heimilt að hækka bónusinn um einn flokk fyrir hvert tjónlaust ár að hámarki 50% bónus. vís Bónuskerfi VIS byggir á sam- spili bónus og tjónlausra ára í tryggingu, líkt og bónuskerfi ann- arra tryggingafélaga. Sá sem er að tryggja bíl í fyrsta sinn á rétt á 10% bónus og hækkar um einn flokk við hvert tjónlaust ár. Þó veitir VÍS þeim sem hafa haft próf lengur en í eitt ár ef hægt er að staðreyna tjónlausan akstur meiri bónus en þó aldrei meiri en 50%. Sá sem er með 9 tjónlaus ár í fær aldrei lægri bónus en 70%. Þeir sem hafa verið tjónlausir í 15 eða lengur falla um einn flokk í bónus við fyrsta tjón. Þar sem hafa verið tjónlausir í 5-15 ár falla um þijá flokka í bónus við fyrsta tjón. Þeir sem hafa verið tjónlaus- ir í 0-5 ár falla um §ora flokka við fyrsta tjón. Hægt er að falla niður í allt að 120% álag. FÍB-trygging Nýr aðili_sem kemur í vátiygg- ingu hjá FÍB-tryggingu og hefur haft vátryggingu hjá öðru trygg- ingafélagi fær sama bónus og hann hafði áður. Sá sem ekki hef- ur haft vátryggingu áður en met- inn sérstaklega og ekki er sjálfgef- ið hvaða bónus hann fær. Þar spil- ar inn í hvort hann hefur ekið bif- reið sem skráð er á t.d. maka og mjög mörg önnur atriði koma einn- ig til álita. FÍB-trygging getur því ekki gefið upp almenna reglu því hvert einstakt tilfelli er metið. Við fyrsta tjón er bónusfall tveir flokkar niður. Við annað tjón er bónusfall tveir flokkar til viðbótar. Bónusflokkar í ábyrgðatrygging- um FÍB-tryggingar hlaupa ýmist á 10% eða 5% þannig að ekki er alltaf um sama prósentufall að ræða heldur ræðst það af því hvaða bónus viðkomandi hefur þegar hann veldur tjóni. Sá sem hefur fallið í bónus ávinnur sér einn flokk á ári til baka eftir bón- usfall. Þannig tekur tvö ár að vinna upp fall um tvo bónusflokka. Skandia 11 bónusflokkar eru í ábyrgða- tryggingu Skandia, frá 0% upp í 75%. Auk þess eru fimm álags- flokkar í ábyrgðartryggingu þann- ig að þeir sem lenda í mörgum tjónum geta í versta falli þurft að greiða allt að þrefalt iðgjald. Þeir sem ekki hafa tryggt bíl áður byija með 10% bónus í ábyrgð og 0% í kaskó. Bónus hækkar hjá öllum um einn bónusflokk við hvert tjónlaust ár þar til efsta flokki er náð. í ábyrgðartryggingu fellur bónus um einn flokk við hvert tjón en í kaskól um tvo flokka. í ábyrgðartryggingu falla þeir sem eru með 75% bónus í 70% og í kaskó úr 55% í 40% við eitt tjón. Þeir sem eru með Bónus- tryggingu Skandia falla þó ekki í bónus við fyrsta tjón. i $ 4ra dyra útgáfan af SUZUKI jeppan- SUZUICI um sem hefur reynst frábærlega viö * "'íslenskar aöstæöur. SIDEKICK er framleiddur fyrir Bandaríkjamarkaö, sem gerir ströngustu öryggiskröfur í heimi í dag. Bíllinn er mjög vel útbúinn. Verð frá kr. 2.080.000 stgr.* (Sidekick Sport, árg 1997). Verð frá kr. 1.749.000 stgr.* (Sidekick JX, árg. 1997). Eins árs ábyrgö og ryðvörn innifalin í verði. Sérpöntum flestar geröir bifreiða eftir þínum óskum. *Gengi: 1.10.'96. A Bffastúdfó hf. Faxafeni 14, 108 Reykjavík. Sími 568 5555. Opið kl. 10-19 mánud. -föstud., kl. 11-14 laugard. 4ra dyra Suzuki „SIDEKICK“ Þjónustu- verkstæði: Sveinn Egilsson Rafbílar og reióhjól BYLTINGARKENNDAR breytingar verða á bílnum á næstu fimm til tíu árum, að sumra mati. Stærstu breytingarnar verða á sviði ólífrænna orkugjafa og skynrænna samgöngukerfa. Renault hefur á prjónunum svokallað Tulip verkefni sem miðar að þróun á litlum rafbilum til fjöldanota. Hugmyndin er sú að hægt verði að leigja bilana í nokkrar klukkustundir eða einn dag. Greiðsluformið verði með svipuðum hætti og þegar greiðslukorti er rennt í gegnum skanna. Frakkar vinna einnig að Praxitele verkefninu sem verður prófað á næsta ári. Samkvæmt því verða litlir rafbílar staðsettir á járnbraut- arstöðvum og iestarfarþegar geta pantað einn slikan um leið og þeir kaupa lestarmiðann. Reiðhjól með litlum rafmótorum þykja henta einkar vel til styttri ferða og sem farartæki í snattið. Fyrirtæki í Kaliforníu sem framleiðir slík hjól hefur ekki annað eftirspurninni og hyggst auka framleiðsluna úr 10 þúsund hjólum á ári í 20 þúsund. Verðlækkun á Gabriel-höggdeyfum Mazda 323 ‘81-’89 aftan - verð 7.600 kr., nú 6.080 kr. Bronco ‘84-’89 aftan - verð 3.900 kr., nú 3.120 kr. Volvo 244 ‘75-’93 framan - verö 4.000 kr., nú 3.200 kr. Volvo 244 ‘75—’93 aftan - verð 2.900 kr., nú 2.320 kr. Sunny ‘86-’91 aftan - verð 7.600 kr., nú 6.080 kr. Corolla ‘88-’92 aftan - verð 7.600 kr., nú 6.080 kr. Aries ‘84-’89 framan - verð 7.600 kr., nú 6.080 kr. Golf '84-’91 framan - verð 4.000 kr., nú 3.200 kr. G* varahlutir HAMARSHÖFÐA 1 - SÍMI 567-6744

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.