Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 1
92 SIÐUR B/C WglfllItiblPÍfe STOFNAÐ 1913 235. TBL. 84. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tale- banar • * JctXcl ósigra KabAl. Reuter. TALEBANAR reyndu í gær að styrkja varnir umhverfis Kab- úl, höfuðborg Afganistans, eft- ir ósigra helgarinnar. Andstæð- ingar Talebana hafa hafið póli- tískt samstarf við Abdul Rashid Dostum, sem ræður lögum og lofum í norðurhluta Afganist- ans. Talebanar, sem náðu völdum í Kabúl og mestum hluta Afg- anistans fyrir tveimur vikum, viðurkenndu að þeir hefðu misst bæi á vegi norður af Kabúl, en hétu því að brjóta á bak aftur sókn sveita Ahmads Shahs Masoods, sem hafði leit- að skjóls í Panjsher-dal fyrir norðan Kabúl. Masood er varn- armálaráðherra í stjórn Bur- hanuddins Rabbanis, sem stríðsherrann Dostum viður- kenndi í gær. Segja sérfræðingar að stuðningur Dostums sé nauð- synlegur ætli Rabbani og læri- sveinn hans, Masood, að hrifsa völdin af Taleban-hreyfing- unni. Talebanar ráða nú yfir tveimur þriðju hlutum Afgan- istans. Talebanar misstu bæina Jab- al os-Siraj og Charikar, sem eru á veginum milli Kabúl og Panjsher-dals. Enn virðist vera barist um Bagram-flugvöllinn. Vélbáturinn Jonna SF 12 frá Höfn í Hornafirði fórst í fyrrakvöld Þriggja manna saknað ÞRIGGJA skipverja á Jonnu SF 12, 30 tonna eikarbáti frá Höfn í Horna- firði, er saknað eftir að báturinn fórst í fyrrakvöld austur af Skarðs- fjöruvita. Um 60 manna björgunar- lið frá Vík í Mýrdal til Hafnar í Hornafirði leitaði mannanna árang- urslaust fram í myrkur í gærkvöldi. Tvo tóma björgunarbáta og brak úr bátnum hefur rekið á fjörur. Kjartan Bergsteinsson í loft- skeytastöðinni í Vestmannaeyjum sagði að Jonna hefði verið á leið úr slipp á höfuðborgarsvæðinu til Hafn- ar á sunnudagskvöld. Skipstjórinn hefði óskað eftir því um talstöð við skipverja á Fróða, nærliggjandi báti, að fylgst yrði með bátnum skammt austur af Skarðsfjöruvita um kl. 18.45. Eftir samtalið hefði verið haft samband við Jonnu og tekið fram að fylgst yrði með bátnum áfram. Skipstjórinn hefði sagst ætla að fara niður í bátinn til að hjálpa hinum skipverjunum við að gera við lensur, þ.e. dælur bátsins, en einnig var bilun í rafmagni. Hins vegar virtist skipstjórinn ekki halda að um alvarlega bilun væri að ræða í bátn- um enda væru vélarnar í góðu lagi. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki aftur samband við bátinn. Slæm leitarskilyrði Kjartan sagði að þó nokkur fjöldi skipa hefði verið í grenndinni og fljótlega hefði verði hafin leit á sjó. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LIF, og björgunarlið var kallað út upp úr kl. 20 á sunnudagskvöld. Um tveimur tímum síðar fannst mikið brak úr Jonnu á Meðallands- fjöru, skammt austan við Skarðs- fjöruvita. Meðal annars lágu þar tveir uppblásnir björgunarbátar Morgunblaðið/Þorkell ANNAR björgunarbátanna úr Jonnu sem fannst á Meðallandsfjöru, skammt austan Skarðsfjöruvita. skammt hvor frá ððrum, rúma fjóra kílómetra austur af vitanum. Greini- legt var að skipverjar höfðu ekki komist í þá. Einnig fundust björgun- arvesti, flotgallar, fjöldi fískikerja merkt bátnum og mikið spýtnabrak, allt að fimm kílómetrum austan við vitann. Um tíu vindstig voru á sunnu- dagskvöldið, mikið sandfok og brim. Aðstæður til leitar voru því erfiðar og þurfti að hætta leit vegna veðurs um nóttina. Hún hófst aftur á mánu- dagsmorgun og bættist þá liðsauki í hóp leitarmanna. Vindur var enn mikill um morguninn og sandfok. Síðari hluta dags fór að rigna og vind lægði nokkuð og dró þá úr sand- bylnum. Leitað var allt frá slysstað til Vík- ur fram í myrkur í gærkvöldi. Aust- anáttin bar brak úr bátnum sífellt vestar og síðdegis fundust leifar af honum við Miðkvísl, skammt frá Hjörleifshöfða. Leitarsvæðið var þá stækkað og fjðrur gengnar allt vest- ur í Hverfisfjöru, vestan Reynis- fjalls. Alls hefur brak fundist á 55 kílómetra strandlengju. Leit var hætt um klukkan sjö í gærkvöldi en að sögn Harðar Davíðssonar, svæð- isstjórnarmanns á Kirkjubæjar- klaustri, verður henni fram haldið í dag strax og aðstæður leyfa. ¦ Ófærir ósar/6 Hart deilt á tillögur Emmu Bonino í kvótamálum Reuter Rannsóknardómari látinnhætta HÆSTIRÉTTUR Belgíu úrskurð- aði í gær, að rannsóknardómarinn Jean-Marc Connerotte skyldi hætta rannsókn á máli Marcs Dutroux, sem uppvís varð að því að ræna ungum stúlkum, misnota þær kynferðislega og myrða. Var þessari ákvörðun ákaft mótmælt. Ástæðan fyrir því, að hæstirétt- ur tók til greina fullyrðingar verj- enda Dutroux og samverkamanna hans um að efast mætti um óhlut- drægni Connerotte, var, að hann hafði mætt í pastaveislu, sem haldin var til að fagna frelsi tveggja stúlkna, sem bjargað var úr klóm Dutroux. Mörg hundruð manns mót- mæltu ákvörðun hæstaréttar. A myndinni talar systir stúlku, sem enn er saknað, til mótmælenda við hús hæstaréttar. Talað um 15% nið- urskurð á sex árum Luxemborg. Reuter. FLEST bendir til, að áætlanir Emmu Bonino, sjávarútvegsstjóra Evrópu- sambandsins, ESB, um mikinn nið- urskurð í fiskveiðum aðildarríkjanna verði sjálfar skornar niður við trog. Voru þær gagnrýndar harðlega á fundi sjávarútvegsráðherra ESB í Luxemborg í gær og haft er eftir heimildum, að hugsanlega verði að- eins samþykkt að minnka sóknina um 15% á sex árum. Bonino hafði lagt til, að sóknin í helstu nytjafiskstofnana innan lög- sögu ESB yrði minnkuð um 40% og lagði raunar áherslu á, að í raun þyrfti niðurskurðurinn að vera meiri. Sjávarútvegsráðherrarnir, sem ótt- ast atvinnuleysi í fiskveiðibæjunum, gerðu hins vegar mjög harða hríð að henni og í fundarlok virtist hún tilbúin til að fallast á málamiðlun. Haft er eftir heimildum, að hugs- anlega verði sæst á 15% niðurskurð á sex árum eða um tvö til þrjú pró- sent á ári. Þá eru uppi hugmyndir um að efla sóknarstýringuna til að hlífa þeim fiskstofnum, sem verst standa. Vísindin dregin í efa Á fundinum dró hver ráðherrann á fætur öðrum í efa vísindalega út- reikninga um stöðu fiskstofnanna og kröfðust þeir meiri sveigjanleika í fiskveiðistjórnuninni og meiri styrkja til sjávarútvegsbyggðanna. Margir kröfðust þess einnig, að skip allt að 14 metrum á lengd yrðu undanþegin takmörkunum en það gildir nú um báta upp að sjö metrum. Sean Barrett, sjávarútvegsráð- herra írlands, sem nú er forystulahd- ið innan ESB, sagði við upphaf fund- arins í gær, að allir viðurkenndu, að þörf væri á aðgerðum til að vernda stofnana og að fundinum loknum ætlaði hann að ræða við ráðherrana hvern um sig til að sam- ræma afstöðu þeirra fyrir næsta fund, sem verður í nóvember. Deilur um kvótahopp Ráðherrarnir deildu ekki aðeins á Bonino, heldur einnig nokkuð hver á annan. Tony Baldry, sjávar- útvegsráðherra Bretlands, fór til dæmis hörðum orðum um kvóta- hopp Spánverja og spænski ráðherr- ann, Loyola de Palacio, svaraði full- um hálsi. Minnti hann einnig á, að Spánverjar hefðu minnkað sinn flota, þann stærsta innan ESB, úr 650.000 tonnum í 450.000 tonn á 10 árum. Sagði hann, að taka ætti tillit til þess við fyrirhugaðan niður- skurð. „Vandamálið er fyrst og fremst allt of mikil sókn í ákveðnar tegund- ir," sagði spænski ráðherrann en það eru þorskur, ýsa og sardína, sem verst standa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.