Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Tyrkneska forræðismálið Lögreglu falið að hafa uppi á Halim HALIM Al, fyrrverandi eigin- maður Sophiu Hansen, kom ekki til réttarhalda undirréttar í Istanbúl í Tyrklandi vegna umgengnisbrota hans gagnvart Sophiu Hansen, fyrrverandi eiginkonu hans, og dætrum í gærmorgun. Dómari fói lög- reglu að leita Halim uppi og færa hann í handjárnum í næsta réttarhald. Réttarhöldunum var frestað til 20. nóvember nk. Samkvæmt fréttatilkynningu frá samtökununum Börnin heim er nú vitað að Halim A1 fer huldu höfði enda er talið að hann hræðist að mæta í saka- dóm. Fram kemur að mikill ljöldi fjölmiðlafólks hafi verið viðstaddur réttarhöldin. Frétta- menn tóku viðtöl við Sophiu. Hún kom til réttarins I fylgd Hasíps Kaplans, lögmanns síns, og túlks. Halim A1 hefur 14 sinnum brotið umgengnisrétt mæðgn- anna á árinu. Taka átti þessi brot og fyrri brot, sem Halim hefur ekki fengið dóm fyrir, í réttarhaldinu í gærmorgun. GPS-landmælingartækjum komið fyrir á Grímsvötnum Vatnshæðin að ná 1.500 m GPS-landmælingartækjum var komið fyrir á vegum Norrænu eldfjallastöðvarinnar á Gríms- vötnum á Vatnajökli sl. laugardag. Guðmundur Sigvaldason jarðfræðingur segir að aðeins hafi borist merkjasendingar frá landmælingartækj- unum í um klukkustund. Merkjasendingarnar gáfu til kynna að hæð Grímsvatna væri að ná 1.500 m. Guðmundur sagði að landmælingartækið gæfi frá sér merki um nákvæma staðsetningu og hæðarbreytingar. Merkin hefðu borist eins og gert hefði verið ráð fyrir frá Grímsvötn- Eldgosið í Vatnajökli lá að mestu niðri í gær um, upp á Grímsfjall, í Búrfell og áfram með símalínu til Reykjavíkur í um klukkustund sl. laugardag. Að þeim tíma liðnum hefði sendingin rofnað, sennilega á Grímsfjalli eða yfir í Búrfell, og ekki komist á aftur. Hita- breyting gæti hafa valdið því að sendingin rofnaði. Guðmundur sagði að merkjasendingin hefði gefið til kynna að Grímsvötn væru í um 1.499 m hæð eða alveg að ná 1.500 m hæð. Hann sagði að talið væri að hæðin þyrfti að fara aðeins upp fyrir 1.500 m hæð til að vatnið undir færi að hreyfa sig að ráði. Nánast engin skjálftavirkni Hjá Guðmundi kom fram að samkvæmt mæl- um Raunvísindastofnunar virtist gosið á jökl- inum að mestu hafa legið niðri í gær. Jarð- skjálftavirkni var nánast engin. Flogið verður yfir gosstöðvarnar í dag ef veður leyfir. Morgunblaðið/Magni MENN frá Norrænu eldfjallastöðinni komu landmælingarbúnaði upp á Grímsvötnum sl. laugardag. Ritsljórn Vikublaðs- ins kaupir HP PÁLL Vilhjálmsson, ritstjóri Viku- blaðsins, hefur ásamt starfsmönn- um þess og nokkrum fjárfestum öðrum fest kaup á Helgarpóstinum og er reiknað með að kaupsamn- ingur við prentsmiðjuna Odda verði undirritaður í dag. Páll vildi í samtali við Morgunblaðið ekki gefa upp kaupverðið. Fyrra útgáfufélag Helgarpósts- ins, Miðill ehf., var tekið til gjald- þrotaskipta fyrir skömmu en áður en það varð leysti Oddi hf. eignir blaðsins til sín og hefur staðið að útgáfu þess síðan. Páll kveðst fyrst hafa kannað möguleika á að kaupa blaðið fyrir um hálfu öðru ári og tekið upp viðræður við Odda eftir að prentsmiðjan eignaðist blaðið. Hann segir búið að ganga frá því við Tilsjá ehf., útgefanda Viku- blaðsins, að gegn því að hann fái að láta af störfum ritstjóra með stuttum fyrirvara, muni aðrir starfsmenn annast útgáfuna þangað til búið sé að ákveða hvem- ig ritstjóm verði mönnuð að nýju. Jafnvel sé möguleiki á að ný rit- stjóm taki við Vikublaðinu um næstu helgi. Stofnað verður fyrir- tækið Lesmál ehf. um útgáfuna. Ekki pólitísk útgáfa Núverandi blaðamenn Helgar- póstsins eru ráðnir til viku í senn og munu ganga frá útgáfu blaðs- ins næstkomandi fimmtudag, en ný ritstjóm tekur síðan við og annast útgáfu blaðsins að viku lið- inni. Páll neitar því að Helgarpóst- urinn muni fylgja pólitískri rit- stjórnarstefnu í anda Vikublaðsins og segir áherslu verða lagða á skemmtifregnir og upplýsandi þjóðfélagsumræðu. Hann sé bjart- sýnn á útgáfugrundvöll HP. „Við erum ekki að flytja með okkur Vikublaðið né heldur að taka við Helgarpóstinum til að gefa hann út í óbreyttri mynd. Þetta verður blaðmannablað með pólitík Páls Vilhjálmssonar," segir h'ann. Fyrir ári var stofnað hlutafélag um rekstur Vikublaðsins, sem hafði verið gefið út með nokkrum halla, og hefur því verið komið á réttan kjöl. „Við sjáum með kaupum á Helgarpóstinum möguleika á stærra og áhugaverðu verkefni enda er velta hans um tvöfalt meiri en Vikublaðsins. Einnig lít ég á Helgarpóstinn sem áhuga- verðan kost frá sjónarmiði blaða- mennsku,“ segir Páll. „Varaþj oðsöng- ur“ tekinn upp? SPURNINGIN hvort rétt sé að taka upp annan þjóðsöng við hlið núver- andi þjóðsöngs íslendinga, var rædd á Alþingi í gær. Unnur Stefánsdóttir, Framsóknar- flokki, mælti fyrir þingsályktunartil- lögu um málið. Hún sagði mikla þörf á því, að íslendingar ættu tiltækan annan þjóðsöng við hlið hins núver- andi „sem væri aðgengilegri í flutn- ingi og hentaði betur til almennrar notkunar, svo sem í skólum, á íþróttakappleikjum og við önnur svipuð tækifæri“. „Ó Guð vors lands“ hefði ekki verið saminn með það í huga að þjóna sem almennur þjóð- söngur íslendinga, og lag hans of erfítt í flutningi fyrir ósöngvant fólk. Auk þess væri það að margra dómi misnotkun á „Ó Guð vors lands“ að flytja hann á íþróttakappleikjum og útisamkomum, oft af takmarkaðri getu og við ýmiss konar aðstæður. Heppilegra væri að nota við slík tækifæri söng sem aðgengilegri væri í flutningi og vísaði jafnframt til þjóð- emisvitundar fólks. Margir íslenzkir söngvar væru til sem þjónað gætu slíku hlutverki, og hafá reyndar gert það um áratuga skeið, með óformleg- um hætti. Sams konar tillögur hafa legið fyrir þinginu áður, en ekki hlotið afgreiðslu. —... -» » ------ Flug raskaðist FLUGSAMGÖNGUR röskuðust vérulega innanlands í gærdag vegna veðurs. Hjá íslandsflugi fengust þær upp- lýsingar að allt flug hefði legið niðri nema hvað flogið hefði verið til Siglu- fjarðar og Sauðárkróks í gærmorgun og til Egilsstaða og Norðfjarðar síð- degis. Flugleiðir flugu til Akureyrar og Sauðárkróks og síðdegis þegar veður skánaði var farið til Egilsstaða og Hornafjarðar. Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Heimsókn í Höfða UNGIR og gamlir þáðu boð borg- arstjóra Reykjavíkur um að litast um í Höfða i tilefni af 10 ára afmæli leiðtogafundarins um helgina. Leiðsögumenn tóku á móti gestunum, rifjuðu upp sögu hússins og sögðu sögu ýmissa list- muna í eigu Reykjavíkurborgar í húsinu. A eftir rituðu gestir nöfn sín í gestabók Höfða eins og leiðtogar risaveldanna gerðu fyrir 10 árum. * _______________________ Islensk stúlka vann Anne Burda-verðlaunin Besta saumakona Evrópu Morgunblaðið/Jón Svavarsson GUÐRÚN Árdís Össurardóttir í kjólnum sem færði henni titilinn „Besta saumakona í Evrópu. GUÐRÚN Árdís Össurardóttir sigraði í keppni þýska tískublaðsins Burda um titilinn „Besta saumakona Evrópu“ í Baden-Baden á laugardagskvöldið. Verðlaunin fékk hún fyrir kjól sem hún hannaði og saumaði úr allsérstæð- um efnivið. „Hann er úr dökkbláu polyester og organza og svo notaði ég gardínugorm til að halda ytra pils- inu út. Á kjólnum eru líka litlar mósa- íkflísar frá pabba en hann flytur inn og selur flísar. Maður verður bara að nota það sem hendi er næst,“ sagði Guðrún Árdís í stuttu samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær, nýlent á Keflavíkurflugvelli. Hún gerir þó að- eins stuttan stans heima í þetta sinn því að strax í dag heldur hún af stað til Flórída þar sem hún hóf nýlega nám í fatahönnun við The Art Instit- ute of Fort Lauderdale. Rauður blæjubill i verðlaun Verðlaunin voru vegleg. „Ég fékk rauðan blæjubíl, Fiat Punto, fullt af snyrtivörum, risablómvönd og svo auðvitað Anne Burda-medalíuna,“ segir hún og hugsar sér gott til glóðar- innar að fá blæjubilinn út i sóiina á Flórída. Skólinn er nýbyrjaður og henni líst vel á. „Þetta er mjög virtur skóli og vel tækjum búinn, þarna er allt það nýjasta sem verið er að gera í dag.“ Áður en Guðrún Árdís hélt utan til náms hafði hún tekið eina önn á hand- íðabraut í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti til að undirbúa sig fyrir fatahönn- unarnámið en þar áður var hún í Versl- unarskólanum. Það var móðir hennar sem kenndi henni að sauma. Guðrún Árdís er glöð yfir góðum árangri í Burda-keppninni. „Maður getur ekki annað en verið ánægður. Þetta er ofboðslega mikil hvatning.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.