Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 11 hagsmunir sveitarfélags og starf félagsins í þágu almennings fara saman. Loks vil ég gjarnan nefna mikið sjálfboðastarf kvennadeildar Reykjavíkurfélagsins, þar sem 300 konur sjá m.a. um bókasöfn á sjúkrahúsunum. Kvennadeildin hef- ur gert þetta í rúm 20 ár og er sjálfri sér nóg með peninga, því hún heldur basara og rekur verslanir í sjúkrahúsunum. Rauði krossinn á einnig 8 íbúðir fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra." Guðjón segir að nú sé svo komið að Rauði krossinn þurfi að fara að velja sér verkefni. „Hingað til höfum við tekið verkefni að okkur ef við höfum haft peninga og mannafla til að sinna þeim. Nýj- asta viðbótin eru skipulagðar heim- sóknir til fanga, sem hefjast í nóv- ember og eru viðbót við ágætt starf Verndar. Grundvöllur starfs okkar er að hjálpa þeim sem minna mega sín.“ Áhugaleysi heil- brigðisyfirvalda Ef einhveija eftirsjá er að greina hjá Guðjóni eftir tíu ára for- mennsku, þá er það einna helst þegar talið berst að sjúkrahóteli Rauða krossins við Rauðarárstíg. „Við höfum rekið hótelið í tíu ár eða frá því að við keyptum Hótel Heklu. Við ætluðum okkur að bæta úr brýnni þörf og héldum að við gætum tekið allt húsið í notkun sem sjúkrahótel. Heilbrigðisyfir- völd höfðu hins vegar engan áhuga. Þar fannst mér ég bregð- ast, því eg gat ekki beitt mér sem skyldi. Á þessum tíma starfaði ég sem aðstoðarlandlæknir og síðar sem skrifstofustjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu og það setti mig í erf- iða stöðu. Ég tel mikil mistök að heilbrigðisyfirvöld skyldu ekki taka þann kostinn að nýta sjúkrahótelið, fremur en miklu dýrari pláss ann- ars staðar. í Vestur-Evrópu er sú skoðun að hasla sér völl að félaga- samtök eigi að taka við rekstri af þessum toga, en hér ríkir tor- tryggni og menn telja að félaga- samtökin ætli sér að græða á öllu saman. Það má einnig vera að embættismenn telji sér ógnað, þvi völd þeirra skerðast ef félagasam- tök taka að sér rekstur sem áður i hefur verið á þeirra könnu.“ Guðjón segist þó sannfærður um að skilningur muni aukast á gildi þess að fela félagasamtökum í auknum mæli samfélagsleg verk- afni. Að lokum kveðst Guðjón vilja íota tækifærið og þakka fyrir að lafa sem sjálfboðaliði fengið að ^ ieiða hið mikilvæga starf Rauða krossins. „Ég þakka sérstaklega ánægjuleg kynni og samstarf við | gott fólk, sjálfboðaliða og starfsfólk Rauða kross íslands," segir Guðjón Magnússon. feril" segir Anna Þrúður. „Ég hlakka til að takast á við spenn- andi verkefni og vona að mér tak- . ist að axla þessa miklu ábyrgð. Allan þann tíma sem ég hef starf- að innan vébanda Rauða krossins ) hefur ég kynnst mörgu góðu fólki og ég finn mikinn hlýhug. Mér finnst gaman að bijóta þetta blað í sögu félagsins, að verða fyrsta konan til að gegna starfinu. Það má segja að ég sé ólæknandi hug- sjónamanneskja og það er í mínum huga ótrúlegt ævintýri að hafa fengið að vinna að svo mörgum spennandi verkefnum með góðu I fólki á vegum féiagsins." I Ávallt viðbúin Nýkjörinn formaður Rauða krossins segir mörg verkefni fram- undan, m.a. við að byggja enn frekar upp starfsemi deilda félags- ins víða um land. Félagið hefði ákveðnum skyldum að gegna í almannavarnastarfi og mikilvægi ! þess hefði sýnt sig í snjóflóðunum á Vestfjörðum á liðnu ári. „Við erum á eilífri vakt, verðum alltaf I að vera viðbúin og fólk verður að vita hvert hlutverk þess er.“ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Undirstöður dráttarbrautar reistar með stálhertri steypu í Slippnum Steypt neðansjávar VERIÐ er að reisa mikið mann- virki neðansjávar við Slippinn í Reykjavíkurhöfn. Um er að ræða endurbyggingu undir- stöðu undir nýja dráttarbraut. Aðstæður við framkvæmdirnar eru um margt sérstakar. Þar vinna kafarar við að beina steypudælu í mót undirstöð- unnar sem aftur hvílir á mikl- um steyptum stöplum sem reknir voru niður fyrr í sumar. Vegna þess hve undirstaðan nær langt út hefur einnig orðið að grípa til þess ráðs að dæla úr steypubíl í landi yfir í annan steypubíl á pramma sem aftur dælir steypunni niður á hafnar- botninn. Reykjavíkurhöfn hefur veg og vanda af endurbyggingu dráttarbrautarinnar á nýjum undirstöðum en Stálsmiðjan sér um smíði nýrrar og fullkom- innar brautar. Bjarni Thorodds- en, rekstrarstjóri Stálsmiðjunn- ar, segir að ákveðið hafi verið að ráðast í framkvæmdir eftir að óhapp varð í Slippnum fyrr í ár en þá gáfu undirstöður sig þegar verið var að hífatogar- ann Otto Wathne upp. Áfalla- laust gekk að bjarga skipinu en dráttarbrautin skemmdist nokkuð. Þá kom í ljós að undir- stöður voru illa farnar. Bjarni segir að 70-80 steyptir stöplar hafi verið reknir niður í hafnar- botninn. Ofan á þá er steypt undirstaða sem brautin er lögð á. Tvenns konar steypa er not- uð við framkvæmdirnar, neð- ansjávarsteypa og sérstök há- styrkleikasteypa sem blönduð er stáltrefjum. Einar Einars- son, verkfræðingur hjá steypu- stöðinni BM Vallá, segir afar fátítt að steypt sé neðansjávar á Islandi. Venjulega sé reynt að þurrka upp svæði þar sem steypa á og reka stálþil niður til að halda vatni burtu. Einar segir að stálherta steypubland- an sé nýnæmi en hún hafi verið sérstaklega löguð af þessu til- efni. Sú steypa á að þola þung högg og mikinn núning. Vestfirðir og Norðurland Hálka og ófærð HÁLKA var víða á vegum í gær, Þungfært var um Hellisheiði einkum á Vestfjörðum og á Norð- eystri, Þorskafjarðarheiði og á ur- og Norðausturlandi. Ófært Ströndum. Slæmt veður var á var um Hrafnseyrarheiði og Lág- Vestfjörðum og samkvæmt upp- heiði en Öxarfjarðarheiði var lýsingum vegagerðar var ekki mokuð í gær. ráðgert að moka þar í gær. með færanlegum rímhim HURÐIR HF Skeifan 13 • 108 Reykjavtk • Sími 568 1655 _ Þakskífurnar eru sérstaklega fallegar og setja glæsilegan svip jafnt á ný hús sem gömul. _ Þakskífurnar frá BM»VaIlá eru viðhaldsfríar. Þær ryðga ekki og þær þarf aldrei að mála. __ Þakskífurnar eru mjög þéttar og auðvelt er að leggja þær. Kynntu þér þetta hagkvæma og spennandr þakefni. Pantaðu ókeypis bækling með ítarlegum upplýsingum m.a. um lögn og frágang. Pantaðu bækling í síma 577 4200 • Grænt númer 800 4200 • Netfang: bmvalla.sala@skima.is GÆÐAKERFI |S IST ISO 9001 Þakskífur úr steini fyrir íslenskt veðurfar. Þakskífur úr steini hafa lengi verið húsaprýði í grannlöndum okkar. BM»VaIlá framleiðir nú þakskífur sem þróaðar eru sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður og standast ströngustu kröfur um frostþol og endingu. BM-VALIÁ Söluskrifstofa Breiðhöfða 3 112 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.