Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDSFUNDUR SJALFSTÆÐISFLOKKSINS ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 13 Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins endurkjörnir fékk 90% atkvæða Morgunblaðið/Sverrir DAVÍÐ Oddsson og Friðrik Sophusson greiða atkvæði í formannskjöri á landsfundi. Alls greiddi 971 landsfundarfulltrúi atkvæði í formannskosningunni. Davíð DAVÍÐ Oddsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með 90% atkvæða á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins á sunnudag og Frið- rik Sophusson var endurkjörinn varaformaður með 76,16% atkvæða. Á seinasta landsfundi árið 1993 hlaut Davíð 78,8% atkvæða í for- mannskjöri og Friðrik 74,9% í vara- formannskjöri. Alls kusu 971 í formannskosning- unni. Davíð Oddsson fékk 870 at- kvæði, 55 atkvæðaseðlar voru auðir eða ógildir og 46 atkvæði féllu á aðra en ekki var upplýst hveijir það voru. 927 greiddu atkvæði í varafor- mannskjöri. Friðrik Sophusson hlaut 706 aticvæði, Sólveig Pétursdóttir hlaut 97 atkvæði eða 10,5%, Björn Bjarnason 30 atkvæði eða 3,24% og 60 atkvæði dreifðust á 17 manns og var ekki upplýst hveijir þeir voru. Auðir og ógildir seðlar voru 34. Fundurinn hefur styrkt stöðu Sjálfstæðisflokksins „Þetta hefur verið afar góður landsfundur og samstaðan mikil,“ sagði Davíð í samtali við Morgun- blaðið að loknum landsfundi. „Stundum hefur verið sagt að landsfundir sem hafa verið haldnir fyrir kosningar séu öðru vísi, vegna þess að þá gæti menn sín á því að FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra sagði á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins að flokkurinn yrði að búa sig undir að svara hugmyndafræði- legri gagnsókn vinstri manna. Búast mætti við því að íslenskir vinstri menn sæktu hugmyndir til breska Verkamannaflokksins og sjálfstæð- ismenn yrðu að búa sig undir að svara þeim. í ræðu sem bar yfirskriftina „Sjálfstæðisstefnan og samkeppnis- staða íslands“ sagði Friðrik, að vinstri menn hefðu verið á hug- myndafræðilegu undanhaldi síðustu tvo áratugi. Enginn talaði lengur fyrir áætlunarbúskap, miðstýringu, skynsamlegu skipulagi eða þjóðnýt- fengi að ráða ferðinni. Friðrik sagði að mikil umskipti hefðu orðið með valdatöku Sjálfstæð- isflokksins 1991. Hann rakti megin- breytingarnar og sagði síðan: „En ef til vill er markilegasti og að mörgu leyti skýrasti árangur okkar starfs síðustu fimm árin fólginn í almennri hugarfarsbreytingu. Nú líta menn ekki lengur til ríkisins um styrki og MAGNEA Guðmundsdóttir, Flat- eyri, hlaut flest atkvæði í miðstjórn- arkjöri á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins. Fimm konur náðu kjöri af alls ellefu miðstjórnarfulltrúum sem kosnir voru og voru konur í fjór- um efstu sætunum. Á seinasta landsfundi árið 1993 náðu fjórar konur kjöri í miðstjórn og voru þær meðal fimm efstu í kjörinu. Fjórir félagar í Sambandi ungra sjálfstæðismanna náðu kosningu í miðstjórn og er það besti árangur SUS í miðstjórnarkjöri í sögu Sjálf- stæðisflokksins, skv. upplýsingum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, for- manns sambandsins. Magnea Guðmundsdóttir, hús- móðir á Flateyri, hlaut 868 at- kvæði, Elínbjörg Magnúsdóttir, fisk- bægja ágreiningi frá, en þessi lands- fundur er haldinn tveimur og hálfu ári fyrir kosningar og samstöðuvilj- inn og hin almenna samstaða hér er mikil. Þó er það ekki þannig að menn standi hér frammi fyrir gerð- stuðning, heldur sækja hann í eigin atorku og hugvit. Smám saman hefur hugsjón sjálfsbjargarhvatar og ein- staklingshyggju verið að vinna á. Menn rasa ekki lengur eins um ráð fram og þeir gerðu, á meðan verð- bólgan slævði allt verðskyn og gerði allar áætlanir óframkvæmanlegar. Menn sýna miklu meiri fyrirhyggju en áður. Fyrirtæki hafa verið að hag- ræða hjá sér, unga fólkið fer gætileg- ar en áður í að safna skuldum." Friðrik sagði að sjálfstæðismenn mættu hins vegar ekki ofmetnast af sigrunum og minnti á að í sér- verkakona á Akranesi, hlaut 820 atkvæði, Drífa Hjartardóttir, bóndi á Keldum, hlaut 803 atkvæði, Jó- hanna Vilhjálmsdóttir, stjórnmála- fræðinemi í Reykjavík, 748, Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, 712, Ásgerður Hall- dórsdóttir, deildarstjóri á Seltjarnar- nesi, 657, Ari Edwald, aðstoðarmað- ur ráðherra, 629, Birgir Ármanns- son, lögfræðingur í Reykjavík, 552, Jón Helgi Björnsson, rekstrarhag- fræðingur á Laxamýri, 548, Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmda- stjóri í Kópavogi, 523 og Björn Jón- asson, sparisjóðsstjóri á Siglufirði, 520 atkvæði. Allir miðstjórnarmenn sem buðu sig fram til endurkjörs náðu kjöri að Kristni Péturssyni á Bakkafirði um hlutum. Ályktunum sem lagðar voru fram og sem miðstjórn hafði lesið yfir er hér gjörbreytt. Engu að síður kemur flokkurinn út sem heildstæður og mjög sterkur og öflugur. Fyrir okkur ráðherrana og hveijum ósigri væri fólgið frækorn sigurs og í sérhveijum sigri frækorn ósigurs. Framundan væri geijun á vinstri kanti stjórnmálanna og búast mætti við að íslenskir vinstri menn ættu eftir að sækja hugmyndir til breska Verkamannaflokksins. Hann fjallaði nokkuð um sumar hugmynd- ir Verkamannaflokksins og kallaði þær upphitaðar gamlar lummur" Hugmyndir sóttar til Bretlands „Ég nefni þetta hér vegna þess að við eigum áræðanlega eftir að undanskildum. Alls gáfu 18 lands- fundarfulltrúar kost á sér í mið- stjórnarkjörinu. Þingflokkur sjálfstæðismanna kýs fimm fulltrúa í miðstjórn flokksins. mig persónlega er þetta traustur bakgrunnur fyrir okkar störf. Ég hef það á tilfinningunni að þessi landsfundur hafi styrkt stöðu Sjálf- stæðisflokksins mjög mikið,“ saagði Davíð. sjá mikla hugmyndafræðilega og pólitíska geijun á vinstri væng stjórnmála á næstu árum og þá er ég viss um að margar hugmyndir verða sóttar til breska Verkamanna- flokksins. En þá vaknar stóra spurn- ingin: Hvernig eigum við að svara hinni hugmyndafræðilegu gagnsókn vinstri manna sem framundan hlýtur að vera á íslandi eins og í Bretlandi?" Friðrik sagði að í hans huga fæl- ist svarið í einu orði, ábyrgð. Sjálf- stæðismenn ættu að stefna að þjóð- félagi sem kalla mætti ábyrgðarþjóð- félagið. „Ábyrgð merkir það, að menn njóti og gjaldi verka sinna. Þeir geta ekki búist við því að geta velt kostnaðinum af mistökum sínum yfir á herðar annarra. Þeir verða sjálfir að bera ábyrgð á þeim. At- vinnurekendur verða að bera ábyrgð á rekstri sínum sjálfir. Um leið merk- ir ábyrgð það, að menn eiga að njóta sjálfsaflafjár. Þeir verða að fá að græða á því sem þeir hafa vel gert. Ríkið má ekki sverfa að þeim með óhóflegri skattiagningu og afskipt- um af öllu tagi.“ Það kjör fór fram í gær. Kjörnir voru Sturla Böðvarsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Þorsteinn Pálsson, Halldór Blöndal og Sigríður Anna Þórðardóttir. Mála- miðlun um GATT GAGNRÝNI á framkvæmd GATT- samkomulagsins voru felld út úr ályktunardrögum um viðskipta- og neytendamál á landsfundinum. Náðist málamiðlun í starfshópum fundarins um eftirfarandi setn- ingu í stjórnmálayfirlýsingu landsfundarins: „GATT-samningi er fagnað og þeim möguleikum sem hann veitir íslenskum útflytj- endum og neytendum. Tryggja verður að framkvæmd samnings- ins sé með sambærilegum hætti og i nágrannalöndum okkar. Halda verður áfram á braut al- þjóðlegs samstarfs og aukins við- skiptafrelsis á öllum sviðum með hagsmuni íslenskra atvinnuvega ogneytenda að leiðarljósi.“ I stjórnmálayfirlýsingu lands- fundarinns er lögð sértök áhersla á að þróa beri frekar samstarf við Evrópusambandið á grundvelli samningsins um EES og að ísland verði virkur þátttakandi í starfi Alþjóða viðskiptastofnunarinnar. Standa skuli þannig vörð um mörkun og framkvæmd utanríkis- stefnu þjóðarinnar, að íslending- um gefist sem best og flest tæki- færi til að nýta sér aukið aiþjóða- samstarf á öllum sviðum. Tillaga í drögum að ályktun um iðnaðar- mál sem lögð var fyrir fundinn um að kannað verði til hlítar hvort sneiða megi hjá vanköntum aðild- ar að ESB, var felld út úr endan- legri ályktun fundarins. „Heildstæð endurskoðun gild- andi skattalaga, reglugerða og verklagsreglna við álagningu skatta þarf að fara fram án tafar. Við þá endurskoðun á að hafa að leiðarljósi breikkun skattstofna og lækkun skatthlutfalla," segir m.a. i ályktun um skattamál sem sam- þykkt var eftir miklar umræður. Tillögu um að í stað tekjuskatts verði tekið upp almennt 5% ið- gjald til heilbrigðistrygginga í þrepum var vísað til miðstjórnar að tillögu fjármálaráðherra. í ályktun landsfundaríns í jafn- réttismálum segir að skilgreina beri jafnréttismál sem mannrétt- indamál og lagt er til að málaflokk- urinn verði færður úr félagsmála- ráðuneyti til forsætisráðuneytisins. Lögð er áhersla á að frelsi í líf- eyrismáium verði aukið þannig að einstaklingar geti valið á milli líf- eyrissjóða og stuðlað þannig að hagræðingu og heilbrigðri upp- byggingu sjóðanna með frjálsri samkeppni í ályktun landsfundar- ins um tryggingamál. Jafnframt er lagt til að rekstri heilbrigðis- stofnana verði breytt þannig að greitt verði fyrir unnin verk. Miklar breytingar voru gerðar á ályktunardrögum um heilbrigð- ismál á landsfundinum. í endan- legri ályktun landsfundarins er varað við frekari lækkun fjár- framlaga til heilbrigðisþjónustu, lögð er áhersla á að ýmsir rekstr- araðilar geti séð um rekstur heil- brigðisþjónustu, þ.e. sveitarfélög, liknarstofnanir og einkaaðilar, jafnt sem ríki. Þá segir að sam- vinna heilbrigðisstofnana sé nauð- synleg og ákveðin verkaskiptin óhjákvæmileg í sérhæfðustu þjón- ustunni og stefnt skuli að því að aðskilja ráðuneyti heilbrigðis- og tryggingamála. Lagt er til í ályktun landsfund- arins um húsnæðismál að Bygging- arsjóður ríkisins og Bygging- arsjóður verkamanna verði sam- einaðir í eina lánastofnun sem verði einkavædd fyrir aldamót. Þá er lagt til að vaxtabætur verði af- numdar og skattafsláttarleiðin verði farin í staðinn og boðið verði upp á óverðtryggð húsnæðislán með stiglausum lánstima í þvi skyni að hverfa frá verðtryggingu. Lögð er áhersla á breytingar á kosningalöggjöfinni á kjörtimabil- inu, með það að markmiði að jafna vægi atkvæða í stjórnmálayfirlýs- ingu landsfundarins. Fjármálaráðherra segir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks eiga að byggjast á ábyrgð Búast þarf við gagnsókn vinstri manna Magnea Guðmundsdóttir fékk flest atkvæði í miðstjórnarkjöri 5 konur og 4 SUS- félagar náðu kjöri MAGNEA Guðmundsdóttir frá Flateyri, sem hlaut flest atkvæði í miðsljórnarkjöri, tekur hér við árnaðaróskum frá kynsystrum sínum þegar kosningatölurnar voru lesnar. Ekki var annað að sjá en Einar K. Guðfinnsson væri einnig ánægður með úrslitin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.