Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Seinni göngum á Vesturöræfum lokið Vaðbrekku, Jökuldal - Seinni göngoim á Vesturöræfum inn af Hrafn- kelsdal er nýlokið. I seinni göngum eru fangaðar þær kindur er komast undan smalamönnum í fyrstu göngum og gengur þá á ýmsu. Vigfús Hjörtur Jónsson sést hér á myndinni eftir að hafa fangað eina fjallafáluna í gili við Desjará en þar ætlaði hún að dyljast fyr- ir gangnamönnum. Vigfús hafði samt betur í þetta skipti og snaraði fálunni á herðarnar, bar upp úr gilinu og lét hana í jeppakerru er flutti hana til byggða. Stykkishólmur Samningar um borun eftir heitu vatni Nýr nemendagarður á Hvanneyri Morgunblaðið/Davíð Pétursson GUÐMUNDUR Bjarnason, landbúnaðarráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að nemendagarðinum. Stykkishólmi - í um það bil ár hafa staðið yfir rannsóknir á því hvort nýtanlegt heitt vatn kunni að finnast í nágrenni Stykkishólms. Þessar rannsóknir hafa verið sam- starfsverkefni RARIK og Stykkis- hólmsbæjar og hefur RARIK ekki áður unnið að svona málum í sam- starfi við aðra. RARIK hefur einng staðið fyrir leit að heitu vatni í nágrenni við aðra byggðakjarna á norðanverðu Snæfellsnesi og í Dala- byggð. Astæðan fyrir þessari leit hjá RARIK er, að sögn Erlings Garðars Jónassonar, sú að til að sinna fram- tíðarorkuþörf á þessu svæði þarf að bæta flutningskerfið og er ekki mikið um umframorku ef áætlanir um stóriðju verða að veruleika. Því vill RARIK kanna til þrautar hvort nýtanlegt vatn sé á þessu svæði sem hægt er að nota ti! upphitunar húsa og komast þannig hjá að leggja nýjar kostnaðarsamar raflínur. Á undanfömum mánuðum hafa verið boraðar 28 rannsóknarholur frá Drápuhlíð og niður í bæjarland Stykkishólms. Segulmælingar hafa sýnt að hitastuðull á Þórsnesi er hár, um 400 gráður pr. km. Hefur verið staðsett vinnsluhola í landi Hofsstaða í Helgafellssveit og eru jarðfræðingar afar bjartsýnir á að þar sé heitt vatn að finna. Aldrei áður hafa verið gerðar jafnmiklar rannsóknir áður en borun vinnslu- hola hefst. Nú hefur verið samið við við Jarð- boranir hf. um boran vinnsluholu og hefjast framkvæmdir strax. Holan á að vera um 1.000 m djúp. Er áætlað að boranin taki 35 bor- daga og að kostnaður við rannsókn og borun verði þá kominn upp í um 30 milljónir króna. Miðvikudaginn 9. október voru undirritaðir samningar varðandi borun eftir heitu vatni í landi Hofs- staða. Annars vegar var undirritað- ur samningur milli Stykkishólms- bæjar og RARIK og landeiganda Hofstaða og hinsvegar við Jarðbor- anir hf. um borun vinnsluholunnar. Voru samningsaðilar bjartsýnir um góðan árangur en árangurinn skýr- ist ekki fyrr en á næsta ári þegar búið er að rannsaka vatnið sem vonandi finnst og arðsemisútreikn- ingar hafa farið fram. Grund - Landbúnaðarráðherra, Guðmundur Bjarnason, tók fyrstu skóflustunguna að fjórða nemenda- garðinum á Hvanneyri á dögunum. Húsnæðismál nemenda búvís- indadeilda vora löngum mikið vandamál og ekki í annað húsnæði að venda en heimavistina sem er ekki hentugt húsnæði fyrir nemend- ur sem dvelja langdvölum í skóla og í sumum tilvikum fjölskyldufólk. Þessi mál voru því mikið rædd og lausn þeirra hugleikin nemendum og starfsfólki skólans. Hugmynd að stofnun sjálfseign- arstofnunar til að eiga og reka húsnæði fyrir nemendur búvísinda- deildar Bændaskólans á Hvanneyri kom fyrst fram á árinu 1984 og tengdist breytingun^ á löggjöfinni um Húsnæðisstofnunum ríkisins. Nemendagarðar búvísindadeildar voru síðan formlega stofnaðir á árinu 1986 um leið og hafist var handa um byggingu fyrstu nem- endagarðanna. Eigendur Nemenda- garða búvísindadeildar eru Bænda- skólinn á Hvanneyri, Nemendasam- band búvísindadeildar og nemenda- félag búvísindadeildar. Af þessu má sjá að bæði eldri og þáverandi nemendur tóku virkan þátt í að ýta þessu verki úr vör. Fyrsta fjármagn sem kom til byggingar nemendabústaðar kom annars vegar úr happdrætti sem þáverandi nemendur deildarinnar stóðu fyrir og hins vegar af fram- lögum eldri nemenda deildarinnar. Alls námu þær upphæðir sem söfn- uðust með þeim hætti kr. 1.200 þúsund á verðlagi ársins 1986. Þann 12. október 1986 var tekin fyrsta skóflustunga að fyrstu nem- endabústöðunum. Þann sama dag var tilnefnd bráðabirgðastjórn sem í sátu Sveinn Hallgrímsson fyrir Bændaskólann, Þórólfur Sveinsson fyrir nemendasambandið og Þorgeir Hlöðversson fyrir nemendur deild- arinnar. Verkefnisstjóri við bygg- ingu nemendagarða var ráðinn Magnús B. Jónsson og var hann einnig prókúrahafi. Þessi stórn vann að lokafrágangi á stofnun nemendagarðanna ogþann 12. des- ember 1986 var stofnskráin sam- þykkt og ný stjórn skipuð. í henni sat Sveinn Hallgrímsson fyrir Bændaskólann og var hann jafn- framt formaður, Þorgeir Hlöðvers- son fyrir nemendur en Grétar Ein- arsson kom inn í stað Þórólfs Sveinssonar fyrir Nemendasam- bandið. Þann 5. júní 1987 í tengslum við brautskráningu kandídata úr búvís- indadeild voru húsin afhent fullbúin án húsbúnaðar. Hlutu þau nöfnin Árgarður og Hlégarður. Þeir nem- endur sem unnu mest í því að koma nemendagörðunum af stað nutu þess því aldrei að eiga þar heimili. Á fulltrúaráðsfundi í desember 1990 er samþykkt tillaga um að fela stjórninni að kanna möguleika á byggingu nýs nemendagarðs. Sótt var um heimild til byggingar þriggja íbúða raðhúss til Húsnæðis- stofnunar á árinu 1991 og á full- trúaráðsfundi 9. september 1992 var samþykkt að hefjast handa um bygginguna og síðan var unnið að málinu þann vetur og í mars var byggingin boðin út og að því loknu var ákveðið að ganga til samninga við Loftorku í Borgarnesi um fram- kvæmdir og var húsið afhent full- búið fyrir lok árs 1993. Húsið var nefnt Ráðgarður. Nú eru nærri 10 ár síðan nem- endagarðar búvísandadeildar hófu byggingaframkvæmdir á íbúðar- húsnæði fyrir nemendur búvísinda- deildar og hinn 10. október 1996, var tekin fyrsta skóflustunga að nýjum nemendagarði. Húsið er samskonar bygging og Ráðgarður, þ.e. þriggja íbúða raðhús. Hönnun hússins er unnin af arkitekta- og verkfræðistofunni Hús og ráðgjöf og byggingaraðili er Loftorka hf. í Borgarnesi. Áætlað er að húsið verði fullbúið í lok janúar á kom- andi ári. Starfsemi Nemendagarða búvís- indadeildar skipti sköpum um að- stöðu nemenda til náms á Hvann- eyri og gerir hana að mörgu leyti mjög aðlaðandi. SETIÐ til borðs í óvenjulegu umhverfi undir Reynisfjalli. Morgunblaðið/Sig. Jons. 150 manns í hlaðborði Selfossi - Hundrað og fimmtíu franskir lögfræðingar, sem voru á ferð um Suðurland í boði franska búnaðarbankans, snæddu nýlega sjávarrétti undir hömrum Reynis- fjalls upp af ströndinni í Vík. Sjávarréttahlaðborðið var loka- punkturinn á ferð lögfræðinganna um Suðurland en í henni fóru þeir meðal annars upp á Mýrdalsjökul og í siglingu með hjólabát frá Vík. Það var Ferðaskrifstofa Islands sem skipulagði ferðina en starfsfólk Vík- urskála sá um að framreiða sjávar- réttina á milli sandhólanna undir Reynisfjalli. Umgjörð hinnar hrikalegu nátt- úru sem þarna er setti sinn svip á borðhaldið. Skammt frá svarraði brimið við ströndina og hver hol- skeflan af annarri sleikti sandinn með viðeigandi gný sem svo sannar- lega var tónlist sem átti vel við borðhaldið. í bjarginu fyrir ofan sátu fuglar sem öðru hveiju renndu sér í flugferð út yfir sjóinn. Boðnir velkomnir með hákarli og brennivínsstaupi Fyrst voru gestirnir boðnir vel- komnir með hákarlsbita og brenni- vínsstaupi en fengu að því búnu sjávarréttasúpu áður en þeir létu til skarar skríða við sjávarréttina sem á borðum voru. Sá hópur sem þarna heimsótti Vík var einn fjöl- margra sem nýta sér þennan mögu- leika á að gera sér dagamun á óvenjulegan hátt, með siglingu í kringum Reynisdrangana og sjáv- arréttahlaðborði eftir sjóferðina. Guðmundur Elíasson staðarhald- ari í Víkurskála sagði að með hverju árinu fjölgaði farþegum með hjóla- bátnum og þeir væra sífellt fleiri hóparnir sem kysu að panta sér sjávarréttahlaðborð, ýmist undir Reynisfjalli, úti í Hálsaneshelli í Reynishverfi, í helli undir hömrum Hjörleifshöfða eða uppi á Mýrdals- jökli. Bræður með maríu- laxa úr Hafralónsá Þórshöfn. LAXVEIÐITÍMANUM er nú lokið og menn eru misjafnlega ánægðir með sumarið eins og gengur. Bræðurnir Arnþór og Jón Kristbjörn Jóhannssynir eru ánægðir fyrir sitt leyti því þeir náðu báðir maríulaxi sínum í Hafralónsá síðasta dag veiði- tímabilsins. Arnþór, sem er 8 ára, var ánægður með 11 punda laxinn sinn og sagðist ekki hafa verið lengi að þreyta hann og sömu sögu sagði bróðir hans, Jón Kristbjörn, 12 ára, með 8 punda lax. Báðir laxarnir tóku maðk, sögðu bræðurnir sem eru upp- rennandi veiðiklær enda af veiðimannakyni í báðar ættir hér á Þórshöfn. Eftir sumarið hefur Hafra- lónsá gefið 222 laxa og 80 bleikj- ur, samkvæmt veiðidagbók, en úr Kverká, þverá Hafralónsár að austan, komu 27 stórir laxar, sagði Marinó Jóhannsson, bóndi í Tunguseli. Morgunblaðið/Líney Sigurðardðttir AFLAKLÓIN Arnþór Jó- hannsson með maríulaxinn sinn úr Hafralónsá, 11 punda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.