Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Warren Christopher heimsækir Afríku sunnan Sahara í fyrsta sinn UNITA virði friðarsamninga Luanda, Höfðaborg. Reuter. WARREN Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, skoraði í gær á Jonas Savimbi, leiðtoga UNITA-skæruliða í Angóla, að virða friðarsamningana við stjórn landsins frá árinu 1994 og sagði að þjóðir heims myndu ekki láta nýtt stríð viðgangast. Luanda, höfuðborg Angóla, var síðasti viðkomustaður Christophers í ferð hans til fimm Afríkuríkja sunnan Sahara. Þetta er fyrsta ferð utanríkisráðherrans til þessa heims- hluta. Christopher bauð Savimbi til við- ræðna í Luanda, en hann þáði ekki boðið og kvaðst ekki vilja stefna lífi sínu í hættu með því að fara til höfuðborgarinnar. George Mo- ose, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, var því sendur til höfuðstöðva UNITA í miðhluta landsins. UNITA naut áður stuðnings Bandaríkjastjórnar og stjórnar hvíta minnihlutans í Suður-Afríku fyrir afnám aðskilnaðarstefnunnar og samtökin hafa verið sökuð um að tefja framkvæmd friðarsamning- anna. „Það er mjög brýnt að báðir aðil- ar standi við skuldbindingar sínar sem fyrst,“ sagði Christopher. „UN- ITA verður að efna loforð sín um að senda alla hershöfðingja sína til Luanda, útvega 26.000 sjálfboða- liða í sameiginlegan her og tryggja greiða vöruflutninga og ferðafrelsi í öllu landinu." Gert er ráð fyrir að friðargæslu- lið Sameinuðu þjóðanna fari frá Angóla í febrúar og friðarsamning- arnir taki þá fullt gildi. Ekki einkasvæði Frakka Christopher ræddi við Nelson Mandela, forseta Suður-Afríku, i Höfðaborg á laugardag og reyndi að tryggja stuðning hans við þá tillögu Bandaríkjastjórnar að komið verði á fót afrískum hersveitum, sem sendar yrðu til að koma á friði á átakasvæðum í álfunni. Mandela tók hugmyndinni fálega og kvaðst ekki geta samþykkt hana nema hersveitunum yrði komið á fót að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna, ekki aðeins Bandaríkjanna. Franskir embættismenn gagn- rýndu ferð Christophers og sögðu hana þátt í kosningabaráttu Bills Clintons Bandaríkjaforseta til að afla honum atkvæða bandarískra blökkumanna og sannfæra þá um að stjórnin sniðgengi ekki málefni Afríku. Christopher veittist að frönsku stjórninni og gaf til kynna að hún liti á Afríku sem „einka- verndarsvæði" sitt og vildi ekki að önnur ríki hefðu afskipti af álf- unni. „Öll ríkin verða að vinna sam- an, ekki keppa sín á milli, til að hafa jákvæð áhrif á framtíð Afr- íku,“ bætti hann við. Reuter WARREN Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræðir hér við unga stúlku er hann kynnti sér framkvæmdir hóps heim- ilislausra kvenna, sem eru að reisa íbúðarhús á landi sem ka- þólska kirkjan gaf þeim nálægt Höfðaborg. „Upplýsingasíþreyta“ hrjáir stj órnendur Viðamikil könnun leiðir í ljós að margir eru að kikna undan of miklu streymi upplýs- inga á tímum alnets, tölvupósts o g bréfsíma. London. Reuter. UM helmingur stjómenda er að kikna undan linnulausu upplýs- ingastreymi. Það eykur streitu sem er þó næg fyrir og getur leitt til heilsubrests, að því er fram kemur í alþjóðlegri könnun sem birt var í gær. Hún leiðir í ljós að stjórnendur eiga í hinum mestu vandræðum með að hafa ýfirsýn á tímum bréfsíma, tölvupósts og alnets. í könnuninni sögðu þátttakend- ur að þeim fyndist þeir ekki geta sinnt starfi sínu sem skyldi án þess að kynna sér að jafnaði mik- ið magn upplýsinga. En stór hluti upplýsinganna nýtist ekki og því fer geysilegur tími til spillis við að fara í gegnum þær. Um 1.300 stjórnendur í Bret- landi, Bandaríkjunum, Ástralíu, Singapore og Hong Kong tóku þátt í könnuninni sem gerð var á vegum viðskiptaupplýsingastofu Reuíers-fréttastofunnar. Fjórir af hveijum tíu stjórnendum sögðu mikla streitu í vinnuumhverfi sínu og 94% sögðust ekki gera ráð fyrir að úr því rættist. í inngangi könnunarinnar segir David Lewis sálfræðingur að takist mönnum ekki að finna leið til að halda sér á floti í hinu óskaplega flæði upp- ÓSKAPLEGT flæði upplýs- inga getur kaffært stjórn- endur, stór hluti upplýs- inganna nýtist ekki og því fer geysilegur tími til spillis við að fara í gegnum þær. lýsinga, kunni svo að fara að þeir fari hreinlega í kaf. Á meðal skuggahliða upplýs- ingaflæðisins má nefna tímasóun, að ákvarðanataka dregst á lang- inn, spenna eykst og sumir röktu veikindi til of mikils upplýsinga- streymis. Segir áðumefndur Lewis að ganga megi út frá því vísu að „upplýsingasíþreyta" sé orðin fastur fylgifiskur margra stjórnenda. Hún lýsir sér m.a. í minni hæfni til að greina og meta hluti, auknum kvíða, efasemdum um eigið ágæti og tilhneig- ingu til að kenna öðrum um það sem miður fer. Lewis segir að óhjákvæmileg niðurstaða „hins ofvirka sálræna ástands sem skapast sé heimsku- legar ákvarðanir og illa grundaðar og gallaðar niðurstöður." Alnetið aðal- sökudólgurinn Sé rýnt í niðurstöður könnunar- innar kemur í ljós að 25% segjast þurfa geysilegt magn upplýsinga vegna starfs síns og þeirrar ábyrgðar sem þeir bera, og 65% segjast þurfa mikið af upplýsing- um. 31% segjast fá mjög mikið af upplýsingum óumbeðið. 49% finnst þeir oft ekki hafa yfirsýn yfir allar þær upplýsingar sem berast. 38% fmnst þeir eyða miklum tíma í að ná í réttar upplýsingar. 47% segja að vinnan við að verða sér úti um upplýsingar geri þeim erfitt fyrir að sinna öðrum þáttum starfsins sem skyldi. 48% telja að alnetið muni verða aðalorsök offlæðis upplýsinga á næstu tveimur árum. 41% segja að geysileg streita sé jafnan á vinnustað þeirra og 94% telja að ástandið muni ekki batna. Af þeim sem sögðu upplýsinga- streymið of mikið, er talið að 43% hafi beðið heilsutjón sem rekja megi beint til álagsins og „upplýs- ingasíþreytu". Um helmingur stjómendanna verður að taka verkefni með sér heim eða vinna frameftir vegna þess að þeir kom- ast ekki yfir að kynna sér allar tiltækar upplýsingar og 61% segja að þetta hafi haft slæm áhrif á einkalíf þeirra. Er niðurstaða könn- ^_____ unarinnar sú að of miklar upplýsingar geti verið jafn slæmar og of litlar upplýsingar. Til að ráða fram úr vandanum beri fyrirtækjum að þjálfa starfsmenn sína í að greina gagnlegar upplýsingar frá þeim sem engu máli skipti og bæta sam- skiptahætti. Talið að 43% hafi beðið heilsutjón vegna álags Danmörk Hert eftir- lit á landa- mærunum Kaupmannahöfn. Reuter. DANSKA lögreglan hyggst herða mjög eftirlit á landamærum til að koma í veg fyrir að félagar i stríð- andi fylkingum mótorhjólagengja, komi til landsins. Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar sprengjuárásar sem gerð var á samkomuhús Vítis- engla fyrir rúmri viku, sem kostaði tvo lífið og særði fjölmarga meðlimi. Danska lögreglan óttast að félag- ar í mótorhjólagengjum hyggi á Danmerkurferð til að aðstoða fé- laga sína í síharðnandi átökum gengjanna. Má í því sambandi geta þess að fullyrt er að Vítisenglar hafi heitið því að tólf félagar í Bandidos muni liggja í valnum þeg- ar Vítisenglar hafi hefnt þeirra tveggja sem létu lífið fyrir viku. I bréfi til lögreglustjóra um alla Danmörku minnir lögreglustjórinn Ivar Boye á að þau Iög, sem nú séu í gildi um komur útlendinga til landsins, geri lögreglu kleift að meina fólki að stíga fæti á danska grund af öryggisástæðum. í hveiju slíku tilfelli verði að gera grein fyr- ir ástæðu neitunarinnar en séu menn félagar í mótorhjólagengjum, teljist það næg ástæða. Hingað til hafa þessi lög einkum verið notuð til að koma í veg fyrir að breskar fótbollarbullur komi til Danmerkur. Er búist við að þeim verði einkum beitt á landamærun- um við Þýskaland og þar sem feijur frá Svíþjóð og Noregi koma að landi. Danska lögreglan framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir félaga í Bandidos-mótorhjólagenginu fram til 29. október en hann er grunaður um að hafa skotið úr sprengjuvörpu á samkomuhús Vítisenglanna fyrir rúmri viku. Þyrluslys í Noregi ALLT bendir til þess að flug- menn þyrlu sem fórst í Forde- firði í Noregi aðfararnótt gær- dagsins, hafi verið óánægðir með þyrluvöllinn sem þeim hafði verið vísað á til lendingar og að þeir hafi verið á leið til annars vallar. Lenti þyrlan á háspennulínu og steyptist í sjó- inn. Þyrlan var í sjúkraflugi og voru fjórir um borð. Þeir eru taldir af en lík þeirra hafa enn ekki fundist. Svíar neikvæðastir SVÍAR eru ósáttastir við aðild lands síns í Evrópusamband- inu af öllum aðildarþjóðum þess, samkvæmt nýrri könnun. Þar kemur fram að 32% telja ESB af hinu góða en 36% telja inngöngu Svía í sambandið neikvæða. Næstir í röðinni eru Austurríkismenn en Hollend- ingar eru sáttastir allra ESB- þjóða við sambandið. Fyrirtíða- spenna eykst NÆRRI því ein af hveijum tíu konum sem þjást af fyrirtíða- spennu, hefur einhvern tíma reynt að svipta sig lífi, að því er fram kemur í breskri könn- un. Er þetta um 33% aukning á síðustu 11 árum. Þijár af hveijum §órum konum fundu fyrir aukinni árásargirni í nokkra daga fyrir blæðingar. Aleman enn efstur ARNOLDO Aleman, for- setafram- bjóðandi hægrimanna í Nicaragua, hefur enn forskot á Daniel Or- tega, fram- bjóðanda Sandinista og fyrr- verandi forseta, þegar tæp vika er til forsetakosninga. Samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum nýtur Aleman 40,5% fylgis en Ortega 37,9%. Sækja í fangelsin INDÓNESÍSKIR sjómenn stunda það að láta taka sig í ástralskri landhelgi, vegna þess að þeim þykir dvöl í ástr- ölskum fangelsum eftirsókn- arverð, að sögn yfirmanns ind- óneskíska sjóhersins. í fang- elsinu fá sjómennirnir að horfa á sjónvarp, nóg að borða og föt, en hápunkturinn er heim- ferð - í flugvél. Hver hleraði Berlusconi? ITALIR velta því nú fýrir sér hver kunni að hafa látið hlera skrifstofur Silvios Ber- lusconis, fyrrverandi forsætisráð- herra landsins. Berlusconi full- yrðir að tveir hljóðnemar hafi fundist á skrifstofu hans í Róm en þeir hafi verið búnir sendi sem drægi um 300 metra. Berlusconi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.