Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 21 ERLENT Skýrsla FBI um glæpi í Bandaríkjunum í fyrra Morðum og alvarlegum ofbeldisglæpum fækkar Washington. Reuter. EINN ofbeldisglæpur er framinn á hveijum 18 sekúndum, nauðgun á hveijum fimm mínútum og ekki líða nema 24 mínútur á milli þess, að einhver sé myrtur í Bandaríkjunum. Kemur þetta fram í uppgjöri FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, fyr- ir árið 1995 en góðu fréttirnar eru þó þær, að ofbeldisglæpum og morð- um hefur þrátt fyrir allt fækkað. Er skýrslan vatn á myllu Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta en keppinaut- ur hans, Bob Dole, sagði um helg- ina, að forsetinn gæti ekki þakkað sér þennan árangur. Ofbeldisglæpum fækkaði um 3% á síðasta ári og þá féllu alls 21.597 manns fyrir morðingjahendi. Voru þeir 7% færri en 1994 og raunar færri en þeir hafa verið í áratug. Almennt fækkaði glæpum um 1%. Er þessi skýrsla að sjálfsögðu fagnaðarefni fyrir Bill Clinton, for- seta Bandaríkjanna, en Bob Dole og repúblikanar hafa sakað hann um að taka á glæpamönnum með silkihönskum. Sagði Clinton, að þetta sýndi, að barátta hans gegn glæpum hefði skilað árangri en Dole sagði á fundi í New Jersey á sunnudag, að ástæða væri til að þakka yfirvöldum á hveijum stað en ekki Clinton. Þá sagði hann, að forsetinn stórýkti áhrif þess að fjöiga í götulögreglunni um 100.000 manns. Þar fyrir utan myndi sú íjölgun örugglega ekki koma til framkvæmda á næstu árum. Aukinn vopnaburður í skýrslunni segir, að 544.880 glæpir hafi verið framdir í Banda- ríkjunum á síðasta ári og er þá átt við, að einhver hafi verið myrtur, rændur eða orðið fyrir árás þar sem skotvopn voru notuð. Er aukningin í ofbeldisglæpum á síðustu tíu árum eða þar til nú rakin m.a. til aukins vopnaburðar meðal glæpamanna. „Hættan á, að skotvopnum sé beitt við afbrot er meiri á þessum áratug en nokkru sinni fyrr í sögu Bandaríkjanna," segir í skýrslunni. Giæpum þar sem skotvopn eru notuð fjölgaði frá 1985 til 1994 en talsmaður stofnunar, sem berst gegn ofbeldisverkum, segir, að glæpum af því tagi hafi fækkað með tilkomu Brady-laganna 1994. Sam- kvæmt þeim verða fimm dagar að líða áður en umsókn um byssukaup er afgreidd og þann tíma skal nota til að kanna feril kaupandans. Deildar- myrkvi DEILDARMYRKVI á sólu var á laugardag eins og sjá má á þess- ari mynd sem tekin var í Englandi þegar tunglið fór milli sólar og jarðar. Deildar- myrkvinn sást ekki víða í Bretlandi vegna skýja. Reuter Italskt dagblað um sigur Haiders í Austurríki Ný vofa þjóð- ernisstefnu á ráfi um Evrópu Vín, París. Reuter. AU STURRIKISMENN kusu í fyrsta sinn fulltrúa landsins á þing Evrópusambandsins, ESB, um helgina og hafa úrslitin valdið óhug víða í álfunni. Frelsisflokkur þjóð- ernissinnans Jörgs Haiders vann mesta sigur sinn frá upphafi og fékk nær 28% atkvæða. Jafnaðar- menn Franz Vranitzkys kanslara fengu 29,1% og hinn stjórnarflokk- urinn, Þjóðarflokkurinn, hlaut 29,6%. Þjóðernissinninn Jean- Marie Le Pen í Frakklandi fagnaði í gær niðurstöðunni og sagði flokk sinn eiga margt sameiginlegt með flokki Haiders. Austurríki gekk í ESB í fyrra en kannanir hafa sýnt að stuðning- ur við aðildina hefur minnkað mjög og margir kjósendur kenna sam- bandinu um erfiðleika í efnahags- lífinu og aðra óáran. Líkt við Hitler Haider, sem var eindreginn ESB-sinni fram til 1994, lagði í kosningabaráttunni áherslu á bar- áttu gegn Maastricht-samkomu- laginu um frekari samruna aðildar- ríkja ESB og krafðist þess að þeg- ar yrði samið á ný um fjárframlög Austurríkis til sameiginlegra sjóða sambandsins. Frelsisflokkufinn hefur lengi verið sakaður um að ala á kynþáttafordómum og út- lendingahatri. Haider vill að lagt verði bann við að fleiri erlendir verkamenn fái að koma til landsins þar tii efnahagsmálin hafi rétt úr kútnum og segir útlendinga eiga sök á því að glæpum hafi fjölgað. „Niðurstöður kosninganna í Austurríki eru áfall fyrir alla Evr- ópumenn," sagði talsmaður stjórn- arflokks Fijálsra demókrata í Þýskalandi, Helmut Hausmann. Þýska blaðið Sáchsische Zeitung líkti uppgangi Haiders við kosn- íngasigra nasistaleiðtogans Adolfs Hitiers í Þýskalandi á fjórða ára- tugnum en hann var austurrískur að uppruna. „Það er rétt að Haider er enginn Hitler en það er einnig rétt að hann hefur aila burði til að verða eins og hann. Því minni andstöðu sem Haider mætir þeim mun lengra kemst hann,“ sagði blaðið. „Ný vofa ráfar nú um Evrópu. Það eru hægrisinnaðir þjóðernis- sinnar Jörgs Haiders, sem þriðj- ungur Austuríkismanna kaus í gær,“ sagði blaðið II Messuge.ro á Italíu. Vranitzky sagði að léleg kjör- sókn skýrði að miklu leyti slæma útkomu jafnaðarmanna en stjórn- málaskýrendur segja að flokkur Haiders hafi fengið um 50% at- kvæða ófaglærðra verkamanna. Margir þeirra óttast að missa störf sín vegna aukins frelsis í atvinnu- rekstri og samkeppni í kjölfar ESB-aðildarinnar. Vranitzky sagði stjórn sína, sem hefur staðið fyrir óvinsælum niðurskurði á opinber- um útgjöldum til að standast kröf- ur Maastricht, ekki myndu breyta um stefnu. Haider sagði að Austurríkis- Reuter JÖRG Haider fagnar úrslitun- um á sunnudag ásamt stuðn- ingsmönnum sínum. menn hefðu greinilega farið eftir tilmælum sínum um að veita sitj- andi stjórn áminningu. Ef stjórnin breytti ekki stefnu sinni yrðu næstu kosningar hennar „Wat- erloo“ því að hún hefði dregið Austurríki inn í ESB með fölskum fyrirheitum. Bætti Haider því við að yrði Vranitzky áfram kanslari þrátt fyrir ósigurinn mætti bóka sigur flokks síns í næstu kosning- um. Að einu leyti gæti farið svo að úrslitin í Austurríki yrðu til að sameina stjórnvöld í aðildarríkjum ESB. Evrópuþingið hefur lengi krafist þess að fá aukin völd. Stjórnmálaskýrendur segja að fáar ríkisstjórnir séu líklegar til að styðja þær kröfur ef þingið í Strassborg, þar sem verið hafa margir uppgjafaleiðtogar eða ann- ars flokks pólitíkusar er stundum eru sendir þangað í útlegð, verður nú þar að auki vettvangur fyrir ævintýra- og öfgamenn í stjórn- málum. Reuter * Israelar sagðir vilja virða friðarsamningana HOSNI Mubarak, forseti Egy'ptalands (t.v.), sagði í gær að Ezer Weizman, forseti Isra- els (t.h.), hefði fullvissað hann um að Israelar myndu standa að fullu við friðarsamningana sem þeir hafa gert við Palest- ínumenn. Mubarak sagði enn- fremur eftir fund með Weizman í Kaíró að hann myndi ekki ræða Við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Israels, fyrr en Israelar stæðu við samn- ingsákvæði um brottflutning ísraelskra hermanna frá Hebr- on á Vesturbakkanum. Yasser Arafat, leiðtogi sjálf- stjórnarsvæða Palestínumanna, ræddi í gær við Hussein Jórdan- íukonung um gang viðræðn- anna við ísraela um Hebron- deiluna. Arafat hafnaði beiðni Netanyahus um skyndifund og forsætisráðherrann sagði að þeir myndu koma saman þegar samkomulag um Hebron væri í sjónmáli. Arafat ræddi hins vegar við Shimon Peres, leið- toga Verkamannaflokksins, á Vesturbakkanum á sunnudag. Finnar hefja þátttöku í ERM Útflytjendur óttast lélegri samkeppnisstöðu Helsinki. Reuter. FINNAR ákváðu um helgina að hefja þátttöku í evrópska gjald- eyrissamstarfinu, ERM, og er stefnt að því að þeir uppfylli skil- yrði fyrir að aðild að mynteining- unni sem á að taka gildi 1999. Gengi marksins hefur undanfarin fjögur ár verið látið fljóta og ýms- ir frammámenn í atvinnulífinu eru óánægðir með að ákvörðunin skuli tekin nú þegar gengið gagnvart þýska markinu sé Finnum óhag- stætt. „Þeir hugsuðu sig ekki vel um áður en þeir hófust handa,“ sagði heimildarmaður hjá samtökum út- flutningsfyrirtækja. „Með þessu er búið að grafa undan samkeppnis- stöðu finnskra fyrirtækja". Helstu framleiðendur á pappírsmassa og timbri, sem eiga í harðri sam- keppni við sænsk fyrirtæki, benda á að framvegis geti Finnar ekki gripið til gengisfellinga eins og Svíar þegar harðni á dalnum. Svíar eiga ekki aðild að ERM og hafa ekki ákveðið hvort þeir muni taka þátt í mynteiningunni 1999. Talsmenn sænska seðla- bankans sögðu að ákvörðun Finna breytti í engu þeirri skoðun þeirra að Svíar þyrftu ekki að taka þátt í ERM til að geta tekið upp nýja sameiginlega gjaldmiðilinn, evró, ef svo færi. Gæti valdið Lipponen vanda Ákvörðun samsteypustjórnar Paavos Lipponens forsætisráð- herra var vel tekið í Bonn og Par- ís en deilur hafa verið um málið meðal stjórnarflokkanna og spá sumir því að þær geti valdið Lipp- onen miklum vanda. Sjálfur segist hann sjá mikla kosti við að tengja Finnland enn frekar við Evrópu- sambandið. Atte Jaaskeleainen, fréttaskýrandi hjá stærsta dag- blaði Finnlands, Helsingin Sano- mat, segir að forsætisráðherrann hafi ef till vill fremur í huga örygg- ismál en efnahagsmál en óttinn við að styggja Rússa var einn af grundvallarþáttum utanríkisstefnu Finna eftir stríð. Þótt lagður hafi verið grunnur að lýðræði hjá grannþjóðinni eru þeir fáir sem telja að öll hætta á nýrri árásar- og útþenslustefnu sé úr sögunni í Rússlandi. Finnland gekk í Evrópusam- bandið í fyrra og er nú að mati ýmissa stjórnmálaskýrenda að segja skilið við hefðbundna hlut- leysisstefnu sem þeir hafa fylgt ásamt Svíum frá stríðslokum. Virt- ir stjórnmálaskýrendur á borð við Max Jakobsson ræða meira að segja opinskátt um þann mögu- leika að landið gangi með tíð og tíma í Atlantshafsbandalagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.