Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 23 LISTIR .. margar vistarverur“ Risavaxin list- umfjöllun Washington. The Daily Telegraph. EITT yfirgripsmesta rit, sem gefið hefur verið út um myndlist, kemur út í Bandaríkjunum á næstunni. Um er að ræða umfjöllun á alls 32.600 blaðsíðum, í 34 bindum og er gert ráð fyrir að verkið kosti um 580.000 ísl. kr. í smásölu. Unnið hefur verið að útgáfunni undanfarin 16 ár en höfundar efnis- ins eru alls um 6.700. Skrifuðu þeir um 27 milljón orð um allt frá hús- gagnabólstun til listamannsins Mit- hinari, sem er ástralskur frumbyggi. Sem dæmi um umfjöllunina má nefna hinn mikla ítalska meistara Michelangelo, en 1.600 orða grein er um verk hans og birtar tíu mynd- ir af þeim. Þá er umfjöllun um lista- líf í Japan á 430 síðum en höfundar kaflans eru 76. Margt hnýsilegt efni er um listamennina, t.d. kemur fram í kaflanum um Picasso að hann hafi haldið til haga nöglum sem hann klippti af sér, svo og öllu hári sínu. Umíjöllun um listakonur þykir óvenju ítarleg, svo sem um ítalska 17. aldar málarann Artemesiu Genti- leschi. Ekki eru allir listamennirnir vel þekktir, t.d. hafa líklega fæstir heyrt indversku körfugerðarkonunn- ar Dat So La Lee getið, en hún vann fyrir sér sem þvottakona í Nevada. -----------» ♦ ♦----- Myndlistarmað- ur mánaðarins í Galleríi List LÍNA Rut Karlsdóttir er myndlist- armaður mánaðarins i Galleríi List, Skipholti 50b. Lína Rut sýnir oiíu- málverk og verða verkin til sýnis til 28. október. Lína Rut stund- aði 4ra ára nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og útskrifað- ist úr málaradeild vorið 94 og Acca- demi de Belli arti, Flórenz hluta af vetri 96. Lína Rut stundaði einnig förðun- arnám í París veturinn 86-87 og rekur Listförðunarskóla Línu Rutar. Gallerí List er opið virka daga frá kl. 11-18 og laugardaga kl. 11-14. TÓNLIST Einsöngstónlcikar ÍSLENSKA ÓPERAN Halla Margrét Árnadóttir, sópran, Óiafur Vignir Albertsson, píanó. 12. október kl. 16. FYRST skal telja, að Halia Mar- grét söng alla efnisskrána utanað, nokkuð sem alls ekki allir einsöngv- arar íslenskir hafa þorað að standa við á söngpalli, venju- lega haft einhver hjálpargögn, en vit- anlega er ekki öll sagan þar með sögð. Efnisskrá tónleik- anna var skipt í þrennt, fyrst íslensk lög, sem fiest eru öllum vel kunn svo sem í dag skein sól, eftir Pál, Sólseturs- ljóð eftir Eyþór, Mánaskin einnig eft- ir Eyþór, Máninn eftir Kaldalóns, Tunglið, tunglið taktu mig og Sólin ei hverfur, hvort tveggja eftir Björg- vin. Annar hlutinn samanstóð af ít- ölskum aríum og eftir hlé komu tíu „slagarar“ franskir og ítalskir. Ann- ars kom efnisskráin að litlum notum á tónleikunum þar sem salurinn var það myrkvaður að texti efnisskrár- innar kom að litlu gagni. íslensku lögin þarf að syngja af einlægni og látlaust, þannig nýtur einföld fegurð þeirra sín. Að ætla að bæta þau með dramatísku innleggi, sem hvergi stendur skrifað bætir ekki og segir áheyrandanum aðeins að viðkomandi skilur lögin ekki, eða að hann ræður ekki við þau í sinni ómenguðu mynd, og fínar handleggjahreyfíngar bjarga þar engu. Vafalaust býr Halla Margrét yfir einhverri dramatískri túlkun, en til þess að hún skili sér í ítölsku aríunum nægir ekki að syngja bara sterkt eða veikt, sönglínan verð- ur að vera samfelld - hafa „continu- ity“ - dramatíkin verður að koma innanfrá, þessu var mjög ábótavant í þessum ítölsku aríum, sem allar einhvemveginn slitnuðu sundur vegna utanaðkomandi áhrifa. Af verkefnunum eftir hlé er ekki ástæða til að taka neitt eitt út, en þó voru þetta þau verkefni á efnis- skránni sem hentuðu Höllu Margréti best, og ekki hvað síst lögin fjögur eftir Tosti, sem hún lauk tónleikun- um með. Sum þessara laga reyna ekki mikið á hæð raddarinnar, en hæðinni er mjög ábótavant hjá Höllu og það hlýtur að vekja alvarlega upp þær spurningar hvort Halla Margrét sé sópran, í þeim skilningi sem hún kynnir sig. Röddin er nefniiega langbest á miðsviðinu og þar heyrir maður oft fallega mezzó-tóna og undirrituðum finnst að söngkonan ætti að spyija sjálfa sig í alvöru, hvort hún sem söngvari eigi ekki betur heima sem mezzó. í góðri bók stendur, í húsi mínu eru margar vistarverur. Það getur orðið mikil leit að þeirri sem hentar manni best, og ekki má maður af eintómri metnaðargirnd, ioka fyrir sér dyrum, sem manni í augnabiikinu finnst minna spennandi. Vonandi er að Halla Margrét finni sinn farveg, því dugnað og áræðni hefur hún og marga fleiri þ ivti sem nauðsynlegir eru þegar ú* i slaginn er komið. Ólafur Vignir, sem venjulega leik- ur mjög vel með söngvurum, átti kannske ekki sinn besta dag að þessu sinni, eins og stundum gerist í fót- boltanum. Ragnar Björnsson Yfirnáttúrlegl frá Skerplu Spíritismi og sjávarútvegur BÓKAÚTGÁFAN Skerpla gefur út nokkrar bækur á þessu ári. Vænt- anleg er fljótlega bókin Ekki dáin — bara flutt. Saga spíritisma á ís- landi á fyrri hluta aldarinnar. Spíritismi eða andatrú náði fót- festu á fyrstu árum aldarinnar undir verndarvæng og for- ystu manna sem skipuðu sér í fremstu röð í þjóðlíf- inu. Meðal þeirra voru Einar Hjörleifsson Kvaran rithöfundur, séra Harald- ur Níelsson, Björn Jónsson ritstjóri, Skúli Thoroddsen sýslumaður, Guðmundur Hannesson landlæknir og Þórður Sveinsson geð- læknir. Þeir stofnuðu Til- raunafélagið á fyrsta ára- tug aldarinnar og störfuðu með Indriða Indriðasyni miðli sem margir telja annaðhvort stórkost- legasta miðil okkar tíma eða ósvíf- inn svikahrapp. Þeir stofnuðu einn- ig Sálarrannsóknafélag íslands í skugga spönsku veikinnar 1918. Bókin fjallar um tímann frá aldamótum fram til ára seinni heimsstyijaldarinnar. Guðrún frá Berjanesi, Margrét frá Öxnafelli, Skarðsbræður, Sess- elíus á Urðarstígnum, lækninga- hjónin í Skerjafirði, Miklabæjar- Solveig, Friðrik og Agnes, Grettir sterki, H.C. Andersen, Vilmundur Jónsson landlæknir, Halldór Lax- ness og Lára Ágústsdóttir miðill. Allt eru þetta persónur og leikend- ur í sögunni. Höfundar bókarinnar eru tveir, Páll Ásgeir Ásgeirsson blaðamaður og Bjarni Guðmarsson sagnfræðing- ur. Róið á ný mið Áður eru komnar út hjá Skerplu Róið á ný mið eft- ir Steingrím J. Sigfússon alþingismann og Kvóta- bókin 96/97. Sjómannaal- manak Skerplu 1997 er væntanlegt á markað. I kynningu segir: „Sjómannaalma- nök hafa verið gefín út af útgerð- ar- og siglingaþjóðum um langan aldur. Þau eru nauðsynleg sjófa- rendum, enda er bundið í íslenska reglugerð að öll skip 12 metra og lengri skuli hafa almanak um borð. Markmið Skerplu með bókinni er að bæta enn þjónustu fyrir- tækisins við íslenskan sjávarútveg og að þessi nýja bók verði ein hin vandaðasta á sínu sviði sem völ er á fyrir fiskiskipaflota í Norður- álfu.“ Pantaðu tímanlega Athugaðu vel hvarþú fierð mest og bestjyrir peningana þína Við vorum ódýrari ífyrra og erum það enn InnifaliS í minnstu myndatöku er: 6stk. 13x18 cm, 2 sttekkanir 20x25 cm og ein stækkun 30x40 cm í ramma. Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Barna- og fjölskylduljósmyndir, sími 588 7644. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. 3x ÓDÝRARI Indriði Indriðason midill Höfum á boðstólum, auk lyfja, allar almennar apóteksvörur svo sem , hjúkrunarvörur, ' heilsuvörur, \ hreinlætisvörur, snyrtivörur, barnavörur, Skeifan Opnum kl.8 alla virka daga Apótekið Skeifunni X Skeifan Apótek SKEIFUNNI 8, REYKJAVÍK SÍMI: 588 1444, EAX 588 1443 HAUSTVERÐLISTINN ER KOMINN UM GRAM GÆÐIN ÞARF ENGINN AÐ EFAST OG VERÐIÐ HEFUR ALDREI VERIÐ HAGSTÆÐARA. ALLT AÐ 10.000 KR.VERÐLÆKKUN Á EINSTÖKUM GERÐUM GRAM KÆLISKÁPA. GRAM Ytri mál mm: gerð: B x D x H Kæliskápar án frystis: K-130 K-155TU KS^OO KS-240 KS-350E KS-400E 550 x601x 715 550 x601x 843 550x601x1065 550x601x1265 KS-180TU 595 x601x 843 KS-300E 595x601x1342 595x601x1542 595x601x1742 Kæliskápar með frysti: KI -120 550 x601x 715 KF-135TU 550 x601x 843 KF-184 550x601x1065 KF-232GT 550x601x1285 KF-263 550x601x1465 KF-245EG 595x601x1342 KF-355E 595x601x1742 KF-345E 595x601x1742 Frystiskápar: Rými lítr. kæl.+fr. 116 155 195 240 168 271 323 377 94+ 14 109 + 27 139 + 33 186+33 197 + 55 168+62 272 + 62 190 +133 Staðgr. kr. 39.990 47.490 48.440 53.980 49.990 56.990 63.980 71.970 41.990 48.980 48.980 56.940 54.990 62.990 69.990 79.990 FS-100 FS-133 FS-175 FS-150 FS-250E FS-290E FS-340E 550 x601x 715 550x601x 865 550x601x1065 595 x601x 900 595x601x1342 595x601x1542 595x601x1742 Frystikistur: HF-234 800 x695x 850 HF-348 1100 x695x 850 HF-462 1400x695x 850 HF-576 1700 x695x 850 ; FB-203 800x695x 850 FB-308 1100 x695x 850 (FB-gerðir hafa 75mm einangrun - orkusparandi) 77 39.990 119 46.990 160 52.990 131 48.970 224 59.990 269 69.990 314 78.990 234 42.980 348 48.980 462 56.980 576 72.980 202 45.980 307 52.990 - kjarni malsins! EURO og VISA raðgreiðslur án útborgunar. FRÍ HEIMSENDING - og við fjarlægjum gamla tækið án aukakosnaðar. iFOmx HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.