Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ IRAR voru í forystu á Bóka- stefnunni í Frankfurt sem lauk mánudaginn 7. október og var hin 48. í röðinni. írar eru mik- il bókmenntaþjóð og hafa af mörgu að taka í þeim efnum. Hæst gnæfir James Joyce, síðan koma William Butler Yeats, John Millington Synge, Samuel Beckett og margir fleiri áður en staðnæmst er við Seamus Hean- ey, Paul Muldoon og Nuala Ní Dhomhnaill. Einhverjir vilja eflaust ekki gleyma Jonathan Swift, Oscar Wilde og Brendan Behan. Nær enda- laust er hægt að ausa úr írabrunni. Skáli íra í Frankfurt mótaðist af því að lögð var áhersla á fáa rithöf- unda og var tómlegur og í anda eins konar naumhyggju. írar eða fólk af írskum uppruna er dreift um allan heim, mest er af þeim í Bandaríkjun- um, Kanada, Nýja-Sjálandi og Astr- alíu. Fátækt og neyð heima fyrir stuðlaði að þessari sundrungu íra. Kólumkilli og Sweeney Nóbelsskáldið Seamus Heaney sem hélt ræðu við setningu bóka- stefnunnar rakti sögu Ira frá dögum heilags Kólumkilla (1400 ár eru frá dauða hans) og varð tíðrætt um James Joyce og skáldsögu hans Ódysseif. Heaney sýndi það með mörgum dæmum að Joyce var ekki eini rithöfundurinn sem túlkaði brottför og flótta, reikula vegferð mannins í þeim straumi sem kallaður er tími. Hann leiddi þar til öndvegis hinn vitskerta konung Sweeney sem írsk skáld hafa kveðið svo mikið um, m. a. hann sjálfur og W. B. Yeats. í ljóðinu Harmatölur Svignis yrkir Heaney: Sjáið mig, auman og illa til reika, Svigni frá Rósarkinn. Sjáið mig, á eilífu flökti bý mér ný ból ávalit að nóttu. (Þýðing Karl Guðmundsson) Eins og Heaney benti á hafa titlar margra bóka írskra höfunda í sér fólgna kennd útlegðar og vegleysis. Þar á meðal eru bækur eftir John Montague, Michael Longley, Derek Mahon, Evan Boland, Paul Muldoon og Eiléan Ní Chuilleanáin. Ættjörð og alheimur hafa löngum verið írsk- um rithöfundum ofarlega í huga. í mörgum sýningarbásum mátti sjá Ódysseif í þýðingum, bókina sem allir tala um, en fáir hafa lesið. Þeir sem ekki hafa þolinmæði til að fylgja söguhetjunni Leopold Bloom eftir um hvern afkima Dublinborgar geta til dæmis látið nægja að lesa hina löngu samfaralýsingu sem er meðal hátinda á rithöfundarferli Joyce og eitt besta dæmið um vitundarflæðið. Mál stjúpmóður í írska skálanum var ekki eingöngu hægt að fá Guinness og írskan lax. Þar voru dagskrár með rithöfundum og umræður um bókmenntir. Skáldkonurnar Nuala Ní Dhomhnaill (f. 1952) og Paula Meehan (f. 1955) röbbuðu um Ijóðlist kvenna og fluttu nokkur sýnishorn. Meehan sagði að flókið væri að tala um skáldskap kvenna. Amma hennar kenndi henni að meta ljóð. Hún lýsti fyrir móður skáldkonunnar drauminum um að ferðast, þurfa ekki að vera bundin á heimaslóð. Draumurinn varð fyrst að veruleika í fjölskyldunni þegar skáldkonan fór til Liverpool á Englandi. Ferðin varð ekki draumur um frelsi sem rættist. Það eina sem hún man nú er fallið haustlauf, úti og jafnvel inni. Nuala Ní Dhomhnaill er að verða þekkt utan írlands. Hún ólst upp í Kerry, írskumælandi umhverfi á Vestur-írlandi, en býr nu í nágrenni Dublin. Hún yrkir á írsku. Paul Muldoon og Seamus Heaney hafa þýtt ljóð hennar á ensku. írsk náttúra er yrkisefni hennar. Hún sagði að skáld sem ortu á gelísku væru vanmetin á írlandi. Sjaldgæft væri að ljóð þeirra fengju rúm í sýnisbókum írskra ljóða. Konur væru aiskiptar. Ritstjórar sýnisbóka væru allir karlmenn, þar annaðist engin kona val Ijóða og skálda. Undir þetta tók Paula Meehan sem ekki talar mál langömmu HVAÐ fer fram í sýningarbásunum í Frankfurt? Ferð til Risalands bókanna í Frankfurt Vel stílaðar miðl- ungsbækur og al- vöruskáldskapur Nær endalaust er hægt að ausa úr Ira- brunni þar sem gesturinn er í hlutverki Gúllivers á stærstu bókastefnu heims, skrif- ar Jóhann Hjálmarsson, sem rölti um sýn- ingarsvæðin í Frankfurt þar sem miðlungs- bókum er hampað, en útgefendur vilja þó skreyta bása sína með frægum skáldum. sinnar, tungu ömmu Nuala Ní Dhomhnaill heldur „stjúpmóður minnar, ekki móðurmál" eins og hún komst að orði og beindi þá spjótum sínum að enskunni. Gelískan er málið sem stendur í skugganum. Nuala Ní Dhomhnaill er rauðhærð með sítt hár og brosmild, líkari sveitastúlku en alvörugefinni þjak- aðri skáldkonu. Meehan er nær þeirri ímynd. Hún var spurð að því hvernig væri að yrkja um kynlíf á írsku. Hún svaraði 'að það væri náttúrlegt, írskan ætti orð yfir hinar mjúku mannlegu tilfínningar og minnti í framhaldi af því á rætur íra í goðafræði heiðninnar. Roddy Doyle las úr verkum sínum í Bókmenntahúsi Frankfurtborgar. Skáldsögur hans sem gerast í verka- mannahverfum Dublinborgar þykja fyndnar og eru vinsælar. Þær hafa METSÖLUBÆKUR og aðrar bækur takast á loft. flestar verið kvikmyndaðar, til dæmis The Snapper. Fyrir eina þeirra, Paddy Ciarke Ha! Ha! Ha!, fékk hann Booker-verðlaunin bresku. Nýjasta bókin, The Woman Who Walked into Doors, fjallar um Paulu, fráskilda drykkjusjúka konu um fertugt. Mest selda bók heimsins Veröld Soffíu eftir Norðmanninn Jostein Gaarder er mest selda bók í heimi. Gaarder er annar þeirra Norðurlandahöfunda sem lagt hafa bókaheiminn að fótum sér og náð til lesenda um allan heim, hinn er Daninn Peter Heeg. Báðar þessar bækur eru vel skrifaðar og athyglisverðar. Lesið í snjóinn eftir Hoeg er vandaður reyfari, en getur varla talist minnisstætt bókmennta- verk. Gaarder er meistari í því að setja heimspeki eða heimspeki- fræðslu í aðgengilegt form og búa til spennu. í fyrra og reyndar áður leituðu menn á bókastefnunni að væntan- legum metsöluhöfundum, stjörnum sem líkt og Hoeg og Gaarder gætu höfðað til sem flestra. Menn fundu Danann Michael Larsen og nú er skáldsaga hans, Svikinn veruleiki, að_ koma út í tuttugu löndum, m. a. á íslandi. Erfiðlega hefur gengið að finna Svía. Finnar tefia fram bók- menntaverkum, skáldsögunni Urwind eftir Bo Carpelan og Underbara kvinnor vid vatten eftir Moniku Fagerholm. Bók Carpelans hefur verið sérstaklega vel tekið af Frökkum og Englendingum og konur Fagerholms eru að koma út í tíu löndum utan Finnlands. Carpelan verður sjötugur í þessum mánuði, Fagerholm er 35 ára. Að sögn Maiju-Leenu Rautálin forstöðumanns Bókmenntamiðstöðvarinnar í Helsingfors, er það helst rúmlega fimmtugur rithöfundur, Arto Paasil- inna sem ekki er bókmenntalegur en skrifar um venjulegt fólk og oft óvenjulegar aðstæður þess, sem kemur til móts við óskir fólks um nýjan Heeg eða Gaarder. Paasilinna er sískrifandi, eftir hann hafa komið 30-40 bækur og margir útgefendur á bókastefnunni hafa keypt útgáfurétt bóka hans. Rautalin svaraði þeirri spurningu hvernig gengi að kynna finnskar bókmenntir í Frankfurt að það gengi, forleggjarar sýndu áhuga og nokkrar dyr hefðu opnast finnskum rithöfundum og bókum þeirra. Bókmenntapáfinn og bókmenntakvartettinn Það er gróska í þýskri bókaútáfu, en ekki mikið um nýjar stjörnur á bókahimninum. Christa Wolf, Patrick Súskind, Peter Handke og Elfriede Jelinek eru ekki splunkuný. Klassískir höfundar eins og Thomas Mann og eldri höfundar eins og Gúnter Grass, Siegfried Lenz, Heinz G. Konzalik, Martin Walser og Luise Rinser njóta alltaf vinsælda og seljast í stórum upplögum. Höfundar frá Austur-Þýskalandi sækja á, einkum þeir sem rita ævisögur sínar og koma með ýmsar sögulegar og persónuiegar uppljóstranir. Meðal þeirra er Gúnter de Bruyn. I básum Austur-Þjóðveijanna gat þó að líta ýmsar leifar sósíalismans og alþýðulýðveldisins. Það er með ólíkindum hve landafræði, náttúra og dýralíf eiga greiða leið að Þjóðveijum. Hand- bækur af öllu hugsanlegu tagi renna út í Þýskalandi. Kannski vegna þess hve lítið gerist í þýskri skáldsagnagerð eru Þjóðveijar önnum kafnir við að uppgötva nýja erlenda höfunda. Hoeg og Gaarder mælast vel fyrir í Þýskalandi og tijóna enn hátt á metsölulistum. Norðmaðurinn Erik Fosnes Hansen er líka ofarlega, en hann fer sér afar hægt og nýtur áfram álits fyrir skáldsögur sínar Fálkaturninn og Sálm að leiðarlokum sem sækir efni í Titanie- slysið. Bókmenntapáfinn Marcel Reich- Ranicki, einn hinna fjóru vitringa Bókmenntakvartetts þýska sjón- varpsins, sem reif bókstaflega sundur nýjustu skáldsögu Grass í fyrra, er enn mjög virkur og það virðist tekið mark á honum. Nýlega hóf hann til skýjanna bók eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.