Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 25 UNDRAHEIMUR margmiðlunarinnar sækir á í Frankfurt. James Seamus Nuala Ní Joyce Heaney Dhomhnaill Roddy Michael Mario Vargas Doyle Larsen Llosa Einar Fríða Á. Wislava Kárason Sigurðardóttir Szymborska spænskan höfund, Javier Marías, Hjarta svo hvítt. Forlagið Klett-Cotta sem selt hefur bókina í 230.000 eintökum í Þýskalandi hefur nú látið preftta 30.000 í viðbót. Hún er nú í öðru sæti á metsölulista Der Spiegel, fyrstur er John Grisham. Reich-Ranicki telur að frásagnarlist á borð við þá sem Marías hefur á valdi sínu sé óþekkt í Þýskalandi og jafnvel öðrum Evrópulöndum. Bækur eftir Marías hafa komið eða koma á næstunni út í 18 löndum. Spænska forlagið Alfaguara kynnti væntanlega bók eftir Arturo Pérez-Reverte sem hann hefur skrifað ásamt dóttur sinni Carlotu. Bókin sem nefnist Ævintýri Alatriste höfuðsmanns gerist á átjándu öld og er ævintýraleg frásögn í anda Roberts Louis Stevensons og fleiri ævintýra- höfunda. Lofað er spennu og sagnfræðilegri innsýn. Dóttirin sem er 13 ára er sögð gefin fyrir Sherlock Holmes og dulræn efni. Pér- ez-Reverte er efstur á metsölulistum á Spáni fyrir bækur sínar og er ein þeirra væntanleg í íslenskri þýðingu Kristins R. Ólafssonar: Refskák — eða bríkin frá Flandri. Spænskt og suður-amerískt naut sín í Frankfurt því að Friðarverðlaun þýskra útgefenda og bóksala lentu að þessu sinni hjá Mario Vargas Llosa sem er reyndar frá Perú en hefur gerst spænskur ríkisborgari. Vargas Llosa er ágætur skáldsagna- höfundur eins og íslenskir lesendur hans vita og glæsilegur fulltrúi rómanskra bókmennta og mann- úðarstefnu. Hann hefur eins og dómnefnd verðlaunanna segir í greinargerð talað máli frelsis og réttlætis og verið skorinorður ritgerða- og greinahöfundur. Kaffibollinn kom ekki Nágrannar Spánveija, Portú- galar, yerða í brennidepli á næstu bókastefnu. Þeir ætla að sýna fram á að portúgalskar bókmenntir eru ekki bara höfuðskáldið Fernando Pessoa sem kom fram í gervi margra skálda og var fáskiptinn einfari í lífi sínu og hræddur við fólk. Pessoa er sífellt umfjöllunarefni og er mikið lesinn. Hann er sögupersóna í nýlegri skáldsögu ítalans Antonio Tabucchi, einu helsta trompi ítala við hliðina á Umberto Eco. Helstu skáldsagnahöfundar Portúgala nú eru José Saramago og António Lobo Antunes. Portúgalar hafa að kjörorði að þeir bjóði upp á bolla af kaffi í Frankfurt á leið sinni út í heim. Eftir kynningarfund með blaðamönnum á bókastefnunni var því kaffibollans beðið. Hann kom þó aldrei, en í staðinn nóg af víni. Ljóðlist og fagurfræði Bás Mondadori-forlagsins ítalska vekur alltaf athygli fyrir hve smekklega honum er komið fyrir og ekki er bókavalið síðra. Forlagið kynnti sérstakiega nýja myndabók um ævi skáldsins Eugenio Montale sem var áhrifamikið ljóðskáld þótt ekki liggi mikið eftir hann. Hann fékkst meðal annars við tónlistar- gagnrýni og hlaut Nóbelsverðlaun fyrir skáldskap sinn. Þau fékk Salvatore Quasimodo líka. Aftur á móti auðnaðist Sænsku akademíunni ekki að heiðra Giuseppe Ungaretti en hann átti líka verðlaun skilið sé skáldskapargildi eitt látið ráða ferðinni. Gamlar fasískar gælur spilltu eflaust fýrir honum. Handhægar útgáfur heildarverka skálda frá ýmsum löndum setja svip á útgáfustefnu Mondadori. Gaman var að fletta fjölbreyttum flokki ljóðabóka með eftirtöldum skáldum: Hikmet, Neruda, Rimbaud, Buk- owski, Saffó, Dickinson, Ungaretti, Machado, Kavafis, Majakovskí, Lee Masters, Saba og Borges. Þótt ljóðlist og fagurfræði eigi víða erfitt uppdráttar og ekki síst á markaðinum í Frankfurt þar sem vel stílaðar miðlungsbækur njóta hylli er augljóst að útgefendur vilja skreyta bása sínum með alvöru- skáldum. Daginn sem pólska skáldkonan Wislava Szymborska fékk Nóbels- verðlaun gerði ég mér ferð í skálann þar sem Austur-Evrópuþjóðir sýndu og funduðu sameiginlega. Jafnan var fullt af fólki á umræðufundum. Einn fremsti bókmenntasöguhöf- undur Pólveija, Karl Dedecius, hafði nýlokið fyrirlestri og nú gerðu blaða- menn hríð að honum. Hann átti fullt í fangi með að svara spurningum um lágvöxnu feimnu skáldkonuna frá Kraká sem yrkir opin og auðskil- in ljóð og þykir ekki jafndjúp og Tadeusz Rósewicz sem er af sömu kynslóð og hún og taldist líklegri til verðlaunanna. Stóri pólski básinn skartaði aðeins einni þýddri bók eft- ir hana, kveri frá Forest Books á Englandi: People on a Bridge. í formála er haft eftir Szymborsku að hún skrifi sögur ef henni sýnist svo, langi hana hins vegar til að skrifa ritgerð þá skrifi hún ritgerðar- ljóð. Ég þekkti ljóð Szymborsku af þýðingum á norræn mál og hef séð mikið um hana í sænskum bók- menntablöðum undanfarin ár. Að gengið væri fram hjá Rósewiez kom mér engu að síður á óvart. Stað- reyndin er aftur á móti sú að hann kann ekki vel við sig í sviðsljósi og forðast blaðamenn. Þegar hann kom til Svíþjóðar í hittifyrra til að lesa upp á bókmenntahátíð neitaði hann öllum viðtölum og hafnaði meira að segja að spjalla við þýðanda sinn í útvarpsþætti. Hann kom að minnsta kosti tvisvar til Svíþjóðar í byijun sjöunda áratugar og í seinna skiptið ráðlögðu sænsku skáldin Göran Sonnevi og Göran Palm honum að taka ekki við Nóbelsverðlaunum stæðu þau til boða. Skýring þeira var sú að verðlaunin væru smáborg- araleg umbun. Á sjöunda áratugnum náðu pólsk samtímaljóð til lesenda í öðrum lönd- um. íslensk skáld þýddu þá ljóð eft- ir nokkur þeirra, einkum Zbigniew Herbert og Rósewicz. Röðin kom síðan að ' Nóbelsskáldinu Czeslaw Milosz 1980. Við kynningu pólskra skálda tók svo Geirlaugur Magnús- son sem þýðir úr frummáli. Ávöxtur þýðinga hans er þýðingasafnið í andófinu sem Hörpuútgáfan gaf út 1993. Þar er að finna ljóð eftir Szym- borsku. Mark tekið á íslendingum Bókaútgefendumir Ólafur Ragn- arsson hjá Vöku-Helgafelli, Halldór Guðmundsson hjá Máli og menningu og Jóhann Páll Valdimarsson hjá Forlaginu virtust ánægðir með sinn hlut á bókastefnunni. Þeir töldu að „norræna bylgjan" hefði komið sér vel fyrir ísíendinga. Þjóðveijar eru sérstaklega áhugasamir um íslenskar bækur og Frakkar sýna æ meiri áhuga. Jóhann Páll Valdimarsson sagði að honum virtist leitin að metsölu- höfundinum ekki eins áberandi í Frankfurt og áður. Nú væri meira spurt um skáldskap. Halldór Guð- mundsson tók í sama streng og sagði að áhuginn beindist að fleiri höfund- um en væntanlegum stórstjörnum, þetta væri ekki „messa sérstakra metsölubóka". Ólafur Ragnarsson var að vonum ánægður með dóma um Fyrirgefningu syndanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í Frakklandi, Halldór Guðmundsson himinlifandi yfir að fá Djöflaeyju Einars Kárason- ar í kilju í Þýskalandi og Jóhann Páll stoltur af Fríðu Á. Sigurðardótt- ur. Hann vitnaði í sænskan gagnrýn- anda sem hélt því fram í umsögn um I luktum heimi sem kom út í Svíþjóð í sumar að í Svíþjóð væri enginn rithöfundur sem gæti talist jafnoki Fríðu, Svíar ættu ekki svo góða höfunda. „Við íslendingar höf- um mikið að bjóða og erum ekki lengur nein útkjálkaþjóð á bókavett- vangi,“ sagði Jóhann Páll Valdi- marsson. Frami Einars Más Guðmundsson- ar virðist tryggður víða og sama er að segja um höfunda eins og Thor Vilhjálmsson, Guðberg Bergsson, Steinunni Sigurðardóttur, Stefán Hörð Grímsson og Gyrði Elíasson svo að fáeinir séu nefndir. Líka er skylt að nefna Vigdísi Grímsdóttur en hún kemur út á öðru forlagi en fyrrnefndir höfundar. Barna- og unglingabókahöfundar vekja eftir- tekt, utan Norðurlanda einkum í Þýskalandi. Guðrún Helgadóttir sem er þekkt á Norðurlöndum nær lík- lega til meginlandsins fljótlega. Matreiðslubækur, kynningarbækur um land og þjóð og bækur um eld- gos heilla útlendinga. íslenskar bæk- ur þykja fallegar og vandaðar eins og Jóhann Páll Valdimarsson vék að með dyggum stuðningi Guðrúnar Sigfúsdóttur konu sinnar og koma jafnvel út í upplagi sem aðeins þekk- ist hjá stórþjóðum. Áður hefur verið sagt frá land- vinningum íslendinga í Frankfurt hér í blaðinu og óhætt er að fullyrða að hlutur þeirra er alls ekki smár. Það hlýtur að vera rétt hjá Halldóri Guðmundssyni að persónuleg kynni og með þeim aukin sambönd eru hvað veigamest í útgáfumálum. Fleirt' forlög þyrftu að vera með í Frankfurt, en skýringin er ekki síst mikill kostnaður. Þótt íslensk bóka- útgáfa hafi safnast á færri hendur en áður er brýnt að kynna og freista þess að greiða fyrir fleiri íslenskum höfundum erlendis. íslensk bók- menntakynningarstofa gæti að þessu leyti gert gagn, sérstaklega yrði henni ekki fijótlega stýrt beint eða óbeint af fulltrúum stærstu for- laganna, þeim sömu og ráða ferðinni í Frankfurt. Málið er viðkvæmt og siglingin erfið, en eitthvað þarf að gera svo að sömu höfundarnir, oft sama kyn- slóð höfunda og útgefenda gerist ekki nær einráð. Meðal þeirra sem tekið hafa undir hugmyndir um bókmenntakynning- arstofu er Halldór Guðmundsson sem lét þau orð falla í Frankfurt nú að ljóðabækur mættu sín lítils í mark- aðskeppninni þar en nefndi dæmi um gleðilegan vott hins gagnstæða, belg- íska útgefanda sem falaðist eftir ljóð- um Stefáns Harðar Grímssonar. Bókmenntakynningarstofur eða bókmenntamiðstöðvar nágranna- þjóða, Dana, Finna og Norðmanna, hafa stuðlað mjög að því að efla norrænt á erlendum vettvangi. Eig- um við einhvern höfund sem mætti setja í flokk Hoegs og Gaarders? Svari hver fyrir sig. Norski gagnrýnandinn og menn- ingarblaðamaðurinn Kjell Olaf Jens- en sem ég hitti í Frankfurt eins og oft áður sagðist skilja velgengni ís- lenskra höfunda erlendis. Þeir væru víðförlir og hefðu löngum vakið at- hygli. Hann skrifaði lofsamlega um Fyrirgefningu syndanna og kvaðst hrifmn af verkinu. Einhvers konar vitfirring einkenndi söguefni ís- lenskra skáldsagnahöfunda og væri Einar Már Guðmundsson gott dæmi um það í Englum alheimsins, en líka Ólafur Jóhann í lýsingu sinni á hatri og biturð í Fyrirgefningu syndanna. Kannski er Sweeney, hinn vitskerti konungur íra, ekki óskyldur okkur, hugsaði ég, en fann um leið til frænd- semi við Gúlliver Jonathans Swifts. Jensen taldi að íslensk Ijóðskáld væru ekki síður en skáldsagnahöf- undar að hasla sér völl erlendis. Hann nefndi í því sambandi Matthí- as Johannessen og sagði að skáld- skapur hans væri vel kunnur í Nor- egi, einkum bókin Morgunn í maí. Aðspurður sagðist Kjell Olaf Jens- en ekki kannast við Michael Larsen og bækur hans. Meðal norrænna prósahöfunda sem hann taldi eiga erindi við umheiminn setti hann Ingmar Bergman í fyrsta sæti. Rafrænt — margmiðlun Fyrir nokkrum árum komu raf- rænir miðlar til sögu í Frankfurt og voru á litlu sýningarsvæði. Nú hafa þeir ásamt margmiðlun tvær hæðir í stórum skála. Fyrirtækin sem sýna eru 1.500 frá 52 löndum. Þrívíddin blómstrar. Bjartsýnir útgefendur telja þetta viðbót en ekki ógnun við bækur. Þær muni halda velli. Kannski er ástæðulaust að óttast um bókmenntir á bókastefnu. Til eru smáir útgefendur sem leita fyrst og fremst bókmenntaverka til útgáfu og kynna höfunda sem hafa eitthvað til bókmennta að leggja. Hættan gæti falist í því að í ofurkappinu að kynna og selja bækur sem höfða beint til almennings yrðu bókmennt- irnar útundan. Þess sjást þó ailtaf merki að bók- menntirnar séu í fyrirrúmi. Mér verður í því sambandi hugsað til Ungveija sem verða í brennidepli 1999. Þeir stefndu saman í Frank- furt fjölda rithöfunda til skrafs við gesti, meðal þeirra voru Péter Ester- házy, Péter Nádas, György Petri og Zsuzsa Rakovszky. Nokkur þýsku forlaganna eru fyrst og fremst bókmenntaforlög með mikinn metnað og rekast má á útgefendur sem eingöngu gefa út bækur í anda nýbreytni og tilrauna. Oft er þá byggt á fordæmi dadaista og súrrealista. Ekki verður kvartað yfir fjöl- breytni sýnenda sem voru um 9.000 frá 100 löndum, en margir básar voru þó keimlíkir og sumir jafnvel tómir. Eg leitaði að Afganistan en fann hvergi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.