Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MENNTUN Bangsi breytir sér LEIKLIST Sjönlcikhúsiö B ANGSALEIKUR EFTIRILL- UGA JöKULSSON Leikendur: Jakob Þór Einarsson og Stefán Sturla Sigurjónsson. Leik- stjóri: Sigrún Edda Björnsdóttir. Tónlist: Guðni Franzson. Búninga- hönnun: Helga Rún Pálsdóttir. Leiktjöld og búningar unnir af hópnum. Gerðuberg, fimmtudagur 10. október. HLUTI af því leiklistarstarfi sem fer af stað á haustin eru stuttar sýn- ingar ætlaðar skólabörnum, settar upp af fámennum hópi leikara sem síðan ferðast milli skóla í borg og bæjum landsins og falbýður vinnu sína. Leikskólastjóri einn hér í höfuð- borginni sagði mér að nú í ár væru svo margar sýningar í boði að skóla- stjórnendur ættu í mestu vandræðum með að velja á milli, því skólamir (og foreldrar) hefðu því miður ekki efni á að kaupa allar sýningarnar. Slík samkeppni gerir að sjálfsögðu bara auknar kröfur til ieikhópanna; kröfur um að sýningarnar séu boðlegar bömunum sem eru, eins og alþekkt er, kannski sá áhorfendahópur sem hvað þakklátastur er, þegar vel tekst til, en hikar heldur ekki við að láta í ljós leiða og þreytu, ef sýningin heldur ekki athygli þeirra. Sjónleikhúsið hefur lagt mikinn metnað í að setja upp góða barnasýn- ingu sem þeir bjóða nú leikskólum landsins, áhorfendum á aldrinum 2-7 ára. Leikararnir Jakob Þór og Stefán Sturla fengu Illuga Jökulsson til að semja leikritið, Guðna Franzson til að semjatónlist, Helgu Rún Pálsdótt- ur til að hanna búninga og Sigrúnu Eddu Björnsdóttur til að leikstýra. Þetta er allt fólk sem hefur áður gert góða hluti ætlaða bömum og er þekkt, hvert á sínu sviði. Bangsaleikur segir sögu sem er skemmtandi um leið og hún hefur boðskap fram að færa; að maður eigi aldrei að reyna að vera eitthvað annað en maður sjálfur; að ekki borgi sig að reyna að herma eftir öðmm, bara til að geðjast þeim. Sagan seg- ir frá „litla bangsa", sem villist burt frá vini sínum, „stóra bangsa“, held- ur inn í skóginn í leit að vinum og hittir fyrir ljón, krókódíl, fíl og páfa- gauk. Litli bangsi reynir að vingast við dýrin, en þau hafna honum á Morgunblaðið/Jón Svavarsson STEFÁN Sturla Sigurjónsson og Jakob Þór Einarsson í hlut- verkum sínum í Bangsaleik. þeim forsendum að á hann vanti makka, hala, rana og vængi. í til- raunum sínum til að verða sér út um það sem hann vantar verður litli bangsi hjákátlegur og smám saman svo afskræmdur að jafnvel stóri bangsi þekkir hann ekki þegar þeir hittast á ný. Þetta er smellin saga hjá Illuga og höfðar ágætlega til barna, ef marka má þá ungu áhorf- endur sem sáu sýninguna með mér. Jakob Þór leikur litla bangsa, sem á alla samúð hinna ungu áhorfenda (sem buðu honum ákaft vináttu og félagskap sinn þegar hann var ein- mana). Jakob Þór fór léttilega með hlutverkið, nema þegar hann fór að syngja, þar_ brást honum nokkuð bogalistin. Eg velti því fyrir mér hvort þar væri um að kenna að lög Guðna Franzsonar hentuðu ekki raddgerð Jakobs eða hvort skýring- una væri að finna í því að undirleik vantar og söngur Jakobs einn og sér nær ekki að skapa það iíf sem tónlist- inni hlýtur að vera ætlað í sýning- 'unni. Stefán Sturla leikuröll hin hlut- verkin og gerði hann margt mjög skemmtiiega í dýrahlutverkum sín- um. Þar hafa sniðugir búningar Helgu Rúnar einnig mikið að segja. Bangsaleikur er ágætis afþreying fyrir yngstu kynslóðina og Sigrúnu Eddu leikstjóra hefur tekist vel að útfæra leikinn í takmörkuðu rými. Aðalgalli sýningarinnar finnst mér vera, eins og áður er sagt, að of lít- ið er lagt í að tónlist Guðna Franz- sonar njóti sín og söngatriðin verða flöt og grípa ekki eyru ungviðisins. Eitt hljóðfæri hefði skipt hér sköpum (t.d. undirleikur af bandi). Soffía Auður Birgisdóttir Konan sem komst á barminn KVIKMYNDIR Háskóabíó Kvikmyndahátíö lláskólabíós o£ DV HULDUBLÓMIÐ („LA FLOR DE MI SECR- ETO“) ★ ★ ★ Leikstjóri og handritshöfundur Pedro Almodóvar. Kvikmyndatöku- stjóri Alfonso Beato. Tónlist Alberto Iglesias. Aðalleikendur Marisa Pa- redes, Juan Echanova, Imanol Arias, Carmen Elias, Rossy De Palma, Chus Lampreave, Joaquin Cortes, Manu- ela Vargas. Spánn 1995. HLJÓMFÖGUR spænskan flæðir af vörum leikaranna í Huldublóminu nýjustu mynd Pedros Almodóvars, sem snýst um sálarkreppu kvenna, einkum rithöfundarins Leo (Marisa Paredes). Hún kemst á barm örvænt- ingarinnar, staldrar þar við og hugs- ar sem svo: „Hingað og ekki lengra“! Leikstjórinn og handritshöfundur- inn Almodóvar er fyndinn og gust- mikill í sinni bestu mynd á þessum áratug, eða allar götur aftur til 1988, árs Kvenna á barmi taugaáfails. Leo skrifar ástarsögur undir dulnefni, er orðin leið á persónum sínum og hug- arheimi, vill fara að skrifa alvarlegri bækur um raunverulegt fólk. Hug- myndin heillar beinlínis ekki útgef- andann. Astamálin eru komin í blind- götu og Leo er farin að hallast ótæpi- lega að flöskunni. Til sögunnar kem- ur skari kvenna með sín ólíku vanda- mál á herðunum og karlarnir eru flestir óburðugir. Þrátt fyrir mótlæt- ið tekur Leo sig saman í andlitinu og tekur rétta stefnu undir lokin. Raunir spænskra kvenna eru Almodóvar yrkisefni sem fyrr, tragi- kómísk barátta þeirra við að halda jafnvægi í heimi karlrembu, skyggn- ist um í brothættu sálarlífi persóna sinna, snýr vandamálum þeirra úr harmkvælum í gleðileik. Leo kúvend- ir af sinni melódramatísku braut - sem farin er að minna óþægilega á gang mála í rómönunum - horfir á björtu hliðarnar í jákvæðum lokakaf- lanum. Samtölin geisla af stuttorð- um, mergjuðum tilsvörum og skop- skyni af öllum litum, ekki síst gálga- húmor þeim sem jafnan hefur' ein- kennt myndir leikstjórans. Fjölmarg- ar og áhugaverðar persónur og hlið- arsögur krydda Huldublómið, eink- um flamingódansarinn þjófótti og móðir hans, bústýra Leo; skáldkonan með hægðateppuna - móðir hennar, og ekki síst Rósa systir, sem leikin er af hinni svipmiklu (vægast sagt) og ómissandi Almodóvar-leikkonu, Rossy De Palma. Almodóvar er óvenju hefðbundinn sem leikstjóri og handritshöfundur að þessu sinni, engu að síður tekst honum með ágætum að snúa sápunni í biksvarta gamanmynd. Sæbjörn Valdimarsson Nýtt námsefni Á VEGUM Námsgagnastofn- unar hafa að undanförnu kom- ið út nýjar námsbækur í móð- urmáli og náttúrufræði. • Lestrarglímur er kennslu- forrit fyrir PC og Macintosh- tölvur eftir Karl Thoroddsen, Ebbe Raun o.fl. Er um að ræða þjálfunarverkefni í lestri og Iéttri ritun sem henta nem- endum frá 8 ára aldri. Er hægt að bæta við nýjum text- um eftir þörfum. • Laxdæla saga í endursögn Gunnars Karlssonar. Bókin er ætluð unglingum og hefur verið stytt og einföld- uð. Teikn- ingar eru eftir Mar- gréti Friðbergs- dóttur og uppdrættir eftir Jean- Pierre Biard. Bókin er 124 bls. að stærð með stóru letri og aftast er orðalisti og nafna- skrá. • Umhverfið - Skiptir það máli? eftir Stefaníu Björns- dóttur. Námsefnið er einkum ætlað nem- endum á miðstigi. Ljósmyndir í bókinni eru teknar af Birni Rú- rikssyni o.fl. Um er að ræða nemendabók, kennarahandbók og 32 vinnublöð sem eru aft- ast í handbókinni. Námsefnið fjallar um umhverfismál á ís- landi og skiptist nemendabók- in í fjóra kafla; um landið, hafíð, loftið og manngert um- hverfi. Er markmiðið m.a. að þjálfa nemendur í að skil- greina, leysa og koma í veg fyrir umhverfísvandamál m.a. með þátttöku í fyrirbyggjandi aðgerðum. Einnig að auka þekkingu nemenda á náttúru og umhverfi í heild. Bókin er 80 bls. og aftast í henni er listi um heimildir og ítarefni. • Lífríkið í fersku vatni eft- ir Reyni Bjarnason kom fyrst út 1975 en kemur nú út endur- saminni út- gáfu eftir Stefán Bergmann. Bókin er einkum ætl- uð 11-12 ára nemend- um og er fjallað um ferskt vatn og lífverur sem lifa í því. Athuganir, vettvangs- ferðir og umræður gegna mik- ilvægu hlutverki í bókinni auk spurninga úr efninu. Bókin er 56 bls. og í henni eru fjölmarg- ar myndir, flestar eftir Jóhann Óla Hilmarsson. Aftast í bók- inni eru ábendingar um ítar- efni. • Einkenni lífvera í þýðingu Hálfdans Ómars Hálfdanar- sonar og Þuríðar Þorbjarn- ardóttur er kennslubók í náttúru- fræði fyrir nemendur á ungling- stigi. Fjallað er um vinnuað- ferðir vís- indamanna, minnstu einingu lífs, einkenni lífvera, sam- skipti þeirra o.fl. I hverjum kafla eru markmið kaflans og verkefni sérstaklega tekin út auk upprifjunaratriða. Aftast í bókinni, sem er 132 bls. að stærð eru orðskýringar og atriðaorðaskrá. KYNJASKIPTING hefur verið mjög á undanhaldi í breskum skólum síðustu áratugina en nú eru viðhorf að breytast. Tilraunir með kynjaskipta bekkl í Bretlandi Arangnr drengja batnar í móðurmáli COTSWOLD-skóli í Bourton-on- the-Water í Bretlandi hefur undan- farin tvö ár í tilraunaskyni látið skipta nemendum í móðurmálstím- um í bekki eftir kyni og hefur reyndin orðið sú að árangur batnar verulega, að sögn The Sunday Ti- mes. Meðaltalsárangur drengja í þessari grein hefur síðustu árin versnað mjög í landinu borið saman við árangur stúlkna. Nemendurnir sem tóku þátt í þessari tilraun eru nú 16 ára gamlir en margir hafa bent á að drengjum á táningsaldri gangi oft erfiðlega að fjalla um viðkvæm efni í bókmenntum þegar stúlkur séu viðstaddar. Þeir verði því út- undan í tímunum og afleiðingin sé mun lélegri námsárangur í þessari grein móðurmálsins. Þeg- ar stúikurnar voru ekki lengur í skólastofunni varð reyndin sú að feimnir drengir töluðu af mun meiri þroska um ljóð og sígildan skáldskap en í blönduðu bekkjun- um. Makbeð andspænis Rómeó og Júlíu „Það er ýmiss konar ávinningur af þessu sem ekki er hægt að sýna með staðtölum. Framkoma, ein- beiting og lestrargeta, allt batnaði þetta svo að um munaði," sagði Marian Cox, yfírmaður enskudeild- ar skólans en hún stjórnar tilraun- inni. Telur hún að enn meiri árang- ur gæti náðst ef byijað væri á skiptingunni í yngri bekkjardeild- um, áður en sjónvarpsgláp og ann- að sem glepur fari að draga úr áhuga nemenda á bókmenntum. Nokkur munur er hafður á náms- efni drengja og stúlkna, hinir fyrr- nefndu lesa meira af „karlmann- legum“ texta á borð við ljóð eftir hermenn í stríði og Makbeð Sha- kespeares. Stúlkurnar lesa róman- tískari bókmenntir eins og Jane Eyre og Rómeó og Júlíu. Alls voru nemendurnir 97, þar af 50 stúlkur. Sem dæmi um breyt- inguna í Cotswold má nefna að fyrir tveim árum var reiknað út að ekki mætti búast við að meira en 9% af drengjunum, er þá voru 14 ára, fengju lokaeinkunnir á bil- inu A til C en á þessu ári varð niðurstaðan 34%. Hjá stúlkunum var hlutfallið að þessu sinni 74% sem er einnig veru- leg breyting til batnaðar, í fyrra var hlutfallið 56%. Unglingarnir eru nú harðánægðir með tilraun- ina, þeim og foreldrum þeirra leist flestum illa á hana í upphafí. Kynjaskipting sögð „óeðlileg" Stefnan hefur verið sú í Bret- landi síðustu tvo áratugina að draga úr aðskilnaði kynjanna í skólunum og hefur ríkisreknum skólum, þar sem stofnunin var aðeins ætluð öðru kyninu, fækkað úr um það bil 1.200 í 150. Fullyrt hefur verið að aðskilnaður væri „óeðlilegur". Ákveðið var að fara eins konar milliveg í Cotswold, skipta eftir kyni í ákveðnum grein- um en láta nemendur að öðru leyti njóta þess að vera í skólaum- hverfí þar sem bæði kynin stunda nám. Samstarf HI og Skálholtsskóla Ahersla lögð á rann- sóknir og fræðslu HASKOLI Islands (Hl) og Skál- holtsskóli munu í náinni framtíð vinna saman að fræðslu og rann- sóknum, svo og aukinni kynningu á sögu og menningu þjóðarinnar sem tengist Skálholti. Þessu til staðfestingar undirrituðu Svein- björn Björnsson, rektor HÍ, og Jón Pálsson, settur rektor Skálholts- skóla, samning fyrir skömmu. Jafnframt stefna skólarnir í sam- einingu á að koma upp vinnuað- stöðu fyrir fræðimann í Skálholti. Samningurinn felur meðal ann- ars í sér að Skálholtsskóli veitir HÍ aðstöðu til funda, námskeiða og ráðstefna fyrir deildir, stofnanir og stjórnsýslu háskólans. Aðstaðan er þegar til staðar og getur ráð- stefnusalur skólans tekið um 100 manns. Hægt er að hólfa hann í þrjár kennslustofur með milli- veggjum. I bókasafni er ennfremur aðstaða fyrir smærri fundi og nám- skeið auk þess sem þar er mögu- leiki á að koma upp vinnuaðstöðu fyrir starfsmenn Hl til viðbótar aðstöðu fræðimanns, að því er seg- ir í frétt frá HÍ. Háskólinn setur aftur á móti upp tölvu í Skálholti sem verður tengd við tölvukerfi háskólans og gilda sömu reglur um hana og almennt tölvukerfi skólans. Undirbúningur að fræðimanns- íbúð er þegar hafinn. Verður þar lagt fyrir tölvu og síma, auk þess sem komið verður fyrir nauðsyn- legum skrifstofubúnaði. Þannig verður fræðimönnum gert kleift að dvelja í Skálholti um lengri eða skemmri tíma en dvalartími hefur ekki verið ákveðinn. Skólamir munu í sameiningu veita aðgang að fræðasetrinu þegar þar að kem- ur. Tveir kostir munu bjóðast fræði- manni sem dvelur í Skálholti, ann- ars vegar einstaklingsherbergi í skólanum og hins vegar íbúð í kjall- ara biskupsbústaðar fyrir fræði- mann og fjölskyldu hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.