Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 29 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SJALFSTÆÐIS- FLOKKUR OG SJÁVARÚTVEGUR FJÖLMENNASTI landsfundur Sjálfstæðisflokksins til þessa, sem haldinn var um helgina, sýndi að nokkuð almenn samstaða ríkir innan flokksins um þessar mundir og samheldni meiri en um langt skeið. Hins vegar virðast lands- fundarfulltrúar ekki hafa tekið þá áhættu að ræða opinskátt um málefni sem vitað er að skiptar skoðanir eru um innan Sjálfstæðisflokksins og er þá átt t.d. við Evrópumálin og stefn- una í sjávarútvegsmálum. Þetta er miður, vegna þess að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og þjóðin öll þurfa á því að halda að slíkar umræður fari fram. Stuðningsmenn veiðileyfagjalds létu ekki mikið að sér kveða á þessum fundi. Vestfirðingar fengu á hinn bóginn stuðning starfshóps um sjávarútvegsmál við sóknar- og flotastýringu í tillögudrögum. Þeir höfðu þó ekki erindi sem erfiði þegar til endanlegrar afgreiðslu kom. Landsfundurinn samþykkti breytingartillögu frá sjávarútvegsráðherra, studda af forsæt- isráðherra, sem fól í sér stuðning við núverandi fiskveiðistjórn- un, kvótakerfið, með eftirfarandi viðbót: „Jafnframt telur fundurinn að kerfi fiskveiðistjórnunar þurfi að sæta stöðugri endurskoðun.“ Það er ljóst að skoðanir eru skiptari innan Sjálfstæðisflokks- ins um sjávarútvegsmálin en þessi niðurstaða sýnir. Vestfirð- ingar boða gjörbreytta stefnu, upplýst var á fundinum að tveir þingmenn flokksins mundu flytja frumvarp um að banna allt framsal veiðiheimilda og Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, staðfesti stuðning sinn við gjald í ein- hverju formi og sagði orðrétt: „Eg var í hópi þeirra sem taldi sjálfsagt að hann [kvótinn] yrði leigður eða seldur en ekki afhentur með þeim hætti sem gert var.“ Landsfundur er í raun eins konar þverskurður af þjóðinni og fer með stefnumarkandi vald í Sjálfstæðisflokknum. Það er því eðlilegt að þar geti orðið nokkrar hræringar þegar tek- ist er á um viðkvæm deilumál. Sú var þó ekki raunin að þessu sinni. Landsfundurinn lét ekki brjóta á viðkvæmum deiluefnum á líðandi stundu. Lagði áherslu á að fylgja eftir þeim árangri í atvinnu-, efnahags- og ríkisfjármálum, sem náðst hefur á síðustu misserum. En Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki öllu lengur haldið sig til hlés í umræðum um þau stóru mál sem við blasir að þjóð- in þarf að taka afstöðu til á næstu árum. Þannig hlýtur flokk- urinn ekki síður en aðrir stórir stjórnmálaflokkar á Vesturlönd- um, t.a.m. breski íhaldsflokkurinn, að ræða mál á borð við Evrópusambandið og framtíðartengsl okkar við það, þótt hitt sé að sjálfsögðu rétt að EES-samningurinn stendur fyrir sínu. SÉRHÆFÐ MEÐFERÐ í VÍMUVANDA AUGLJÓST er af opinberri umræðu að undanförnu, að vímuefnavandi unglinga fer vaxandi, þrátt fyrir ára- langa baráttu gegn þessum vágesti. Óhjákvæmilegt er, að vandinn verði tekinn föstum tökum, jafnt af foreldrum sem stjórnvöldum. Þeirri tölu hefur verið haldið á lofti nýlega, að um 200 unglingar í Reykjavík séu ofurseldir vímuefnum og að vonum hnykkir fólki við þessi ótíðindi. Að vísu hefur verið dregið í efa, að hópurinn sé svo stór, en aftur á móti er ekki vefengt, að fjöldi unglinganna sé mikill, sem hefur neytt fíkni- efna í meiri eða minni mæli. Þessa óheillaþróun verður að stöðva. Starfandi er óformlegur hópur forelda unglinga sem neyta eða hafa neytt vímuefna og er nú að skipuleggja starf sitt innan vébanda samtakanna „Vímulaus æska“. I Morgunblað- inu sl. sunnudag var rætt við hjón úr þessum hópi, sem segja að reynslan hafi kennt þeim, að unglingar þurfi sérhæfða meðferð, sem því miður sé ekki til staðar lengur. Þau sögðu m.a.: „Við ætlum okkur að berjast til að opna augu manna fyrir vandanum, en við viljum samt ekki að litið sé svo á, að við séum í stríði við stjórnvöld. “ Foreldrahópurinn hefur safnað yfir tíu þúsund undirskrift- um til að skora á stjórnvöld að opna nýtt meðferðarheimili fyrir unga vímuefnaneytendur. Þær verða afhentar forsætis- ráðherra og óskað eftir aðgerðum unglingunum til hjálpar. Óhjákvæmilegt er að hlusta á raddir foreldranna, því þeir vita hvar skórinn kreppir og gera sér betur en aðrir grein fyrir hvaða úrræða er þörf. Það er fyrst og fremst á heimilun- um, þar sem víglínan er í baráttunni við fíkniefnavandann. Ábyrgðin er fyrst og fremst foreldranna. En ráði þeir ekki af einhverjum ástæðum við vandann er þörf á því, að þeir geti leitað sérfræðiráðgjafar með skjótum hætti. Mikill meirihluti samþykkti stuðning við núverandi fiskveiðistjórnkerfi með fyrirvara um stöðuga endurskoðun Morgunblaðið/Sverrir ATKVÆÐI greidd á landsfundi. Miklar umræður fóru fram við afgreiðslu fjölmargra ályktana Iandsfundarins síðdegis á laugardag og frá morgni til kvölds á sunnudag. Landsfundinum lauk svo með afgreiðslu sljórnmálaályktunar um kvöldmatarleytið á sunnudag. Tekist á um grundvallar- atriði fiskveiðistefnunnar Tillaga Einars Odds Kristjánssonar o.fl. um grund- vallarbreytingar á fiskveiðistjórn- unarkerfinu náði ekki fram að ganga á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins um helgina. Urðu tals- menn flota- og sóknarstýringar að játa sig sigraða eftir talsverð átök. Egill Ólafsson og Ómar Friðriksson fylgdust með landsfundinum. Davíð Oddsson ... held að samstaðan hafi orðið meira af- gerandi en búast hefði mátt við... Einar Oddur Kristjánsson ... Þetta var ekki endapunkturinn á þeim átökum ... Þorsteinn Pálsson ... þessi landsfundur hefur markað mjög skýra og afdráttar- lausa stefnu ... Markús Möller ... leit á þessa af- greiðslu sem ákveðna opnun... AÐ KOM á óvart þegar breytingartillaga frá Einari Oddi Kristjánssyni alþing- ismanni og Ólafi Hannib- alssyni við ályktunardrög landsfund- ar Sjálfstæðisflokksins í sjávarút- vegsmálum, um að leita annarra leiða við fiskveiðistjórnun, var sam- þykkt á fundi sjávarútvegsnefndar landsfundarins á laugardagsmorg- uninn. Fæstir áttu þó von á að tillag- an fengi þann hljómgrunn sem dygði á landsfundinum sjálfum en Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra lagði fyrir landsfundinn breytingar- tillögu sem stefnt var gegn tillögu Vestfirðinganna þegar umræður hóf- ust um sjávarútvegsmál á landsfund- inum síðdegis. Málamiðlun um arð af auðlindinni Talsverð umræða hafði einnig átt sér stað í sjávarútvegsnefnd um til- lögu Markúsar Möllers hagfræðings o.fl. um að gerð yrði úttekt á gjald- töku • fyrir veiðileyfi en hún komst ekki inn í ályktunardrögin og önnur breytingartillaga Markúsar o.fl. um að Islendingar njóti góðs af arðsemi fiskistofnanna var felld í nefndinni. Eftir hádegi náðist hins vegar sam- komulag talsmanna veiðileyfagjalds við sjávarútvegsráðherra og for- sætisráðherra um breytingu á sjáv- arútvegsmálaályktun fundarins, þar sem orðalagi á tillögu Markúsar frá því um morguninn var lítillega breytt. Skv. heimildum Morgun- blaðsins hafði Friðrik Sophusson milligöngu um að málamiðlun náð- ist. Engin málamiðlun lá hins vegar fyrir um tillögu Vestfirðinganna þeg- ar umræður um sjávarútvegsmál hófust á landsfundinum síðdegis á laugardag og urðu þar talsverð átök milli talsmanna ólíkra sjónarmiða. Stuðningsmenn veiðileyfagjalds höfðu sig ekki mikið í frammi í um- ræðunum um sjávarútvegsmál á landsfundinum. Forystumenn í iðn- aði, sem margir styðja veiðileyfagjald og hafa stundum talað fyrir því innan Sjálfstæðisflokksins, tóku ekki til máls á fundinum. Markús Möller, sem hefur verið ötull talsmaður veiðileyfa- gjalds innan Sjálfstæðisflokksins, lagði fram breytingartillöguna sem samkomulag náðist um en þar segir að tryggja þurfi „eftir föngum að arðsemi fiskistofnanna verði sem mest og í þágu þjóðarinnar allrar, enda eru fiskistofnarnir á hafinu sam- eign hennar". Markús sagði mikilvægt að með þessari tillögu hefði flokkurinn stað- fest að arðsemi -fískistofnanna ætti að renna til þjóðarinnar allrar. Að sjálfsögðu hefði hann viljað ganga lengra, en það væri sitt mat að lengra yrði ekki komist að sinni. Mikilvægt væri einnig fyrir sjálfstæðismenn að ná saman , í sjávarútvegsmálum og það gerðu þeir ekki nema allir teygðu sig í átt til samkomulags. Markús sagði á fundinum að með tillögu Vestfirðinga um sóknar- og flotastýringu væri verið að setja Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráð- herra stólinn fyrir dyrnar á óviðun- andi hátt. „Kollvarpa fiskveiðistjórnuninni" „Með því að samþykkja tillögu eins og þessa værum við í einu vet- fangi að kollvarpa fiskveiðistjórnun- inni. Við værum að ganga gegn skýr- um ákvæðum í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar á sama tíma og við höfum verið að uppskera verulegan efnahagslegan árangur af því stjórnkerfi fiskveiða sem við höfum stuðst við,“ sagði Þorsteinn Pálsson í sinni ræðu um tillögu Vestfirðinganna. Breytingartillaga sú sem Þorsteinn lagði fram var svohljóðandi: „Sú fiskveiðistjórnun sem sjávarút- vegurinn býr við og stöðugleiki á því sviði skiptir miklu máii fyrir hag- kvæma nýtingu fiskveiðiauðlindar- innar. Landsfundurinn telur skyn- samlegast að byggja á núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi, sem hefur m.a. gert sjávarútveginum kleift að kom- ast í gegnum erfiðleika seinustu ára, en jafnframt telur fundurinn að kerfi fiskveiðistjórnunar þurfi að sæta stöðugri endurskoðun. “ Óánægja með tillögu nefndarinnar Þorsteinn sagði að hann gerði sér vel ljóst að núverandi fiskveiðistjórn- kerfi væri ekki gallalaust og sér væri sömuleiðis ljóst að um það væru skiptar skoðanir. Það væri þess vegna nauðsynlegt að huga stöðugt að end- urskoðun á kerfinu. Þorsteinn sagði að megingagnrýnin á kerfið lyti að framsali fiskveiðiheimilda. Framsalið væri nauðsynlegur þáttur í þeirri hagræðingu sem stefnt væri að með kerfinu. Það yrði áfram að leita leiða til að koma í veg fyrir að sjómenn væru látnir taka þátt í kvótakaupum. Elínbjörg Magnúsdóttir, fiskverka- kona á Akranesi, lýsti óánægju með tillögu sjávarútvegsnefndar. Hún sagði að vinna í fiskvinnsluhúsum yrði enn ótryggari en nú er ef tekið yrði upp sóknarmark og gildandi kauptryggingarsamningar fisk- vinnslufólks yrðu veikari. Elínbjörg benti á að í ályktun nefndarinnar væri ósamræmi. í þriðju málsgrein segði að núverandi afia- markskerfi tryggði ekki nauðsynlega uppbyggingu fiskistofnanna, en í fjórðu málsgrein segði að verndar- stefna síðustu ára hefði skilað ár- angri og leitt til þess að þorskstofn- inn væri á uppleið. Stuðningsmenn sóknar- og flota- stýringar fylgdu tillögu sjávarútvegs- nefndar fast eftir í umræðum á lands- fundinum. Sveinbjörn Jónsson, trillu- sjómaður frá Suðureyri, sagðist beij- ast fyrir breytingum á kerfinu bæði vegna þess að það tryggði ekki há- marksarðsemi af auðlindinni og ekki síður vegna þess að það tryggði ekki uppbyggingu fiskistofnanna. Þvert á móti ætti það stóran þátt í hnignun þeirra. „Þjóðfélagið kraumar og er að því komið að springa út af þessu kerfi. Ástæðan er sú að þegar þessu kerfi var komið á fót var í fyrsta skipti í íslandssögunni, að því er ég best veit, reynt að verðleggja frelsið. Menn ákváðu að vet'ðleggja frelsið til að fá að sækja fisk og verðjeggja frelsið til að fá að vinna fisk. f dag er þessi réttur manna til sjósóknar kominn inn í bólgna efnahagsreikninga útgerðar- fyrirtækja, stórra og smárra, og stendur þar í hrópandi mótsögn við erfiðan rekstrargrundvöll," sagði Sveinbjörn. Meiri órói í þjóðfélaginu „Umræðan um fiskveiðistjórnunina veldur nú meiri óróa í þessu þjóðfé- lagi en hún hefur gert nokkru sinni fyrr,“ sagði Einar Oddur. „Þetta get- ur ekki farið framhjá nokkrum manni, nema þeim sem vilja ekki heyra eða vilja ekki sjá, að þetta veldur miklum sársauka og er undiralda mikillar reiði. Stærsta stjórnmálaafl íslands, Sjálfstæðisflokkurinn, verður að átta sig á þessu. Það væri mikið pólitískt slys ef við færum að samþykkja núna breytingartillögu sjávarútvegsráð- herra þar sem segir að landsfundur- inn telji núverandi stjómun skynsam- lega og rétt sé að halda henni áfram. Þá væru sjálfstæðismenn að loka sig af sem kvótafólkið meðan aðrir flokk- ar lýsa hispurslaust yfir efasemdum um þetta kerfi, síðast í dag segir Halldór Ásgrímsson, guðfaðir kerfis- ins, í Morgunblaðinu að það sé ástæða til þess að efast um það. Hann segist sjá og finna óánægju og reiði um allt land,“ sagði Einar Oddur. Hann vísaði ummælum sjávarút- vegsráðherra á bug um að tillaga sjávarútvegsnefndar gengi í bága við stjórnarsáttmálann. Hann gerði ein- mitt ráð fyrir endurskoðun kerfisins. Þingmennirnir Kristján Pálsson og Tómas Ingi Olrich lýstu yfir stuðningi við kvótakerfið í umræðunum, en Kristján sagðist vilja að línutvöföld- unin yrði endurvakin. Guðmundur Hallvarðsson lýsti því yfír að hann og Guðjón Guðmundsson alþingis- maður myndu leggja fram frumvarp sem bannaði að mestu allt framsal veiðiheimilda milli skipa. Spenna við afgreiðslu Ályktun landsfundarins í sjávarút- vegsmálum og breytingartillögur við hana voru teknar til afgreiðslu á landsfundinum eftir hádegi á sunnu- dag. Talsverðrar spennu gætti í saln- um og skv. upplýsingum Morgun- blaðsins gerðu stuðningsmenn þeirra sjónarmiða sem Þorsteinn Pálsson o.fl. töluðu fyrir, ráð fyrir að á ný gæti komið til átaka en svo varð þó ekki og var fallið frá tillögu sem bor- in hafði verið fram um skriflega at- kvæðagreiðslu. Fyrst var breytingar- tillaga Markúsar Möllers borin undir atkvæði og var tekið fram að sjávar- útvegsráðherra styddi tillöguna. Var hún samþykkt með yflrgnæfandi meirihluta atkvæða. Því næst voru greidd atkvæði um breytingartillögu Þorsteins Pálssonar og var tekið fram að Davíð Oddsson stæði einnig að tillögunni. Var hún samþykkt með miklum meirihluta atkvæða lands- fundarfulltrúa. Elínbjörg Magnúsdóttir lagði til þá breytingu að í stað orðalags í ályktun- ardrögunum um að afnema beri regl- ur um úreldingu fiskiskipa kæmi að endurskoða beri úreldingarreglurnar. Var sú tillaga einnig samþykkt með miklum meirihluta. Sjávarútvegs- málaályktun landsfundarins var svo samþykkt af miklum meirihluta landsfundarfulltrúa. „Mikil sátt“ Davíð Oddsson sagði í samtali við Morgunblaðið að mikil sátt hefði náðst i sjávarútvegsmálunum á lands- fundinum. „Spár um það að hér yrðu mikil átök um þau mál, reyndust ekki réttar, því ég held að samstaðan hafi orðið meira afgerandi en búast hefði mátt við. Tillaga sem tengdist hugmyndum nokkurra landsfundar- fulltrúa um að skoða hluti eins og sóknarstýringarkerfi varð mest áber- andi. Hún fékk ekki hljómgrunn hér hjá landsfundarmönnum. Slíkar til- lögur voru felldar með yfirgnæfandi meirihluta. Það þýðir þó ekki að hér séu ekki menn sem eru óánægðir með sitthvað í núverandi aflamarks- kerfi og vilji sníða slíka vankanta af, en hvorki þessi flokkur né nokkur annar hefur fundið betra kerfi, sem gengur upp,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra sagðist ekki vera sammála því að innan flokksins myndi áfram gæta óróleika sem ekki hefði tekist að jafna. „Þvert á móti var fundurinn mjög afgerandi í þessu efni og vangaveltur ýmissa aðila út í þjóðfélaginu um að hér logi allt í deilum hafa ekki staðist. Á lands- fundi 1993 var tillögu um veiðileyfa- gjald vísað til miðstjórnar og þá var því til að mynda haldið fram í biöðum að það hefði verið gert vegna ótta forystumanna við að leyfa afgreiðslu málsins í salnum. Því fer fjarri. Ég vildi gefa mönnum tóm, að fella ekki tillöguna, svo menn gætu rætt um hana. Nú fundu menn, sem voru þess- arar skoðunar, að slík tillaga hefði ekki fengið nokkurt brautargengi og afar lítinn stuðning,“ sagði Davíð. Áfram tekist á Einar Oddur sagði í samtali við Morgunblaðið að niðurstaða lands- fundarins í sjávarútvegsmálum hefði ekki komið á óvart. „Við höfum tek- ist á um þetta áður á landsfundi. Ég held að þetta sé í þriðja eða fjórða skiptið sem við gerum það. Það ligg- ur fyrir að mikill meirihluti lands- fundarfulltrúa vill, að því er virðist, ekki hrófla við þessu kerfi, sem núna er uppi. Það er alveg skýrt en við höfum talið mjög óskynsamlegt að binda okkur fast við aflamarkskerfið, talið það mikla annmarka á því og Ijóst að það væri það mikil sóun í því að okkur væri skylt og rétt að leita annarra leiða. Við höfum lagt mikla áherslu á flotastýringuna og viljum reyna að skilgreina sóknina. Við tök- umst á um þessa hluti og ég á von á því að við höldum áfram að takast á um þessa hluti. Þetta var ekki enda- punkturinn á þeim átökum,“ segir Einar Oddur. Málamyndabreytingar „Fyrir milligöngu þriðja aðila var boðið upp á það að fyrri tillaga okkar af tveimur, sem Þorsteinn Pálsson lét fella í sjávarútvegsnefnd, færi inn í ályktun landsfundarins með mála- myndabreytingum á orðalagi, gegn því að ég drægi síðari tillöguna til baka,“ sagði Markús Möller í samtali við Morgunblaðið eftir að niðurstaða landsfundarins lá fyrir. „Það var líka áskilið að við stydd- um ekki tillögur Einars Odds og fé- laga. Ég leit á þessa afgreiðslu sem ákveðna opnun eftir að Davíð Odds- son hafði skellt öllu í lás á fimmtudag- inn. Hvort sá skilningur er réttur að þarna sé um opnun að ræða mun ráðast af því hvað gerist í framhald- inu. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en menn muni tala saman á næstunni. Mér finnst að ef maður er beðinn um það, þá eigi maður að gefa færi á friði. Ef einhveijir hafa túlkað það sem sigur fyrir Þorstein Pálsson að Davíð Oddsson lætur samþykkja tillögur sem Þorsteinn hafði látið fella, þá vita menn ekki mikið um innanflokks- mál Sjálfstæðisflokksins," sagði Markús Möller. Afdráttarlaus niðurstaða „Þetta varð mjög góð niðurstaða. Menn höfðu verið að spá hér miklum átökum og klofningi og vissulega urðu hér mjög líflegar umræður sem vörpuðu ljósi á mismunandi sjónarmið og hagsmuni sem eru uppi en niður- staðan er mjög afdráttarlaus og stefnumörkunin skýr og hún er sett fram með skýrari hætti en oftast nær áður,“ sagði Þorsteinn Pálsson. „Við þurfum auðvitað alltaf að vera að endurskoða þessar reglur og laga þær að breyttum tímum, taka tillit til nýrra viðhorfa sem upp koma. Það er því ekkert óumbreytanlegt í þessu efni frekar en öðru og reyndar meiri ástæða til að vera stöðugt á varðbergi á þessu sviði en öðrum og aðlaga nýjum aðstæðum. Talsverðar umræður um auðlindaskattinn fóru í sjávarútvegsnefndinni en þar var til- laga um að setja það mál í athugun felld og hún var ekki borin upp á fund- inum. Það mál varð því ekki heldur að deiluefni hér,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður hvort hann byggist við frekari átökum um þessi mál að afloknum landsfundinum sagði Þor- steinn: „Það verða alltaf miklar um- ræður um sjávarútvegsmál og þær halda auðvitað áfram. En aðalatriðið er, að þessi landsfundur hefur mark- að mög skýra og afdráttarlausa stefnu og við munum fylgja henni fram,“ sagði Þorsteinn. Alyktun landsfundarins um sjávarútvegsmál Arðsemi fiski- stofnanna verði í þágu þjóðarinnar HÉR fer á eftir endanleg ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um sjávarútvegsmál. (Millifyrir- sagnir eru blaðsins.) Sjávarútvegurinn er mikil- vægasti atvinnuvegur þjóðarinn- ar og staða hans skiptir sköpum fyrir þjóðarbúið. Sjávarútvegin- um hefur tekist að styrkja stöðu sína með hagræðingu, aukinni fullvinnslu, markaðssetningu verðmætari vöru, veiðum á fjar- lægum miðum og sókn í vannýtt- ar tegundir. Sjósókn og fiskvinnsla hafa verið helstu undirstöður batnandi lífskjara íslensku þjóðarinnar á þessari öld. Stefnan í sjávarút- vegsmálum hlýtur því að hafa að höfuðmarkmiði að afkoma heimilanna í landinu verði sem best í bráð og lengd. Til þess þarf að tryggja eftir föngum að arðsemi fiskistofnanna verði sem mest og í þágu þjóðarinnar allr- ar, enda eru fiskistofnarnir í hafinu sameign hennar, og að auðlindum sjávar verði að skila óskemmdum til komandi kyn- sióða. Kerfi fiskveiðistjórnunar sæti stöðugri endurskoðun Sú fiskveiðistjórnun sem sjáv- arútvegurinn býr við og stöðug- leiki á því sviði skiptir miklu máli fyrir hagkvæma nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Lands- fundurinn telur skynsamlegast að byggja á núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfi, sem hefur meðal annars gert sjávarútveginum kleift að komast í gegnum erfið- leika seinustu ára. Jafnframt telur fundurinn að kerfi fisk- veiðistjórnunar þurfi að sæta stöðugri endurskoðun. Verndarstefna undanfarinna ára hefur skilað árangri m.a. hvað varðar þorskstofninn, sem er nú á uppleið. Staða nokkurra annarra mikilvægra fiskistofna er veik og þarf að grípa til að- gerða til verndar þeim. Nauðsyn- legt er að efla alhliða hafrann- sóknir og vísindalega ráðgjöf, sem er undirstaða skynsamlegr- ar fiskveiðistjórnunar. Eðlilegt er að auka hlutverk Landhelgis- gæslu við eftirlit með fiskveiðun- um. Fiskveiðiráðgjöf verður að byggjast á bestu fáanlegu upp- lýsingum hveiju sinni. Forsenda þess er sú að hér sé til staðar fjölbreytt og öflug vísindastarf- semi jafnframt því að fjallað sé um margvíslegar skoðanir vís- indamanna, sjómanna og útvegs- manna um lífríki hafsins. Á þess- um sviðum sem öðrum verða ólík viðhorf að fá að njóta sín. í því skyni verði komið á formlegum samráðsvettvangi þar sem tryggt sé að þessi sjónarmið fái rækilega umfjöliun. Frelsi við verðlagningu og markaðssetningu á fiski er sjáv- arútveginum til framdráttar og gerir nýjar kröfur til þeirra sem starfa í greininni. Fiskmarkaðir hafa gegnt sívaxandi hlutverki í frjálsri verðmyndun og framþró- un sjávarútvegs. Mikilvægt er að efla þessa þróun ennfrekar og stuðla þannig að aukinni full- vinnslu og sérhæfingu innlendr- ar fiskvinnslu. Góð imynd íslendinga í um- hverfismálum veltur m.a. á um- gengni íslendinga við hafið og auðlindir þess. Á grundvelli ábyrgrar fiskveiðistjórnunar geta íslendingar komið til móts við nýjar óskir erlendra kaup- enda og auðkennt sjávarafurðir með tilliti til þess að veitt sé samkvæmt vísindalegri ráðgjöf og fiskafli nýttur skynsamlega. Forysta í umhverfismálum verð- ur í framtíðinni eitt sterkasta vopn íslendinga í samkeppni um sölu sjávarafurða á erlendum markaði. Fundurinn telur mikil- vægt að allra leiða verði leitað til þess að umgengni um fiski- miðin verði sem best á hveijum tíma þannig að frákast afla verði sem minnst bæði innan og utan landhelginnar. Samið verði um úthafsveiðar Auka þarf samstarf fiskveiði- þjóða við norðanvert Atlantshaf um hafrannsóknir og fiskveiði- stjórnun. íslendingum er nauð- syn að nýta alla stofna hafsins á sem hagkvæmastan hátt á þjóðréttarlegum forsendum. Þró- un alþjóðlegra réttarreglna um nýtingu auðlinda hafsins hefur ávallt verið keppikefli íslend- inga. Brýnt er fyrir Islendinga, að á grundvelli úthafsveiðisamnings SÞ verði samið um veiðar utan íslensku fiskveiðilögsögunnar, þar sem réttur okkar verði tryggður. Mjög mikilvægt er fyr- ir íslenska sjómenn og útgerð, við veiðar á fjarlægum miðum, að njóta stuðnings íslenskra stjórnvalda. Nauðsyn er að Al- þingi setji án tafar löggjöf um úthafsveiðar. Mikilvægt er að hefja sem fyrst hvalveiðar samkvæmt vís- indalegri ráðgjöf, ella mun ástæðulaus friðun hvala leiða til röskunar í lífríki hafsins. Á undanförnum árum hafa framleiðslu- og sölufyrirtæki sem starfa í sjávarútvegi haslað sér völl erlendis eftir því sem aðstæður hafa leyft. Mikilvægt er að haldið verði áfram á þeirri braut og sú viðleitni njóti stuðn- ings íslenskra stjórnvalda. Reglur um úreldingu verði endurskoðaðar Landsfundurinn telur eðlilegt að reynsla fáist af nýsettum lög- um um fjárfestingu erlendra að- ila í íslensku 'atvinnulífi. Fundur- inn telur að endurskoða beri regl- ur um úreldingu fiskiskipa. Lagt er til að Fiskveiðasjóði verði breytt í hlutafélag með aðild sjávarútvegsins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin fimm ár farið með stjórn sjávarútvegsmála í tveim- ur rikisstjórnum. Það er mjög mikilvægt að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi áfram forræði þessara mála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.