Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Gjaldþrot, aðdrag- andi og eftirmálar Leiðarvísir til þess að komast hjá dómi NÝ FYRIRTÆKI eða fyrirtæki í nýsköpun þurfa oft að búa við tap fyrstu árin, en geta síð- an vænst verulegs hagnaðar, þegar þróun- ar- og markaðsstarf fer að skila sér. Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki búa við tap, þegar afli er lélegur og markaðs- verð eða gengi óhag- stætt. Á hinn bóginn geta þau búið við góðan hagnað, þegar afli, gengi og markaðir eru hagstæðir. Sömu lög- mál gilda um iðnað og þjónustu. Það skiptir því miklu máli, að eigið fé eða hlutafé sé nægilegt á fyrstu árum rekstrar til þess að unnt sé að glíma við tap- rekstur án þess að til stöðvunar eða gjaldþrots komi. Þetta er viðvarandi ^vandi fjölda íslenskra fyrirtækja. Oft minnkar áhugi fjárfesta og lána- stofnanir draga úr eða hætta lán- veitingum. ef árangur verður ekki jafnskjótur og menn væntu eða erf- iðleikatímabil verða lengri en gera mátti ráð fyrir. í þeirri stöðu kemur til kasta stjórnenda fyrirtækjanna að meta, hvort þeir eigi að halda áfram rekstri, með skuldasöfnun, eða hætta rekstri og lýsa yfír gjaldþroti fyrirtækisins. Ef árangur er í sjónmáli er niðurstað- ,an í flestum tilfellum að haldið er ^&fram og reynt að komast yfir erfið- leikana. Má jafnvel líkja því við mann á sundi, sem neytir ýtrustu krafta til þess að ná landi. Sem betur fer tekst ætlunarverkið í mörgum tilfellum, og þijóskan og úthaldið skilar sér. A hinn bóg- inn gengur dæmið oft ekki upp og geta legið fyrir því ýmsar ástæð- ur. Aðalatriðið er, að stjómendurnir meti stöðuna yfirvegað og taki ákvarðanir byggð- ar á því stöðumati og með það að leiðarljósi að ná árangri, hvort sem það er með sigri eða að lágmarka tjón, ef illa fer. Þegar ekki fæst lengur lánsfé frá lána- stofnunum eða aukið eigið fé, en stjómendur ákveða eigi að síður að skynsamlegast sé samt að reyna að þrauka frekar, er ekki Aðalatriðið er, að stjórn- endur meti stöðuna yfir- vegað, segir Jóhann G. Bergþórsson, ogtaki ákvarðanir byggðar á því stöðumati. um annað að ræða en safna skuldum annars staðar en hjá lánastofnunum, þe. hjá viðskiptaaðilum, svo sem launþegum, birgjum, undirverktök- um, hinu opinbera, lífeyrissjóðum og stéttarfélögum. Slíkt gengur þó ekki til lengdar án samþykkis eða aðgerð- arleysis lánardrottnanna. Vangoldin laun varða ekki við lög Vinnuveitendum ber skv. lögum að leggja á virðisaukaskatt við sölu á vöru og þjónustu og skila til ríkis- sjóðs á ákveðnum tíma. Ennfremur að draga af starfsmönnum stað- greiðslu skatta og skila til innheimtu- manns. Fýrir vanskil á þessum inn- heimtum til ríkissjóðs er atvinnurek- andanum refsað. í fyrsta lagi eru vegna VSK 2% viðurlög á dag fyrstu 10 dagana og síðan venjulegir drátt- arvextir. Verði þannig vanskil í 10 daga eru komin 20% viðurlög á skuldina, sem svarar tii 730% árs- vaxta. Á vanskil staðgreiðslu eru hins vegar ,aðeins“ 1% viðurlög á dag fyrstu 10 dagana og síðan venjulegir dráttarvextir. Fyrstu 10 dagana eru því „aðeins" 365% ársvextir. Fyrir þessum kröfum eru fjárnámsheimild- ir og heimild til stöðvunar atvinnu- rekstursins með innsigli. Ekki verður annað sagt en sýslumaður hafi öfluga stöðu til innheimtu og að- gerða. Þó njóta þessar kröfur ekki forgangsréttar við nauðasamning eða gjaldþrot. Samkvæmt samningum við stétt- arfélög ber vinnuveitendum að draga af launþegum ýmis gjöld, svo sem félagsgjöld, lífeyrissjóðsgjöld ofl. Um vanskil á greiðslu slíkra gjalda sem njóta forgangsréttar og ríkisábyrgð- ar í allt að 18 mánuði gilda ekki sérlög, en þau hafa verið felld undir almenn hegningarlög. Aðrar almennar skuldir njóta ekki sérstakrar lögvemdar, og þannig varðar ekki við lög að greiða ekki JóhannG. Bergþórsson Vítahringfur hækkana R-listans VERÐLAG hefur verið stöðugt hér á landi síðustu tvö ár. Verð- * bólga hefur verið minni en í nágrannalaöndun- um. Þessar aðstæður hafa skapað forsendur fyrir aukna fjárfestingu fyrirtækja og lægri vaxtabyrði heimilanna. Til að stöðugleikinn haldist ber ríki og sveit- arfélögum að halda sköttum heimila og fyr- irtækja í lágmarki. Aukin skattlagning og skuldasöfnun eru þvi alvarieg hættumerki á tímum stöðugleikans. Ríkið áttar sig fyllilega á þessu. Það gera einnig mörg sveitarfélög. ‘“'Áðstæður eru nú slíkar að eftir nokk- ur ár skuldasöfnunar sveitarfélaga ráðgera 23 af 30 stærstu sveitarfé- lögunum að stöðva skuldasöfnun eða lækka skuldir sínar á þessu ári. Reykjavíkurborg er því miður ekki í þessum hópi. Þar kýs R-listinn að hækka skatta, hækka arðgreiðslur fyrirtækja í borgarsjóð, hækka gjald- skrár þeirra og jafnframt að auka skuldir borgarsjóðs. Þetta eru vissu • lega hættumerki sem ógna markmið- um um stöðugt verðlag og verðbólgu undir 3%. ^ Á sama tíma og vísitölur hækka af völdum pólitískra ákvarðana, eru hækkanir á gjaldskrám fyrirtækja borgarinnar skýrðar út frá hækkun j á vísitölum. Þetta er vítahringur. Með tilkomu holræsaskattsins í } Reykjavík í fyrra hækkuðu útgjöld ; hvers heimilis um 10-40 þúsund krónur á ári. Þessi skattur hækkaði i vísitölu neysluverðs um 0,23% og 1 hafði þannig áhrif á verðlagsþróun á öllu landinu. Það ættu því allir að sjá hversu óraunhæft er að vísa síðan í þörf á hækkun- um á gjaldskrám hjá fyrirtækjum borgarinn- ar vegna þess að vísitöl- ur hafí hækkað. Sam- kvæmt þessum aðferð- um hækkar borgin gjaldskrár fyrir ýmsa einokunarþjónustu á grundvelli vísitölu- hækkana, vegna auk- innar skattheimtu eða hærri þjónustugjalda borgarinnar. Sé nógu langt seilst aftur er hægt að sýna fram á hvemig leikskólagjöld frá 1980, verð á rafmagni, köldu eða heitu vatni, hefur ekki hækkað í hlut- Skattahækkanir, vísi- töluviðmiðanir og gjald- skrárhækkanir óffna stöðugleikanum. Árni Sigfússon segir sjálf- stæðismenn verða að grípa til varnaraðgerða. falli við þróun vísitölu neysluverðs eða byggingarkostnaðar. Þar með telja menn sig hafa fundið afsökun til hækkana. Þessi vandi kemur fyrst og fremst til vegna þess að umrædd fyrirtæki og stofnanir skortir viðmið sem önn- ur fyrirtæki fá í samkeppni. Þetta á bæði við um verð og kröfur um arð- greiðslur til eigenda. Aðeins fyrir- tæki með einokunaraðstöðu eða í fákeppni horfa til vísitölunnar þegar verð er ákveðið. í samkeppni fer verð eftir því hvemig tekst til að halda kostnaði í lágmarki og gæðum í hámarki til að viðskiptavinurinn vilji nýta sér þjónustuna. Þar snýst verðlagning um allt annað en vísi- töluhækkanir. Þar getur vísitala að- eins verið til vísbendingar um hvem- ig hefur tekist til. Þessi notkun á vísitölum verður enn hjákátlegri þeg- ar haft er í huga að á sama tíma og Reykjavíkurborg hækkar gjald- skrár Hitaveitu, Vatnsveitu eða Raf- magnsveitu, eru arðgreiðslur þessara fyrirtækja í borgarsjóð stórauknar. Vinnuveitendasamband Islands ritaði borgarstjóm nýlega athyglis- vert bréf þar sem varað er við vísi- töluleiknum, einokunaraðstöðunni og háum arðgreiðslum. Þar er bent á að á síðasta ári greiddu 3 veitufyrirtæki arðgreiðslur í borgarsjóð, sem nemur 307 milljónum króna meira _en öll fyrirtæki á Verðbréfaþingi Islands greiddu í arð til eigenda sinna, sama ár. Hitaveitan er að greiða 27% tekna sinna í arð til borgarsjóðs. Þetta á sér ekki hliðstæðu í atvinnulífi lands- manna. Og svo er gjaldskrá hækkuð eftir viðmiðunum við vísitölur. Vítahringur skattahækkana, vísi- töluviðmiðana og gjaldskrárhækk- ana, sem R-Iistinn hefur skapað, ógnar stöðugleikanum í þjóðfélaginu. Við sjálfstæðismenn munum leggja áherslu á að til sérstakra vamarað- gerða verði gripið við gerð næstu ljárhagsáætlunar borgarinnar. Höfundur er oddvití sjálfstæðismanna í borgarsljórn Reykjavíkur. Árni Sigfússon laun, aðeins það að skila ekki þeim hluta launanna, sem fara á til skatts- ins, lífeyrissjóða og stéttarfélaga. Ef launþeginn fær ekkert greitt er engin krafa um að hinum hlutanum sé skilað. Sama gildir um greiðslu til verktaka. Þeir njóta engrar sérs- takrar lögvemdar. Jafnræði varðar við hegningarlög. Þrjár leiðir. Fyrirtæki í rekstrarerfíðleikum hefur um nokkrar leiðir að velja, þótt ekki fáist lán hjá Iánastofnunum eða aukið eigið fé. Skoðum þijár leið- ir. Leið A. Stjórnendur leitast við að jafndreifa tekjum sínum á lánar- drottna og virða þannig jafnræði. Með því bijóta þeir skattalög og al- menn hegningarlög hvað varðar inn- heimtu lífeyris og stéttarfélaga- gjalda. Þeir fá viðurlög samkv. lögum á vangreiðslur og eiga á hættu að verða ákærðir og dæmdir í háar fjár- sektir og jafnvel refsivist. Þessi leið er ekki fær nema með samþykki eða aðgerðarleysi lífeyrissjóðanna og innheimtumanns hins opinbera, sem hefur jú hinar fyrrnefndu öflugu inn- heimtuleiðir. Leið B. Stjórnendur gera verk- takasamninga við launþega sína og greiða þeim eftir efnum og ástæðum. Launþegamir bera þá alla ábyrgð á skattskilum svo og skilum til stéttar- félaga og lífeyrissjóða. Jafnhliða gæta stjórnendur þess að skila ávallt virðisaukaskattinum á réttum tíma. Öðrum viðskiptavinum er greitt eftir getu hveiju sinni. Ljóst er að laun- þeginn og hinn almenni viðskiptavin- ur fær hlutfallslega minna en ríkis- sjóður, og jafnræðisregla íslenskra laga er brotin. Launþegarnir njóta engrar tryggingar vegna launa eða lífeyrissjóða og fá heldur ekki at- vinnuleysisbætur ef illa fer. Þeir eru jafnframt ábyrgir vegna staðgreiðslu og annarrar innheimtu og gætu þannig orðið brotlegir við lög. Vinnu- veitandinn eða fyrirtækið hefur hins vegar ekki brotið þau lög, sem nýver- ið er byijað að ákæra fyrir Leið C. Stjórnendur gæta þess fyrst og fremst að greiða af þeim tekjum, sem fyrirtækið hefur, til líf- eyrissjóða, stéttarfélaga, stað- greiðslu og virðisaukaskatt. Greiðsl- ur til annarra viðskiptavina og jafn- vel launagreiðslur era látnar sitja á hakanum. Jafnræðisregla íslenskra laga er gróflega brotin en viðurlög eru engin. Hætt er við að reksturinn stöðvist fyrr en ella, en stjórnendur eiga ekki á hættu dóm ef illa fer. Ríkið greiðir ógreidd laun og lifeyris- sjóðsgjöld í uppsagnarfresti. Áðrir viðskiptavinir sitja eftir með minnst- ar greiðslur. Hér hafa verið raktar þijár leiðir, sem famar eru þegar fyrirtæki eru komin í þrot með eigið fé og lánsfé frá lánastofnunum, en hafa samt sem áður ákveðið að þrauka í þeirri von að úr rætist. Ef illa fer er sagt að sjá hefði mátt það fyrir. Ef dæmið gengur upp er mönnum hrósað fyrir þrautseigjuna og litið framhjá brot- um á lögum, hvaða leið svo sem far- in hefur verið. Samkvæmt dómi yfír undirrituð- um varðar það sektum og refsivist að skila ekki afdregnum launatengd- um gjöldum á gjalddaga, og breytir þá engu, hvort þau greiðast að hluta eða að fullu síðar. Á hinn bóginn er ekki refsivert að greiða alls ekki launin til iaunþegans. Margfaldur réttur ríkisins Þessar mismunandi leiðir og mis- munandi eftirmálar ef til gjaldþrots kemur ættu að vekja löggjafann, launþegahreyfínguna og vinnuveit- endur til umhugsunar um hvort ekki er þörf úrbóta á lögunum. Standast lögin kröfur um sanngimi, réttlæti og siðferði? Hvaða afleiðingar hafa nýuppkvaddir dómar eftir gjaldþrot fyrirtækja á möguleika til þess að fá menn til stjórnunarstarfa í fyrir- tækjum, sem þurfa að glíma við erf- iðleika? Er eðlilegt að ríkisvaldið hafi margfaldan rétt á við aðra í þjóðfélaginu hvað varðar innheimtu og viðurlög? Svo ekki sé minnst á refsingar. Ennfremur vakna spurningar um, hvort ekki eigi það sama yfir alla að ganga. Nokkrar sjúkrastofnanir á vegum hins opinbera hafa nýverið lýst því yfir að vegna rekstrarerfið- leika (sem ríkisvaldið er sagt bera ábyrgð á) hafí þær ekki getað greitt nema laun og skuldir, lögboðin gjöld. Þetta eru yfírlýsingar um lögbrot samkvæmt þeim dómi sem ég hef nýverið hlotið. Á ekki að leiða for- svarsmenn sjúkrahúsanna fyrir dóm? Ólög Lögmaður ákæruvaldsins lýsti því yfir við mig, að hefði ég búið í Dan- mörku hefði ég hvorki verið ákærður eða dæmdur vegna þess hvernig ég stýrði rekstri fyrirtækisins. Erum við sátt við að hér gildi lög, sem fjöldi lögmanna hefur í mín eyru kallað ólög? Getur fyrirtæki í reynd ekki orðið gjaldþrota án þess að stjórn- endur þess bijóti lög? Ég valdi leið A og hlaut dóm, sem ég hef áfrýjað. Með von um að einhver hafí gagn af. Höfundur er verkfræðingur og fyrrverandi forstjóri. Alþjóðlegur dagur hvíta stafsins í dag BLINDRAFÉLAG- IÐ, samtök blindra og sjónskertra á íslandi, býður almenningi að samgleðjast sér í Borg: arleikhúsinu í dag. í tilefni af alþjóðlegum degi hvíta stafsins verður í dag kl. 17 há- tíðar- og skemmtidag- skrá í Borgarleikhús- inu. Um 57 ára skeið hef- ur Blindrafélagið notið velvildar almennings í mörgu. Við hvetjum því almenning til að koma í Borgarleikhúsið í dag Blindrafélagið býður almenningi, segir Helgi Hjörvar, að sam- gleðjast sér í Borgar- leikhúsinu í dag. og njóta með okkur skemmtunar og veitinga. Formaður félagsins, Ragn- ar R. Magnússon, ávarpar gesti. Össur Skarphéðinsson, sem í dag les Morgunblaðið með bundið fyrir augun og gengur í vinnuna með hjálp hvíta stafsins, lýs- ir reynslu sinni. Það verður söngur, harmon- ikkuleikur, Radíus- bræður skemmta, o.fl. Gestum okkar gefst einnig færi á að kynna sér fjölmarga skemmti- lega hluti. Þar má nefna talandi tölvur, fjalla- stafi, hljóðbækur, o.fl. Starfsemi Blindrabóka- safns íslands, Sjón- stöðvar Islands og Blindrafélagsins verður kynnt. Gestir geta próf- að að vera blindir eða sjónskertir, með þar til gerðum gleraugum, eiga m.a. kost á að fá nafn sitt á blindra- letri og lesa með hjálp talgervils. Hvíti stafurinn er í senn tákn blindra og helsta hjálpartækið. Það er afar mikilvægt að almenningur sé meðvitaður um það og geti sýnt þörfum blindra tillitsemi og þó um- gengist þá sem hveija aðra jafn- ingja. Höfundur er framkvæmdastjóri. Helgi Hjörvar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.