Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 35 MIIMIMINGAR KRISTJANA STEINÞÓRSDÓTTIR + Kristjana Stein- þórsdóttir fæddist á Þverá í Ólafsfirði 11. des- ember 1900. Hún lést í Kumbaravogi 5. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Stein- þór Þorsteinsson, bóndi og sjómaður í Vík í Héðinsfirði, frá Þverá í Ólafs- firði, og Krisljana Jónsdóttir hús- freyja frá Stórholti i Fljótum. Systkini Kristjönu eru: Guðrún Mund- ína, f. 7.4. 1902, d. 25.4. 1958; Sigurpáll, f. 20.9. 1903, d. 19.5. 1985; Ólöf Steinþóra, f. 22.5. 1905, d. í júlí 1984, Anna Lilja, f. 9.12. 1906, d. 4.8. 1980. Hálf- systir Kristjönu samfeðra er Jónína, f. 20.7. 1906. Kristjana giftist 10.10. 1952 Sigfúsi Hallgrímssyni, f. 8.9. 1904, d. 13.10.1991, skólastjóra og presti aðventsafnaðarins. Þegar ég fékk tilkynningu um lát frænku minnar, Kristjönu Stein- þórsdóttur, á ferð minni erlendis, fylltist hugur minn sorg, trega og leiða yfir að hafa ekki getað efnt loforð mitt við hana að vera hjá henni síðustu stundir lífs hennar. Það voru erfiðir dagar, þó svo að ég vissi hversu mjög hún hafði þráð að fá að hverfa til Guðs síns. Jana mín var orðin ósköp þreytt og þráði hvíld eftir langa ævi. Hin seinustu ár, eftir að maður hennar, lést var lífið henni erfitt á margan hátt. Heym og sjón voru að mestu farin og þrekið minnkaði við hvert veik- indaáfall sem hún varð fyrir, enda eru 95 ár hár aldur. Hún sagði oft hin síðari ár: „Það er erfitt að verða gamall og vera upp á aðra komin." Hún var svo sjálfstæð og sjálfs- bjargarþörfin var svo rík í eðli henn- ar að hún reyndi svo lengi sem hægt var að bjarga sér sjálf. Hún Jana var mér svo mikils virði. Ástríki hennar, umhyggja og vænt- umþykja umluktu mig og mína og bænir hennar veittu mér styrk er erfiðleikar steðjuðu að. Hún var tengiiiður við liðinn tíma og veitti mér aukinn skilning á lífi og starfi liðinna kynslóða. Jana fluttist ung að árum ásamt foreldrum sínum, Kristjönu Jóns- dóttur og Steinþóri Þorsteinssyni, að Vík í Héðinsfirði. Hún var elst fímm barna þeirra, en þau voru Guðrún Mundína, Sigurpáll, Ólöf Steinþóra og Anna Lilja, en Stein- þór átti einnig dóttur, Jónínu að nafni með Ólöfu Þorláksdóttur og er hún nú ein þeirra systkina á lífi. Þegar Jana var nýlega 11 ára að aldri andaðist móðir hennar og var þá yngsta barnið, móðir mín, aðeins fimm ára gömul. Jana tók við hús- móðurstörfum með aðstoð föður síns og góðra granna, þar til faðir henn- ar tók sér bústýru árið eftir, Ólöfu Sigurðardóttur, er hann giftist síð- ar. Þá tvístruðust börnin. Sigurpáll og Anna urðu eftir á heimilinu, Guðrún og Ólöf fóru til ættingja, en Jana fór til Magneu Rögnvalds- dóttur og Jóns Þorkelssonar, sem þá bjuggu á Ólafsfirði. Varð Jönu oft tíðrætt um skilning þeirra og gæsku henni til handa og nefndi þau ætíð fósturforeldra sína. Þegar Jana var 18 ára að aldri fór hún til Siglufjarðar þar sem hún stundaði fiskvinnslu- og síldarstörf auk annarrar vinnu sem til féll. Hugur hennar stóð til náms, því hún var vel greind og hafði þó nokkurn metnað til að bera. En fátækt og skilningsleysi hindruðu slíkar þrár. Eftir nokkur ár var hún búin að safna saman smáfjárhæð og hélt þá til Reykjavíkur og hóf nám í hjúkrunarfræði. Hún var á Vífils- stöðum, Kleppi, sjúkrahúsinu á Isafirði og víðar, en veiktist alvar- lega og varð að hætta námi. Bjó Dóttir Sigfúsar er Anna Sigfúsdóttir, f. 14.3. 1930, gift Svein B. Johansen frá Tromsö í Nor- egi. Þeirra börn eru: Per Birgir, læknir í Noregi, Mark Eric, starfs- mannastjóri hjá SAS í Kaupmanna- höfn, og Linda Mar- ita, cand.mag. í íþróttakennslu og endurhæfingu. Krisljana hóf nám í hjúkrun á Vífilsstöðum og víðar en varð að hætta námi vegna veikinda. Hún stundaði heimahjúkrun og verksmiðjustörf þar til hún hóf skrifstofustörf hjá aðventsöfn- uðinum. Eftir að hún giftist starfaði hún með manni sínum við fræðslu- og kynningarstarf- semi fyrir aðventsöfnuðinn. Útför Kristjönu fer fram frá Aðventkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. hún að þeim veikindum í mörg ár. En löngun hennar til að veita þeim liðsinni er hjálpar þurftu við var mikil og tók hún að sér heimahjúkr- un bæði á Siglufirði og í Reykjavík. Á þessum árum öðlaðist hún þá guðstrú sem allt hennar líf byggðist á eftir það og árið 1924 gekk hún í Aðventsöfnuðinn. Þar eignaðist hún góða og trygga vini, sem veitt hafa henni styrk á erfiðum stundum. Hún tók mikinn þátt í störfum safn- aðarins og vann í fjölda mörg ár á skrifstofu og í prentsmiðju Aðvent- safnaðarins í Reykjavík og bjó þá í sama húsi. Trúmennska hennar og samviskusemi var öllum til fyrir- myndar, vinnan og safnaðarstarfið var hennar líf. í nokkur vor dvaldist ég hjá henni um smátíma, er ég var við nám í hljóðfæraleik, og minnist ég þess hversu oft ég vaknaði er langt var liðið á nóttu og varð þess vör að Jana var ekki inni. Fór ég þá fram að leita hennar og var hún þá önn- um kafin frammi í prentsmiðju að vinna eitthvert verkefni sem lá á. Svefn og hvíld skiptu ekki máli ef um starfið var að ræða. Hún bar mikla umhyggju fyrir systkinum sínum og ijöldskyldum þeirra, var alltaf stóra systir. Ég minnist ástúðar hennar og hugsun- arsemi gagnvart föður sínum, syst- kinum og systkinabömum og löng- un hennar til þess að gleðja þau af litlum efnum. Ég á ennþá fallegt jólakort, sem hún sendi mér er ég var tæplega eins árs. Árið 1952 giftist hún Sigfúsi Hallgrímssyni, skólastjóra og presti hjá Aðventsöfnuðinum, en hann andaðist 13. október 1991. Þau hjónin störfuðu saman við fræðslu- og kynningar störf fyrir Aðvent- söfnuðinn víða um land í mörg ár. Árið 1975 gerðist Sigfús skólastjóri og kennari við heimavistarskólann í Kumbaravogi við Stokkseyri, en Jana vann ýmis störf við skólann. Þau fluttust aftur til Reykjavíkur árið 1979 og bjuggu þar til ársins 1984, er þau fluttu aftur að Kumb- aravogi, sem þá var orðið sjúkra- og dvalarheimili fyrir aldraða og dvöldust þar til dauðadags. Þakkir skulu færðar forstöðumanni og starfsfólki í Kumbaravogi fyrir þeirra góðu umönnun sem þau veittu þeim. Eftir að heilsu Jönu minnar fór að hraka og þolinmæði hennar var ekki alltaf sem skyldi undraðist ég oft þann skilning og þá hlýju sem hún þurfti svo mjög á að halda og starfsfólkið sýndi henni á ýmsan hátt. En Jana mat það mjög sem henni var vel gert. Ég þakka starfs- fólkinu einnig hversu vel þau hafa tekið hringingum mínum og fyrir- spumum, hvort sem var á nóttu eða degi. Þá var sjálfsagt að veita okkur Áslaugu, frænku minni, alla aðstoð, er við komum með veitingar handa dvalargestum og starfsfólki á há- tíðisdögum Jönu frænku og okkur langaði að gera henni glaðan dag. Það voru margir sem hugsuðu hlýtt til hennar. Aslaug dóttir Ólaf- ar, systur Jönu, og fjöldskylda henn- ar heimsóttu hana og hringdu og margir í Aðventsöfnuðinum sýndu henni vinarþel. Anna, stjúpdóttir Jönu, og maður hennar, Svein Johansen, hafa ásamt bömum sínum dvalið langdvölum erlendis. Þau hafa sýnt Jönu mikinn velvilja, sent henni gjafir og hringt til hennar. Þá hafa þau hjón komið á hvetju ári erlendis frá og dvalið hér í eina til tvær vikur og heim- sótt hana daglega þann tíma og þegar Jana varð níutíu ára komu þau ásamt börnum og mökum þeirra til að gera henni glaðan dag. Jönu þótti mjög vænt um þau og mat mikils hugsunarsemi þeirra og vel- vilja. Jana mín var aldamótabarn. Hún ólst upp við lítil efni og litla sem enga möguleika til að láta drauma sína og óskir rætast. Þegar hún reyndi af harðfylgi að láta stærsta draum sinn rætast hömluðu veikindi og fjárskortur að svo mætti verða. Hún vann hörðum höndum allt sitt líf, sem byggðist á guðstrú hennar, er aldrei brást. Löngum degi er lok- ið. Ég veit að bænir hennar og ósk- ir vegna okkar allra sem nú syrgja munu fylgja okkur um ókomin ár. Kristjana H. Guðmundsdóttir. TILBOÐ OSKAST Dodge Neon árgerð '96 (ekinn 16 þús. mílur), Ford Explorer XL 4x4 árgerð '91 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 15. október kl. 12 - 15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16 Simplicitv “Sun Star” mini traktor Tilboð óskast í Simplicity “Sun Star” mini traktor 20 Hp. m/snjóblásara og tönn. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA Þá er hún amma horfin líka. Krist- jana var ekki amma mín, en hún var seinni kona pabba míns, Sigfúsar Hallgrímssonar, og amma barnanna minna. Hún var eina amma þeirra, því mamma mín og farmor í Noregi voru báðar látnar löngu áður en þau fæddust. Ég hafði þekkt Kristjönu frá bam- æsku, man fyrst eftir henni þegar hún bjó á Garði í Skeijafirði. Þá var þar saumastofa sem saumaði vinnu- vettlinga fyrir Sjóklæðagerðina og vann Kristjana þar. Seinna í mörg ár fannst mér hún tilheyra Ingólfs- stræti 19, en þar voru þá skrifstofur Aðventsafnaðarins og vann hún þar. Vakandi og sofandi, skyldurækin úr hófi fram að mínu mati, vann hún störf sín og svo ótal margt annað sem til féll. Fyrir utan alla þá sem hún hýsti um lengri eða skemmri tíma, sjúklinga og utanbæjarfólk. Árið 1952 giftist ég og flutti til Bandaríkjanna. Þá var hann pabbi minn afar einmana, ekkjumaður og einkabarnið svo langt undan. Ég varð því ákaflega glöð og þakklát þegar ég sama haust fékk bréf frá honum þar sem hann skrifaði, „ég gifti mig í fyrradag“. Hann stríddi mér svolítið og bað mig að geta upp á nafni eiginkonunnar. Ég var strax viss um að það væri Kristjana. Hún reyndist honum pabba mínum góð stoð og eiginkona, aðstoðaði hann í hans störfum, tók á móti gestum og var augu fyrir hann, sérstaklega á seinni árum. Pabbi minn var sjóndapur frá fæðingu og kennara- starfið hlífði ekki sjóninni. Mörg seinustu árin var hann blindur þó hann hefði ratsjón þar sem hann var vel kunnugur. Hann dó fyrir réttum fímm árum. Það var því í mörg ár sem Kristjana las allt fyrir hann og var það honum afar dýrmætt. Eins og fyrr var nefnt var hún elsku amma barnanna minna og þó að hún væri orðin gömul og aflvana síðustu árin og þau ekki á landinu síðan 1973, þá er þó eftir skilið mikið tóm sem ekki verður fyllt. Mark fylgir ömmu sinni til grafar í dag, en Linda er bundin yfir ung- barni og gat ekki komið, líka er Per þannig bundinn af sínu starfi að hann gat ekki heldur komið. En þau eru hér í huganum og kveðja ömmu af hrærðum hug og þakka öll góðu árin. Svein, maðurinn minn er ekki heldur hér vegna veikinda, og send- ir hann kveðjur og þakkir. Kristjönu og honum samdi alltaf vel. Löglega séð var hún stjúpmóðir mín, en trú- lega vegna þess að ég var farin að heiman, þá fannst mér hún alltaf vera Kristjana mín, sú Kristjana sem ég hafði alltaf þekkt. Ég er þakklát fýrir að hún hefur fengið hvíldina en söknuðurinn er sár og tómið djúpt. Kristjana átti engin börn sjálf, en systurdóttir hennar og nafna var henni sem ástríkust dóttir, bæði henni og pabba mínum þegar ég var einhvers staðar langt úti í heimi. Ég á henni ótrúlega mikið að þakka og það veit enginn nema Guð einn hversu mjög ég hef metið natni hennar og kærleika við „gamla fólk- ið okkar“. Ég vil líka þakka Kumbaravogi á Stokkseyri, starfsfólki þar og ráða- mönnum fyrir umönnun og góða þjúkrun, sérstaklega síðustu ævi- stundir ömmu. Guð blessi minningu hennar. Anna Johansen. Enn er komin kveðjustund að kveðja góðan vin, og minnast nokkr- um orðum. Árið 1942 bar fundum okkar Kristjönu Steinþórsdóttur fyrst sam- an, frá þeim tíma hefur verið með okkur traust vinfengi, sem um þetta árabil hefur skotið æ dýpri og traust- ari rótum. Okkur bar inn á fjölmörg svið mannlegra samskipta. Þar var skrif- stofustúlkan, afgreiðslumærin, líkn- ar- og mannúðarstarfið, barna- og æskulýðsstarfið, trúarlífið, kirkju- starfið. Þar var einnig söngfélaginn, því mörg ár sungum við saman í kór Aðventkirkjunnar, Reykjavík, undir stjóm ástkæra tónsnillingsins okkar, Salómons Heiðar. Sjálf söng hún í þeim kór árum saman. Kristjana var hreinlynd, strang- heiðarleg í öllu, hjartahlý og mátti ekkert aumt sjá, utan úr að bæta, ^ væri það í hennar valdi. Ákveðin var hún og sterk í sjónarmiðum, en jafn- an sveigjanleg og fús til ljúfra mála- lykta, skærist í odda. Hún var sterk- trúuð og fylgdi speki Guðsorðsins. Þegar heitast gaus í málum okkar milli, dokaði hún hljóð andartak, lygndi augum í ljarskann, leit síðan ákveðið, en ljúflega á mig og sagði: „Guðs orð segir: Sólin má ekki setj- ast yfir reiði yðar.“ - Reyndar var ekki endilega um reiði að ræða, en tekizt þéttan á um sjónarmiðin, því*-- það var engin lognmolla um Kristj- önu. Svo hélt hún áfram: „Jón minn. Við vitum ekki, hvort við fáum ann- að tækifæri til að tala saman. Eng- inn ræður sínum náttstað. Við ráðum heldur ekki, hvort við fáum að sjá morgundaginn.“ Þannig var hún ávallt fús til sátta í drengilegri hrein- skiptni. En til jafnvægis við djúp alvörunnar var hún glaðvær og glett- in og naut sín hið bezta í hópi glaðra góðvina. Ég tel það til forréttinda minna að hafa kynnzt þessari vænu konu. Nú er hún gengin, og blessuð sé minning hennar. Kæra Gógó, Anna og allir aðrir ástvinir og ættingjar. Við sendum^ innilega samúð, ykkur sameiginlega þakklát fyrir hvíldina, sem nú er fengin eftir langan ævidag. Sólveig og Jón Hjörleifur Jónsson. STEINAR WAAGE Z' SKÓVERSLUN Kuldaskór Tegund:3056 Stærðir/litir: Svartur 36-46, brúnn 36-41 Grófur sóli, hlýfóðraðir Verð kr. 4.995 Póstsendum samdægurs 5% staðgreiðsluafsláttur Gámastöðvar Sorpu og Steinar Waage taka við notuðum skóm STEINAR WAAGE SKÓVERS V S. 551 8519 ^aœ k* Toppskórinn steinarwaage tUN # 1 Vel1Usundiv/l„gólfstorg SKÓVERSLUN li v/lngólfstorg Sími 552 1212 Austurstræti 20 Sími 552 2727 568 9212 ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.