Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 37 - + Sigrún Áskels- dóttir fæddist 25. júlí 1914 í Banda- gerði við Akureyri. Hún lést á heimili sínu, Víðilundi 20 á Akureyri, 6. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigríður Jónsdóttir, fædd 29. október 1883, dáin 31. ágúst 1956, og Áskell Sig- urðsson, fæddur 14. febrúar 1886, dáinn 25. desember 1968. Þau bjuggu í Banda- gerði, en fluttust síðar til Akur- eyrar. Þau eignuðust fimm börn og var Sigrún elst þeirra. Systk- ini hennar: Jón, fæddur 31. októ- ber 1915, dáinn 30. nóv. 1984. Sigurður, fæddur 28. febrúar 1918, dáinn 28. júní 1955. Ás- gerður, fædd 15. janúar 1923, búsett í Svíþjóð. Unnur, fædd Tengdamóðir mín er dáin! Ég er varla búin að átta mig á því að hún sé horfin. í þau 25 ár sem ég þekkti hana var hún vön að segja, ég ætla að gera þetta eða hitt, það er að segja, ef ég verð á lífi. Fyrir tveimur vikum vorum við í slátrum og þá kom ein svona setning hjá henni, þá hló dóttir mín og sagði við hana: Þú verður ábyggilega 100 ára, amma mín. Og svei mér þá, þá vor- um við farin að trúa því. Þess vegna kom þetta okkur svo á óvart þó svo að hún væri orðin gömul kona, því þetta var svo snöggt. Sigrún var alltaf svo ung og létt í anda, en hún hafði sínar skoðanir og ef henni mislíkaði eitthvað, þá sagði hún sína meiningu og svo var góða skapið komið aftur. Alltaf var hún tilbúin til að rétta hjálparhönd, en það mátti helst ekkert gera fyrir hana í staðinn. En þegar það kom fyrir að hún var keyrð í búðina eða til lækn- is þá vildi hún endilega fá að borga fyrir það með einhveiju móti. Það voru ófáar ferðirnar sem ég fór til hennar, annaðhvort með buxur, sokka eða annan fatnað af fjölskyldu minni, til að láta hana gera við, því hún gerði lystilega vel við. Sigrún talaði oft um það hve nágrannar sínir í Víðilundi 20 væru góðir og umhyggjusamir við sig. Það fólk á sérstakar þakkir skildar. Með þessum fáu orðum, kveð ég tengdamóður mína með þökk og söknuð í huga. Blessuð sé minning hennar. Sigurbjörg. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að kveðja tengdamóður mína og þakka samfylgdina. Ég er ekki búin að vera í fjölskyldunni lengi, en tæp 5 ár eru síðan ég hitti Sigrúnu fyrst. Við Siggi komum norður í byijun desember og erindið var að hitta fjölskylduna og ekki síst móðurina Sigrúnu. Þá var slegið upp veislu eins og Sigrúnu var lag- ið. Ég undraðist orkuna og dugnað- inn hjá henni en það veitti henni greinilega mikla ánægju að vera veitandi og gestrisni hennar var ómæld. Enga manneskju hef ég hitt já- kvæðari um mína daga. Hún átti líka mjög auðvelt með að gera létt grín að sjálfri sér og hafði frekar áhyggjur af afkomendunum heldur en eigin líðan. Við Siggi vorum leyst út með matargjöfum, en þannig kveðjugjöfum gaukaði hún alltaf að okkur síðan. Sigrún og Þorsteinn bjuggu í 32 ár að Hvannavöllum 2 á Akureyri. Árið 1990 flutti Sigrún í blokkina að Víðilundi 20. Það sagði hún sjálf að hefði verið mikið gæfuspor. Við sáum það líka fjölskyldan hve vel henni leið þar. Þar eiga íbúarnir gott samfélag. Vil ég nota tækifær- ið og þakka Ingileif, Sigríði Valdi- mars, Huldu, Steingerði og Guðlaugi fyrir alla þeirra umhyggju í garð Sigrúnar. 23. júlí 1927, býr í Skálpagerði, Eyja- firði. Sigrún giftist 20. maí 1939 Þor- steini Austmar Sig- urðssyni, fæddur 28. ágúst 1917, dá- inn 28. júlí 1984. Þau eignuðust þrjú börn: Aslaug María, fædd 5. ágúst 1939, gift Birni Olsen, þau eignuðust fjögur börn. Elías, fæddur 16. ágúst 1952, kvæntur Sig- urbjörgu Kristjáns- dóttur, þau eiga fimm börn. Sig- urður Áskell, fæddur 21. nóvem- ber 1953, í sambúð með Sigríði Ólafsdóttur og á hún þijú börn. Barnabarnabörn Sigrúnar eru fjögur. Utför Sigrúnar fer fram frá Akureyrarkirkju i dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Börnum mínum tók hún strax sem aðilum í eigin fjölskyldu, spurði um þau og gerði ekki mun á Kristínu Laufeyju og sínum eigin barnabörn- um. Fermingarmynd hennar er á stofuveggnum eins og hinna. Kristín Laufey átti aðeins eina ömmu á lífi, svo nýja amman Sigrún var kær- komin viðbót fyrir hana, en henni þótti mjög vænt um Sigrúnu og sendir henni hér með þakkir sínar. Ég vil að lokum endurtaka þakkir til allra þeirra sem sýndu Sigrúnu umhyggju og ræktarsemi. Hún sagð- ist sjálf ekkert skilja í hve allir væru góðir við sig, en ég veit að hún hafði einnig mikið að gefa og var vinur vina sinna. Nú legg ég augun aftur. Ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vðm í nótt. Æ virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Ég votta fjölskyldunni samúð og þakka Sigrúnu samfylgdina í þessu lífi. Sigríður Ólafsdóttir. Elsku amma mín. Nú er komið miðvikudagskvöld og ég sit á rúminu mínu, hlusta á fallega tónlist og horfi á myndir sem ég tók af þér um jólin. Myndirnar eru á spjaldi sem reist er upp þann- ig að ég geti horft á þær þegar ég sit eða ligg í rúminu mínu. Fyrir framan myndirnar logar á kerti sem ég kveikti á fyrir þig. Það gefur mér frið og ró að horfa í logann og hugsa til þín. Hugsa um allt það sem þú hefur gefið mér með tilvist þinni á Móður Jörð. Ég hef verið að rifja upp ýmis ánægjuleg atvik og ég hlæ og græt til skiptis. Ég finn það svo vel þegar svona óskaplega langt er heim hve minningarnar verða sterk- ar og það er þér að þakka að ég á þær margar, góðar og ánægjulegar frá liðnum árum. Sérstaklega þykir mér vænt um að hafa átt með þér stund um jólin en við kvöddumst með þeim orðum að við myndum sennilega ekki hittast oftar í þessari jarðvist. Mér þykir líka vænt um bréfin sem ég fékk frá þér og vil þakka þér fyrir þau. Þú sagðir mér í síðasta bréfi að þig dreymdi um að vera gróin sára þinna áður en færi að snjóa. Elsku amma mín, ég samgleðst þér af öllu hjarta að hafa fengið ósk þína uppfyllta. Þú ert búin að vera kvalin í mörg ár og orðin þreytt eftir langa jarðvist. Það er kominn tími til að kveðja. Mig langar til að segja þér aðeins af reynslu minni í sumar úr því mér tókst ekki að skrifa þér bréf áður en þú lokaðir augunum í hinsta sinn. Ég hef heimsótt vini mína, indján- ana, nokkrum sinnum í sumar. Þau hafa boðið mér að taka þátt í bæna- fundum með þeim. Þessir fundir standa yfir frá sólarlagi til sólarupp- rásar og þarna er beðist fyrir alla nóttina. Þessir bænafundir hafa styrkt mig í trúnni á Guð og hafa kennt mér og sýnt mér fram á hve bænin er sterk. Ég hef líka fundið svo vel fyrir því að það er stöðugt vakað yfir okkur. Þegar mamma hringdi í mig síðla kvölds og flutti mér þær fréttir að nú værir þú dáin bað ég fyrir sálu þinni og sofnaði. Einhver hefur vakað yfir mér þessa nótt því ég svaf vært til morguns. Ég hef ekki sofið svona vært í marg- ar vikur. Þegar ég vaknaði kveikti ég á kerti og fór með það að glugga- num í herberginu mínu og bað Guð að taka vel á móti þér. Þar sem ég stóð við gluggann og horfði í logann gegnum tárin, sá ég sýn. Loginn skiptist í tvennt og það var bjartur strengur á milli þeirra. Frá öðrum loganum lá mjög skær, bjartur og beinn strengur og ég þakkaði Skap- aranum af öllu hjarta, fyrir að leiða þig til betri og bjartari heima. Eftir bænirnar settist ég á stól og hélt enn á kertinu. Þarna sat ég og fann tárin renna niður kinnarnar og aftur sá ég sýn í loganum. í þetta skiptið sá ég hljóðfæri, hörpu, og hjá henni voru tvær verur. Ekki sá ég hvaða sálir voru þarna en ég hafði mjög sterka tilfinningu fyrir Birgi bróður mínum og afa. Það er enginn vafi í mínum huga að það hefur verið vel tekið á móti þér, þess vegna finn ég eingöngu fyrir gleði fyrir þína hönd. Elsku amma mín, söknuður okkar allra er mikill en megi Guð hjálpa okkur að gefa þér það frelsi sem þú þarft til að komast þangað sem þú verður leidd. Nú kveð ég þig með samblandi af söknuði og gleði og ég bið Skap- arann um að vernda þig og vera með þér um alla eilífð. Með einlægri ástarkveðju, Sigrún Vala. Elsku amma, nú ert þú komin heim eftir langa veru hér á jörðinni. Við óskum þér alls hins besta og biðjum Guð almáttugan að vera þér við hlið. Við eigum eftir að hittast aftur en þangað til, vertu sæl, elsku amma, Guð geymi þig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elva, Sigrún og Svala. Islenskur efniviður fslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. ai S. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 * SÍMI 557 6677 SIGRÚN ÁSKELSDÓTTIR t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA KRISTBJÖRG KRISTINSDÓTTIR frá Höfða, Grýtubakkahreppi, Víkurgötu 6, Stykkishólmi, verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 19. október kl. 11.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á St. Franciskusspítalann í Stykkishólmi. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Gunnarsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MIKKELÍNA SIGURÐARDÓTTIR, Aðallandi 1, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 12. október. Elín Johnson, Sigurður Lyngdal, Guðmundur Arason, Þorgils Arason, Ingi Arason, Helga Aradóttir, barnabörn og Ralph E. Johnson, Magnea Antonsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Auður Sveinsdóttir, Þórunn Reynisdóttir, Sverrir Hilmarsson, barnabarnabörn. t Ástkær bróðir okkar, SIGMUNDUR HJÁLMARSSON, Gaukshólum 2, andaðist á krabbameinsdeild Landspít alans 12. október. Fyrir hönd vandamanna, Erla H. Hjálmarsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson. t Ástkær móðir okkar, JÓHANNA K. KRISTJÁNSDÓTTIR, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi, lést í Borgarspítalanum í Reykjavík laugardaginn 12. október sl. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hinnar látnu. A GOÐU VERÐI Graníl HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 LEieirgpá TIL ALLT AD 36 MÁNADA mmm i TtL. B*J (VlAlVAOA i 10% staðgreiðslu afsláttur Stuttur af g reiðsl uf restu r Frágangur á legsteinum í kirkjugarð á góðu verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.