Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ XOrðsending frá Samhjálp kvenna Opið hús Samhjálp kvenna, stuöningshópur kvenna sem farið hafa í aðgerð og/eða meðferð vegna brjóstakrabbameins, býður þér að koma í „Opið hús" í Skógarhlíð 8, hús Krabbameins- félagsins, í dag þriðjudaginn 15. okt., kl. 20.30. 1. Myndbandssýning: Hentugar, léttar æfingar eftir brjósta aðgerð. 2. Stutt frásögn af alþjóðaráðstefnu Samhjálpar kvenna í Stokkhólmi í maí '96. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa Innlausnardagur 15. október 1996. 1. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.658.865 kr. 165.887 kr. 16.589 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.476.070 kr. 738.035 kr. 147.607 kr. 14.761 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 7.269.068 kr. 1.453.814 kr. 145.381 kr. 14.538 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 7.154.991 kr. 1.430.998 kr. 143.100 kr. 14.310 kr. 1. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.589.375 kr. 1.317.875 kr. 131.788 kr. 13.179 kr. 3. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.107.087 kr. 1.221.417 kr. 122.142 kr. 12.214 kr. 1. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.986.457 kr. 1.197.291 kr. 119.729 kr. 11.973 kr. 1. flokkur 1995: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.644.085 kr. 1.128.817 kr. 112.882 kr. 11.288 kr. 1. 2. og 3. flokkur 1996: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.060.382 kr. 106.038 kr. 10.604 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRfFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI569 690 í DAG SKÁK llmsjön Margeir Pétursson Staðan kom upp á Ólympíumótinu í Jerevan. Alþjððlegi meistarinn Luis Galego (2.445), Portúgal, var með hvítt, en búlgarski stórmeistarinn Veselin Topalov (2.750) hafði svart óg átti leik. 33. - Hxfl! 34. Hxc6 (Eða 34. Kxfl — Dh3+ og lag- legasta mátið er 35. Kf2 — Dh2+ 36. Kel - Dhl+ 37. Kf2 —Rdl mát) 34. - Da2! 35. Kxfl - Dxe2+ 36. Kgl - Del + og hvítur gafst upp því eftir 37. Kg2 SVARTUR leikur og vinnur — Re2 getur hann ekki varið g3 reitinn. Haustmót TR. 2. umferðin í A flokki hefst í dag kl. 18 í félagsheimilinu Faxafeni 12. A flokkurinn er alþjóð- legt skákmót með þátttöku 10 keppenda, þar af þriggja stórmeistara. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Tapað/fundið Kerrupoki tapaðist FJÓLUBLÁR og grænn kerrupoki tap- aðist frá Háaleitisbraut sunnudaginn 6. októ- ber sl. Finnandi er beð- inn að hringja í síma 588-8019. Jakki fannst LÉTTUR kvenjakki fannst þar sem hann lá á bekk ekki langt frá golfvellinum á Seltjam- amesi laugardaginn 5. október sl. Upplýsingar í síma 587-0858. Árnað heilla Ljósm. MYND, Hafnarfirði BRUÐKAUP. Gefín voru saman 14. september af sýslumanninum í Reykjavík Helga Hauksdóttir og Hafþór Þorleifsson. Heimili þeirra er á Kirkju- vegi 59, Vestmannaeyjum. Ljósm. Bonni BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. ágúst í Garða- kirkju af sr. Braga Frið- rikssyni Iðunn Vaka Reynisdóttir og Ingvar Svendsen. Þau eru til heimilis í Krummahólum 6, Reykjavík. Ljósm. MYND, Hafnarfirði BRUÐKAUP. Gefin voru saman 14. september í Garðakirkju af sr. Sigurði Jónssyni Margrét Hauks- dóttir og Stefnir Skúla- son. Heimili þeirra er í Hólmgarði 6, Reykjavík. Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. ágúst í Dóm- kirkjunni af sr. Vigfúsi Þór Amasyni Elín Rósa Finn- bogadóttir og Steingrím- ur Waltersson. Heimili þeirra er í Álfheimum 26, Reykjavík. Ljósmyndari Jóhannes Long BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 7. október í Bústaða- kirkju af sr. Pálma Matthí- assyni Berglind Skúla- dóttir Sigurz og Sigurður Valtýsson. Þau eru búsett í Reykjavík. Ljósm. Bonni BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. júní í Dómkirkj- unni af sr. Jakobi Hjálmars- syni Berglind Ólafsdóttir og Helgi Þór Guðbjarts- son. Þau eru til heimilis í Barmahlíð 28, Reykjavík. Brúðarmær er Rakel Adolpsdóttir. Ljósm. MYND, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 21. september í Orði lífsins af Ásmundi Magnús- syni Hulda Guðmundsdótt- ir og Sigfús Sigurþórsson. Heimili þeirra er í Engihjalla 9, Kópavogi. Ljósmyndari Lára Long BRÚÐKAÚP. Gefín voru saman 27. júlí í Fn'kirkjunni í Reykjavík af sr. Hildi Sig- urðardóttur Sif Guðjóns- dóttir og Mark Townley. Heimili þeirra er í Garðabæ. Víkveiji skrifar... SÍÐASTLIÐINN fímmtudag birtust hér í blaðinu kaflar úr ritlingi, sem Lyfjaverzlun íslands hf. er að gefa út um þessar mund- ir og nefnist Geðhvörf. Ritlingur þessi Qallar um geðsjúkdóm, sem gengur undir nafninu „manic- depressive psychosis" á ensku. Höf- undar er ekki getið en fram kemur í formálsorðum læknis hans, að um er að ræða ungan mann í háskóla- námi, sem hefur kynnzt þessum sjúkdómi af eigin raun. Í stuttu máli sagt er hér um gagn- merkan ritling að ræða. Hinn ungi höfundur lýsir á skýran, átakanleg- an og sláandi hátt, því sem gerist innra með einstaklingi, sem haldinn er oflæti („rnaníu") eða þunglyndi. Á síðari árum hafa nokkrar bæk- ur verið gefnar út erlendis, þar sem fómarlömb þessa sjúkdóms lýsa honum, stundum vel en í einstaka tilvikum á einstæðan hátt. Að mati Víkverja eru lýsingar höfundar ritl- ingsins, sem Lyljaverzlun íslands hf. er að gefa út meðal þeirra sterk- ustu, sem fram hafa verið settar á prenti á seinni árum, a.m.k. af þeim, sem kynnzt hafa sjúkdómi þessum af eigin raun. Það er þess vegna full ástæða til að hvetja þá, sem á annað borð hafa áhuga á því að kynna sér sjúkdóminn að lesa þenn- an ritling. xxx AUK áhrifamikilla lýsingu á því, sem gerist innra með sjúkl- ingnum sjálfum eru afar gagnlegar leiðbeiningar um áhrif þeirra lyfja, sem gefín eru til þess að halda geð- hvörfum í skeljum og jafnvægi í sálar- og tilfínningalífi sjúklingsins. Jafnframt eru upplýsingar um aukaverkanir þessara lyfja. Nú er að vísu aðgangur að lyfjahandbók- um, þar sem upplýsingar eru gefnar um slíkar aukaverkanir og stundum fylgja upplýsingar með lyfjum, sem keypt eru í apótekum. Hins vegar er of lítið um það, að læknar, sem ávísa á lyf upplýsi sjúklinga eða aðra viðskiptavini sína um aukaverkanir. Það ætti að teljast sjálfsögð skylda þeirra og mundi koma í veg fyrir margvísleg vandamál, ef það væri gert. xxx LOKS eru í umræddum ritlingi leiðbeiningar til aðstandenda og vina um það, hvernig þeir eigi að umgangast sjúkling með geð- hvörf. Þær leiðbeiningar eru raunsæjar, skynsamlegar og byggðar á þekkingu þess, sem horf- ið hefur yfir í veröld sem aðrir hvorki þekkja né skilja. Með ritlingi þessum hefur hinn ungi höfundur unnið mikilvægt starf, sem á eftir að koma að gagni bæði þeim sem þjást af sama sjúk- dæmi og hann og, ekki síður, að- standendum þeirra og vinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.