Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Meistarakeppni KSI Fyrst keppt í karlaf lokki 1969 Tvisvar leikið í keppninni 1996 KR sigraði ÍA í vpr og ÍBV vann ÍA á sunnudag IBV Víkingur KR Fyrst keppt kvennaflokki 1992 Leikið tvisvar 1996 Breiðablik vann báða leikina UBK KR IA ■ NJÁLL Eiðsson hefur verið ráðinn þjálfari 2. deildarliðs IR í knattspyrnu fyrir næsta keppnis- tímabil. Hann þekkir vel til í herbúð- um ÍR, þjálfaði félagið tvö keppnis- tímabil fyrir nokkrum árum. ■ KRISTJÁN Halldórsson, varn- armaður, sem leikið hefur með Val síðustu þijú sumur, hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við ÍR fyrir næsta sumar. ■ MAGNÚS Pálsson, fyrrum þjálfari Fylkis, hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Leikni, sem féll í haust úr 2. deild- inni. ■ HEIMIR Guðjónsson miðvallar- leikmaður úr KR er farinn til Sví- þjóðar þar sem hann æfir með úr- valsdeildarliði Orgryte næstu vik- urnar. Rúnar Kristinsson, fyrrum félagi hans úr KR, leikur sem kunn- ugt er með liðinu. ■ KRISTJÁN Sigurðsson, 16 ára bróðir Lárusar Orra landsliðs- manns, fór utan með stóra bróður eftir landsleikinn gegn Rúmenum og æfír með unglingaliði Stoke City í Englandi næstu vikurnar. Krislján lék undir stjóm föður síns, Sigurðar Lárussonar hjá Völs- ungi í sumar. ■ ÞÓRÐUR Guðjónsson kom inn á sem varamaður í liði Bochum á 61. mínútu er liðið mætti Dússeld- orf á útivelli í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu og gerði jafntefli, 2:2. Þórður kom inn á þegar staðan var 2:1 fyrirDússeldorf. ■ EYJÓLFUR Sverrisson og fé- lagar hans í Herthu Berlín unnu Zwickau 1:0 í þýsku 2. deildinni í knattspyrnu og gerði Axel Kruse markið á 89. Eyjólfur fór meiddur af velli eftir 18 mínútna leik. ■ BJARKI Gunnlaugsson lék ekki með Mannheim sem gerði jafntefli, 1:1, við Wolfsburg í þýsku 2. deildinni. ■ HELGI Sigurðsson kom inná sem varamaður hjá Tennis Boruss- ia Berlin í þýsku 2. deildinni í knattspymu um helgina er staðan var 3:0 fyrir mótheijana frá Leipz- ig. Helgi kom mikið við sögu, fékk m.a. vítaspyrnu sem lið hans jafn- aði úr og gerði svo sjálfur sigur- markið, 4:3. ■ PATREKUR Jóhannesson gerði fjögur mörk fyrir Essen sem tapaði fyrir Grosswaldstadt 27:26 á útivelli í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik. ■ SIGURÐUR Bjarnason gerði tvö mörk fyrir Minden er liðið vann Dormagen 26:20 á heimavelli. Þetta var fyrsti heimasigur Minden í vetur. ■ ÓLAFUR Stefánsson gerði sex mörk og Dagur Sigurðsson 2 er Wuppertal vann Emstetten 27:24 Helgi Sigurðsson í 2. deildinni þýsku á útivelli. Wup- pertal er efst í deildinni ásamt Bad Schwartau, en þau hafa bæði unn- ið alla leiki sína. ■ LEIKMENN svissneska liðsins Amicitia komu skemmtilega á óvart fyrir fyrri Evrópuleikinn gegn KA á föstudagskvöldið. í stað hefð- bundinna oddfána færðu þeir hveij- um og einum andstæðinga sinna svo og dómurunum pakka af hinu þekkta svissneska Toblerone súkk- ulaði.^ ■ LÚÐVIK Jóelsson, sem var einn af stofnendum körfuknatt- leiksdeildar á ísafirði, var heiðrað- ur sérstaklega fyrir fyrsta heima- leik KFÍ á föstudagskvöldið. ■ TEITUR Örlygsson og félagar hans í gríska liðinu Larissa töpuðu enn einu sinni um helgina, nú fyrir Appolon Padra 68:67 á heima- velli. Teitur skoraði þijú stig í leiknum. Larissa hefur tapað fjór- um fyrstu leikjum sínum í deildinni. ■ SIGÞÓR Júlíusson, leikmaður Vals og Tryggvi Guðmundsson úr Eyjum eru farnir til Noregs þar sem þeir æfa með liði Haugasunds. ■ PETER Hoekstra, kantmaður hjá hollensku meisturunum Ajax, fer í uppskurð í vikunni vegna hné- meiðsla og verður ekki mikið meira með á tímabilinu en hann hefur reyndar lítið getað leikið síðan hann meiddist í EM á Englandi. Fyrirlið- inn Danny Blind verður sennilega frá til áramóta og margir fleiri lykil- menn liðsins eiga við ámóta vanda- mál að stríða. ■ RUNE Hauge, sem hefur ekki heimild frá FIFA til að vera um- boðsmaður leikmanna eftir að hafa ekki farið að lögum varðandi sölu landa sinna til enskra liða, hefur fengið leyfi til að sjá um viðskipti fyrir Norðmanninn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United. ■ HAUGE má ekki koma nálægt félagaskiptum eða samningum við félög en ekkert bannar honum að gera auglýsingasamninga og skó- samningur, sem færir leikmannin- um um 10 millj. kr. á ári, virðist í höfn. ■ VALERY Lobanovsky, fyrrum landsliðsþjálfari Sovétríkjanna sálugu, verður næsti þjálfari Dyn- amo Kiev en liðið náði glæstum árangri undir hans stjórn fyrir meira en tveimur áratugum. ■ ARGENTÍSKI varnarmaðurinn Jose Antonio Chamot sleit liðbönd í olnboga og fór úr axlarlið í leik Lazio og Fiorentina um helgina og er talið að hann geti ekki leikið með Lazio næstu tvo mánuðina. ■ MARCELLO Lippi verður áfram þjálfari Juventus eftir að samningur hans rennur út að loknu tímabilinu. Gengið verður frá nýjum samningi í vikunni. ■ RYAN Giggs undirritaði nýjan samning við Manchester United um helgina og er hann til fimm ára. Hann er sjöundi leikmaður fé- lagsins sem er samningsbundinn til 2001 en hinir eru Peter Schmeich- el, David Beckham, Gary og Phil Neville, Nicky Butt og Paul Scho- les. ■ ENSKA úrvalsdeildarfélagið Sheffield Wednesday gekk í gær frá kaupum á ítalska miðvallarleik- manninum Benito Carbone fyrir þijár milljónir punda. Carbone á að leiki með landsliði 21 árs og yngri en missti sæti sitt í liði Inter Milan. „Þetta er mikill fengur fyrir félagið," sagði David Pleat, knatt- spyrnustjóri Wednesday. METNAÐUR Landsliðið í knattspymu er metnaðarfullt. Svo mælir Logi ólafsson, þjálfari liðsins, á laugardag er Morgunblaðið fékk hann til að svara gagnrýni á lið- ið eftir leikinn við Rúmeníu, og það er léttir fyrir knattspyrnu- unnendur að sjá þessa yfirlýs- ingu landsliðsþjálfarans. Undirritaður leyfði sér að gagnrýna ýmislegt hjá liðinu gegn Rúmeníu því eitthvað var greinilega bogið við frammistöð- una. Logi segir rökstudda gagn- rýni eðlilega „en staðhæfingar um hluti eins og metnaðarleysi og leiða ættu ekki rétt á sér“, er haft eftir honum. „Ég lít á það sem móðgun við þessa ágætu pilta sem skipa landsliðið að segja að þeir gangi inn á vöilinn með það í huga að ætla ekki að leggja sig fram,“ segir landsliðsþjálfarinn ennfremur. Sko. Eg geri mér fyllilega grein fyrir því hvert Logi beinir skotum sinum og lít á það sem móðgun við mig og aðra áhorf- endur á landsleiknum að svara með þessu hætti. Enda hef ég aldrei haldið því fram að lands- liðsmenn gangi inn á völlinn „með það í huga að ætla ekki að leggja sig fram“. Ég tel raun- ar öruggt að allir sem einn hafi landsliðsmennirnir verið stað- ráðnir í því að standa sig, áður en þeir gengu inn á völlinn. Það voru þeir örugglega líka fyrir 0:6 tapið gegn Austur-Þýska- landi á sama stað um árið. Það skiptir bara því miður ekki máli; það sem skiptir máli er hvernig menn haga sér eftir að flautað hefur verið til leiks. í athugasemdum sem ég setti fram til umhugsunar eftir lands- leikinn voru atriði sem ég hefði gjaman vilja fá meiri viðbrögð við. Lítið hefur borið á þeim, en vissulega væri gaman að fá svör landsliðsþjálfarans, forystunnar eða jafnvel leikmanna sjálfra við eftirfarandi - „staðhæfíngum" undirritaðs í spumingaformi: •Léku íslensku leikmennirnir af lífi og sál, „með hjartanu“? •Var íslenska liðið sem sam- stillt liðsheild? •Var mikið hugmyndaflug í leik íslenska liðsins? •Sýndu fleiri en Þórður Guð- jónsson eitthvert áræði á vallar- helmingi andstæðinganna? •Höfðu aðrir varnarmenn en Guðni fyrirliði Bergsson eitt- hvað í Rúmenana að gera? •Geislaði gleði og ánægja af íslensku leikmönnunum? •Er landsliðinu að fara fram? Grein mín eftir leikinn við Rúmeníu var ekki skrifuð vegna haturs á Loga ólafssyni og landsliðsmönnunum heldur þvert á móti af væntumþykju og var ætlað að vekja menn til umhugsunar. Hafí einhver móðgast verður bara að hafa það. Undirritaður vill vitaskuld að landsliðið standi sig sem best og sámar því frammistaða eins og boðið var upp á í 9Íðasta leik. Ef einhveijir eru hins vegar ánægðir með frammistöðuna - og þá skipta úrslitin ekki höfuð- máli í því sambandi - er það sorglegt. Logi bendir í viðtalinu á um- mæli Iordanescus, þjálfara Rúmeníu, í Morgunblaðinu eftir leikinn þar sem hann segir að munurinn á liðunum tveimur liggi í því að Rúmenar hafi betri einstaklinga í hverri stöðu - svo einfalt sé málið. Þetta er auðvit- að alveg rétt og leikurinn þurfti ekki einu sinni að fara fram til að átta sig á því. Þetta vissu allir og einmitt þess vegna var nauðsynlegt að íslendingar lékju af lífí og sál - „með hjartanu". Að þjóðerniskenndin næði yfír- höndinni og drengimir lékju fyr- ir fólkið. Gheorghe Hagi, einn besti knattspymumaður heims, sagði I athygliverðu samtali við Morg- unblaðið á leikdegi að þegar hann „klæðist landsliðsbúningn- um og heyri þjóðsönginn geri Eftir að þjóðsöngurinn hljómar er nafnið ekki vyJón“ heldur ísland ég mér grein fyrir að öll þjóðin fylgist með, að ég er að fara að leika fyrir fólkið, veija það og heiður þjóðarinnar. Þetta er sérstök tilfínning, þá er nafn mitt ekki Hagi heldur Rúmen- ía.“ Þessi frábæri leikmaður á að baki rúmlega 100 landsleiki. Og ekki er nóg með að hann tali svona heldur leikur hann í samræmi við orð sín þegar á hólminn er komið. Hagi er miklu betri leikmaður en allir þeir ís- lensku, og hjá honum fara því saman bæði gífurlegir hæfíleik- ar og sterk þjóðerniskennd. íslendingar hafa oft farið langt á miklum baráttuvilja og sá þáttur hefur iðulega vegið upp á móti meiri hæfileikum mótheijanna. Þetta skorti gegn Rúmeníu. íslensku leikmennim- ir eru reyndar margir hveijir mjög frambærilegir knatt- spymumenn, hver á sinn hátt, og ástæður fyrir því að þeir nái sér ekki á strik geta verið marg- víslegar. „Það þarf ekki alltaf að vera það að viðkomandi mað- ur sé aumingi, kærulaus, óal- andi og ófeijandi og eigi aldrei að keppa fyrir íslands hönd, hvorki fyrr eða síðar,“ sagði Logi í Morgunblaðinu á laugar- dag. Mikið rétt hjá þjálfaranum, enda enginn „aumingi" í liðinu og vonandi enginn leikmanna óalandi eða ófeijandi. En þetta með kæruleysið er reyndar at- riði sem mætti ef til vill skoða nánar. Þjóðemiskennd er hugtak sem íslendingar nota ef til vill ekki mjög oft, helst á hátíðar- stundum og tyllidögum. Lands- leikir í fþróttum eru hátíðar- stundir og þá er heppilegt að þjóðemistilfinning og ættjarðar- ást bijótist fram; bæði meðal leikmanna og áhorfenda. „Ég er Rúmeni, elska landið og þjóð- ina og er fulltrúi þeirra í lands- leikjum,“ segir Hagi í umræddu viðtali. fslendingar gæta lært ýmislegt af honum og áður- nefndir kaflar úr viðtalinu ættu að vera leikmönnum skyldulesn- ing fyrir landsleiki íslands. Leikmenn verða að beija sér á bijóst fyrir landsleiki. Koma fullir eldmóðs, þjóðemiskenndar og ættjarðarástar inn á völlinn - þar eru þeir fulltrúar þjóðar- innar og hlutverk þeirra að „leika fyrir fólkið, veija það og heiður þjóðarinnar", eins og Hagi sagði. „Þetta er sérstök tilfinning, þá er nafn mitt ekki Hagi heldur Rúmenía." Er ekki eitthvað hægt að læra af um- rnælum þessa manns? Áfram ísland! Skapti Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.