Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ KA-menn áfram í Evrópukeppninni FLEIRI mörk skoruð á „útivelli" fleyttu KA-mönnum áfram í Evrópukeppni bikarhafa. Liðið lék tvívegis við Amicitia Ziirich frá Sviss í KA-heimilinu á Akureyri. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 27:27, og seinni leikurinn á sunnudaginn endaði 29:29. Sá leikur var hins vegar heimaieikur Svisslendinga og samkvæmt reglum hafa mörk skoruð á útivelli meira vægi þegar markatalan er jöfn og þar höfðu KA-menn betur, en tæpara mátti það ekki vera. Samkvæmt þvl sem leikmenn Amicitia sögðu bjuggust þeir ekki við að komast neitt áfram í BHHBBEBi Evrópukeppninni Stefán Þór en e.t.v. hafa leik- Sæmundsson menn komið sjálf- skrifar frá um sér á Óvart því Akureyri liðið var ekki síðra en íslensku bikarmeistararnir. Báðir leikirnir voru afar spennandi og tvísýnir og liðin mjög áþekk að styrkleika, það svissneska jafnvel betur spilandi, en KA-menn hins vegar með sterka einstaklinga og heimavöllinn. Á hinn bóginn vakti furðu að stuðningsmenn KA skyldu ekki troðfylla húsið en for- svarsmenn handknattleiksdeildar félagsins hafa sjálfsagt verið með hugann við annað undanfarna daga en að auglýsa leikina. Amicitia var einu skrefi á undan í fyrri hálfleik og KA-menn börð- ust við að missa andstæðingana ekki fram úr sér. Örvhenta stór- skyttan Banfro fékk að skora tvö mörk áður en Ziza tók kappann úr umferð. Svisslendingarnir héldu samt frumkvæðinu með leikkerfum og þokkalegri markvörslu meðan sóknir KA jöðruðu við hnoð og markvarslan Var í molum. Það var hins vegar mikilvægt fyrir KA að vinna upp tvéggja marka forskot í lok hálfleiksins og liðin voru því enn á upphafspunkti þegar blásið var til seinni hálfleiks; staðan 14:14. Ekkert gekk hjá KA í byrjun seinni hálfleiks og fimm fyrstu sóknirnar runnu út í sandinn. Wid- mer var kominn í markið hjá Amic- itia og varði allt. Flensborg hinn danski kom sínu liði tveimur mörk- um yfir og barningurinn hélt áfram þar til Jóhann jafnaði í 17:17. Erl- ingur fyrirliði skoraði glæsilegt mark og jafnáði 19:19 og þá tók stemmningin í liðinu kipp og Ziza kom KA yfir í fyrsta skipti þegar 12,30 mín. voru liðnar af hálfleikn- um. Eftir það var frumkvæðið heimamanna. Jakob Jónsson blómstraði, Jóhann og Duranona fylgdu honum eftir í markaskorun og Guiterrez fór að veija. KA- menn náðu fjögurra marka for- skoti þegar 3,50 mín. voru eftir, staðan 24:28 og „útisigur" nánast í höfn. Jakob virtist ætla að gull- tryggja sigurinn þegar 2 mín. voru til leiksloka og staðan 26:29 en Banfro skoraði úr víti og Flensborg síðan tvívegis eftir hraðaupphlaup á síðustu mínútunni og staðan skyndilega jöfn. Þær 6 sekúndur sem eftir lifðu nægðu KA-mönnum og þeir gátu andað léttar eftir mikla spennu. Óhætt er að segja að Jakob Jónsson hafi átt frábæra endur- komu í liði KA. Hann skoraði 6 glæsileg og mikilvæg mörk. Dur- anona, Ziza og Jóhann áttu líka þokkalega spretti en spilið var oft ekki upp á marga fiska. Guiterrez varði vel í seinni hálfleik. Claus Flensborg skoraði að vild í seinni hálfleik og Widmer varði eins og berserkur. Þá voru Banfro og Ko- stadinovich hættulegir en reynslu- leysi eða vantrú varð liðinu að falli. Jakob Jónsson lék vel með KA SJÖ ár eru liðin frá þvi Jakob pöllunum til hins betra. Hann Jónsson lék síðast með KA. sagði eftir leikinn að sviss- Hann kom inn á eitt augnablik neska liðið hefði komið á í fyrri leiknum á móti Amicitia óvart. Það hefði ekki leikið en spilaði mun meira á sunnu- hægt og þunglamalega heldur daginn og lék þá stórvel. Hann keyrt á hraðaupphlaup og leik- braust snaggaralega í gegn, menn sýnt meiri snerpu en átti linusendingar sem gáfu búist hafði verið við. mörk eða víti og skoraði fyrir Teffey Banfro skoraði 12 utan. „Ég var ákveðinn í að mörk gegn KA á föstudaginn nýta tækifærið fyrst ég fékk og 10 á sunnudaginn. Þessi að spila í meira en eina og örvhenta skytta var ekkert í hálfa mínútu. Þetta gekk vel sárum eftír leikinn. „Við enda kom aldrei tíl greina að bjuggumst aldrei við að kom- klúðra færunum. Hins vegar ast áfram. Það var ekki vegna er ég ekki kominn í form og sigurvissu sem við iékum báða var löngu húinn en hafði það leikina á íslandi. Það er litil á síðustu dropunum. Ég hefði stemmning f kringum liðið aldrei þraukað ef ég hefði heima i Sviss og IftilJ stuðning- þurft að spila vörnina Iíka,“ ur, enda er Amicita ungt lið sagði Jakob, örþreyttur en sem verið er að byggja upp. afar sáttur í ieikslok. Við vissum ekkert um KA-liðið Erlingur fyrirliði Kristjáns- en þetta voru skemmtílegir son skoraði eitt gullfallegt leikir og við förum héðan mark sem breyttí stemmning- , reynslunni ríkari," sagði unni í liðinu og á áhorfenda- Banfro. Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Hátt í loft upp JÓHANN G. Jóhannsson skorar hér eitt af fimm mörkum sínum fyrir KA á mótf Amicitia Ziirlch í síðari leik liöanna í KA-heimilinu á sunnu- daginn. Báöir leikirnir enduðu með jafntefli, fyrri 27:27 og síðari 29:29. Síðari leikurinn var heimaleikur Svisslendinga og samkvæmt reglum hafa mörk skoruð á útivelli meira vægi þegar markatalan er jöfn. Stjömusigur með herkjum Morgunblaðið/Ámi Sæberg KONRÁÐ Olavson Stjörnumaður skorar í Evrópulelknum á hol- lenska liðinu Hirschmann, sem fram fór í Garðabænum á laugar- daginn og var fyrri leikur liðanna. STJÖRNUMÖNIMUM tókst með herkjum að sigra slakt lið Hirsc- hmann frá Hollandi í Garðabæn- um á laugardaginn þegar fram fór fyrri leikur liðanna í Evrópu- keppni félagsliða. Hvorugu lið- inu er hægt að hrósa fyrir góðan handknattleik og það var ekki fyrr en Stjörnumenn nánast leystu upp leikinn með maður á mann vörn út um atlan völl að þeim tókst að vinna upp tveggja marka forskot gestanna og sigra að lokum 22:18. Síðari leikur liðanna verður í Hollandi 19. október. Lengi framan af leiknum velti undirritaður því fyrir sér hvort liðin ættu yfirleitt erindi í Evrópu- keppni. Garðbæingar voru tauga- óstyrkir og varla vott- Stefán aði fyrir gleði á meðan Stefánsson Hollendingarnir gerðu skrifar að gamni sínu þó tals- vert hafi skort á leikni þeirra. Gestirnir léku flata vörn enda með fjóra menn yfir hundrað kíló og tvo metra á hæðina. Stjörnumenn þurftu því að fara aðrar leiðir, höfðu þijá varnarmenn úti á velli sem skil- aði þeim fyrir hlé fjórum mörkum úr hraðaupphlaupum. Fyrstu tíu mín- úturnar eftir hlé Iéku gestimir síðan á als oddi og náðu tveggja marka forskoti 12:14 og síðan 13:15, sem fór mikið í skapið á heimamönnum. Þeir breyttu í maður á mann vörn sem gestimir fundu ekkert svar við, Ingvar Ragnarsson markvörður fór að veija og eftir fimm mörk Stjörnumanna í röð var forystan tryggð og sigur nán- ast í höfn. „Ég vissi að Hollendingar eru ekki miklir boltamenn en ekki neitt um þetta lið og kom á óvart hve þetta voru stórir og sterkir strákar. Það sást líka að þegar við reyndum flata vörn komu stórar skyttur og við vorum neyddir til að veijast framar. Þetta var því ekki auðvelt og markvörður þeirra varði vel eða við skutum kannski illa. Þegar Ing- var í markinu kom síðan sterkur inn snerist staðan við. Annars er ég sáttur við mitt lið en ósáttur við að nota ekki dauðatækifærin okkar,“ sagði Valdimar Grímsson þjálfari og leikmaður Stjörnunnar þar sem hann kastaði uppgeflnn mæðinni eftir leikinn. „Síðari leikurinn verður erfiður en við ætlum að klára hann þó að það verði ekki auðvelt. Ég hef séð aðstæður í Hollandi, þetta eru yfirleitt lítil íþróttahús, sem taka um 700 til þúsund manns og eru yfir- leitt full og mikil stemmning.“ Leikmönnum Stjörnunnar er varla hægt að hrósa fyrir skemmtilegan handknattleik. Liðið hefði að öllu jöfnu átt að vinna mun stærra í stað þess að lenda í vandræðum og þeg- ar á móti blés gerðu Einar Baldvin Árnason og Einar Einarsson sig seka um gróf brot, Einar Baldvin kýldi leikmann sem lá á gólfinu og Einár sneri annan niður. Þeir hefðu betur bætt sig. Ingvar markvörður átti þó þokkalegan kafla eins og Konráð Olavson og Magnús A. Magnússon. Þjálfari Hollendinga vissi ekki mikið um sína mótherja en átti þó von á betra liði. „Ég vissi nánast ekki neitt nema þeir væru slakari en í fyrra og við ættum því mögu- leika. Vöm þeirra kom mér mjög á óvart en okkur gekk vel þar til á síðustu mínútunum en það getur ekki verið gaman að horfa á slíka vörn. Ég hef komið hingað áður, spilaði við FH 1984 og þá töpuðum við með átta mörkum svo að ég átti von á þeim betri. Við eigum möguleika í síðari leiknum, þeir eru betri en það er aldrei að vita,“ sagði Pim Rietbroek þjálfari eftir leikinn. Hollendingarnir voru með nokkra unga og spræka leikmenn, nokkra stóra og stæðilega en afar slaka boltamenn og tvo „gamla“ sem léku gegn FH 1984. í liðið vantaði lands- liðsmann sem komst ekki vegna prófa, en hann verður líklega með næst. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.