Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 B 5 KNATTSPYRNA Eyjamenn meistarar meistaranna, lögðu Islands- og bikarmeistara ÍA Eyjamönnum gekk betur að fóta sig á hálum vellinum VESTMANNAEYINGAR eru meistarar meistaranna í knattspyrnu, lögðu Skaga- menn 5:3 í Meistarakeppninni á Laugardalsvelli á laugardag- inn í bráðskemmtilegum leik þar sem slæmar vallarað- stæður settu svip sinn á leik- inn. Völlurinn var frosinn og flugháll og máttu menn hafa sig alla við að standa ífæt- urna. Þó svo leikurinn hafi verið bráð- fjörugur var hann að sama skapi ekki mjög vel leikinn, til þess áttu leikmenn í of miklum vandræðum með að fóta sig. Ef menn reyndu að gera snöggar hliðar- hreyfingar eða að hægja á sér of ört voru þeir um leið komnir á óæðri endann. Menn urðu því að hreyfa sig hægt cg jafnt. Eyjamenn voru fyrri til að átta sig á aðstæðum, „voru á betri skautum" eins og einn áhorfenda orðaði það, og komust yfir eftir fjórar mínútur og var Steingrímur Jóhannesson þar á ferð. Bjarni Guðjónsson átti gott skot í sam- herja og rétt framhjá á sömu mín- útu og eftir það sóttu Eyjamenn mun meira og fengu helling af þokkalegum færum. Þegar fimm mínútur voru til leikhlés hófst þung sókn ÍBV. Steingrímur átti gott skot í stöng- ina eftir fallega sókn ÍBV upp hægri vænginn. Rútur skaut síðan yfir af markteigslínu úr einu besta færi leiksins en á 42. mínútu jafn- aði Kári Steinn fyrir íslands- og bikarmeistarana. Markið kom mjög gegn gangi leiksins og það fannst Eyjamönnum einnig svo Steingrímur kom þeim aftur yfir mínútu síðar og við það sat í fyrri hálfleik. Steingrímur var aftur á ferðinni þremur mínútum eftir hlé, komst framhjá Þórði markverði en reyndi við þrennuna úr þröngu færi í stað þess að renna út á félaga sína í Skúli Unnar Sveinsson skrifar Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Meistarabikarinn til Vestmannaeyja RÚTUR Snorrason og Hlynur Stefánsson hlaupa hér sigurhring með bikarinn. vítateignum. Hann náði þó þrenn- unni á 57. mínútu og mínútu síðar skoraði Rútur fjórða mark ÍBV. Skagamenn minnkuðu muninn á sömu mínútu og var Bjarni þar á ferð og sex mínútum síðar minnk- aði Stefán Þórðarson muninn enn- frekar með marki úr vítaspymu. ÍA sótti nokkuð eftir þetta en gekk erfiðlega að skapa sér góð færi, Gunnar markvörður ÍBV varð þó tvívegis að láta til sín taka, varði aukaspyrnu Haraldar Ingólfs- sonar og síðan varði hann gott skot Bjama í stöngina. Hinum megin þramaði Tryggvi himinhátt fyrir frá markteig áður en hann innsiglaði sigurinn með fimmta marki ÍBV er tvær mínútur vora eftir. Eyjamenn höfðu greinilega miklu meiri vilja til að sigra, og léku betur en Skagamenn, sem virtust sætta sig við titlana tvo, sem er auðvitað frábær árangur. „Þetta var flottur endir á sumrinu og ég held þetta hafi verið sann- gjarnt," sagði Atli Eðvaldsson, sem stjórnaði ÍBV í síðasta sinn á laug- ardaginn. „Strákarnir sýndu að þeir geta þetta alveg, en það þarf að standa betur við bakið á þeim. Við fáum góðan stuðning hér í Reykjavík en það vantar meiri stuðning í Eyjum, líkt og er á Akranesi. Þar er allt bæjarfélagið á bak við ÍA en í Eyjum era þetta örfáir menn sem standa í öllu sam- an,“ sagði Atli. Allt IBV-liðið lék ágætlega að þessu sinni. Mikil barátta var í leik- mönnum og ágætis spil þrátt fyrir mjög efiðar aðstæður. Það er í raun mesta furða að enginn skuli hafa slasast vegna aðstæðnanna, merki- lega fá brot sáust sem rekja má til hálkunnar. Ólafur Adolfsson þurfti að fara af leikvelli í leikhléi, fékk olnboga á vörina og braut tönn. Skagaliðið getur allt leikið betur en það gerði á laugardaginn. 0:1 Eftir rúmlega þriggja mínútna leik sendi Tryggvi Guðmundsson langa sendingu í gegnum vörn ÍA og þar var hinn eldfljóti Steingrímur Jóhannesson mættur og skoraði af öryggi. 1m 4| Ólafur Þórðarson tók ■ I rispu upp miðjuna á 42. mínútu og vippaði skemmti- lega á Kára Stein Reynisson sem var rétt innan vítateigs. Hann þramaði knettinum í slána og inn. Ia^jMínútu síðar komst ■ fc«Leifur Geir Haf- steinsson inn að vinstra mark- teigshorni og renndi út á Stein- grím Jóhannesson sem sneiddi knöttinn þannig að hann datt í stöngina fjær og inn fyrir mark- línu. 1:3 Á 67. mínútu komust _______Eyjamenn _ enn og aftur í gegnum vörn ÍA, vinstra megin, Rútur að þessu sinni. Hann virtist rangsæður en ekk- ert var dæmt og hann renndi á títtnefndan Steingrím Jóhann- esson í miðjum vítateignum. Hann þrumaði knettinum í slána og innfyrir marklínu. Boltinn þaut aftur í slána og aftur inn fyrir marklínuna. 1M Æt «% Mínútu síðar komst ■ TÍRútur Snorrason aftur í gegnum vöm ÍA, sem var illilega sofandi, enda voru þrír félagar Rúts með honum á þessu ferðalagi, en að þessu sinni ákvað Rútur að skora sjálf- ur. 2m H Á sömu mínútu skor- ■•i'uðu Skagamenn hin- um megin. Bjarni Guðjónsson fékk boltann á miðjum vallar- helmingi ÍBV, 5ék í gegnum^ miðjuna og skoraði með góðu skoti framhjá Gunnari mark- verði. 3» VI Þungri sókn ÍA á 64. ■"frmínútu lauk með góðu skoti Stefáns Þórðarson- ar en Hermann Hreiðarsson kastaði sér fyrir skotið og bolt- inn lenti í hönd hans. Stefán skoraði af öryggi úr vítaspyrn- unni. 3*CÞegar tvær mínútur ■ ■#vora til leiksloka löbbuðu Eyjamenn sér enn eina ferðina inn í vítateig ÍA vinstra megin. Tryggvi Guðmundsson var þar á ferðinni og skoraði af öryggi frá markteigshorninu. Verður seint leikið eftir Ohætt er að segja að Blika- stúlkur hafi fullkomnað tímabilið er þær lögðu Vals- stúlkur að velli c,,. í Meistara- Rögnvaldsson kePPn> kven»a skrifar í Kópavogi á laugardag, 1:0. Þær unnu því sama bikarinn tvisvar á árinu, en þessi árlega keppni fór síðast fram í vor og var ákveðið að færa hana til haustsins nú í ár. Það gerir gulltímabil Blika enn sætara, því óhætt er að segja að afrek þeirra verður seint leikið eftir, en eins og flestum er kunnugt eru Blikastúlkur að auki bæði íslands- og bikarmeistarar. Enginn meistarabragur Enginn meistarabragur var samt í leik Breiðabliks í fyrri hálfleik og var leikurinn nokk- uð jafn, en völlurinn var fros- inn og háll og því reyndist leik- mönnum erfitt að fóta sig. Valsstúlkur komust tvívegis inn fyrir vörn meistaranna í skyndisóknum. Fyrra færið kom á 24. mínútu þegar Berg- þóra Laxdal hitti boltann illa er hún átti aðeins eftir að kljást við frosinn völlinn og hina svellköldu Sigfríði Sop- husdóttur í marki Blika, en seinna færið var öllu betra og varði þá Sigfríður fast skot Rósu Júlíu Steinþórsdóttur rétt utan markteigs. Veður skipast í lofti Veður skipast svo sannar- lega fljótt í lofti og Blikar skor- uðu eina mark leiksins aðeins þremur mínútum eftir dauða- færi Vals. Inga Dóra Magnús- dóttir lék að vítateig Vals- stúlkna hægra megin og lyfti boltanum hátt og snjallt í fjær- homið yfir Ragnheiði Jóns- dóttur, markvörð gestanna, sem hefur að öllum líkindum misst af boltanum vegna sólar- innar, sem skein beint í andlit hennar. Inga Dóra var svo aftur á ferðinni á síðustu mín- útu fyrri hálfleiks, en varnar- menn Vals komust fyrir skot hennar á síðustu stundu. Unnu alla leiki Nokkuð bætti í vindinn í leikhléi og léku Blikastúlkur undan honum í síðari hálfleik, en þá voru þær einráðar á vellinum. Þær náðu þó ekki að gera sér mat úr yfirburðum sínum þrátt fyrir nokkur ágæt færi. Ásthildur Helgadóttir, leikmaður Blika, var vitaskuld ánægð með sigurinn, en þó hefði sumt mátt fara betur að hennar mati. „Það er auðvitað glæsilegt að vinna alla leikina á tímabilinu, en þetta var eng- inn sérstakur leikur. Við erum orðnar þreyttar og völlurinn var frosinn og háll. Tímasetn- ingin á þessum leik er ekki alveg nógu góð. Það verður annaðhvort að leika hann mjög fljótlega eftir tímabilið eða á vorin,“ sagði Ásthildur. r Ai x - ,ív rr-'i—rrt |f 'Jgf ■BBMPv • - ff Morgunblaðið/Halldór BLIKASTÚLKUR fögnuðu enn elnu sinnl um helglna er þœr unnu Val í Melstarakeppni KSI í Kópavogi. Brelðabllk vann alla leiklna á tfmabllinu. •»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.