Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER 1996 B 7 ÚRSLIT Mt'vjar 15-16 ára (1,5 km) Sigrún HallaGísladóttir, UMSB ...... 6,45 Fríða Dögg Hauksdóttir, USVH ....... 7,03 RagnhildurG. Eggertsdóttir, HSK .... 7,19 Sveit UMFA 22 stig Sveinar 15-16 ára (3 km) Stefán Ágúst Hafsteinsson, IR ..... 13,07 Auðunn Jóhannsson, HSK ............ 13,40 Siguijón Helgason, UMSE ........... 14,10 Sveit UMSB 27 stig Drengir 17-18 ára (3 km) Sveinn Margeirsson, UMSS .......... 12,17 Sigurður J. Guðmundsson, ÍR ....... 13,29 Jökull Úlfarsson, ÍR ............... 15,09 Öldungar 40 ára og eldri (8 km) Sighvatur Dýri Guðmundsson, ÍR .... 36,26 Daði Garðarsson, FH ............... 36,38 Jóhannes Guðjónsson, UMSB ......... 36,52 Karlar 19 og eldri (8 km) Sigmar Gunnarsson, UMSB ........... 32,55 Ivar Trausti Jósafatsson, Á ....... 33,48 Halldór B. ívarsson, UÍA .......... 33,58 Konur 17 ára og eldri (3 km) Martha Ernstsdóttir, ÍR ........... 12,38 Bryndís Ernstsdóttir, lR .......... 13,23 Fríða Rún Þórðardóttir, Á ......... 14,26 ÍSHOKKÍ IMHL-deildin Leikir aðfaranótt sunnudags: New Jersey - Dallas Buffalo - Detroit 2:4 1:6 6:0 5:1 5:2 3:2 Toronto - Tampa Bay 4:7 Washington - Los Angeles.. 3:4 4:2 5:3 Leikir aðfaranótt mánudags: Philadelphia - Calgary 0:1 Chicago - Dallas 3:5 Staðan Austurdeild Norðausturriðill Montreal .2 0 2 20:14 6 Hartford .2 1 0 8:9 4 Ottawa .1 1 2 11:11 4 Boston .1 1 1 11:12 3 Buffalo .1 3 0 6:14 2 Pittsburgh .1 3 0 11:16 2 Atlantshafsriðill Florida .3 0 1 15:4 7 Tampa Bay .2 1 0 13:13 4 Philadelphia .2 6 0 10:14 4 .1 1 2 10:7 4 New Jersey .1 2 0 6:8 2 Washington .1 3 0 14:16 2 NY Rangers .0 3 2 10:17 2 Vesturdeild Miðriðill 5 20:10 10 Phoenix .3 1 0 13:6 6 .3 2 0 14:13 6 Chicago .2 3 0 12:12 4 .2 2 0 10:6 4 Toronto ,i 2 0 10:12 2 Kyrrahafsriðill .3 2 0 11:10 6 Calgary .3 2 0 8:7 6 Colorado .2 2 1 17:14 5 Vancouver .2 2 0 9:8 4 .2 3 0 18:21 4 Anaheim .1 2 2 17:20 4 SanJose .1 3 1 13:23 3 NFL-deildin Staðan Ameriska deildin Austurriðill Indianapolis...... Miami............. Buffalo........... New England....... NYJets............ Miðriðill Pittsburgh........ Houston........... Jacksonville...... Baltimore......... Cincinnati........ Vesturriðill Denver............ KansasCity........ San Diego......... Oakland........... Seattle........... Landsdeildin Austurriðill Washington........ Philadelphia...... Dallas............ Arizona........... NY Giants......... Miðriðill Green Bay......... Minnesota......... Detroit........... Chicago........... Tampa Bay......... Vesturriðill San Francisco..... Carolina.......... New Orleans....... St. Louis......... Atlanta........... ...5 1 0 115:87 ...4 2 0 140:86 ...4 2 0 79:95 .3 3 0 147:131 ,0 7 0 92:187 ...5 1 0 131:80 .4 2 0 151:130 .3 4 0 137:136 .2 4 0 125:156 .1 5 0 107:132 ...5 1 0 144:93 ...4 2 0 117:92 .4 2 0 145:144 .3 4 0 156:134 .2 4 0 93:153 ...5 1 0 130:78 .4 2 0 125:121 ...3 3 0 104:79 .2 4 0 85:148 .2 4 0 68:116 ...5 1 0 204:72 .5 2 0 127:116 .4 3 0 162:124 .2 5 0 104:152 .1 5 0 69:139 ...4 1 0 135:62 ...4 2 0 145:84 .2 5 0 114:161 .1 5 0 88:171 .0 6 0 95:175 AMERÍSKI FÓTBOLTINN ÍÞRÓTTIR SKYLMINGAR Ragnar og Þórdís meistarar Islandsmótið í skylmingum með höggsverði fór fram í íþrótta- húsi Bessastastaðahrepps um síð- ustu helgi. Tuttugu keppendur mættu til leiks og var keppt í opnum flokki og kvenna- flokki, en konur máttu líka taka þátt í opna flokkn- um. Úrslitaviður- eignirnar voru spennandi og mátti heyra saumnál detta er nær dró lokum. í opna flokknum áttust þeir Ragnar Ingi Sigurðsson og Krist- mundur Bergsveinsson við í úrslit- um, en Ragnar sigraði Reyni Guð- mundsson í undanúrslitum, 15:9. Kristmundur þurfti að heyja harða baráttu við Ólaf Bjarnason í undan- úrslitunum, en hafði sigur að lok- um, 15:14. Ragnar og Kristmundur súndu mörg glæsileg tilþrif í úrslita- viðureigninni, en Ragnar var oft og iðulega með nokkurra stiga for- ystu. Ragnar komst í 14:11 og átti því aðeins eftir að ná einu stigi til að tryggja sér íslandsmeistaratitil- inn, en Kristmundur tók að höggva af nokkra bita af forystunni og var staðan orðin 14:13. Þá tók Ragnar sig til náði lokastiginu og er því íslandmeistari í skylmingum með höggsverði. Hann sagði viðureignina hafa verið nokkuð erfiða. „Við erum með mjög svipaðan stíl og erum hvorug- ur mjög einhæfir skyimingamenn. Það er að vissu leyti erfiðara að skylmast gegn manni sem er svip- aður manni sjálfum og ég var orð- inn dálítið smeykur þegar hann minnkaði muninn í 14:13,“ sagði Ragnar. Hann er nú með forystu í Norður-Evrópu stigakeppninni eftir tvö mót. Hann sigraði í Viking-mót- inu, sem var haldið hér á landi á dögunum, og hafnaði í 15. sæti af 65 keppendum á móti í Amsterdam fyrir skömmu. Úrslitaviðureignin í kvennaflokki var æsispennandi. í henni börðust Þórdís Kristleifsdóttir og Helga Magnúsdóttir til síðasta blóðdropa, en Þórdís lagði Kristínu Óladóttur að velli í undanúrslitum og Helga sigraði Sigrúnu Ernu Geirsdóttur. Helga hafði yfirhöndina lengst af í úrslitaviðureigninni gegn Þórdísi. Munurinn var orðinn fimm stig, 14:9, og átti Helga því aðeins eftir að vinna eitt stig, en Þórdís hafði ekki sagt sitt síðasta orð. Hún gerði sér lítið fyrir og vann sex stig í röð og sigraði Helgu, 15:14. „Mér gekk ekki vel til að byrja með og hélt að ég næði aldrei að vinna forskotið upp. Sennilega hef- ur hún slappað aðeins af þegar staðan var orðin 14:9 og ég var eiginlega búin að sætta mig við að tapa. Ég var bara að reyna að sýna lit í lokin,“ sagði Þórdís. Hún er 37 ára gömul og hefur verið að gera góða hluti á öðrum mótum. Hún fékk silfur á Viking-mótinu og hefur einnig unnið til verðlauna á Norðurlandamótinu, en hún hafnaði í 2. sæti í vor og fékk brons í fyrra. Edwin Rögnvaldsson skrifar Morgunbiaðið/Halldór ÞÓRDÍS Kristleifsdóttir og Ragnar Ingi Sigurðsson urðu um helgina íslandmeistarar í skylmingum með höggsverði. É GOLF 3 HM landsliða Banda- ríkja- menn sigruðu Dandaríkjamenn urðu um ^ helgina heimsmeistarar landsliða í golfi er þeir sigr- uðu Ný-Sjálendinga 2:1 í úrslitaleik á St Andrews vell- inum í Skotlandi. Phil Mickel- son og Steve Stricker unnu sína leiki nokkuð örugglega, þá Greg Turner og Grant Waite, en Mark O’Meara tap- aði fyrir Frank Nobilo. Bandaríkjamenn urðu þar með fyrstir til að sigra þríveg- is í þessari keppni, Dunhill- keppninni, sigruðu 1989 og 1993. Bandaríkjamenn unnu fjórar af fimm viðureignum 2:1 og Stricker sigraði í öllum leikjum sínum. Mickelson var með eins höggs forystu fram á 12. holu en þar fékk hann fugl og náði þar með þriggja högga forystu og hélt henni. I undanúrslitum vann bandaríska tríóið lið Svía 2:1 en þar tapaði Mickelson fyrir Sandelin í leik þar sem sá fyrrnefndi kvartaði undan því að Svíinn fagnaði of mikið þegar hann setti niður púttin. Þeir skildu þó í bróðerni í lok- in. Ný-Sjálendingar unnu Suður-Afríku 2:1 I undanúr- slitum en Skotar, sem áttu titil að veija, féllu úr keppni er þeir mættu Indveijum fyr- ir helgina. KAPPAKSTUR Hill heimsmeistari BRETINN Damon Hill varð heimsmeistari á sannfærandi hátt í lokakeppninni á Suzuka kappakstursbrautinni í Japan á sunnudaginn. Hann vann eftir að hafa náð forystu á fyrstu metrunum í rásmarkinu og tryggði sér fyrsta heimsmeist- aratitilinn í Formula 1 kapp- akstri. Helsti keppinautur hans, Jaques Villenueve, féll úr keppni og varð að sætta sig við annað sætið í meistaramót- inu. Villenueve mistók í rásmarkinu og hafði hrapað í sjötta sæti þegar kom að fyrstu beygjunni í 310 km langri keppninni. A meðan lét Hill engan bilbug á sér finna og tók forystu. Frakkinn Jean Alesi á Benetton ók fljótlega útaf eftir að hafa misst stjórn á Benetton bíl sínum og komst ekki lengra. Litlu munaði að Austurríkismaðurinn Gerhard Ber- Gunnlaugur Rögnvaldsson skrífar ger æki Hill útúr brautinni, þegar hann reyndi að komast framúr hon- um í krappri beygju. Berger varð að fara á viðgerðarsvæðið eftir að hafa ekið á dekkjahaug og tapaði dýrmætum tíma. Villenueve óx ás- megin og náði besta brautartíma, en Hill hélt forystu með Michael Schumacher nokkrum sekúndum á eftir og síðan kom Finninn Mika Hakkinen á undan Vilenueve. Þegar fimmtán hringir voru eftir flaug afturhjól undan bíl Villenueve og hann þeyttist útaf. Samstundis varð Hill heims- meistari, þar sem Villenueve þurfti að vinna og Hill að lenda neðar en í sjötta sæti ætti Hill að missa af titlinum. Hill ók síðustu hringina af öryggi og hvorki Schumacher né Hakkinen ógnuðu honum alvar- lega. Sigurinn og titilinn var per- sónulegur sigur fyrir Hill sem hafði Reuter Heimsmeistaranum fagnad BRETINN Damon Hlll fagnar sigrl i japanska kappakstrinum sem færði honum heimsmeistaratitilinn í Formula 1 kapp- akstri. Fyrrum heimsmeistari, Michael Schumcaher, og Finn- inn Mika Hakklnen sprauta kampavínlnu yfir hann en þeir nóðu í silfur og brons í Japan. misst sæti sitt hjá Williams nokkr- um vikum áður og mun aka fyrir Arrows Yamaha á næsta ári. „Ég átti erfitt með að halda einbeiting- unni þegar Villenueve var dottinn út, en tók mig saman í andlitinu og náði að halda mér gangandi til loka. Þetta var ánægjulegur sigur og mér finnst gott að yfirgefa Will- iams með sigri. Ég vona að liðinu gangi vel á næsta ári,“ sagði Hill, „næsta ár verður spennandi en mér finnst ólíklegt að ég haldi titlinum. Þó vonast ég til að vinna í ein- .hverri keppni á árinu. Það verður verðugt verkefni að beijast til sigur með liði sem aldrei hefur unnið sig- ur í Formula 1 kappakstri. En núna ætla ég að fagna titlinum til jóla,“ sagði Hill. Hlauparar & skokkarar frábseru hla1 Tilboðsverði í SKÓSTOFAN ÖSSUR HVERFISGÖTU 105, 105 REYK. Þ SÍMI 562 6353 Nag bílasteeði bak við hús

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.