Morgunblaðið - 15.10.1996, Page 1

Morgunblaðið - 15.10.1996, Page 1
• MARKAÐURINN • SMIDJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Reynslan er dýrmæt MIKIL reynsla hefur safnazt saman í húsnæðismálum í kjöl- far þeirrar áherzlu, sem lögð hefur verið á þennan málaflokk á undanförnuin árum, segir Grétar J. Guðmundsson í þætt- inum Markaðurinn. Af þessari reynslu má mikið læra. / 2 ► Listar og tréskraut STRIKUÐ borð umhverfis glugga og annað tréskraut fegrar útlit gamalla húsa, sem gera á upp, segir Bjarni Ólafs- son í þættinum Smiðjan. Það hefur vantað mikið á, að nýir gluggar í gömul hús hafi verið settir í á viðunandi hátt. / 16 ► Ú T T E K T Uppbygging Flateyrar NÚ er langt komið gerð nýs aðalskipulags fyrir Flateyri, en það felur í sér stefnumörkun sveitastjórn- ar í skipulagsmálum til ársins 2015. Þar er kveðið á um byggingasvæði og gatnakerfi til framtíðar. Arkitektarnir Gylfi Guðjónsson og Sigurður J. Jóhannsson unnu að skipu- laginu í samráði við hrepps- nefnd Flateyrarhrepps og Skipulag ríkisins. Gerð verður ný aðkoma um þjóðveginn úr austri og hún tengd betur gatnakerfi þorps- ins, byggð á Eyrinni verður þétt og nýtt byggingasvæði út- búið á fyllingu austan Hafnar- strætis. Mestur áhugi er á lóðum fyrir sérbýli. Nú er gert ráð fyrir lóðum fyrir 30-40 nýjar íbúðir á Eyrinni. Áherzla er lögð á, að ný hús taki mið af þeirri byggð, sem fyrir er, hvað varðar grunnflöt, húsa- gerð, þakform og hæð húsa. Ný hús muni þannig styrkja núverandi einkenni byggðar- innar. Upp af höfninni, á uppfyll- ingu sunnan nýju aðkomunnar gegnt kirkjunni, er gerð til- Iaga um nýtt svæði fyrir verzl- un og þjónustu, bensínsölu og fleira. Norðan nýju aðkomunn- ar, sunnan kirkjugarðsins, er gert ráð fyrir athafnasvæði, léttum iðnaði og þjónustu. Margir hafa beðið með að hefja framkvæmdir. Þeir vildu sjá, hvað gerðist í fjallinu. Nú er verið að reisa mikla snjó- flóðagarða fyrir ofan Flateyri, sem eiga að vernda alla byggð- ina. / 16 ► Höfuðborgarsvæðið Hækkandi verð á íbúðum í fjölbýli VERÐ á íbúðum í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu fór hækkandi í júlí og í ágúst hækkaði það enn og hefur ekki verið hærra síðan í des- ember 1994. Það komst lægst í apr- íl sl. og hafði þá farið lækkandi hægt og sígandi frá því í marz 1994, er það komst hæst. Teikningin hér til hliðar sýnir þróun fermetraverðs í íjölbýli 1994 - 1996 og er þar byggt á tölum úr kaupsamningum frá Fasteignamati ríkisins fram til ágústlokaí ár. Verð- gildið 100 er frá árinu 1990. Tölum um verðhækkanir verður að taka með nokkurri varúð, þar sem íbúðarhúsnæði er ekki staðlað heldur mjög mismunandi að allri gerð og misjafnt, hvað í það er bor- ið, hvort sem það er gamalt eða nýtt. Þetta ræður að sjálfsögðu miklu um verðið. Stærð íbúða er líka mjög mismun- andi, en verð er yfirleitt hlutfalls- lega hærra á minni íbúðum en þeim stærri. Því gætu verðbreytingar verið mismunandi milli stærðar- flokka. Að undanförnu hefur fasteigna- markaðurinn verið líflegur og í heild hefur sala verið talsvert meiri í ár en í íyiTa. Umsóknir um húsbréfa lán vegna notaðs húsnæði voru yfir 20% fleiri í septemberlok miðað við sama tíma á síðasta ári og umsókn- ir byggingaraðila 66% fleiri. Þetta sýnir, að umsvif á nýbygg- ingamarkaðnum eru miklu meiri í ár, enda hefur eftirspurn eftir nýju húsnæði farið vaxandi, sem gæti vissulega leitt til hækkandi verðs. A undanförnum árum hefur verð á nýjum íbúðum samt farið lækk- andi ekki sízt vegna aukinnar sam- keppni á nýbyggingamarkaðnum og verðmunurinn á nýjum og notuð- um íbúðum er orðinn það lítill, að fólk leitar frekar í nýjar íbúðir, þótt þær séu í úthverfum, nema þeir sem eru tengdir ákveðnum svæðum. Fasteignaverð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu 1994-96 Verð á hvern fermetra Vísitala, 1990 = 100 VIL.TU SKULDBREYTA STÆKKA VIÐ ÞIG? Byggðu á Fasteignaláni Skandia Koslir Fasteignalána Skandia Dæmi um mánaðariegar atborganir af l .000.000 kr. Fasteignaláni Skandia* Lánstími allt að 25 ár. \txtír(%) lOár 15 ár 25 ár Hagstæð vaxtakjör. 7,0 11.610 8.990 7.070 7,5 11.900 9.270 7.500 Minni greiðslubyrði. 8,0 12.100 9.560 7.700 Stuttur svartími á umsókn. Miðað cr við jafngrciðslulán. *Auk vcrðbóta Skandia LAUGAVEBI 170 • SlMI 540 50 BO • FAX 540 50 B1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.