Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Fasteigna- sölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson ws 5 Almenna fasteignas. ws. 8 ÁS bls. 7 VELJIÐ FASTEIGN íf Félag Fasteignasala HÚSIÐ stendur við Marbakkabraut 24 í Kópavogi. Það er 268 ferm. að stærð með innbyggðum 32 ferm. bílskúr. Húsið er til sölu hjá Stakfelli og ásett verð er 18,5 millj. kr. Hus a sjavarloð við Marbakkabraut HJÁ fasteignasölunni Stakfelli er til sölu einbýlishús, sem stendur við Marbakkabraut 24 í Kópavogi. Hús- ið er hæð og ris, byggt úr timbri 1983. Það er 268 ferm. að stærð með innbyggðum 32 ferm. bílskúr. „Þetta er vel staðsett hús á sjáv- arlóð við Fossvoginn," sagði Gísli Sigurbjörnsson hjá Stakfelli. „Geng- ið er inn í flísalagða forstofu með góðum fataskápum og flísalagðri gestasnyrtingu. Síðan er gengið inn í hol og þaðan inn í stóra parket- lagða stofu og borðstofu. Utsýni er frá stofum yfir Voginn og í átt að Reykjavík. Gott eldhús er á hæðinni með borð- króki, geymslubúri og þvottaher- bergi. Gangur er að stúdíóíbúð sem snýr í suður, en í henni er stofa með eldunaraðstöðu, gott svefnherbergi og rúmgott, flísalagt baðherbergi. Útgangur er út á lóðina úr gangi. Úr holi liggiir vandaður timburstigi upp í risið, en þar er mjög stórt fjöl- skylduherbergi og stórt hjónaher- bergi með miklu skáparými og flísa- lögðu baði með baðkari og sturtu- klefa. Gott herbergi er einnig í risinu og snýr það í vestur. Þar eru lagnir fyrir saunabað. Nýtt jám er á þaki hússins og því er vel við haldið að öðru leyti. Aðkoma að húsinu er hellulögð og lóð fullfrágengin. Ásett verð er 18,5 millj. kr.“ HÉR er um að ræða 577 ferm. húsnæði á annarri hæð hússins, sem stendur við Stórhöfða 15. Þetta húsnæði er til sölu hjá Hóli og ásett verð er 35 millj. kr. Áhvílandi eru 25 millj. kr. Skrifstofuhúsnæði við Stórhöfða HJÁ fasteignasölunni Hóli er til sölu atvinnuhúsnæði að Stórhöfða 15 í Reykjavík. Þetta er steinsteypt hús, byggt 1988, en húsnæðið er 577 ferm. á annarri hæð hússins. „Komið er inn í opið rými með stórri móttöku og þar er lofthæð 7-8 metrar að hluta. A hæðinni eru svo 20 skrifstofuherbergi," sagði Guð- laugur Öm Þorsteinsson hjá Hóli. „Húsnæðið er í eigu Strengs hf., sem hefur haft þarna aðstöðu sína. Þetta fyrirtæki hefur átt mikilli velgengni að fagna og hefur nú hreinlega sprengt utan af starfsemi sinni á þessum stað og húsnæðið er orðið of þröngt. Af þeim sökum er húsnæðið til sölu nú. Töluvert hefur verið lagt í innrétt- ingar á hæðinni og á gólfum er par- ket. Mjög gott útsýni er út á sjóinn til norðvesturs. Húsið stendur fýrir ofan Guliinbrú og er því á áberandi stað. Húsið hefur auk þess óvenjulegt í útlit svo margir taka eftir því. Aðkoman að því er góð, bæði frá Stórhöfða og Höfðabakka. Þetta húsnæði gæti hentað vel fyrir stórar auglýsingastofur, verkfræðistofur og margt annað. Vegna lögunar hússins eru öll herbergin svolítið óvenjuleg, en það gefur húsnæðinu sérstætt líf. Ásett verð er 35 millj. kr., en áhvílandi eru 25 millj. kr.“ Að læra af reynslunni Markaðurinn Að jafnaði skal ekki miða við hærri greiðslu- getu en 18% af launum, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðis- stofnunar ríkisins. Ef greiðslugetan er metin hærri, þurfa að liggja rökstuddar skýringar að baki Ihúsnæðismálum sem öðru er mikilvægt að læra af reynsl- unni. Ef það er gert, er líklegra en ekki, að unnt sé að fyrir- byggja verulega erfiðleika í þjóð- félaginu. Mikil reynsla hefur safn- ast saman í húsnæðismálum í kjölfar þeirrar miklu áherslu sem lögð hefur verið á þennan mála- flokk á undanförnum árum. Reynslan sýnir t.d., að ef tryggt er að forsendur kaupenda breyt- ast ekki eftir kaup, þá aukast lík- ur á að þau gangi upp. Breytist forsendur hins vegar af einhverj- um orsökum, þá er næsta víst að annað verði uppi á teningunum. íbúðarkaup áður fyrr Hér áður fyrr voru íbúðarkaup með töluvert öðrum hætti hér á landi en nú. Kaupendur áttu al- mennt erfiðara með að útvega langtímalán og samskipti þeirra og seljenda voru meiri. Það gat gert það að verkum, að ef kaup- endur lentu í erfiðleikum, þá yfír- færðust þeir yfir á seljendurna. Miklar breytingar áttu sér stað með tilkomu húsbréfakerfisins á árinu 1989. Fjármögnun varð þá auðveldari auk þess sem sam- skipti kaupenda og seljenda minnkuðu til muna. Ibúðarkaup- endur þurftu áður oft að leita til fleiri lánastofnana en nú til að fá nægjanlegt lánsfé til kaupanna. Auk þess var lánstími almennt mun skemmri en nú er í boði. Áður þurftu þeir í mörgum tilvik- um að fleyta lánum áfram með nýjum lántökum og lengja láns- tímann á þann hátt. Eftir 1989 hefur nær alveg lagst af, að selj- endur láni kaupendum hluta af kaupverði, eins og var sem næst fastur liður áður. Fyrir seljendur er þetta mikil- vægt atriði, sem gerir söluna og hugsanleg kaup þeirra á annarri íbúð mun öruggari, þar sem þeir eru ekki háðir kaupendum í eins langan tíma og áður. í dag er samskiptum kaupenda og selj- enda í flestum tilvikum lokið fáum mánuðum eftir kaup. En fleira hefur breyst í íbúðarkaupum en aðgengi að lánsfé og samskipti kaupenda og seljenda. Vitneskjan um það hvernig best er að standa að kaupum er allt önnur nú en var, en það sem einna mestu máli skiptir er, að svo margt fleira kemur nú til, sem hefur áhrif á greiðslugetu kaupenda. íbúðar- kaup í dag ættu þó að vera örugg- ari en oft var áður. Greiðslugeta og laun Sumir halda, að greiðslugeta vegna íbúðarkaupa, sem hlutfall af launum, hækki eftir því sem þau hækka, og að þeir sem eru tekjuháir geti ráðstafað hærra hlutfalli af launum sínum í af- borganir af lánum en þeir sem eru lægra launaðir. Það er í raun ósköp eðlilegt að gera ráð fyrir þessu við fyrstu sýn. En þetta er hins vegar ekki svo einfalt. Reynslan sýnir jafnvel þveröfugt. Ráðgjafarstöð Húsnæðis- stofnunar hefur aðstoðað íbúðar- eigendur í greiðsluerfiðleikum með margvíslegum hætti í rúm- lega 11 ár, eða allt frá árinu 1985. Á þessu tímabili hefur um 6 til 7 milljörðum króna verið varið til þessara aðgerða. Algengast er að þeir, sem leitað hafa til stöðvar- innar, hafi lent í erfiðleikum vegna lækkunar á tekjum frá því kaup voru ákveðín, en um tveir af hveijum þremur þeirra, sem leitað hafa aðstoðar, hafa lent í erfiðleikum vegna þessa. Oftast hefur verið um að ræða fólk með meðaltekjur, sem hefur annað hvort misst atvinnu að hluta eða öllu leyti. Greiðslumat Eins og þekkt er, þá eru at- vinnuleysisbætur og aðrar þær tryggingar sem fólk á rétt á, ef einhver alvarleg skakkaföll koma fyrir í lífi þess, ekki háar fjárhæð- ir. Þess vegna eru breytingar á tekjum meiri eftir því sem þær eru hærri, ef eitthvað kemur uppá. Áuk þess er alveg ljóst, að almennt séð eykst neysla með auknum tekjum. Þetta tvennt er meðal þess sem skýrir hvers vegna það er ekki eðlilegt að gera ráð fyrir að greiðslugeta aukist með auknum tekjum. Og þess vegna er greiðslumatið í hús- bréfakerfinu þannig, að umsækj- endur sækja um mat hjá þeirri . fjármálastofnun þar sem viðskipti þeirra eru mest. Húsnæðisstofnun hefur gefið út vinnureglur fyrir þær fjármála- stofnanir, sem sjá um fram- kvæmd greiðslumatsins. Sú al- menna regla kemur þar fram, að að jafnaði skuli ekki miða við hærri greiðslugetu væntanlegra kaupenda en sem nemur 18% af heildarlaunum þeirra. Það breytir því hins vegar ekki, að fjármála- stofnanir skulu leggja sjálfstætt mat á greiðslugetu hvers og eins, því heimilt er, samkvæmt reglu- gerð um húsbréfakerfið, að meta greiðslugetu allt að 30% af heild- arlaunum. Ef greiðslugetan er metin hærri en 18%, þurfa hins vegar að liggja fyrir rökstuddar skýringar þar að baki. Margt má læra af reynslunni Reynsla ráðgjafarstöðvar Hús- næðisstofnunar af afgreiðslu um- sókna um aðstoð vegna greiðslu- erfiðleika bendir eindregið til þess, að almennt sé ekki ráðlegt að miða greiðslubyrði lána við hærra hlutfall en um 18% af heild- arlaunum. Jafnframt er það lík- lega einhver mikilvægasta reynsl- an í húsnæðismálum á undanförn- um árum, að líkur á erfiðleikum minnka verulega, ef forsendur íbúðarkaupa breytast ekki. Ef þeim er t.d. breytt fyrir tilstuðlan stjórnvalda er næsta víst, að gera megi ráð fyrir töluverðum erfið- leikum. Það má nefnilega ýmis- legt læra af þeirri reynslu sem safnast hefur saman í gegnum árin hér og þar. I )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.