Morgunblaðið - 16.10.1996, Page 1

Morgunblaðið - 16.10.1996, Page 1
64 SÍÐUR B/C/D/E Morgunblaðið/Snæbjöm Guðbjörnsson Arafat efins um að samkomulag náist á næstunni í viðræðum við ísraela Vill bandarískan her í Hebron Nýtt fjall blasir við í jöklinum TIGNARLEG sjón blasti við þegar jarðvísindamenn flugu yfir Vatnajökul í góðu skyggni síðdegis í gær. Nýtt fjall, sem eldgosið hafði myndað, blasti við augum. Nær fjallstoppurinn upp fyrir jökulinn. Eins og sjá má var ekkert gos í gangi og telja jarðvísindamenn að annað- hvort liggi gosið niðri tíma- bundið eða því sé lokið. Fjallið bræðir is af jöklinum og rís gufa upp af fjallstoppnum. Bræðsluvatn heldur áfram að renna frá gosstöðvunum og nið- ur í Grímsvötn. Vatnið rennur eftir opinni þriggja kílómetra langri ísgjá og grefur sig svo undir jökulinn til Grímsvatna. Yfirborð Grímsvatna var orðið 1.504 m samkvæmt mælingum Norrænu eldfjallastöðvarinnar í gær. Jöklafræðingar Raunvís- indastofnunar hafa áætlað að 1.505 til 1.510 m vatnshæð þurfi til að vatnið nái að smeygja sér undir stífluna sem heldur vatni í Grímsvötnum. Jeríkó. Reuter. HUSSEIN Jórdaníukonungur varð í gær fyrsti leiðtogi arabaríkis til að heimsækja sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum sem tilheyrði Jórdaníu þar til Israel- ar hertóku svæðið í sexdagastríðinu fyrir 29 árum. Yasser Arafat, leið- togi sjálfstjórnarsvæðanna, kvaðst efast um að samkomulag næðist á næstunni í viðræðunum við ísraela um Hebron á Vesturbakkanum en sagði að til greina kæmi að leysa deiluna með því að bandarískir her- menn vernduðu 400 gyðinga sem búa meðal 100.000 araba í borginni. Árafat var á meðal farþega í þyrlu konungsins sem flaug frá Amman til Jeríkó. Hundruð manna fögnuðu konunginum sem hélt aftur til Amman eftir fjórar stundir. Jórd- anir hafa ekki gert tilkall til Vestur- bakkans frá árinu 1988. „Stagast alltaf á öryggi“ „Hingað til hefur enginn árangur náðst,“ sagði Arafat um gang við- ræðnanna á blaðamannafundi með Hussein. „Því miður klifa þeir alltaf á sömu setningunum og sömu kröf- unum.“ Benjamjn Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, hefur ekki viljað flytja ísraelska hermenn frá Hebron eins og kveðið er á um í friðarsamn- ingum Israela og Palestínumanna nema gerðar verði frekari ráðstaf- anir til að tryggja öryggi gyðing- anna í borginni. „ísraelar stagast alltaf á öryggi, öryggi," sagði Ara- fat. „Ég sagði við þá, allt i lagi, ef þið treystið ekki sameiginlegum sveitum okkar og ef þið treystið ekki eigin hermönnum eða okkar hermönnum, hvers vegna biðjum við þá ekki um alþjóðlega friðar- gæslu með þátttöku bandarískra hermanna?" Arafat sagði að bandarískir her- menn hefðu verið sendir til Sínaí- skaga í Egyptalandi og fleiri staða, þannig að fordæmi væru fyrir slíkri lausn. London. Rcuter. STÖÐUG hækkun olíuverðs gæti ýtt undir verðbólgu víða um ,heim fyrr en talið hefur verið. I gær hækkaði verð á viðmiðunarolíu úr Norðursjó upp fyrir 25 dollara fatið. Hefur verðið ekki verið hærra í sex ár eða frá því í Persaflóastríðinu. Fatið af Brent-olíu úr Norðursjó hefur hækk- að um 7 dollara frá í júní, einkum vegna ótta við pólitíska spennu í Miðausturlöndum og þess, að birgðir húshitunarolíu á Vesturlöndum eru a.m.k. 10% minni en á sama tíma í fyrra en þá þóttu birgðir í lágmarki. Olíufyrirtækjum er kennt um að hluta en þau hafa reynt að draga úr kostnaði með minnkun birgða. Einnig á það sinn þátt í hækkun olíuverðs Hækkun olíu ýtir undir verðbólgu á árinu, að eftirspurn eftir olíu hefur vaxið um 2,5% á einu ári í ríkjum OECD. Ekki er búist við, að ríki í samtökum olíu- framleiðenda (OPEC) muni bregðast við vax- andi eftirspurn með aukinni framleiðslu. Sér- fræðingar hafa reiknað út, að umframtekjur OPEC-ríkjanna vegna verðhækkana á þessu ári nemi 25 milljörðum dollara, 1.675 milljörð- um króna. Miðað við, að verð á olíufati haldist í 22-24 dollurum næstu þijá mánuði gera hagfræð- ingar ráð fyrir því að verðbólga hækki í Frakk- landi um 0,7% og 0,6% í Bandaríkjunum, en gert er ráð fyrir, að verðbólguáhrif olíuverð- hækkana verði hlutfallslega mest í þessum tveimur ríkjum. Víða er almennra verðhækk- ana tekið að gæta vegna dýrari olíu, m.a. í auknum flugfargjöldum í Bretlandi og búist er við, að senn hækki fargjöld bandarískra flugfélaga einnig af sömu ástæðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.