Morgunblaðið - 16.10.1996, Side 2

Morgunblaðið - 16.10.1996, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vinnutímatilskipun Evrópusambandsins gengur í gildi í desember Samið uin framkvæmd ESB- reglna í kjarasamningum AÐILAR vinnumarkaðarins munu á næstu dög- um hefja viðræður um breytingar á kjarasamn- ingum, sem miða að því að hrinda í framkvæmd hér á landi ákvæðum vinnutímatilskipunar Evr- ópusambandsins, sem tekin hefur verið upp í samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. Til- skipunin tekur gildi hér á landi 1. desember næstkomandi. Að sögn Gylfa Kristinssonar, deildarstjóra í félagsmálaráðuneytinu, varð samkomulag um það í nefnd ráðuneytisins og aðila vinnumarkað- arins, að ganga skyldi frá meginatriðum í fram- kvæmd tilskipunarinnar, sem kveður m.a. á um skipulag vinnutíma, lágmarkshvíldartíma, leyfi o.fl., í kjarasamningum. Að fenginni niðurstöðu í þeim samningum mun félagsmálaráðherra sennilega leggja fram frumvarp um nauðsynleg- ar breytingar á vinnutímakaflanum í lögum um vinnuvernd. Tengist umræðum um framleiðni Halldór Grönvold, skrifstofustjóri hjá Alþýðu- sambandinu, segir að formlega séð sé samið sérstaklega um aðlögun kjarasamninga að til- skipunum, sem taki gildi á EES, og ASÍ hafi sérstaka samninganefnd í þeim málum. „Af því að þetta gerist á þessum tíma og um er að ræða atriði, sem óhjákvæmilegatengjast umræð- um um launa- og kjaramál í víðum skilningi, getur þetta þó skarazt við hina almennu samn- ingsgerð," segir Halldór. „Þetta tengist líka umræðum um framleiðni. Við viljum gjarnan að menn fari að svara þeirri spumingu, hvað það sé sem geri að verkum að framleiðni sé hér lág, og hvort ekki megi tengja saman annars vegar skipulag vinnunnar, ekki sízt vinnutímann sjálf- an, og hins vegar framleiðnina.“ í tilskipun ESB er kveðið á um þá megin- reglu, að vinnutími sé ekki lengri en 48 stundir á viku. í henni er þó að finna ákvæði um að víkja megi frá þessari meginreglu við sérstakar aðstæður, til dæmis ef útlit sé fyrir mikla auka- vinnu, en á móti verði launþegar að fá samsvar- andi hvíldartíma. Halldór segir að semja verði um frávik af þessu tagi vegna sérstakra aðstæðna á íslandi, þótt ósennilegt sé að allt, sem viðgengst hér, rúmist innan ramma tilskipunarinnar. „Sums staðar kvað viðgangast að menn vinni sex daga vikunnar á 12 tíma vöktum í loðnubræðslu og fari svo í uppskipun í vaktafríum. Ég sé nú ekki að tilskipunin gefi svigrúm til að viðhalda þessu fyrirkomulagi," segir Halldór. Hann segist ekki telja líklegt að það takist að ganga frá málinu fyrir 1. desember, er til- skipunin á að taka gildi. Þótt aðilar vinnumark- aðarins kunni að ná samkomulagi fyrr, sé ólík- legt að Alþingi nái að afgreiða nauðsynlegar lagabreytingar. Frumvarp um vinniivernd barna lagt fram að nýju Frumvarp félagsmálaráðherra um vinnuvernd barna og ungmenna, sem ekki hlaut afgreiðslu á vorþingi, verður lagt aftur fyrir Alþingi á næstunni, að sögn Gylfa Kristinssonar. Tilskipun ESB um þetta efni tók gildi í júní síðastliðnum og hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sent ís- lenzkum stjómvöldum formlegar athugasemdir vegna þess að ákvæðum tilskipunarinnar hefur enn ekki verið komið í framkvæmd. Gylfi segir þó litlar líkur á að ESA grípi til frekari aðgerða í málinu, verði frumvarpið samþykkt á þessu þingi. Hlutabréf Þróunar- sjóðs í Búlandstindi Lögbann sett á sölu bréfanna SÝSLUMANNSEMBÆTTIÐ í Reykjavík hefur úrskurðað að lögbann skuli sett á sölu hluta- bréfa Þróunarsjóðs sjávarút- vegsins í Búlandstindi hf. á Djúpavogi. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær settu heildverslunin Mata hf. og 22 tengdir aðilar fram lögbanns- kröfuna þar sem Þróunarsjóður hafði áður hafnað kröfu þeirra um að neyta forkaupsréttar að bréfunum. Umræddir aðilar fengu frest til kl. 14 í dag til að leggja fram tryggingu og verður lögbannið sett á að því búnu. Þeir þurfa að höfða staðfestingarmál inn- an viku fyrir héraðsdómi þar sem endanlegur úrskurður verð- ur kveðinn upp um lögbannið. Gísli V. Einarsson, fram- kvæmdastjóri Mata hf., vildi í gær ekkert tjá sig um þetta mál við Morgunblaðið. Litla tjömin hreinsuð MEÐAL haustverkanna við Ráðhús Reykjavíkur er að tæma og hreinsa litlu tjörnina norðan við Ráðhúsið og fara með fisk- ana sem þar eru yfir sumarið til síns heima í fiskeldisstöð. Að lokinni hreinsun er litla tjörnin aftur fyllt af hreinu vatni. ♦ ♦ ♦ Rjúpnaskytt- ur virða veiðibann RJÚPNAVEIÐITÍMINN hófst í gær, 15. október. Landeigendur hafa víða auglýst veiðibann og einnig hefur Náttúruverndarráð minnt á að rjúpnaveiði sé bönnuð í þjóðgörðum og á friðlýstum svæð- um. Lögreglan í Borgamesi fór í gær í eftirlitsferð á Geitlandssvæðið, sem er friðlýst, en urðu ekki ijúpnaskyttna varir. Hjá lögreglu í Reykjavík fór engum sögum af afskiptum af rjúpnaskyttum og hjá lögreglunni á Selfossi fengust þær upplýsingar að veiðibann hefði ver- ið virt. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins var veður fremur óhagstætt í gær og veiði dræm. MEÐ blaðinu í dag fylgir fjög- urra síðna auglýsingablað frá BYKO. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Lögreglan í Breiðholti tekur upp sólarhringsvaktir og undirbýr breytta starfsemi HAFINN er undirbúningur að breyt- ingum á starfsemi lögreglunnar í Breiðholti. Einn Iiður í breytingunum er flutningur lögreglustöðvarinnar úr Drafnarfelli í Völvufell 11 í Breið- holti. Geir Jón Þórisson aðalvarð- stjóri verður yfírmaður á nýju lög- reglustöðinni. Geir Jón sagði að upphaflega hefði verið gert ráð fyrir að hægt yrði að flytja starfsemi lögreglustöðvarinnar 1. nóvember. Nú væri hins vegar komið í Ijós að lengri undirbúnings- tíma þyrfti fyrir flutninginn. Ekki væri því ólíklegt að flutningurinn drægist fram til áramóta. Áhersla á grenndargæslu Hann sagði að ekki yrði önnur breyting á starfsemi lögreglunnar en að sólarhringsvaktir yrðu teknar upp á gömlu lögreglustöðinni 1. nóv- ember. Nú er lögreglustöðin opin á millikl. 7 ámorgnanaog23 ákvöld- in. Á Iögreglustöðinni starfa 6 lög- reglumenn og einn grenndarlög- gæslumaður. Lögreglustöðin í nýtt húsnæði Morgunblaðið/Kristinn HIN nýja lögreglustöð verður við Völvufell í Breiðholti. Geir Jón sagði að væntanlega myndu fleiri lögreglumenn starfa á nýju lögreglustöðinni og aukin áhersla yrði lögð á grenndargæsl- una. Hlutverk grenndarlöggæslu- manna felst í því að eiga samskipti við almenning, félög og skóla. Nú starfa þrír grenndarlöggæslumenn í borginni, einn í Breiðholti, annar í Árbæ og sá þriðji í vesturbæ Reykja- víkur. Geir Jón minnti á að ný lögreglu- lög gerðu ráð fyrir að Rannsóknar- lögregla ríkisins yrði lögð niður í núverandi mynd næsta sumar. Sú breyting myndi hafa í för með sér að rannsókn mála færi fram á lög- reglustöðinni. Undir núverandi lög- reglustöð heyrir aðeins Breiðholtið. Svæði hinnar nýju lögreglustöðvar verður væntanlega stærra en hefur ekki verið endanlega skilgreint enn. Geir Jón sagði að markmiðið með breyttri starfsemi væri að auka þjón- ustu lögreglunnar, færa lögregluna nær fólkinu og fólkið nær lögregl- unni. > \ I b 5 I [ I t e i L i.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.