Morgunblaðið - 16.10.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 16.10.1996, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Blindrafélagið leggur fram greinargerð vegna stöðvunar á augnaðgerðum Borgarráð hvelji til annarrar for- gangsröðunar Morgunblaðið/Árni Sæberg DAGS hvíta stafsins, alþjóðlegs baráttudags blindra, var minnst í gær og af því tilefni setti Össur Skarphéðinsson, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis, sig í þeirra spor og gekk til vinnu með sérstök gleraugu sem komu í veg fyrir að hann sæi. Með honum í för var Ragnar Magnússon formaður Blindrafélagsins. Hveragerði Eftirskjálftar að dejrja út EFTIRSKJÁLFTAR hafa riðið yfír í kjölfar stærri jarðskjálfta miðja vegu á milli Ingólfsfjalls og Úlfljóts- vatns í fyrrakvöid. Gunnar Guð- mundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, segir að eftirskjálft- arnir séu smám saman að deyja út. Gunnar sagði að greinst hefðu eftirskjálftar, ailt upp í um 3 stig á Richter, eftir miðnættí í fyrrinótt. Eftirskjálftarnir ríða yfir í kjölfarið á stærri skjálfta, 3,9 á Richter, sem varð kl. 21 á mánudagskvöld. Gunnar sagði að eftirskjálftarnir hefðu smám saman verið að deyja út og stærstu skjálftarnir hefðu ver- ið um 2 á Richter í gær. Hins vegar tók hann fram að nokkrir dagar gætu liðið þar til eftirskjálftarnir dæju algjörlega út. Jarðskjálftamæl- ir var nýlega settur upp um 5 km frá upptökum jarðskjálftanna og greinir hann allt niður í mjög litla skjálfta. Gunnar sagði að talið væri að jarðhræringar í Vatnajökli ykju lík- urnar á frekari jarðskjálftum á næst- unni. LÖGÐ var fram í borgarráði í gær, á degi hvíta stafsins, greinargerð frá Blindrafélaginu, samtökum blindra og sjónskertra á íslandi, vegna þeirrar ákvörðunar stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur að hætta öðrum augnaðgerðum en þeim brýnustu. Málið var ekki afgreitt í borgar- ráði en fram kemur í greinargerð stjórnar Biindrafélagsins að á skömmum tíma hafi orðið til 250 manna biðlisti eftir augnaðgerðum. Þar segir einnig að við yfírtöku á Landakotsspítala hafí Reykjavík- urborg axlað ábyrgð á augnlækn- ingum á íslandi, „Augndeildin hefur þá sérstöðu af þeim deildum er á Landakoti voru, að á Islandi er aðeins ein slík deild og öll þjónusta á þessu sviði stendur og fellur með því hvernig að henni er hlúð. Að taka við slíkri deild felur í sér sið- ferðilega ábyrgð umfram hið vana- lega. Þá skyldu að setja slíka þjón- ustu ofarlega í forgangsröð, þar sem sjúklingar geta ekki leitað neitt annað því hvergi á landinu er sam- bærileg þjónusta veitt.“ „Biðlisti eftir sjón“ Einnig segir að 250 manna bið- listi sé óyggjandi vitnisburður um að Sjúkrahús Reykjavíkur hafí ekki axlað þá ábyrgð og skyldur sem Blindrafélagið telur að það hafi tek- ið á sig um forgangsröðun verk- efna. „Áhersla sjúkrahússins á bráðaþjónustu skýrir hvergi nærri þessa forgangsröðun því í 5 millj- arða þjónustu er Ijóslega margt annað en bráðaþjónusta veitt.“ Þá segir að stjórn Blindrafélags- ins trúi því að borgarráð taki þá afstöðu að beina þeim tilmælum til fulltrúa sinna í stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur að forgangsröðun þess verði endurskoðuð. „Svo það verði ekki á pólitíska ábyrgð Reykjavík- urborgar, gagnvart landsmönnum öllum, að á árinu 1996 hafí, í þess- ari tilvonandi menningarhöfuðborg Evrópu, orðið til áður óþekktur bið- listi, biðlisti eftir sjón.“ Ríkisstjórninni kynnt drög að samstarfssamningi við Schengen-ríkin Samkomulag um mcgiu- atriði en nokkur mál óleyst DRÖGUM að samstarfssamningi íslands við aðildarríki Schengen- vegabréfasamkomulagsins var dreift á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Samkomulag hefur náðst um flest meginatriði væntanlegs samn- ings, en enn er þó eftir að leysa úr málum varðandi aðild íslands og Noregs að sameiginlegri stefnu Schengen um vegabréfsáritanir og hælisveitingu. Aðild Norðurlandanna að Schengen verður aðalumræðuefnið á ráðherrafundi Schengen-ríkj- anna, sem haldinn verður í Lúxem- borg á fimmtudag. Þorsteinn Páls- son dómsmálaráðherra verður full- trúi íslands á fundinum, en ísland á nú áheymaraðild að samkomu- laginu. Lúxemborg fer nú með for- mennsku í Schengen-ráðinu. Þar- lend stjómvöld vilja hraða samn- ingaviðræðum við norrænu ríkin, en þær stefna að fullri Sehengen- aðild norrænu ESB-ríkjanna og gerð samstarfssamninga við ísland og Noreg. Lúxemborg vill standa við tímaáætlun viðræðnanna, en hún gerir ráð fyrir að samkomulag um aðildar- og samstarfssamninga við norrænu ríkin liggi fyrir í des- ember næstkomandi. Málið fer síð- an til umfjöllunar þjóðþinga og er gert ráð fyrir að Schengen-aðild Norðurlanda taki gildi síðla árs 1998. ísland og Noregur samþykki reglur ESB óbreyttar Að sögn Þorsteins A. Jónssonar, skrifstofustjóra í dómsmálaráðu- neytinu, er enn eftir að leysa hvem- ig hátta á aðild Islands og Noregs að sameiginlegri stefnu Schengen- ríkjanna um veitingu hælis og vegabréfsáritanir. Vandinn er sá að reglur Evrópusambandsins sjálfs hafa nú leyst reglur Scheng- en af hólmi í þessum efnum. Schengen-samkomulagið, um afnám vegabréfaeftirlits á innri Iandamæmm aðildarríkja ESB, nær aðeins til hluta aðildarríkja ESB. Samkomulagið var meðal annars gert vegna tregðu annarra aðildarríkja að fallast á sameigin- legar reglur, sem eru nauðsynlegar eigi að vera hægt að koma á sam- eiginlegu vegabréfasvæði. Nú hef- ur hins vegar náðst samkomulag um þessi mál innan ESB með full- gildingu svokallaðs Dublin-samn- ings og samkomulagi um vega- bréfsáritanir. í Schengen er kveðið á um að ákvæði samningsins megi ekki stangast á við ESB-rétt. Regl- ur ESB um hælisveitingu og vega- bréfsáritanir verða því sjálfkrafa reglur Schengen og Schengen-ríkin hafa ekkert umboð til að semja um þær við Noreg og ísland. Þetta þýðir, að sögn Þorsteins, að ísland og Noregur verða í raun að samþykkja reglur ESB óbreyttar og hefur enn ekki fundizt tæknileg lausn á því vandamáli, þótt ýmsar leiðir hafi verið ræddar. „Ef við ætlum að vera þátttakendur í Schengen-samstarfínu verðum við að hafa sömu stefnu og önnur Schengen-ríki í þeim málum, sem heyra undir samstarfið, og þessi mál verða hluti af því,“ segir Þor- steinn. Hann segir að jafnframt séu óleyst tæknileg vandamál vegna upplýsingakerfís Schengen, sem upphaflega var hannað fyrir aðeins fimm aðildarríki. Þorsteinn segir að ekki sé útilokað að tækniörðug- leikar seinki því að Norðurlöndin geti hrint ákvæðum Schengen í framkvæmd, en í kerfíð eru skráð- ar upplýsingar um óæskilegar per- sónur, týnt fólk, stolna hluti o.fl.. Tveir þingmenn Sjálf stæðisflokks vilja breyta fisk- veiðistjórnun Heimildir til fram- sals verði afnumdar NÝTT lagafrumvarp, sem Guð- mundur Hallvarðsson og Guðjón Guðmundsson, þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, hafa lagt fram á Alþingi, miðar að því, að afnema að mestu leyti heimildir til framsals veiðiheimilda samkvæmt gildandi lögum um fiskveiðistjórnun. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að veiðiheimildum, sem ekki veiðast á fiskveiðiárinu, verði skilað til Fiskistofu og þejm síðan úthlutað til annarra skipa gegn umsýslu- gjaldi. Lagt er til, að þetta umsýslu- gjald nemi 5% af meðalverði við- komandi tegundar á fískmörkuðum innanlands. Jafnframt er gert ráð fyrir að veiðiheimildum, sem ónýtt- ar séu í lok fískveiðiárs, verði út- hlutað á því næsta gegn umsýslu- gjaldi. í greinargerð með frumvarp- inu segir, að markmið þess sé að einfalda og auka skilvirkni gildandi kerfís um stjórn fiskveiða „og renna þannig stoðum undir almennari þjóðarsátt þar um.“ Meðal stjórnarandstöðunnar hafa lengi verið uppi hugmyndir af svip- uðum toga, sem miða að banni við því, að kvóta megi leigja eða hann geti gengið óheft kaupum og sölum. Viðbrögð við óánægju Guðmundur Hallvarðsson segir frumvarpið vera tilraun til að bregð- ast við megnri óánægju, sem ríkj- andi sé í þjóðfélaginu og ekki sízt meðal sjómanna, með kvótabraskið svokallaða. Því verði að linna. Með þeim breytingum sem lagðar séu til með frumvarpinu verði unnt að sníða alvarlegustu vankantana af núverandi fiskveiðistjórnunarkerfí. Aðspurður segir Guðmundur sátt hafa verið um það í þingflokknum, að þeir Guðjón flyttu þetta frum- varp, en sjávarútvegsráðherra mun vera því andsnúinn, þar sem hann telur bann við fijálsu framsali veiði- heimilda draga úr skilvirkni kerfis- ins og umfangi fískveiða. Vænta má að frumvarpið komi til fyrstu umræðu á Alþingi fyrir lok þessa mánaðar. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Schermi cTAmore í Veróna á Ítalíu María Ellingsen valin besta leikkonan MARÍ A Ellingsen var valin besta leikkonan á alþjóðlegpi kvikmyndahátíðinni Schermi d’Amore í Veróna á Ítalíu fyrir leik sinn í kvikmyndinni Agnesi. í niðurstöðu dóm- nefndar segir að María hljóti verðlaunin fyr- ir „glæsilegan, heiðarlegan, yfirvegaðan og nákvæman Ieik“ í myndinni en hún lék titil- hlutverkið. f samtali við Morgunblaðið sagði María að fréttirnar af þessum verðlaunum hefðu borist sér á besta tíma, nú þegar hún væri að leggja lokahönd á undirbúning fyrir næsta verkefni sitt. „Ég er að æfa mjög erfitt hlut- verk í leikritinu Svaninum eftir Elisabeth Egloff, sem frumsýnt verður á laugardaginn kemur í Borgarleikhúsinu, ogþví er það geysilega mikil uppörvun að fá þessi verð- laun núna. Svo er það auðvitað mjög skemmtilegt að vita að verk manns hér uppi á íslandi skuli vera metin að verðleikum úti í heimi.“ Að sögn Maríu eru þetta fyrstu verðlaun sem hún hlýtur fyrir leik sinn. „Ég veit ekki hvaða áhrif eða þýðingu þau geta haft fyrir mig. Ég held að þetta sé nú fyrst, og fremst bara heiðurinn sem maður hlýtur af þessu. Það getur vel verið að þetta komi sér vel einhvern tímann seinna.“ María segir að í dómnefndin hafi verið menn alls staðar að úr heiminum en þess má geta að Roger Corman var á meðal dóm- nefndarmanna en hann er einn mesti b- mynda leikstjóri kvikmyndasögunnar og veitti ýmsum stórlöxum sitt fyrsta tækifæri, svo sem Francis Coppola, Martin Scorsese, Jack Nicholson og fleiri. Kvikmyndin Agnes hefur tekið þátt í á þriðja tug kvikmyndahátíða að undanförnu og er þessa dagana sýnd á stærstu hátíðinni í Belgíu sem haldin er í borginni Ghent. Einn- ig er hún sýnd í Vancouver í Kanada, Den- ver í Bandaríkjunum og í Valladolid á Spáni. Morgunblaðið/Kristinn MARÍA Ellingsen í hlutverki Agnesar við tökur á myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.