Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 5 : FRETTIR Tæplega fjórðungur fylgdist með stefnuræðu f orsætisráðherra Tveir af hundr- aði horfðu á alla útsendinguna Forseti Alþingis segir róttækra breytinga þörf á umræðum SAMKVÆMT niðurstöðum skoð- anakönnunar, sem Gallup gerði fyrir Alþingi, horfði tæplega fjórð- ungur landsmanna á aldrinum 18-75 ára eitthvað á útsendingu frá umræðu um stefnuræðu for- sætisráðherra í Ríkissjónvarpinu 2. október sl., en aðeins 2% frá upphafi til enda. Olafur G. Einars- son, forseti Alþingis, segir rót- tækra breytinga þörf á skipulagi þingumræðna sem sjónvarpa skal beint. Alls sögðust 24,1 af hundraði hafa fylgst eitthvað með útsend- ingunni. Alls horfðu 5,5 af hund- raði landsmanna að mestu eða öllu leyti á umræðuna, 2% að öllu leyti en 3,5% að mestu leyti. Meðal áhorfendanna voru karl- menn í nokkrum meirihluta, fleira eldra fólk en yngra og þeir sem eingöngu höfðu aðgang að RUV horfðu meira en þeir sem hafa aðgang að öðrum sjónvarpsstöðv- um. Enginn marktækur munur var merkjanlegur eftir búsetu, tekjum Frumvarp lagt fram um ný sóttvarnalög Ráðinn verði sótt- varna- læknir INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingaráðherra mun á næstu dögum leggja fram á Alþingi frum- varp til sóttvarnalaga. Frumvarpið felur í sér rammalöggjöf þar sem fyrirkomulag sóttvarna er fært til nútímahorfs og löggjöf á þessu sviði samræmd þannig að unnt sé að sinna sóttvörnum með fullnægjandi hætti. Sóttvarnalögum er ætlað að leysa af hólmi berklavarnarlög frá árinu 1939, lög um ráðstafanir til varnar gegn fýlasótt frá árinu 1940, sótt- varnalög frá árinu 1954, farsóttalög frá árinu 1958 og lög um varnir gegn kynsjúkdómum frá árinu 1978. Mörg þessara gömlu laga fjalla um sérstak- ar sóttkveikjur og aðstæður sem áður voru fyrir hendi en eiga ekki við nú. Frumvarpinu er m.a. ætlað að tryggja að unnt sé að bregðast við nýjum aðstæðum og nýjum sóttum. Einnig er því ætlað að tryggja heild- aryfirsýn yfir smitsjúkdóma á land- inu og að brugðist sé við með sam- ræmdum aðgerðum. Þess vegna ger- ir frumvarpið ráð fyrir að ráðinn verði sérmenntaður sóttvarnalæknir við embætti landlæknis, sem m.a. fylgist með útbreiðslu 'farsótta, skipuleggi aðgerðir gegn þeim, m.a. með ónæmisaðgerðum og fylgist með árangri þeirra, en búist er við miklum breytingum á fyrirkomulagi ónæmis- aðgerða á komandi árum. Aðrar Norðurlandaþjóðir og flestar ná- grannaþjóðir okkar eru með starf- andi sérstaka sóttvarnaiækna. Frumvarpið gerir ráð fyrir að sér- stök göngudeildarstarfsemi verði styrkt m.a. til að hafa eftirlit með fólki sem sækir um dvalarleyfi hér á landi, en talið er að nokkur mis- brestur sé á þvi. eða starfi þeirra sem svöruðu, en þeir voru 1.077 manns úr 1.500 manna slembiúrtaki úr þjóðskrá. Þátttakendur voru á aldrinum 18 til 75 ára af öllu landinu. Könnun- in var gerð dagana 4.-11. október sl. Hæpið sjónvarpsefni Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, segir niðurstöður áhorfs- könnunarinnar sýna það sem þing- menn vissu fyrir, að fyrirkomulag- ið á sjónvarpsumræðum um stefnuræðu forsætisráðherra eins og það var nú og hefur verið und- anfarin ár sé hæpið sjónvarpsefni en þetta eigi einnig við um aðrar umræður í þinginu. Olafur segir allan þingheim vera fullan áhuga um að vinna að samkomulagi um breytt form, sem bjóða myndi upp á styttri ræður og snarpari um- ræður, sem áhugaverðara væri til að horfa á en sá „upplestur á heim- astílum" sem tíðkazt hefði hingað til. Ólafur segist vonast til að umræður um stefnuræðu forsætis- ráðherra geti orðið vettvangur fyr- ir snörp skoðanaskipti flokksleið- toga; slíkt sé t.d. venja orðin í Danmörku. Forsætisnefnd Alþing- is mun að sögn Olafs starfa að þessum umbótum áfram í sam- starfi við þingflokkana. Morgunblaðið/Gestur Traustason HALLGRÍMUR Geirsson, framkvæmdastióri Morgunblaðsins, Örn Jóhannsson skrifstofustjóri og Guðbrandur Magnússon framleiðslustjóri veittu verðlaunum Morgunblaðsins frá „IFRA Color Quality Club" viðtöku. Morgunblaðið eitt best prentuðu blaða heims MORGUNBLAÐIÐ er eitt 26 dagblaða sem hlutu verðlaun í samkeppninni „IFRA Color Qua- lity Club"; samkeppni um best prentuðu blöð heims sem 71 dag- blað frá 20 löndum tók þátt í. Keppni þessi var nú haldin í ann- að skipti og voru verðlaun veitt í Genf í gær. í keppninni fyrir tveimur árum tóku 72 blöð þátt og 16 þeirra, þar á meðal Morgunblaðið, hlutu verðlaun. Samkeppnin fer þannig fram að dæmd eru 10 eintök af fjórum tölublöðum, sem prentuð voru í ágústmánuði. Blöðin sem tóku þátt í keppninni birtu í einu tölu- blaðanna fjögurra sömu litljós- myndina og einnig mynd með mismdnandi litaflötum sem reyna á alla þætti myndvinnslu og prentunar. IFRA eru alþjóðleg samtök dagblaða og á vegum þeirra er rekið rannsóknarstarf, endur- menntun og ráðgjöf. J !, > * * Ágreiningur Gunnvarar hf. og Isafjarðarbæjar um Togaraútgerð Isafjarðar hf. Bæjarráð vill ekki að hlutur bæjarins verði seldur Morgunblaðið/Árni Sæbcrg Risalax á vegginn „ÉG HEF verið að fara með við- skiptavini á bak við og sýna þeim tröllið og menn reka bara upp öskur þegar þeir sjá það," segir Steingrímur Ólason fisk- sali í Fiskbúðinni v/Sundlaug- arveg, en í vikubyrjun barst honum 56 punda lax úr sjókvía- eldi Rifsóss í Kelduhverfi. Laxinn er ekki heppilegur til manneldis, að mati Steingríms, og verður þess í stað stoppaður upp og hengdur á vegg fisk- búðarinnar. Þar verður hann í góðum félagsskap, því fyrir er næststærsti hlýri sem veiðst hef- ur á íslandsmiðum að sögn Stein- grims, 25 kg fiskur, 180 senti- metra langur. Að sögn Steingríms er laxinn hrygna af norskum stofni, svokölluðum Mowi-stofni. Hún er 125,5 sentimetra löng. AGREININGUR er á milli stjórn- enda Gunnvarar hf. á ísafirði og meirihluta ísafjarðarbæjar um með- ferð á eignarhlut sveitarfélagsins í Togaraútgerð ísafjarðar hf. vegna fyrirhugaðrar sameiningar sjávar- útvegsfyrirtækja á Vestfjörðum. Gunnvör hf. er næststærsti hluthaf- inn í Togaraútgerð Isafjarðar og bærinn er þriðji stærsti hluthafinn. Hafa stjórnendur Gunnvarar óskað eftir að kaupa hlutafé bæjarins, skv. upplýsingum Sigurðar R. 01- afssonar, formanns bæjarráðs. Unnið hefur verið að sameiningu Togaraútgerðar ísafj'arðar, Bása- fells hf., Rits hf. og Sléttaness hf. um nokkurt skeið og ákveðið hefur verið að Hraðfrystihúsið Norður- tangi hf. á ísafirði sameinist hinu nýja fyrirtæki. Sigurður sagðist telja að stjórn- endur Gunnvarar væru ekki sáttir yið mat hlutabréfa í Togaraútgerð ísafjarðar í tengslum við samein- inguna, en fylgja þyrfti ákveðnum formúlum við mat þegar um sam- einingu fyrirtækja væri að ræða. Sl. mánudag átti stjórn Gunnvar- ar fund með bæjarráði, en stjórn- endur félagsins vildu ekki tjá sig um málið við fjölmiðla. Bæjarráð ísafjarðarbæjar samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að hlutur sveitarfélagsins í Togaraútgerð Ísa- fjarðar hf. verði ekki seldur heldur notaður til að stuðla að sameiningu sjávarútvegsfyrirtækja í ísafjarð- arbæ. Ágreiningur um málsmeðferð og atvinnumál á svæðinu Skv. heimildum Morgunblaðsins líta forsvarsmenn Gunnvarar svo á að ágreiningur sé á.milli Gunnvarar og bæjarstjórnar um málsmeðferð vegna fyrirhugaðrar sameiningar. Jafnframt séu skiptar skoðanir um viðhorf til atvinnumála á svæðinu en Gunnvararmenn líta svo á að það beri að stefna að því að halda yfirráðum yfir atvinnufyrirtækjum heima í héraði en telja hins vegar að bærinn hafi aðra skoðun og hafi fært viðamikil atvinnutækifæri í hendur aðila í Reykjavík. Hlutafélag skipar ekki sveitarstjórn fyrir Sigurður R. Ólafsson sagði að enginn ágreiningur væri uppi um þetta mál. „Þetta er frjálst og opið hlutafélag og þetta er kjörin sveit- arstjórn og hún hlýtur að ráða hvernig hún fer með það hlutafé sem henni er treyst fyrir. Það kem- ur ekki eitthvað hlutafélag utan úr bæ og skipar sveitarstjórn fyrir," sagði hann. Bæjarastjórnarfundur verður haldinn 24. október. Ganga á end- anlega frá sameiningu sjávarút- vegsfyrirtækjanna á hluthafafund- um i næsta mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.