Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 6
- ¦ • i:\t.c,-i Avj<\u.: 6 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Rætt um afstöðu til ríkisvalds á kirkjuþingi KIRKJUÞING var sett í 27. sinn síðdegís í gær að aflokinni guðs- þjónustu og altarisgöngu í Bú- staðakirkju. Herra Olafur Skúla- son, biskup íslapds, setti kirkju- þingið og forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, flutti ávarp. Biskup íslands sagði í setningar- ræðu sinni að átök innan kirkjunn- ar undanfarið skyldu vera forystu- mönnum kirkjunnar þörf áminning þar sem fleiri hefðu horfið úr skjóli þjóðkirkjunnar í ár en í langan tíma. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, talaði um að varasamt væri að gera of mikið úr sundur- lyndi og deilum innan þjóðkirkjunn- ar, heldur ætti að hafa í huga margbrotið hlutverk hennar í bar- áttu íslendinga fyrir sjálfstæði. Ólafur Ragnar minntist einnig á mikilvægi kirkjunnar í alþjóðlegu samstarfí, m.a. milli kirkjudeilda. Nýhafið þing mun taka á mörg- um málum er varða breytingu á stöðu kirkjunnar og afstöðu til rík- isvaldsins, sagði Ólafur Skúlason í samtali við Morgunblaðið. Staða, stjórn og starfshættir kirkjunnar verða þar ofarlega á baugi. Ljóst er, að sögn Ólafs, að niðurstaða muni ekki nást á yfir- standandi þingi en gert er ráð fyr- ir að hún náist á næsta ári. Bráðabirgðaskýrsla kirkjueign- arnefndar verður einnig lögð fram til umræðu og afstöðu. Breytt hlutföll leikra og lærðra á kirkj uþingi? Þá verður, að sögn Ólafs, fjallað um kirkjumálasjóð sem stofnaður var árið 1994 en hann hefur með presstsetur, tónlistarskóla kirkj- unnar og guðfræðikandídata að gera. „Sjóðurinn hefur ræktað sín- ar skulbindingar en fé hefur ekki Morgunblaðið/Árni Sæberg GUÐSÞJÓNUSTA var í Bústaðakirkju áður en kirkjuþing var sett og tóku biskuparnir Pétur Sigurgeirsson, Sigurbjörn Einarsson og Bolli Gústavsson vel undir við sönginn. verið nægjanlegt til að sinna öllu því sem honum ber að gera." Einhig er ætlunin að fulltrúar kirkjuþings taki afstöðu til hvernig standa skuli að kirkjuráði, yfirstjórn kirkjunnar og kirkjuþingi í framtíð- inni. „Á kirkjuþingi sitja 20 fulltrú- ar og hafa vígðir menn verið fleiri en leikmenn en nú verður gerð til- laga um að hlutföllin snúist við." Lögð verður fram ítarleg skýrsla um afstöðu kirkjunnar til samkyn- hneigðra og kirkjulegrar vígslu. Ólafur segir að fyrir þinginu liggi tillaga um blessun kirkjunnar en ekki hafi verið sett fram tillaga um kirkjulega vígslu samkynhneigðra. Fjallað verður einnig um alþjóð- legt starf þjóðkirkjunnar og sam- band við aðrar kirkjudeildir. Kirkjuþing stendur yfir í 10 daga. Umræður um þingsályktunartillögu þingflokks jafnaðarmanna um veiðileyfagjald á Alþingi í gær FYRRI umræðu um þingsályktun- ai tillögu þingflokks jafnaðarmanna um veiðileyfagjald var fram haldið á Alþingi í gær. Þingmenn komu víða við í umræðunni og sýndist sitt hverjum. Mikið bar á gagnrýni á þær for- sendur og þær ályktanir, sem flutn- ingsmenn tillögunnar lýsa í greinar- gerð með henni, en einkum ein- kenndi umræðurnar að þær tak- mörkuðust ekki við umræður um veiðileyfagjald sem slíkt, heldur kusu margir þingmenn að lýsa hug- myndum sínum um endurbætur á fiskveiðistjórhunarkerfinu í víðu samhengi. Á það sama við um þing- menn stjórnarflokkanna sem og Al- þýðubandalagsins. Kristinn H. Gunnarsson, Alþýðu- bandalagi, hóf framhaldsumræðurn- ar með því að lýsa þeim vanköntum sem hann sæi á tillögunni. Hún tæki ekki á göllum fískveiðistjórnunar- kerfisins, ekki á stöðu sjómanna, ekki landverkafólks og ekki því sem hann telur alvarlegast í gildandi kerfi sem er að hans mati kvóta- braskið svokallaða. Ein einföld pólitísk spurning Ágúst Einarsson, fyrsti flutnings- maður tillögunnar, ítrekaði að tillag- an fjallaði um eina einfalda pólitíska spurningu, sem sé að Alþingi álykti að taka beri upp veiðileyfagjald í ís- lenzkum sjávarútvegi. Helztu rökin fyrir því séu annars vegar réttlætis- rök og hins vegar efnahagsleg atr- iði. I tillögunni komi skýrt fram að hún fjalli ekki um fiskveiðistjórnunar- kerfið og hún eigi heldur ekki að gera það. Það séu tvær aðskildar pólitískar spurningar, hvort taka beri upp veiðileyfagjald annars vegar og hins vegar hvernig endurskoða skuli fiskveiðistjórnunarkerfið sem slíkt. Svanfríður Jónasdóttir, sem er meðal flutningsmanna tillögunnar, sagði það vonbrigði að í stað þess að taka afstöðu til eiginlegs inni- halds tillögunnar skilyrði gagnrýn- endur hennar afstöðu sína til hennar breytingum á gildandi fískveiði- stjórnunarkerfi. Að henn- ________ ar mati sé upptaka veiði- leyfagjalds slíkt réttlæt- ismál gagnvart þjóðinni, eiganda auðlindarinnar, að hver sem er ætti að ¦""¦^- geta gert upp hug sinn í því máli óháð afstöðu sinni til ágætis gild- andi fískveiðistjórnunarkerfis. Hvað sem mönnum kunni að fmnast um núverandi kvótakerfi sé kvótakerfi með veiðileyfagjaldi heppilegra og réttlátara en kvótakerfi án veiði- leyfagjalds. Rannveig Guðmundsdóttir, Al- þýðufiokki, sagði viðbrögðin við til- Hvernig á að skipta fiskveiðiarðinum? lögunni undarleg. Einkum hafi það vakið furðu sína hvernig forystumenn sjálfstæðismanna gátu gróflega af- flutt málflutninga tillöguflytjenda á landsfundi Sjálfstæðisflokksins uffl helgina. Allt of mikið sé um að snúið sé út úr inntaki tillögunnar. Stað- reynd sé að fáeinir menn fái auðlind- inni úthlutað til afnota án endur- gjalds, en þeir verðleggi hana sjálfir og framselji eða leigi. Þetta sé ástand sem skapi kraumandi óánægju úti í þjóðfélaginu. Útgerðarrisar og leiguliðar Rannveig benti á að á nýlega af- staðinni ráðstefnu um stöðuna í sjáv- arútveginum, sem haldin var í ________________ Reykjanesbæ, hefði verið Risar eru að rætt um utgerðarrisa °S . ... , leiguliða nútímans sem safna tll sin leigja kvótann af þeim kvótanum stóru. Leiguliðarnir borgi ———^— veiðileyfagjald til risanna sem séu að safna kvótanum á sínar hendur. Á ráðstefnu þessari hafi m.a. komið fram að 78% af úthlutuð- um heildarkvóta (á öllum tegundum, að meðtöldum innri færslum) gangi manna í millum í kerfinu. Þannig fari allt að fímm milljarðar króna fram hjá hlut sjómanna þar sem hlut- ur þeirra reiknast aðeins af þeirri fjárhæð, sem munar á því verði, sem útgerð þess skips sem á í hlut greiddi fyrir kvótann og þess verðs sem fæst fyrir aflann. Rannveig beindi þeim orðum til gagnrýnenda tillögunnar að fullvíst væri að ef þingflokkur jafnaðar- manna hefði sett fram í tillögunni sjálfri fullmótaðar hugmyndir um það hvaða útfærslu hann kysi helzt að hafa á fískveiðistjórnunarkerfinu hefði mátt telja fullvíst að hún hefði ekki náð fram að ganga. Með því að leggja fram eins opna tillögu og reyndin væri með þessari, hefði það verið von flutningsmanna að takast mætti að ná sátt meðal þingmanna um þetta réttlætismál. Það virtist heldur ekki ætla að takast en hún hefði þó náð þeim árangri að vekja þingheim af „þyrnirósarsvefni" gagnvart því að ekkert gjald sé greitt til eigenda auðlindarinnar á meðan ógnarháar fjárhæðir renna á milli vasa útvalinna aðila í þessari undistöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Bryndís Hlöðversdóttir tók undir meginrök flutningsmanna tillögunn- ar, ein þingmanna Alþýðubanda- lagsins sem kvaddi sér hljóðs í um- ræðunum. Hún lýsti þeirri skoðun sinni að þeir sem noti sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar eigi að greiða fyrir þau afnot í sameiginlegan sjóð landsmanna. Langalvarlegasta hliðin á raun- veruleika núverandi fiskveiðistjórn- unarkerfis, að mati Guðnýjar Guð- björnsdóttur, Kvennalista, felst í eignarréttarmyndun útgerðarinnar á fiskistofnunum. Þrátt fyrir alkunnt lagaákvæði um þjóðareign miðanna sé að myndast ígildi eignarréttar útvalinna, sem jafnvel sé byrjaður að ganga í erfðir. Þessa þróun verði að stöðva. Því sé það mikið réttlætis- mál að styðja hugmyndir um veiði- leyfa- eða aflagjald. Guðný ítrekaði að ekki væri sama hvernig farið yrði að því að koma á veiðileyfa- gjaldi; viss hætta sé á að það styrkti það sjónarmið að litið yrði á veiði- heimildir sem einkaeign. Guðný fagnaði því að formaður ________ Framsóknarflokksins, Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra, og landsfundur Sjálfstæðis- flokksins skuli hafa ítrek- að það sjónarmið að fiskistofnarnir verði sameign þjóðarinnar. Við fram- þróun ríkjandi kerfis sé fyrir öllu að þetta ákvæði verði virt. Ogerlegt að tala um veiðileyfagjald eitt Hjálmar Árnason, Framsóknar- flokki, gagnrýndi vilja tillöguflytj- enda til að einangra umræðu um Igildi eigna réttar að myndast veiðileyfagjald og halda henni utan við umræðu um fiskveiðistjórnun sem og um stöðu fiskvinnslunnar. Hann sagði ógerlegt að tala um veiðileyfagjald án þess að taka greinina í heild til umræðu. En Hjálmar sagði einnig að eðlilegt væri að gerð væri sú krafa að þjóð- in sem eigandi auðlindarinnar fengi sem mestan arð í samneyzluna af auðlindinni. Hjálmar sagði það galla á þingsályktunartillögunni að því væri haldið alveg opnu, hvaða leið skylfi farin til að leggja á veiðileyfa- gjald. Tillagan væri því ótímabær. Einn fárra þingmanna Framsóknar- flokksins hélt Hjálmar því þó opnu að til greina kæmi að leggja á veiði- leyfagjald með einhverjum hætti ef arður yxi í sjávarútveginum. Einar Oddur Kristjánsson, Sjálf- stæðisflokki, skipaði sér í hóp þeirra þingmanna sem sagði veiðileyfa- gjalda aðeins vera nýjan skatt sem bætast myndi ofan á aðrar byrðar sjávarútvegsins og gæti því ekki annað en íþyngt greininni. Nýr arð- ur yrði aldrei skapaður með veiði- leyfagjaldi, eins og skilja mætti málflutning fyrsta flutningsmanns tillögunnar. Sighvatur Björgvinsson, Alþýðu- flokki, benti á að á nýafstöðnum landsfundi sjálfstæðismanna hefði Einar Oddur óskað eftir að Sjálf- stæðisflokkurinn féllist á róttæka endurskoðun fiskveiðistjórnunar- kerfisins en hafí þar fengið skýrt neikvætt svar. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hafi getað sagt eftir landsfundinn að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi aldrei verið eins einlitur og afdráttarlaus „kvóta- flokkur". Hitt sé athyglisvert að þótt hér væri til umfjöllunar eitt stræsta málið sem nú væri á döfínni væru allir ráðherrar fjarverandi. Einar Oddur undirstrikaði að ykist arðurinn í sjávarútveginum, mundi allt þjóðarbúið njóta góðs af því. Með auknum arði sem t.d. hafi orðið bæði í mjöl- og rækjuvinnslu, ykjust fjárfestingar sem endurnýj- uðu þessar atvinnugreinar. Þessar ----------- fjárfestingar myndu standa undir lífskjörum morgundagsins. Einar Oddur lauk um- ræðum dagsins með því ¦¦—— að árétta annars vegar þá skoðun sína að þau vandamál, sem fylgdu aflamarkskerfinu, væru ekki aðeins vandamál íslands, heldur heimsins alls. Áætla mætti, að í afla- stýringarkerfum heimsins væri um 20 milljónum tonna fisks hent á ári hverju. í öðru lagi hlyti það að vera aðalatriðið að búa til arðinn. Hvern- ig svo eigi að skipta honum sé ann- að mál. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.