Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ávarp forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, við setningu Alþingis í gær • ÞÚ hefur aldeilis sungið kartöflugarðalagið yfir forseta vorum Árni minn. Hann minntist ekki einu orði á vondu vegina okkar . . . Félagsdómur í máli Ögurvíkur hf. Veiðar á sjómannadag brot á kjarasamningi UTGERÐARFYRIRTÆKIÐ Ögur- vík hf. braut gegn kjarasamningi milli Sjómannasambands íslands og Landssambands íslenskra útvegs- manna fyrir að halda tveimur skip- um til veiða á seinasta sjómanna- dag. Þetta er niðurstaða Félagsdóms í máli sem Sjómannasambandið höfðaði gegn LIÚ vegna Útvegs- mannafélags Reykjavíkur og Ögur- víkur hf. Skip Ögurvíkur, Freri RE og Vigri RE, voru bæði að veiðum á sjó- mannadaginn 2. júní sl. og var viður- kennt af hálfu útgerðarinnar að því er varðar Frera að þar hafi verið brotið gegn kjarasamningi Sjó- mannasambandsins og samþykkti útgerðin að greiða um 165 þús. kr. sekt vegna þess. í málinu var hins vegar deilt um hvort samkomulag hafí tekist milli útgerðar og skips- hafnar um úthald Vigra á sjómanna- daginn. Dæmt til að greiða 531 þús. kr. sekt í niðurstöðum Félagsdóms er vitn- að til kjarasamningsákvæða um að öll fiskiskip skuli liggja í höfn á sjó- mannadag og ákvæðis í lögum um undanþágu frá þessari meginreglu ef mikilvægir hagsmunir eru í húfí og samkomulag tekst um það milli útgerðar og skipshafnar. Stefndi þótti ekki hafa sýnt fram á að sam- komulag hafi tekist milli útgerðar og skipshafnar um að vera á veiðum á sjómannadaginn. Skv. dómsorði Félagsdóms ber Ögurvík að greiða um 531 þúsund kr. sekt er renni í félagssjóð Sjómannafélags Reykja- víkur auk málskostnaðar sem ákveð- inn var 100 þús. kr. Amma Lú verður mat- sölustaður „BÍÓKJALLARINN verður allt í senn, matsölustaður, kaffihús og bar með örlitlu dansgólfi," segir Tómas A. Tómasson, veitingamaður um nýja staðinn sem opnar eftir einn mánuð í kjallara Borgarkringlunnar í Reykjavík. Staðurinn verður til húsa þar sem Amma Lú skemmtistaðurinn var í eina tíð en hann var í eigu Tómasar. Áætlað er að innangengt verði úr Borgarkringlunni í Bíókjallarann en milli húsanna mun rísa um 50 fm glerskáli sem skal heita Bíókaffi en þar er einnig ætlunin að hafa veit- ingasölu, að sögn Tómasar. í Bíókjallaranum verða ódýrir rétt- ir á boðstólum, svo sem pitsur og pasta á innan við 1.000 kr. „Á dag- inn er ætlunin að fjölskyldan snæði þar saman, fyrir eða eftir bíósýning- ar í Borgarkringlunni. Á kvöldin verður opið fyrir matargesti og aðra til kl. 1 á virkum dögum en til kl. 3 um helgar," segir Tómas. Borgarkringlan mun opna aftur eftir miklar breytingar um miðjan nóvember. Morgunblaðið/Jón Stefánsson MAÐUR á sjötugsaldri var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild eftir að hluti timburstafla hrundi á hann. Varð undir timburstafla MAÐUR á sjötugsaldri varð undir timburstafla við vinnu sína við Gull- smára í Kópavogi um klukkan 10.45 í gærmorgun. Verið var að hífa staflann upp á vörubifreið og gaf vír sig sem var brugðið utan um búntið. Maðurinn sneri baki í vörubílinn og varð ekki þess var að vírinn slitnaði. Úr stafl- anum rann og fékk maðurinn hluta af timbrinu á sig. Maðurinn var með meðvitund þegar lögreglan kom á staðinn og flutti sjúkrabíll hann á slysadeild. Lögreglan kallar til fulltrúa Vinnu- eftirlits ríkisins til að kanna vett- vang slyssins, auk þess sem rann- sóknarlögreglumaður hjá lögregl- unni í Kópavogi annast rannsókn málsins. Maðurinn fékk slæmt brot á mjaðmarlið og gekkst undir að- gerð í gær. Líðan hans er eftir at- vikum samkvæmt upplýsingum frá slysadeild. Öryqqismá! Lettlands Engin trygg- ing án NATO ÞETTA er fyrsta op- inbera heimsókn lettnesks utanrík- isráðherra til íslands," segir Birkavs, „og margt hefur gerst síðan íslend- ingar sýndu það hugrekki að verða fyrstir allra til að viðurkenna sjálfstæði okkar 22. ágúst 1991, meðan valdaránstilraunin stóð enn yfir í Moskvu. Samskipti okkar aukast nú hröðum skrefum. Ég hef rætt fjölmörg mál við ráða- menn hér á landi, þ. á m. málefni Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) en einnig gagnkvæmar heimsóknir listamanna og lettneska daga á íslandi, á sama hátt og við vorum með ís- lenska daga í Lettlandi 1992. Við megum heldur ekki gleyma að íslendingar hafa fjárfest rúm- lega milljón dollara í Lettlandi. Sé stærð íslensku þjóðarinnar höfð í huga geri ég ráð fyrir að þetta sé meiri fjárfesting en nokk- ur önnur þjóð hefur staðið fyrir hjá okkur. Þetta er góð byrjun og við viljum efla viðskiptin enn frekar, ég hef hitt að máli fulltrúa atvinnulífsins hér með það í huga. Ég er í forsæti Eystrasaltsráðs- ins þetta árið, sem Island gekk í á fundinumj Gdansk, og við vild- um gjarnan að íslendingar tækju aukinn þátt í störfum þess." - Hvernig hefur Lettum geng- ið að laga sig að gerbreyttum aðstæðum í efnahags- og stjórn- málum eftir sjálfstæðistökuna? „Þegar ég ber þróun helstu hagtalna hjá okkur saman við það sem gerist á íslandi og í öðrum Evrópulöndum er það einkum tvennt sem er verra hjá okkur. Fjárlögin okkar eru hallalaus, er- lendar skuldir eru litlar, atvinnu- leysi er tæplega 7% sem telst varla mjög mikið, við gerum ráð fyrir 4% hagvexti á þessu ári. Verðbólgan er hins vegar of mik- il, hún er nú um 18% en var um 1.000% árið 1992. Við áætlum að hún fari í 11% á næsta ári sem er of mikið en samt sem áður er þetta einstakur árangur á svo fáum árum. Þjóðarframleiðslan er að vísu meiri en í hinum Eystra- saltsríkjunum tveim en langtum minni en hjá ykkur, þetta merkir í reynd að lífskjörin eru enn afar léleg. En við höfum náð miklum ár- angri og nú er hafin þróun í þá átt að festa þann árangur í sessi með samningum við Evrópusam- bandið (ESB) og NATO. Útflutningur sem áður beindist aust- ur á bóginn fer nú í vaxandi mæli til ESB, í vesturátt." - Rússar eru um 40% íbúa Lettlands. Hvernig ganga samskiptin við rússneska þjóðarbrotið? „Það eru í reynd engin stór vandamál á þeim vettvangi. Kannanir sýna að engir Rússar vilja flytja frá Lettlandi,_ þeir vilja allir vera þar áfram. Eg tel að við gerum betur við þá íbúa Iands- ins sem ekki eru ríkisborgarar en rússnesk stjórnvöld við eigin borgara t.d. í Tsjetsjníju. Nýlega staðfesti talsmaður ESB að við hefðum gripið til ýmissa mikilvægra ráðstafana til að tryggja réttindi minnihluta- hópa. Við höfum sett á laggirnar sjálfstæða stofnun er annast þessi mál, upplýsir fólk um réttindi Valdis Birkavs ? Utanríkisráðherra Lett- lands, Valdis Birkavs, kom í opinbera heimsókn hingað til lands í vikunni. Birkavs er fæddur árið 1942, er lögfræð- ingur að mennt en stundaði einnig nám í heimspeki, félags- og afbrotafræði. Hann gegndi ýmsum störfum fyrir dóms- málaráðuneyti Lettlands á árun- um 1969-1986 og var aðstoðar- rektor háskóla Lettlands 1986- 1989. Birkavs var einn af stofnend- um sljórnmálasamtakanna Lett- landsleiðin (Latvijas Cels), var kjörinn á þing fyrir þau 1993 og er nú formaður samtakanna. Forsætisráðherra var hann 1993-1994 en hefur gegnt emb- ætti utanríkisráðherra frá því í fyrra. Eiginkona hans, Aina Birkava, er lögfræðingur og eiga þau einn son. þess. Við höfum hrint í fram- kvæmd umfangsmikilli tungu- málakennslu með erlendri aðstoð. Það gengur hægt en áfallalaust að veita fólki af öðru þjóðerni en Iettnesku borgararétt, við tökum eitt skref í einu. Það er ekki um neinn hættuleg- an kryt að ræða í samskiptum þjóðanna sem byggja landið þótt einhver vandamál komi öðru hverju upp. Lífskjörin eru slæm og margir eiga í erfiðleikum en vtö erum á réttri leið. Auk lett- nesku er kennt á rússnesku, pólsku og úkraínsku í skólunum okkar. Það eru 12 milljónir Úkra- ínumanna í Rússlandi en ekki einn einasti skóli þar sem kennt er á úkraínsku." Birkavs segir að Lettar vilji eins og aðrar nýfrjálsar þjóðir í Evrópu fá aðild að ESB til að treysta tengslin vestur á bóg- inn í sessi. Hins vegar geti þeir ekki talið ör- yggi sitt tryggt fyrr en landið fái aðild að NATO, aðild að þessum tveim stofnunum sé mikilvægasta markmið utanríkis- stefnu landsins. Aðspurður segir hann að þessi afstaða byggist ekki á ótta við nýja útþenslu- stefnu Rússa, sem verði að hafa með í ráðum þegar fjallað sé um öryggi í álfunni. Stefnan byggist á þeirri trú að stöðugleiki í álf- unni muni stóreflast þegar enginn vafi leiki á afstöðu vestrænna þjóða til öryggis Eystrasaltsríkj- anna. Hinu verði ekki neitað að ástandið í Rússlandi sé þannig að spyrja megi hvort Rússar séu sjálfir sannfærðir um að lýðræði sé endanlega búið að skjóta þar Gera betur við þjóöarbrotin en Rússar við Tsjetsjena rótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.