Morgunblaðið - 16.10.1996, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 16.10.1996, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 9 FRÉTTIR Sportittling- ur í Garði ÝMSIR fuglar, sem yfirleitt sjást ekki hér á landi, hafa borist hing- að með vindum undanfarnar vik- ur og virðast margir una sér ágætlega. Fjórir sportittlingar sáust í Garði nú í vikunni, en slík- ir spörfuglar heimsækja Suður- nesin að vísu af og til. Samkvæmt Fuglabók AB er sportittlingur- inn fargestur umhverfis Eystra- salt og á Bretiandseyjum, en flækist allt til íslands og Færeyja og suður til Ítalíu. Fuglaskoðari náði þessari ljósmynd af einum sportittlinganna í Garði. Morgunblaðið/Yann Kolbeinsson * Fyrsta opinbera heimsókn Olafs Ragnars í næsta mánuði Viðskipti og at- vinnulíf í öndvegi SÉRSTÖK áhersla verður lögð á málefni viðskipta- og atvinnulífs í fyrstu opinberu heimsókn forseta Íslands, Ölafs Ragnars Grímssonar, en hún verður farin til Danmerkur um miðjan næsta mánuð. Seinasta opinbera heimsókn forseta íslands til Danmerkur var árið 1981. Forsetahjónin og fylgdarlið, sem samanstendur meðal annars af ut- anríkisráðherra, ráðuneytisstjóra, forsetaritara og fulltrúum viðskipta- lífs hérlendis, halda til Danmerkur að morgni 18. nóvember næstkom- andi. Ræður í beinni útsendingu Ekki er búið að móta dagskrá heimsóknarinnar í smáatriðum en hún stendur frá mánudegi til mið- nættis á miðvikudag, auk þess sem forsetinn mun sinna öðrum erindum í íslands þágu fimmtudaginn 21. nóvember. Tekið verður á móti forsetahjón- um með móttökuathöfn á Kaup- mannahafnarflugvelli að viðstaddri Margréti Þórhildi Danadrottningu, prins Henrik eiginmanni hennar og Jóakim prins og ráðherrum í ríkis- stjórninni. Forseti og fylgdarlið dvelja í Fredensborg, höll sem er um hálftíma akstur frá Kaupmanna- höfn, en þar býr Danadrotting frá apríl og fram eftir nóvembermánuði. Sama dag munu forsetahjónin snæða hádegisverð með drottningu og manni hennar en að því loknu er ráðgert að forseti opni sýningu sem helguð er Norður-Atlantshafinu og sitji móttöku fyrir erlenda sendi- herra í Danmörku, en margir þeirra eru einnig sendiherrar landa sinna á íslandi. Um kvöldið býður drottn- ing til hátíðarkvöldverðar í höll sinni og er stefnt að því að danska sjón- varpið sýni ræður þjóðhöfðingjanna í beinni útsendingu. Stórframkvæmdir skoðaðar Þá er stefnt að því að forseti og fylgdarlið kynni sér framkvæmdir við risavaxna hengibrú yfir Stóra- Belti og jarðgöng þar undir, en von- ir standa til að þau verði tekin í notkun á næsta ári. Ólafur Ragnar verður fyrsti þjóðhöfðinginn sem skoðar göngin, að sögn Kornelíusar Sigmundssonar forsetaritara. Þá verður bærinn Koge heimsóttur og merkar minjar þar skoðaðar og fyr- irtæki. Forseti íslands efnir síðan til kvöldverðarboðs til heiðurs drottn- ingu á þriðjudagskvöld, en þar verð- ur borinn fram íslenskur matur og annast íslenskir matreiðslumeistarar matseld og notast alfarið við íslenskt hráefni. í heimsókninni mun forseti jafn- framt leggja blómsveig á minnis- varða um þá Dani sem féllu í seinni heimsstyijöld, að viðstöddum ætt- ingjum nokkurra þeirra sem létust, mönnum sem börðust í stríðinu og hljómsveit danska hersins. Einnig er búist við að forsetinn heimsæki sambýli fyrir vanfæra eit- urlyfjasjúklinga, en markmiðið með þeirri starfsemi er meðal annars að reyna að gefa börnum kost á að fæðast í heilbrigðu umhverfi án eit- urlyfja, og danskan grunnskóla þar sem sex ára börn taka á móti íslensk- um gestum. Síðar heimsækja forseti og fylgd- arlið danska þingið, kynna sér stjórnarskrá landsins undir leiðsögn forsætisnefndar þingsins og snæða hádegisverð með forsætisráðherra Danmerkur í Kristjánsborgarhöll, auk þess sem þeir sitja saman blaða- mannafund. Útflutningsmál rædd Forseti og fylgdarlið sitja síðan hringborðsumræður hjá félagi danskra iðnrekenda, þar sem mátt- arstólpar í dönsku viðskiptalífi verða samankomnir, og skipst verður á skoðunum um hvernig Dönum hefur tekist að ná jafn góðum árangri og raun ber vitni á sviði útflutnings. Seinasta kvöld opinberu heim- sóknarinnar býður Dansk-Islandsk Samfund og að líkindum íslendinga- félögin ytra til samkomu, en heim- sókninni lýkur formlega á miðnætti. Forseti og fylgdarlið munu hins vegar heimsækja Stofnun Arna Magnússonar á fimmtudag, svo eitt- hvað sé nefnt, danska stórverslun sem hyggst bjóða íslenskar vörur og hús Jóns Sigurðssonar. Jafnframt þessari dagskrá verður efnt til form- legra viðræðna utanríkisráðherra landanna tveggja. Haust/vetur 96-97 Nýr bæklingur Mikiö úrval af kerrum og vögnum m Sflf&Zli ALLT FYRIR BÖRNIN Fjölbreytt úrval ríkisverðbréfa Sniðin að mismunandi þörfum sparifjáreigenda • Fjölbreytt úrval ríkisverðbréfa sem uppfylla óskir fjárfesta um ávöxtun, lánstíma, öryggi, verðtryggingu o.fl. • Ríkisverðbréf eru markaðsverðbréf, skráð á Verðbréfaþingi íslands, og eru því auðseljanleg hvenær sem er á lánstímanum. • Ríkisverðbréf eru boðin útvikulega. Ríkisvíxlar Ríkisvíxlar Ríkisvíxlar Ríkisbréf Ríkisbréf ECU-tengd Árgrei&sluskírteini Spariskírteini Spariskírteini Spariskírteini 3 mánubir l 6 mánuðir ■ 12mánuðir 3 ár 5 ár I Óverötryggð ríkisveröbréf ! Verötryggö ríkisverðbréf 20 ár Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustu- miðstöðvar ríkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar. Sími 562 6040. ÞJONUSTUMIÐSTOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð, sími 562 6040, fax 562 6068. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.